Morgunblaðið - 09.05.1969, Blaðsíða 4
V
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 1969
BflALEIGAN FALURhf
car rental service ©
22*0-22-
RAUDARÁRSTÍG 31,
Hvérfisfötu 103.
Simí eftir lokun 31160.
BILA
LEIBA
MAGIMÚSAR
iKiPHom 21 simar21190
oftirlolcun simt 40381
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastræti 13.
Sími 14970
BIJNAÐARBANKLNN
^ ii-r Iriinlíi fiilkxi ns
Vélapakkningar
De Soto
BMC — Austin Gipsy
Chrysler
Buick
Chevrolet, flestar tegundir
Dodge
Bedford, dísil
Ford, enskur
Ford Taunus
GMC
Bedford, dísil
Thomes Trader
Mercedes Benz, flestar teg.
Gaz '59
Pobeda
Volkswagen
Skoda 1100—1200
Renault Dauphine
Þ. Jónsson & Co.
o O J
wnmmmmm
Mafarlykf:
Nýja Husqvarna
eldhúsviftan
eyðir henni
(junnar ^4igeiriion hj.
Suffurlandsbraut 16.
Lauoaveg'i 33, - Sími 35200.
© Spurningu skaut upp
í kolli!
Freymóður Jóhannsson skrifar:
Næturgali, er skráir sig S.G.,
hefur orðið í dálkum þínutn, Vel
vakandi góður, s.l. sunnudag og
byrjar mál sitt þannig: „Skal
nokkurn undra, þó að ungt fólk
vilji komast burtu héðan?“. ís-
lenzkulega er nú byrjað, eins og
efni standa til, — ekki vantar
það!!
Umræddur næturgali virðist telja
það fullgilda landfiótta-ástæðu o,g
— afsökun, ef þeir, sem vilja, fá
ekki lögverndaða heiimild til næt
ursvalls-ónáttúru sinnar á nátt-
„klúbbum" eða öðrum álíka menn
ingarmiðstöðvnm! að fordæmi al
raemdra erlendra borgarhverfa.
Virðist lægri hlutur bjór-féiiaganna
á Albingi bafa komið þessum óm-
stríða söngfugli í nokkurt upp-
nám.
Mun íslemzkri þjóð á öðru meiri
þörf, en manngerðum þeim, er
iðka ólánsslangur sitt að nætur-
lagi á fyrrgreindan hátt, en sofa
í sínum andlegu og líkamlegu
leifum á daginn, meðan virðing-
arvert íslenzkt fólk vinnur þjóð
sinni og ástvinum heillastörf.
Skyldu ekki næturgalar þeir, seim
eni skoðamabræður S.G., og marg
ir hverjir eru þaxxlkunnir lög-
regiunni, mega flýja land?! Þeir
eru hvort eð er útlendingar hér
að uppruna eða uppeldi. Varia
eigum við að framleiða áfengan
bjór, til þess að viðhalda slík-
um vanþrifakindum hér hjá okk-
ur. ísland framtíðarinnar þarf
áreiðanlega á öðruvísi fólki meira
að halda.
„Bjórinn skal í gegn“, segir næt
urgali þessi, eða leiguliði, nema
skrautminna heiti eigi betur við.
Bjórirm skal ekki í gegn, segj-
um hinsvegar við, sem berum
framtíðarheill islenzku þjóðarinn
ar fyrir brjósti.
Erfiðleikar og þjáningar fjölda
foreldra eru víst þegar nógu mikl
ir, vegna ýmissa unglinga, þó ekki
verði þeim fjölgað stórlega með
bruggun hins umdeilda bjórs.
Æfðir drykkjumenn færu varla
að skipta á sínu eftirsótta sterka
áfengi og hinum umrædda áfenga
bjór, nema þá til viðhalds vímu
sinni. Það mun alþjóða reynsla,
að eiturlyfjaneytendur allra teg-
unda sækist eftir æ sterkari og
sterkari eiturlyfjum, þótt byrjað
sé e.t.v. á þeim veikustu. Þegar
spánarvínin frægu komu til sög-
unnar forðum daga og lítt reynd
ir spánardrykkja-menn höfðu
kynnzt þeim um hríð, tóku marg
ir þeirra að fussa og sveia og
heimtuðu sterkara áfengi, —
menn þyrftu að drékka svo mik-
ið af þessu sulli, sögðu þeir, til
þess að finrxa verulega á sér. Á
slxkum forsendum var svo kraf-
izt afnáms banmlaganna gömlu.
Vitleysan ríður sjaldan við ein-
teyming. Ætli áfengi bjórinn
mundi ekki gegna svipuðtc spán-
arvínahlutverki hjá unglingunum
okkar nú, ef ólán.smönnnm hans
yrði að ósk sinni.
Þeir alþingismenn, sem ennþá
einu siniú stöðvuðu vanhugsað
frxxmhlaup Péturs Sigurðssonar og
félaga hams, hafa sarurearlega unn
ið til aðdáunar og innilegs þakk-
lætis allrar þjóðarinnar. Sorglegt
er það hinsvegar, að nokkrir
þeirra þingmanna, er ég og fleiri
hefðu, flestum þingmönnum frem
ur treyst til þjóðhoilra starfa,
skuli hafa misstigið sig hrapal-
lega að þessu sinni, í þessu máli.
Vonandi er, að Pétur ofckar fái
sem fyrst nóg að gera við sál-
gæzlu á hinum betri stöðum, svo
honum gefist ekki tími til að
stonda x svona karakul-sfcammd-
arstarfsemi. Myndin af homim í
sjónvarpinu um daginn, vakti
vissulega vonir um, að slíks mætti
vaento bráðlega.
Ef S.G. er hinsvegar ungur
maður, þá fyrirgef ég honum.
Hann er þá aðeins einn þeirra
vanhirtu unglinga, sem aldirhafa
verið upp í stjórniausu eftirlæti
og „sælgætisáti", er hefur ofmett-
að þá og gert þá leiða á líf-
inu, Er reyndar fyrir löngu kom-
inn txmi til, að farið sé að stjóma
slíkum unglingum og krefjast ein
hvers manndóms og þjóðarhollusitu
af þeim, í stað þess að láta þá
stjórna okkur. Okfcar, hinna eldri
er sem sé ábyrgðin — og allir
Næslo shautonómskeið hefst
mánudag 12. þ.m. Aldur 6 — 10 ára. Kennt verður kl. 10—12
eða 14—16 5 daga. Leiðbeinandi er frú Liv Þorsteinsson.
Verð kr. 225.00.
Þátttaka tilkynnist í Skautahöllinni. simi 84370.
isa
Afgrei ðslustúlka
Afgreiðslustúlka, rösk og áreiðanleg, vön af-
greiðslustörfum, óskast strax í kjötbúð.
Til greina kemur Vz dags vinna.
Umsóknareyðublöð lggja frammi á skrif-
stofu Kaupmannasamtakanna, Marargötu 2.
KAU PM AN N ASAMTÖK
ÍSLANDS
súpum við seyðið af vanrækslunni
eða mistökunum.
6. maí 1969
Freymóður Jóhaimsson
© Paradís á næstu
grösum
Skíðamaður segir m.a. á þessa
leið í bréfi:
Velvakandi,
Hvað veiztu unaðslegra en að
fjölskyldur njóti saman vorlofts-
ins á fjöllum, þar sem snjór ríkir
og sóiin skín í heiði, elztu bömin
á skíðum, yngstu á sleðum, en
foreldrar hvort tveggja. Loftið
svalt og hressandi, engum kalt,
allir kaffibninir og hraustiegir.
Við ísafjörð og Akureyri er
góð aðstoða til skíðaiðkarxa. Þang
að sækja margir Reykvíkingar,
þegar frí og fjárhagur leyfa.
Einnig fara margir inn í Kerl-
ingafjöll á sxxmrin sömu erinda.
Það eru aðeins fáir, sem vita
að þessir leita „langt yfir
skammt". í 35 km. fjarlægð frá
Reykjavík, nánar tiltekið í Skála
felli, hlíðum Svínaskarðs, Kjósar
megin, er nú hið dýrðlegasta
skíðaiamd. Þangað er hægt að aka
á fólksbifreiðum, alveg að snjón-
um. Þó er einn meinbugur á
þessu ágæta 9kíðalandi, hann er
sá, að vegurinn er lokaður við
rætur fjallsins með stálkeðju og
merktur „einkavegur, öll umferð
bönnuð". Þetta hefur ekki kom-
ið að sök til þessa, því hefur
frosin jörð bjargað, en því er
ekki lengur til að dreifa.
Þessi vegur hlýtur að vera lok
aður til þess að firra hann
skerrandum. Sjálfsaigt er að hafa
hann lokaðan, þegar aurbleyto er
í vegimim, en hann er uppbyggð
ur og því er ekki til að dreifa
núna.
Það yrðu því vafalaust marg-
ir þakklátir ef Póst- og síma-
málastjóri, sem trúlega hefur
þarna æðstu lyklavöld, opnaði
þessa paradís hálfri þjóðinni, sem
hér býr meðan snjór endist. Þætti
mér ekki ósennilegt að vegamália
stjóri gæti staðið undir nokkru
viðhaldi af fjárveitingum til fjall
vega, sem notaðir eru tilskemmti
ferða, ef á þyrfti að halda.
Paradísina þyrfti að opnia strax
um næstu helgi, því að snjór mun
ekki endast lengi enn.
Skíöamaður.
© Enskulærdómur
í landsprófi
liandsprófsnemandi skrifar:
Hr. Velvakandi
Ég get ekki látið hjá líða, að
leggja orð í belg í sambandi við
enskulærdóm í land9prófi. í sjón
varpsþætti þamn 4. maí er talað
mikið um að íslenzkar námsbæk
uir séu svo úreltar og lélegar, að
einungis sé hægt að læra upp úr
erlendum bókum, aðallega ensk-
um og dönskum. í þætti þessum
sem fjallaði um ástendið í menmta
skóljunum, kom það í ljós, að er-
lendar bækur eni nofckuð notaðar
í námi þar. Eiranig kom það fram,
að áður en farið er að lesa bæk-
uriraar verða nemendur að slá
upp á mörgum orðanraa í orða-
bók, vegraa þess að þeir vita ein-
faldlega ekki hvað þau þýða.
Aðeiras þess vegna mundi maður
haida að nemendum x öðrnm bekk
og landsprófi væru kennd þung
og erfið orð, jafnvel látnir læra
orðabækur, eða a.m.k. lesa þunga
kafla með mörgum nýjum orð-
um til að vera viðbúnir þessu.
En svo er ekki í landsprófslær-
dómi núna er notuð svo hlægi-
lega létt og asnaleg talæfirxga- og
framburðarbók, að maður fær gæsa
húð og verður allur fiðraður við
að Xesa haraa. Bók þessi heitir
Question and Andswer. Mig lang-
ar til að sýna 9má kafla sem
tekinn var á landsprófi.
Kafli nr. 15. bls 40, eiran af
mörgum sem komu til greiraa
undir iandspróf
Taxi!
Taxi! Taxi, I called. A taxi
stopped near me and I spoke to
the driver.
„Can you take me to London
airport please? I asked.
„Certainly sir“ the taxi driver
said.
I got in and sat down. „Please
hurry“ I said. „I must catch a
plane at 11.20
Then I noticed a bag on the
seat. „there is a bag on the
seat“ I said. Is it yours? . . . etc
Spurningar
1 Did you cali a taxi? sv: Yes I
did
2. Didn‘t the taxi stop near you?
Aðeins þessvegna mundi maður
sv: Yes, it did
3. Can the driver take you to
London Airport? sv: Yes he ean
4. Are you in a hurry? sv: Yes
I am
Must you caitch a plarae at 11.20?
sv: Yes I must. o.sv. fr. (etc)
FLestir sem hlustuðu á útvarp
ið ki 9, 2. maí hafa vxst fengið
hláturskast, þegar verið var að
lesa upp „dictation" okkar, eins
létt og það nú var
Eins og sjá má er það hlægi-
legt að fólk sem er að standast
próf sem á nú að teljast þungt,
taki jafn létt próf og raun ber
vitni. Þetta gildir 20prs. af öllu
enskuprófinu. Hinn hluti ensk-
unnar er jafn skrýtinn. T.d. það
að 5prs gilda rétt svör um hvaða
orð sem upp eru gefin, rima sam
an. Kennarinn sem mér kenndi
talaði einu sinni aðeins um þetta
en nennti ekki einu sinni (með
aigjöru samþykki nemenda) að
vera að kenna þetta sérstaklega
þvx að þá færi háifur veturinn i
það. Svo þegar í menntaskóla er
komið, hafa nemendur ekki
minnstu not af að kunraa að segja
„yes“ og „no“, á réttum stöðum
við rétt tækifæri. Betra væri að
nemendur væru látnir lesa ensk-
ar sögur, án þess að þýða þær
orðrétt. Þetta þýðingarbasl er
kormð út í öfgar. Nokkrair sög-
ur eru lesnar, og svo fer allur
veturinn í að þýða þær. Betra
væri að iesa þær yfir á ensku,
og fá erfiðustu orðin upp gefin.
Ut á málfræðina hef ég lítið að
setja, nema það kannski að
koma mætti út ný málfræðibók.
Það er allt og sumt.
„landsprófsnemandi"
Skrifstofustúlka
vön vélritun á ensku. óskast nú þegar eða sem fyrst til
þekkts fyrirtækis hér í borg.
Vinnutími kl. 9—17,30. Frí alla laugardaga. Mjög gott kaup.
Tilboð merkt: „Framtíðaratvinna — 2642" sendist afgr.
Morgunbl. fyrir 15. þ.m.
Ný sending
af dönskum terylenekápum og sumarkjólum. Stærðir 34—46.
Tízkulitir, tízkusnið. Afborgunarskilmálar.
Kjólabúðin MÆR.
Lækjargötu 2.