Morgunblaðið - 09.05.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 1969
3 *
„Á DÖGUM HITLERS VAR ÉG
NYTSAMUR SAKLEYSINGI"
— segir Halldór Laxness rifhöfundur
— Bók hans Vínlandspúnktar kemur
út hjá Helgafelli í dag
í DAG kemur ut hjá Helga-
felli ný bók eftir Halldór
Laxness, sem nafnist Vín-
landspúnktar. Á bókarkápu
segir á þessa leið m.a.:
„Meginefni þessarar nýju
bókar Halldórs Laxness er
sfórmerk grein um Vínlands-
fundina og sagnfræði þá, sem
að þeim lýtur. Gætir þar
margs konar frumlegra at-
hugasemda, og eins og jafnan
endranær varpa atlhuganir
Halldórs ljósi á fjöknörg at-
riði langt utan takmarka rit-
gerðarinnar. Sérstaklega fróð
legur og fyndinn er saman-
burðuir hans á þýzkkynjaðri
og íslenzkri sagnahefð fyrir
og um ritunaftíma fornsagn-
anna. En af þeiim mdsmun
dreigur hann merkilegar á-
lyktaniir um sannfræði Vín-
landssagnanna. Tvennt mun
mönnum vafalítið koma mest
á óvant í þessari ritgerð. Með
djarflegri rökvísi fellir Hall-
dóir stoðir undan rituðum
heimiidum um Ólaf konung
Tryggvason, svo að lítið
stendur eftir, að svo komnu,
nema nafn „lýgikonungs“
umlukið rökkri þjóðsagna.
Um leið er aðild Ólafs að
landafundum í Vesturheimi
og skiipti hans við Leif Ei-
ríksson að engu orðin, nema
skáldskap í miðaldastil. í
öðru lagi telur Halldór Vín-
landskortið, sem Yale Uni-
versity Press birti í mikilli
bók 19*65, vera fölsun nútíma-
manna og getur þess til, að
lesmál þe&s sé gert með hlið-
sjón af grein Jóns prófessors
Jóhannessonár um aldur
Grænlendingasögu, árið 1962,
eftir að greinin hafði birzt á
ensku.
óþarft e,r að minna mörg-
uim orðum á fræga stílsnilld
Halldórs. Eða rökfimi hans,
skilgreiningargáfu og dirfsku
hugmyndaflugs. Hann hefir
áður gért margar snilldarleg-
ar atbugasemdir um fræðileg
efni, ekki sízt rannsókn á
fornsögum. En í Vínlands-
púnktum gengur hann fram-
ar en nokkru sinni fyrr, þeg-
ar hann byltir við stöðnuð-
lum hugmyndum og varpar
inýju og óvæntu ljósi á þætti
ifornrar íslenzkrar sagnarit-
unar. Vafalaust munu ýmsar
ályktanir hans valda mót-
ispyrnu, en það er ómetanlegit,
þegar snillingur eins og Hall-
dór beitir lifandi hugsun
sinni að þessari höfuðfræði-
grein vorri. sem af ýmsum
ástœðum er ákaflega hætt við
að gtaðna í einangrun og hug-
myndaskorti“.
Um Grænlendingasögu og
Vínlandskortið kemst Hall-
dór Laxxness m.a. að orði á
iþessa leið í nýju bókinni:
„Frami Bjarna á Vínlands-
kiortinu, sem gerir hann hlut-
gengan finnanda Vinlanids,
fer í bága við mat frœði-
manna á þessum lítt kunna
'Siglíngamanni alt til þess
itima er Jón Jóhannesson hef-
ur Grænlendíngasögu til vegs
sem heimild. í þessu endur-
•mati á heimildum vinlands-
fundarins sem fram kemur
í lesmáli kortsins er Græn-
lendíngasaga í raun réttri
tekin framyfir Eiríks sögu
rauða, en slíkt hefði verið
lítt hugsanlegt áður en Jón
Jóhannesson kem'Ur til skjal-
anna. Gæti bent tii þess að
lesmálið á kortinu væri sam-
ið árið 1962, á því ári sem
rannsókn Jóns Jóhannesson-
ar er prentuð á ensku í Lond
on; en einmi'tt á því ári er
verið að búa Vínlandskortið
til prentunar og samanskrifa
hina spreinglærðu greinar-
gerð fyrir því. Greinargerðin
gaumgæfir fræðilegan titl-
ingaskít úr öllum átturn til
að fóðra Vínlandskortið; en
Iþess er gætt mjög vel að
nefna hvergi nafn Jóns Jó-
hannessonar og gæti hann þó
verið frumhreyfill þess end-
urmats vínlandssögunnar sem
þarna er ástunduð af blend-
íngi rokufréttar og lærdóms.
ÍÞað er ekki auðvelt að í-
mynda sér að svo lesnum
mönnuim sem höfundum Vín-
landskortsins hefði getað
skotist yfir rannsóknir Jóns
Jóhannessonar miðstæðar í
Dr. Halldór Laxness
efnl sem þeir voru sjálfir að
vinna að í London á þeim
tíma sem ritgerð Jón kom
á ensku. Ritgerð Jóns hlýtur
að hafa verið mönnum þess-
um auðveldlega tilkvæm ekki
síður en annað efni sem þeir
hafa úr The Saga Book of
the Viking Society for
INorthern Research“.
Halldór Laxness hefur að
undanförnu verið á ferðalagi
í Englandi í boði British
Counsil og sl. þriðjudag
heimsótti hann staðinn þar
sem Haraldur harðráði var
veginn 106*6. Þá segir einnig
frá því í frétt, sera Mbl. hef-
ur borizt, að Halldór Laxness
ihafi heimsótt Jórvík og
Forsáða Vínlandspúnikta
TÍZKTJ-
VERZLUN
UNGA
FÓLKSINS
<§> KARNABÆR
TÖKUM UPP DACLECA NÝJAR VÖRUR
OPIÐ TIL KL. 4 E.H. ALLA LAUCARDAGA
DOMUDEILD
★ SÍÐBUXUR ÚR TWEED —
TERYLENE — RAYON
VERÐ FRÁ KR. 500,—
★ PEYSUR í MIKLU ÚRVALI
VESTI — STUTTERMA — LANGERMA
VERÐ FRÁ KR. 250,—
★ STUTTJAKKAR ALLSKONAR ÚR
FALLHLÍFAREFNI — ULL — TWEED
OG LEÐRI.
VERÐ FRÁ KR. 500,—
★ REGNJAKKAR — REGNKÁPUR.
HERRADEILD
★ SÍÐBUXUR ÚR
TERYLENE OG ULL
VERÐ FRA KR. 1.290,—
STAKIR JAKKAR FRÁ KR. 1800,—
STUTTJAKKAR í ÚRVALI
VERÐ KR. 850,—
BINDASETT
KLÚTAR NYTT
DRENGJA BLEISER-JAKKAR
A MJÖG GÖÐU VERÐI
STEVE MARRIOT PEYSUR
VERÐ FRÁ KR. 350 —
rninnzt þess þar, er Egill
'Skallagrímsson . orti Höfuð-
lausn. Þá heimsótti Halldór
Laxness einnig dómkirkjuna
í Lincoln, en þa.r er mynd
Þorláks helga mótuð í kirkju-
glugga. Um þá heimsókn
sagði Halldór Laxness: ,,Þor-
lákur helgi nam í Lincoln á
12. öld og ég hafðj mikla
ánægju af að sjá gluggann,
’sam er hinn eini sem til er
Imeð mynd heilags Þorláks“.
Times birtir samtal við
Halldóir Laxness sl. mánudag.
IVíkur þar fyrst að Sonn-
ingverðlaununuim, en síðan
að kvikmyndun Sölku Völku
og sýningum Silfurtunglsins
lí Rússlandi. Síðan segir: „En
ég er ekki kommúnisti og hef
aldrei verið það“ segir Lax-
nass og mótmælir þannig al-
mennum misskilningi, að
sögn blaðsins.
„Á dögum Hitlers var ég
nytsamur sakleysingi, sem
eðlilegt var. En katþólsikur
varð ég sem ungur maður —
þaðan hlaut ég miðnafn mitt,
Kiljan, eftir dýrlingnum —
en ég er það ekki lengur.
Kaþólska mín gufaði upp
■sársaukalaust, eins og þegar
maður gleymir hatti í fata-
'hengi og saknar hans ekki“.
STAK8TEIIV!AR
TYSGOTU1
SÍMI
12330.
Sérstæður
málílutningur
lagapróíessors
Prófessor í lögum, Ólafur Jó-
hannesson, formaður Framsókn-
<•
arflokksins, flutti mál sitt með
svolítið sérstæðum hætti í um-
ræðum á Alþingi í fyrradag um
fréttastofu sjónvarpsins. Hann
bar menntamálaráðherra þeim
sökum, að hann hefði beitt áhrif
um sínum með óviðurkvæmileg
um hætti hjá útvarpi og sjón-
varpi. Menntamálaráðherra mót-
mælti þessum ásökunum og
krafðist þess, að lagaprófessor-
inn Ólafur Jóhannesson sannaðf
staðhæfingar sínar. Ólafur Jó-
hannesson svaraði á þá leið, að
menntamálaráðherra gæti af-
sannað fullyrðingar sínar með
því að fara í 5 mánaða sjónvarps
bindindi. Þessi röksemdafærsla <
er algjörlega hliðstæð þvi, að
maður segi við annan: Þú ert
þjófur. Sá sem sökum er borinn
krefst þess, að hinn sanni mál
sitt, en þá segir hann: Sannaðu
að þú sért ekki þjófur. Erfitt er
að trúa öðru en þvi, að prófessor
Ólafur Jóhannesson mundi í
þessu tilviki segja nemendum
sínum við lagadeildina, að sönn
unarbyrðin í þessu deilumáli
ráðherrans og formanns Fram-
sóknarflokksins hvíldi á hinum
síðarnefnda. Eða hvað?
Tróð sér í sjónvarpið
í hinum stormasömu og
skemmtilegu umræðum á þingi í
fyrradag um fréttaflutning sjón
varpsins kvartaði Magnús Kjart
ansson mjög undan því, að sjón-
varpið hefði birt kvikmynd um
málefni Evrópu og Atlantshafs-
bandalagsins sl. tvo áratugi.
Hins vegar sá sami maður ekki
ástæðu til að fetta fingur út í
það, að fyrir nokkru birti sjón-
varpið áróðursmynd frá N-Viet-
nam með texta, sem saminn var
og fluttur af Magnúsi Kjartans-
syni. Þessi þingmaður hafði held
ur ekki fyrir því að rifja upp,
að þessi áróðursmynd frá N-
Víetnam var sýnd í sjónvarpinu
eftir að Magnús Kjartansson
hafði nauðað á sjónvarpinu að
sýna hana og leyfa sér að flytja
texta með myndinni. Svo mikið
var þessum þingmanni í mun að
komast í sjónvarpið að hann m
skirrðist ekki við að misnota að
stöðu sína sem þingmaður til
þess að troða sjálfum sér í sjón-
varpið.
Gullkorn
Annars féllu mörg gullkorn i
umræðunum um fréttastofu sjón
varpsins. Meðan ráðherrann var
í ræðustól greip Ólafur Jóhann-
esson fram í og sagði: Það kem-
ur svartur blettur á tunguna á
þeim, sem segja ósatt. Svar ráð
herrans: Þá er öll tungan á ÞÉR
svört. Þá vöktu skemmtileg mis
mæli ráðherrans mikla kátínu ^
þingmanna en þau voru á þessa
leið: „Það er fyrir neðan allt
velsæmi að bera á borð rangar
staðhæfingar nema hægt sé að
standa við þær“. Loks lýsti ráð-
herrann málflutningi formanns
Framsóknarflokksins á þá leið,
að hann talaði að „hætti Gróu
á Leiti, japlaði í þeim (þ.e. ó-
sannindunum) og nuddaði um
þau“.
<