Morgunblaðið - 11.05.1969, Side 17

Morgunblaðið - 11.05.1969, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1999 17 Vandaður undirbúningur f vetur var efnt til sýning- ar á úrlausnum í samkeppni um seskulýðsheimili við Tjarnar- götu. Við opnun þeirrar sýning- ar voru sérfróðir menn spurð- ir um það, hversu langan tíma tæki að ganga frá nauðsynleg- um teikningum og útboðslýs- ingu að þessari bygginigu, ef stöðugt vseri unnið að því verk- efni. Töldu þeir að þessi undir búningsvinna tæki tvö ár. Bersýnilegt er, að menn eiga mjög erfitt með að skilja hvei's vegna aðdragandi að fnam- kvæmdum við opinberar bygg- ingar þarf að vera svo langur og hefur það t.d. glögglega kom ið fram í þeim umræðum, sem að undanförnu hafa farið fram ut- f dag, 11. maí er lokadagur vetrarvertíðar samk ræmt gamalli hefð. Myndina tók Sigurgeir Jónasson ljósmyndari Mbl. af ung- um sjómanni í Vestmannaeyjum. REYKJAVÍKURBRÉF an Alþingis og innar. um stækk un Fæðingar- og kvensjúkdóma deilldar Landspítalans. Fyrir nokkrum árum var und- irbúningur að opinberum bygg- ingum ekki jafn vandaður og nú. Þá var byrjað að byggja, þótt teiknivinnu og öðrum und- irbúningi væri ekki að fullu lok ið en prjónað við eftir hendinni, ef svo má segja. Nú á síðari ár- um hafa ný vinnubrögð verið tekin upp með það fyrir augum að fá fram aukna hagkvæmni í slíkum byggingarframkvæmdum og hagnýta sem bezt fé hins al- menna borgara, sem stendur undir þessum framlkvæmduim. Þessi nýju vinnubrögð gera það að verkum að allur undirbún- ingur er vandaðri en áður og byggingarframkvæmdir ganga hraðar þegar þær eru hafnar á annað Iborð en undirtoúnings- vinnan tekur lengri tíma. Samt sem áður hafa menn ekki enin áttað sig fyllilega á þeim breytiimgum, seim hér hafa orðið og það veldur m.a. þeim ágrein- ingi, sem upp hefur komið í sam- bandi við stækkun Fæðingar- og kvensjúkdómadeildar Land- spítalans og aðstöðu til nútíma igeislalækninga. Kjarni málsins f rauninni er hér um tiltölu- lega einfalt mál að ræða. Jó- hann Hafstein, heilbrigðismála- ráðherra, stóð frammi fyrir eftir- farandi vandamáli: Á þessu ári kemur til landsins Kóbalttæki, sem gjörbreytir aðstöðu til geislalaóknimiga og gerir kleift að bjarga fleiri sjúklingum, sem eru með krabbamein, en áður hefur verið hægt hér. Ekkert húsnæði er til í landinu fyrir þessi tæki. Heilbrigðismálaráð- herrá átti um tvo kosti að vélja. Annars vegar að láta tækið liggja ónotað meðan unnið væri að nýrri byggingu fyrir Fæð- ingar- og kvensjúkdómadeild Landspítalanis ásamt aðstöðú fyr ir geislalækn-ingar, þ.e. Kóbalt- tækið. Með því að láta málið njóta algjörs forgangshraða er talið að' teikningum og öðrum undirbúningi að þeirri byggingu geti verið lokið næsta vor, þ.e. Laugardagur 10. maí vorið 1970 og þá yrði væntan- lega hægt að hefja byggingar- framkvæmdir. Öllum er ljóst, að slík bygging yrði ekki tilbúin á því ári heldur í fyrsta lagi hugs anlegt að taka einhvern hluta hennar í notkun 1971 þ.e. eftir tvö til tvö og hálft ár. Hins vegar að láta byggja bráða birgðabyggingu yfir Kóbalttæk- ið, þannig að unnt. yrði að taka það í notkun á þessu ári. Sérfræðingar í þessum málum munu hafa haft mismunandi skoð anir á því, hvora leiðina ætti að velja. Sumir þeirra hafa lýst sig andvíga síðari kostinum, líklega á þeirri forsendu að þeir eiga erfitt með að trúa því, að ný- byggingin taki svo langan tíma að rísa. Reynslan er þó ólygn ust í þeim efnum. Jóhann Haf- stein valdi síðari kiostinn, þ.e. að láta byggja bráðabirgðahús yfir Kóbalttækið ti'l þess að hægt væri að taka það í notk- un þegar á þessu ári, jafnframt því, sem ráðherrann lýsti því yf- ir, að þessar bráðabirgðaaðgerS ir mundu á engan hátt tefja fyr- ir framgangi framtíðarbyggingar fyrií þessa starfsemi. Ákvörðun 'heilbrigðismálaráðherra byggðist á því, að með þessum hætti væri unnt að hafa full not af Kóbalttækinu þegar á þessu ári — og þar með ef til vill bjarga mörgum mannslífum. Þegar litið er á málið í þessu ljósi fer ekki á milli mála, að ákvörðun ráð- herrans var rétt. Hvað á að njóta Annað má'l er það, hvort ekki hefði fyrr átt að hefjast handa um stækkun Fæðingar- og kven- sjúkdómadeildar Landspítalans. Um slíkt er aill'taf hægt að deila og ekki víst, að t.d. allir lækn- ar séu á einu máli um, hvaða framkvæmdir í heilbrigðismálum eigi að njóta forgangs. Aðstað- an til geislalækninga hefur kom izt í sviðsljósið nú, fyrst og fremst vegna stairfsemi leitar- stöðva Krabbameinsfélaganna og það var ekki fyrr en seint á sL ári, sem athygli var vakin á þeirri knýjandi þörf, sem kom- in var upp í sambar.di við geisla lækningarnar. Það hefur lengi verið Ijóst, að öll aðstaðá á Fæðingar- og kven sjúkdómadeild Landspítalans hefur verið ófullnægjandi. En sama má segja um ýmis önnur svið heilbrigðisþjónustunnar. í því sambandi má t.d. minina á mjög knýjandi þörf fyrir nýtt geðsjúkrahús. Tiltölulega lítil en fullkomin geðdeild í Borg- arsjúkrahúsinu hefur breytt miklu í þeim efnun: en ekki er ólíklegt, að þeir, sem að þeim málum starfa telji að fram- kvæmdir við nýja geðdeild við Landspítalann eigi að njóta for- gangs umfram aðrar framkvæmd ir. í þessum efnum er því margs að gæta. Ymis 'kvennasamtök hafa nú tekið málefni Fæðingar- og kven sjúkdómadeildar Landspítalans upp á sína arma. Diugnaður ís- lenzkra kvenna er raunar með ólíkindum og má telja víst, að framgangur þeirra í þessu til- tekna máli verði til þess að hraða því mjög að viðunandi úr lausn fáist. Á hin^jjbóginn er rétt að gera sér grem fyrir því, að þótt mikið hafi áunnizt í upp byggingu hei'lbrigðisþ j ónustunn- ar á síðari árum eru enn mörg verkefni, sem kalla að. Bygging sjúkrahúsa er mjög dýr og vilji alþingismenn stórauka fram- kvæmdir á þessu sviði er ljóst að þeir verða að velja og hafna og taka þá fé frá öðrum fram- kvæmdum. Til sjúkrahúsa eru gerðar mjög stranigar kröfur uim alla starfsaðstöðu og aðbúinað sjúklinga. Hin nýju sjúkra- hús, sem byggð hafa verið hér- lendis á síðari árum eru mjög fullkomin og til fyrirmyndar. Til byggingar þeirra hefur ver- ið vandað svo, að þær raddir heyrast jafnvel frá sjúklingum, að of mikið sé í þessar bygg- ingar lagt. Aðalatriðið í sam- bandi við þau mál, sem hafa verið svo mjög til umræðu nú er þó það, að Kóbalttækið ve.ður tekið í notkun á þessu ári, að biðlisti kvensjúkdómasjúklinga með „akút“ tilfellli hverfiur inn an fárra vikna vegna samstarfs Fæðingardeildar- og handlæknis- deildar og að algjör forgangs- hnaði hefur verið settur á und irbúning að stækkun Fæðingar- og kvensjúkdón.adeildarinnar á samt aðstöðu til geislalækr.inga. Traust og vinsældir Stundum er það talið einstök um stjórnmálamönnum til tekna, að þeir njóti vinsælda meðál kjós enda. Um aðra er sagt, að þeir séu ekki vinsælir en njóti trausts. Hvor kostuirinn skyldi nú vera eftirsóknarverðari fyrir stjórnmálamann, traust eða vin sældir? Stjórnmálamaður, sem eir starfi sínu vaxinn hlýtur fyrst og fremst að taka afstöðu til mála eftir því sem hann telur rétt en ekki með það í huga hvaða afstaða afli honum mestra vinsælda. Margir stjórnmála- menn leggja hins vegar meiri á- herzlu á það, að afla sér skyndi vinsælda með því að tala til kjósenda á þann veg, sem þeir telja að þeim falli bezt. Slíkir menn kunna að komast til nokkurra áhrifa um tíma en vinsældir í stjórnmálum eru hverfular og þeir, sem leggja mest upp úr þeim verða þess fyrr eða síðar varir. Traust kjósenda ávinna monn sér hinis vegar ekki nema á löng um stjórramálaferli í krafti verka sinna en það hefur sýnt sig æ ofan í æ, að þeir stjórnmála- menn sem láta skyndi vinsæld- ir lönd og leið en njóta hins vegar trausts kjósenda verða langlífari í stjórnmálabarátt- unni en vimsælda-mennirnir. Hvað sem menn annars hafa að segja um ýmsa hina eldri stjóirnmá'lamanna okkar er það þó engum efa bundið, að rnargir þeirra úr öllum flokkum njóta víðtæks trausts meðal kjósenda. Veiki hlekkurinn í kröfum ungu íannanma í stjórnmálaflokkúnum um aukin áhrif er einmitt sá, að þeir hafa einfaldlega ekki ald - ur til þess að hafa áunnið sér traust kjósenda. Þess vegna er ekki víst, að ung andlit á fram- boðslistum hafi jafn mikið að segja og margir vilja vera láta, a.m.k. ekki í hinum efstu sætum. f stjórnmálabaráttunni er það reynsla og traust, sem ræður úr slitum og þess vegna fer bezt á því að hinir umgu mernn í stjórn- málunum taki út sinn skó'lalær- dóm í þeim án þess að stökkva yfir bekk. Það verður farsælast fyriir þá og flokka þeirra sem og kjósendur að lokum. í þeim langa og erfiða skóla kemur líka í Ijós fyrr en síðar hverjir duga og hverjir duga ekki. Blómaskeiðið Það er örugglega engin til- viljun, að blómaskeið stjórn- málamanna er yfirleitt frá því, að þeir ná fimmtugsaldri og nokkuð firam á sjötugsaldur. Þeg ar þeir hafa náð þessum aldri hafa þeir öðlast mikla reyns'lu og þekkingu á högum þjóðar skumar og áunnið sér traust fólks ins, ef þeir á annað borð eru nægilegum hæfileikum búnir. Það kemur t.d. glögglega fram í störfum Alþingis hve hinir eldri alþingismenn, margir hverj ir, eru sterkari persónuleikar og aðsópsmeiri en hinir yngri menn 1 þeirri stofnun. Þetta er í alla staði eðlilegt og er ekki sagt hinum ymgri möninum til lasts. En með þessar staðreyndir í huga, sem sagan sýnir okkur að eru réttar, þótt alltaf megi finna einhverjar undantekningar, ætti unga fó'lkið að leitast við að öðl- ast nokkra rósemi hugans, þótt það hefjist ekki til hinna æðstu valda þegar í æsku. Skóli lífs- ins keninir mö>nnum meira og sker með ótvíræðara hætti úr hæfilteikum hvers og eins en hin lögbundna skólaganga eða dugnaður í pólitísku félagsstarfi. Ríkisstjórnir í lýðræðislöndum Þegar fylgzt er með stjórn- málaþróuninni í lýðræðisríkjum vesturálfu verður ljóst, að yfir- Ieitt eiga ríkisstjórnir í þessum löndum við verulega stjórnmála lega erfiðleika að etja. Nægir í því sambandi að minna á þá erf iðu aðstöðu, sem ríkisstjórn Wil sonis er nú í, á Bretlandseyjum og sjálfur De Gaulle fór ekki varhluta af slíkum örðugleikum 1 stjórnartíð sinni. Sannleikurinn er sá, að vanda- mál hinna þróuðu velferðarríkja vesturálfu eru orðir. svo flókin og hagsmunirnir svo ólíkir, sem taka verður tillit til og hafa hlið sjón af, að það getur varla tal- ízt neitt sældarbrauð að taka að sér yfirstjórn þessara mála. Enda er það svo, að tæp- lega er hægt að finina þá ríkisstjórn í víðri veröld, sem hægt er að segja um, að njóti vinsælda meðal kjósenda. Hitt er svo annað mál, að þótt ríkis stjórnir séu ekki vinsælar geta þær notið trausts. Erfiðleikar Wilsons nú eru ekki sízt í því fólgnir að hann sjálfur og Verka mannaflokkurinn eru bersýnilega búnir að missa traust meiri hluta kjósenda. Hið sama má segja um síðari hluta stjórnartíðar Lyndons Johnsons, fyrrverandi Banda ríkjafoirseta. Augljóst var að hann var búinn að fyrirgera trausti því, sem hann áður hafði notið meðal landsmanna. Banda ríkjamenn voru hættir að trúa því, sem forseti þeirra sagði. Erfiðlcika- tímabil Þegar sú staðreynd er höfð í huga, að ríkisstjórnir í ná- granna'löndum okkar eiga yfir leitt við mikill vandamál að etja, þótt þjóðir þeirra hafi ekki örð- ið fyrir neinum efnahagslegum áíöllium í líkingu við það, sem við íslendingar höfum orðið fyr ir á síðustu árum, þarf enginn af stuðningsmönnum núverandi ríkisstjónnar að kippa sér upp við það, þótt hún verði fyrir nokkurri gagnrýni. f rauninni væri það býsna óeðiilegt, ef rík isstjórn, sem fengið hefur það erfiða verkefni að ráða bug á þeim hrikalegu erfiðleikum, sem þjóðin hefur orðið fyrir og leitt hafa af sér verulega kjaraskerð ingu meðal allra landsmanna yrði ekki fyrir töluverðri gagnrýni. Hitt er mikilsvert, að þrátt fyrir erfiðleikana og þrátt fyrir þær harkallegu efnahagsiaðgerðir sem ríkisstjómin hefur orðið að grípa til nýtur hún enn trausts þjóðarinnar. Augljóst er t.d. að stjórnarandstæðingar telja sér ekki hag af því, að þingkosn- ingar verði á þessu ári væntan lega vegna þeSs að þeim er ljóst að þjóðin er enn þeirrar skoð- unar, að núverandi ríkisstjórn sé bezt treystandi til þess að ráða fram úr erfiðleikunum. Það er mjög mikilsvert að rugla ekki saman þessu tvennu, vinsældum og trausti og draga þá ályktun af eðlilegri gagn- rýni fólks, að traustið sé ekki lengur fyrir hendi. Befri tímar í vændum Þótt kjarasammingar hafi enn ekki verið gerðir, getur það varla dregizt lengi úr þessu, að svo verði. Þegar svo er komið má með fu'llum sanni segja að erfið- asti hjallliinn sé að baki í þeirri baráttu, sem háð hefur verið fyr ir því að koma efniahag þjóð- arinnar á réttan kjöl og aðlaga hann breyttum aðstæðum. Má þá telja fullvíst, að betri tímar séu í vændum og þegar tímar líða mun það verða talið meiri hátt- ar afrek hve vel forustu núver- andi ríkisstjóiinat hefur tekizt að leiða þjóðina fram úr þeim miklu örðugleikum sem að henni hafa steðjað á þessu tímabili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.