Morgunblaðið - 09.04.1969, Page 22
22
MOKGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 196»
Vigdís Valgerður
Torfadóttir — Minning
í DAG kveðjum við Vigdísi Val-
gerði Torfadóttur. Hún fæddist
á Vesturgötu 36 þann 25. ágúst
1834. Á næsta ári keypti faðir
hennar, Torfi Þórðarson frá Vig-
fúsarkoti, Vesturbæinn í Hlíðar-
húsum. (Hann stóð þar sem nú
t
Faðir okkar, tengdafaðir og
afi
Einar Jónasson
frá Borg, Ytri-Njarðvík,
andaðist í Sjúkraihúsinu í
Keflavík 3. þ.m.
Hulda Einarsdóttir,
Jón Ingibersson,
Sigrún Einarsdóttir,
- Friðrik Valdimarsson
og barnabörn.
t
Elskulegur bróðir minn og
móðurbróðir
Jóhann Scheving
fyrrverandi kennari
andaðist 6. þ.m. að Vífilstöð-
um. Jarðarförin auglýst síðar.
Guðrún og Edda Scheving.
t
Fósturmóðir okkar
Valgerður
Ingimundardóttir
Háaleitisbraut 17,
andaðist páskadagskvöld.
Inga Jóhannesdóttir,
Ingimundur Bjarnason.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi
Tryggvi Marteinsson
frá Ólafsfirði,
andaðist að Hrafnistu laugar-
daginn 5. apríl sl.
Rósa Friðfinnsdóttir,
Dýrleif J. Tryggvadóttir,
Baldvin Tryggvason,
tengdabörn og
barnabörn.
— ............... ........
t
Bró'ðir okkar
Marinó Kolbeins
Vancouver Kanada
andaðist laugardaginn 5. apríl
síðastliðinn.
•
Þórey Kolbeins,
Páli Kolbeins.
t
Fósturmóðir okkar og föður-
systir
Nikolína Guðmundsdóttir
Steinsholti, Eskifirði,
lézt í Landspítalanum 3. apríl.
Svala Auðbjörnsdóttir,
Jónas Þórðarson og
Baldur Einarsson.
er Garðastræti neðanvert).
Móðir Vigdísar var Sigríður Pét-
ursdóttir, Gíslasonar útvegs-
bónda í Ánanaustum og fyrri
konu hans, Vigdísar Ásmunds-
dóttur frá Móum á Kjalarnesi.
Hiíðarhús voru þá stærsti
íbúðabærinn í-Reykjavík, eða 7
íbúðarhúsaburstir, ef dæma má
af uppdrætti liðsforingjanna
Ohlsens og Aanums, gerðum
snemma á 19. öldinni.
Vesturbærinn var stór og rúm-
góður miðað við híbýli manna á
þeim tíma.
Inn af bæjardyrum var eldhús,
en göng til hægri, að stofu til
suðurs og svefnstofu til norðurs.
Uppi yfir voru tvö svefnherbergi.
Stofan var því oft lánuð til ým-
iskonar mannfagnaðar, margar
brúðkaupsveizlur voru haldnar
þar og það kom líka fyrir að
dansleikir voru haldnir í stof-
unni.
Þar var mjög gestkvæmt. Sig-
ríður var mjög glaðlynd og gest-
risin voru þau hjónin með af-
brigðum. Skólapiltar skyldir og
vandalausir héldu oft til í Vest-
urbænum.
t
Eiginmaður minn
Gunnlaugur Haukur
Sveinsson
kennarl,
verður jarðsunginn frá Hafn-
arfjarðarkirkju fimmtudaginn
10. apríi kl. 2 e.h.
Fyrir hönd ættingja.
Ingileif Guðmundsdóttir
Holtsgötu 18.
t
Föðurbróðir minn
Jón Jónsson
frá Neðri-Hundadal,
Dalasýslu,
verður jarðsettur miðviku-
daginn 9. apríl kl. 1.30 frá
Fossvogskirkju.
Vigdís Einarsdóttir
Dráphlíð 37.
t
Móðir okkar
MagSalena Daníelsdóttir
verður jarðsungin frá Hafnar-
fjarðarkirkju í dag, miðviku-
daginn 9. apríl kl. 2 e.h.. Þeim
sem vildu minnast hinnar
látnu er bent á Kvenfélag
Hafnarfjarðarkirkju.
Stefán Sigurðsson,
Georg Sigurðsson,
Lárus Sigurðsson.
t
Faðir okkar og tengdafaðir
Gísli Ásgeirsson,
verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju fimmtudaginn 10.
apríl kl. 1.30.
Lára Radloff,
Árni Gíslason,
Ester Kláusdóttir,
Ásgeir Gislason,
Hildur E. Frímann,
Erla Gisladóttir
Gísli Ólafsson.
Eftir að föðurbróðir Vigdísar,
Þorgrímur Þórðarson, varð lækn
ir í Skaftafallssýslu var algengt
að gesti þaðan að austan bæri að
garði,. með kveðju,.. og báðust
gistingar, meðan læknis var leit-
að eða öðrum erindum sinnt í
bænum.
Á þessu heimili ólst Vigdís
upp, einbirni og augasteinn allra
er þangað komu. Snemma kom
það í hennar hlut að fylgja að-
komumönnum til lækna í bæn-
um eða að annast útréttingar
fyrir gestina og vini úti á landi.
Þegar Vigdís var 16 ára hóf
hún nám í karlmannafatasaum
hjá Andersen kiæðskera, sem þá
var fil húsa í Kirkjustræti. Að
loknu námi réðist hún til vinnu
á verki'tæðinu og hélt því starfi
í 25 ár.
Fyrir konungskomuna 1907
þurftu allir embættismenn bæj-
arins að fá saumaða „frakka“.
Vigdís minntist oft þessa sum-
ars. Stúlkurnar saumuðu allar
eins lengi og hver treysti sér til,
oft langt fram yfir miðnætti, en
urðu þó að mæta til vinnu aftur
kl. 8 að morgni. Handbragð Vig-
dísar var frábáert, svo það kom
oft í hennar hlut að vinna
handavinnuna, sem þá var miklu
meiri en nú er, á karlmanna-
fötum.
Þegar konungskomunni var
lokið, fengu allar stúlkurnar 25
krónur fyrir yfirvinnuna og var
það í fyrsta skipti sem þeim var
greidd yfirvinna, vakti það mikla
Oig óvænta gleði.
1908 dó Torfi faðir Vigdísar.
Þær mæ(5gur bjuggu áfram í
Vesturbænum og veittu beina
öllum, sem að garði bar. Vigdís
saumaði á verkstæðinu og vann
fyrir þeim, þar til Sigríður móð-
ir hennar dó, 1925.
Vigdís varð þá ein. Bærinn var
orðinn all hförlegur, enda yfir
100 ára gamall.
Vigdís treysti sér ekki til þess
að búa þar ein. Hún yfirgaf því
Hlíðarhús og _ settist að hjá
frænda sínujn Ágúst Flygenring
og fjölskyldu hans í Hafnarfirði.
Þar átti hún gott heimili hjá
vinum og frændum þar til Ágúst
féll frá og heimUið var leyst
upp.
t
Þakka auðsýnda samú'ð við
andlát og jarðarför
Bergþóru Stefánsdóttur.
Sérstakar þakkir til hjúkrun-
ar- og starfsfólks Elliheimilis-
ins fyrir góða umönnun.
Elínborg Jónsdóttir.
t
Innilegar þakkir færum við
öllum er sýndu okkur samúð
og vináttu við andlát og jarð
arför
Guðjóns Ingimars
Magnússonar
trésmiðs, Hvammstanga.
Börn, tengdabörn, barna-
börn og barnabarnabörn.
Leiðin lá þá aftur til Reykja-
víkur og í saumaskapinn. Litlu
síðar fékk hún vinnu við fata-
vörzlu í Alþingishúsinu, en þar
hafði hún unnið alla sunnudaga,
við listasafnið á meðan það var
til húsa í Alþingishúsinu,
Framan af vann hún að sauma
skap á milli þess er Alþingi
starfaði, en síðari ár varð hún
að láta sér nægja fatavörzluna,
Frá fyrstu leiksýningu í Iðnó
og fram til 1950, að hún réðist til
Þjóðleikhússins, starfaði hún
einnig í fatageymslu þar. Þar
var hún. ætið til staðar og sá því
hverja leiksýningu allán. þann
tíma. Iðnó varð því annað heim-
ili hennar ;um áratugabil og leik-
sýningarnar þar hennar unað.s
stundir.
Hjá Alþingi starfaði hún í 33
ár eða ,þar: tll hún Var 82 ára
1967.
Enda þótt Vigdís ynni langa
daga og oft á kvöldin í leikhús-
unum, gaf hún sér tíma til þess
að sinna hugaðarefnum sínum
og félagsmálum lengi vel.
Hún var alla ævi áhugasamur
bindindismaður, gekk i barna-
stúkuna Æskuna 8 ára og var
síðast í St. Dröfn. í Guð.-.peki-
fólagi íslands var hún einnig. I
kvenfélaginu Hringnum vann
hún af áhuga og óéigingirni í
áratugi. Það er ekki aðalatriðið
hvaða störf hver velur sér, held-
ur hvernig þau eru leyst af
hendi.
Öll störf vann Vigdís af .sér-
stakri nákvæmi og skyldurækni.
LífeÆeriU Vigdísar varð ekki
víður, niður Vesiturgötu, um mið-
bæinn í hring, upp Suðurgötu,
en hann var genginn af sa.m-
vizkusemi fram á síðustu stund.
Forseti íslands, Ásgeir Ás-
geiri'son, veitti henni heiðurs-
pening, fyrir langa og dygga
þjónustu. Sú viðurkenning veitti
henni mikla gleði og þakklæti.
Hún var sannur Reykvíkingur
og munum við lengi minnast þess
með hvílíku hugrekki og reisn
hún gekk sína göngu.
Vigdís verður lögð' til hinztu
hvíldar hjá foreldrum sínum,
austan við klukkuportið. Þar
hvílir loks öll fjökkyldan úr
Vesturbænuim í Hlíðarhúsum og
blómin gróa á leiðinu um ókom-
in ár.
Blessuð sé minning þín.
Petrína Kristín.
ÞEGAR ég nú kveð frænku
mína, Vigdísi Torfadóttur, hinztu
kveðju, þá leita fram í hugann
ýmsar minningar frá bernzku
minni um fólkið, sem bjó við
Vesturgötuna og er nú sem óðast
að hverfa af sjónarsviðinu. Við
sem nú erum á miðjum aldri
minnumst þess með þakklæti í
huga og þökkum því það góða
fordæmi, sem það gaf okkur með
líferni sínu.
Vigdís fæddi.-t í Vesturbænum
í Hlíðarhúsum þann 25. ágúst,
1884. Var hún einkadóttir hjón-
anna Sigríðar Pétursdóttur og
Torfa Þórðarsonar, fiskimats-
manns frá Vigfúsarkoti, sem
bæði voru kunnir Reykvíkingar.
Má geta nærri, að þau hafa
vandað til uppeldis einkadóttur-
innar. Hún var lika glæsileg
stúlka og reisn sinni hélt hún
t
Hjartans þakkir fyrir auð-
sýnda samúð og vináttu við
andlát og útför
Láru Jóelsdóttur
Læk, Skógarströnd.
Sérstakar þakkir færum við
læknum og hjúkrunarliði á
Sjúkrahúsi Akraness fyrir frá
bæra umönnun, einnig öllum
þeim, er heimsóttu hana á
sjúkrahúsið og sýndu henni
og okkur ómetanlega vináttu
og hjálpsemi í veikindum
hennar.
Eiginmaður, börn, tengda-
börn, barnabörn og syst-
kin hinnar látnu.
alveg fram til hins sáðasta. Faðir
hennar lézt árið 1908, en Vigdís
bjó áfram með móður sinni í
gamla torfbænum og vann á
verkstæði hjá Andersen, við
karlmannafatasaum. Man ég vel
eftir þeim mæðgum, hve notaleg
ur gamlli bærinn var og vel geng
ið um allt jafnt innan húss sem
utan. Faðir minn átti heimili hjá
þeim í fimm ár, frá því móðir
hans dó og þar til hann stofnaði
sitt eigið heimili, og á hann hlýj-
ar minningar frá þeim tíma.
Sigríður andaðist árið 1925 og
fluttisf þá Vigdis til Hafnarfjarð
ar, þar sem hún bjó hjá fjöl-
skyidu Ágústar Flygenring, en
þáð fólk reyndist henni tryggir
vinir alla ævi. Er hún flutti aftur
til Reykjavíkur tók hún upp
vinnu sína við sauma og jafn-
framt vann hún við fatagæzlu í
Iðnó, Þjóðleikhúsinu og síðar á
Alþingi, þar sem hún vann fram
á aíðustu ár. Hún bjó lengi hjá
frú Ragnheiði í húsi hennar,
Ægisgötu 26, og veit ég, að hún
vildi nú, væri hún þess megnug,
þakka þeirri fjölskyldu þá vin-
áttu sem henni var auðsýnd á
margvíslegan hátt.
Eins og áður er sagt var Vigdía
mjög glæsileg ung stúlka. Hún
starfaði í ungmennafélaginu Ið-
unni og tók þátt í íþróttasýning-
um félagsins, einnig var farið 1
gönguferðir til Þingvalla og ann-
að og í þá daga var ekki algengt,
að konur gerðu slíkt. Hún starf-
aði iíka ,í Kvenfélaginu Hringn-
um. Við sförf sín kynntist hún
mörgu fólki og hygg óg, áð mér
sé óhætt að fullyrða, að hvar-
vetna hafi hún eignazt vini og
kunningja. Hún var að eðlisfari
dul um sína hagi og aldrei heyrði
ég hana kvarta-eða mæla æðru-
orð. Hún var líka svo lánsöm
að búa alla ævi við góða heilsu.
Það sem þó einna mest einkenndi
hana var samvizkusemin. Hún
mátti ekki í neinu vamm sitt
vita, enda var það ein af höfuð-
dyggðum gömlu Vesturbæing-
anna. Glaðlynd var hún og geð-
prúð og fylgdi henni ætíð hressi
legur andblær. Það var því alltaf
ánægjulegt að vera í návist
hennar.
Rétt eftir áraimótin síðustu
veiktistt hún skyndillega og var
flutt í Landsspítalann og þaðan
átti hún ekki afturkvæmt. Hún
andaðist þar 'hinn 28. marz síðast
liðinn. Á meðan Vigdís lá veik
naut hún sérstakrar umönnunar
tveggja frænkna sinna, frú V»l-
gerðar Einarsdóttur og frú Pet-
rinu Jakobsson, sem þá eins og
endranær reyndust henni sann-
ar vinkonur.
Nú er Vigdís horfin héðan.
Hún var trúuð kona og veit ég
að hún hefur nú hitt aftur ást-
vini sína, sem á undan voru
farnir, en við sem eftir lifium
munum geyma minninguna um
hana í hugum okkar.
Sigfríður Nieljohníusdóttir.
- í.o.G.r. -
I.O.G.T.
Stúkan Frón nr. 227. Fundur
í Templarahöllinni við Eiríksgötu
í kvöld kl. 20.30.
FUNDAREFNI:
Skýrsla og reikningar ársins
1968.
Kosning fulltrúa á aðalfund
þingstúkunnar.
Kosning embættismanna,
fastra nefnda o. fl.
Æ.t.
Alúðarþakkir til vandamanna
og vina fyrir heimsóknir,
blóm, skeyti og stórar gjafir
á 80 ára afmæli mínu fyrsta
apríl. Guð og gæfa veri með
ykkur öllum og sveit minni,
þar sem ég hef átt óslitið
heimili í þessi ár.
Þórður Ólafsson
Brekku, Norðurárdal.