Morgunblaðið - 11.05.1969, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.05.1969, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAÍ 196® „FISH&CHIPS 15°Io LAUNAKOSTNAÐUR - 25°/o HAGNAÐUR AÐEINS OPIÐ 5 KLUKKUSTUNDIR Á DAG BANDARÍSKA FYRIRBÆRIÐ ÁRIÐ 1969 MORGUNBLAÐIÐ hefur lagt álierzlu á að fylgjast vel með þeirri byltingu, sem átt hefur sér stað í Bandaríkjunum í sölu fiskrétta í gegnum svonefna ,JKish and Chips“-veitingastaði, sem nú ryðja sér til rúms þar í landi. Birtar hafa verið fréttir og viðtöl við knnnnga menn. Nýverið birti bandaríska mat- vælatímaritið „Institutions“, Magazine of the Service World, ítarlega grein um þróun „Fish and Chips“-markaðsins í Banda ríkjunum. Þar er varpað skýru ljósi á, hvers er að vænta í þess- um efnum, greint frá helztu fyr- irtækjum, fjármögnun, fram- leigu og skilmálum, fjölda veit- ingastaða í ársbyrjun og áætlað- an í árslok 1969 og fleira. í samanteknu yfirliti, sem birt er hér að neðan, má m.a. sjá, að í byrjun árs voru 13 fyrirtæki, sem ráku eða framleigðu 141 „Fish and Chips“-veitingastaði. í árslok er áætlað að á vegum þessara fyrirtækja eða í tengsl- um við þau, verði starfræktir 1941 „Fish and Chips“-veitinga- staðir. Framleiguverð — þýðing á enska orðinu „franchise “cost“ — hvers veitingastaðar er frá $1#.000 til $25.000, (eða íslenzk- ar krónur 880.000 til 2.2 millj. Framleigusamningar geta verið mismunandi, en flestir bjóða leigutaka upp á sömu eða svip- aða þjónustu, sem felur m.a. í sér rannsókn á hugsanlegri stað- setningu veitingastaðar, bygg- ingu og innréttingu, þjálfun, bók hald, útvegun hráefna (fiskur, kartöflur o.þ.h.) o.s.frv. I kynningarbæklingum um rekstur og framleigu „Fish and Chips“-veitigastaða, samkvæmt formúlum 13 framangreindra fyr irtækja, eru spár um að reksturs hagnaður geti orðið 20-34%. Fyrirtækin taka framleigu- þóknun 4—6% og 1—8% þóknun vegna auglýsinga- og kynningar- starfsemi fyrir viðkomandi veit- ingastaði. Flest leitast við að tengja starf semina sem mest við Bretland, m.a. með því að nota brezk nöfn — London, Piccadilly, Union Jack — innréttingum, sem er í líkingu við brezkar bjórkrár, London Times-umbúðum o. fl., sem teljast má til brezkra ein- kenna. Bandaríkjamenn vilja líta á „Fish and Chips“-veitingastað- ina, sem algjört brezkt fyrirbæri þótt vitað sé, að íbúar hafnar- bæja New England og víðar á| austurströndinni hafi frá upp- hafi landnáms þessara svæða neytt „heimatilbúinna" fish and chips rétta. Að sjálfsögðu eru hvergi fleiri „Fish and Chips“- veitingastaðir en á Bretlandi, en þar eru þeir tugir þúsunda. Bret ar eru því meistararnir í faginu, bæði hvað áhrærir tækjaútbún- að og matargerð. Upphafsmaður „fish and chips“-öldunnar í Bandaríkjunum var Bretinn Haddon Salt, Esq. Árið 1965 opn- aði hann sinn fyrsta „Fish and Chips“veitingastað í Sausalito, sem er í nágrenni San Fransisco. Þarna á vesturströndinni hófst bandaríska „fish and chips“-fyr- irbærið, sem fer nú sem eldur í sinu um Bandaríkin, eins og sjá má af því, að á aðeins einu ári mun veitingastöðunum fjölga úr rúmlega 100 i meira cn 1000. Ef árleg fiskþörf hvers veit- ingastaðar er áætluð 70.000 pund eða 32 tonn, hefur heildar fisk þörf v-eitingastaðanna í ársbyrj un verið 4.500 tonn, en miðaf við að veitingastaðirnir verða orðnir 1041 talsins í árslok, verð- Framhald á bls. 14 H. SALT.ESQ. ÞEGAR Haddon Salt Esq. kom til Bandaríkjanna þeirra erinda að selja fisk- og kartöflusteiking artæki, varð hann þess snemma áskýnja, að það var tilg>angsla>ust að selja tækin án þess að kaup- endum væri jafnframt kennt, hvemig matreiða æitti fyrsta flokks voriu með þeim. Einnig uppgötvaði hann fljótle.ga þörf- ina fyrir fagkunnáttu í að selja og kynna bandarískum neytend- um enska réttinn „fisih and chips“, sem er einfaldlega fiukur og kartöflur innbakað í olíum. Á aðeins 4 árum kom H. Salt upp 100 veitingastöðum, sem flestir eru reknir á framleigu- gr.und'velli. I rekstri þeirra legg- ur Salt sérstaka áherzlu á aug- lýsingar, þjálfun og vörugæði. Til starfa vili hann helzit fá heimilislegt og samvizkusamt fólk, sem tileinkar sér fljótt og vel listina að steikja rétt. Á vegum H. Salt fyrirtækisins eru stairfandi 15 eftirlitiinaenn, sem fylgjast stöðugt með veit- ingastöðunum. H. Salt-veitingastafKrnir eru venjulegast staðsettir nálægt íbúðarhverfum. Þeir eru flestir opnir í 5. klst. á dag, frá 16.00— 21.00 og lokaðir á miánu- dögum. 95% af sölunni taka kaup endur með sér, þ.e. þeir neyta ekki réttanna á staðnum. H. Salt hefur svo til frá upphafi keypt allan sinn fisk frá Sölumiðstöð hraðfryistiihúsanna. í auglýsing- um hefur hann lagt áiherzlu á, að í ;H. Salt „fis'h and dhips“ væri aðeins fyrsta flokks fiskur — íslenzkur fiskur. — LONDON LONDON „Fish and Ohips“-veit- ingastaðirnir eru á San Frans- isco-svæðinu. Fyrirtækið var stofnað af matvælaheiLdsala og tækjaseljanda. Þekking þeirra kom að góðum notum við stofn- setningu „Fish and Chips“-veit- ingastaða. Þeir selja til framleigutaka, sem hafa yfir að ráða 1200 feta veitingastofu með 32 sætum, en það er hagkvæmasta stærðin að þeirra mati. London spáir að ár- leg velta á slíkum stað gæti orðið $100.000 (kr. 8.8 miilj.) og að nettóhagnaður geti orðið 25.5%. Veitingasitaðirniir eru málaðir í rauðum, hvítum og bláum lit- um og skreyttir með enskum landslagsmyndum. Á matseðli I^ondon sést að venjulegur „fish and chips“-rétiur kostar 9® cent, þ.e. kr. 87.00, „Fr;th and chips“ með rækjum kostar $1.5® eða kr. 140.00. Coca Cola flaskan koetar 15 cent, eða kr. 13.00. Kaffi kost- ar sama. UNION JACK A S.L. sumri opnaði bandariska fyrirtækið Gorton Corporaition „Fish and Chips“-búð í Glouc- ester, Mass., á austurströndinni, undir nafninu Union Jack“. Á sama tíma opnuðu tveir fram- kvæmdamenn tvær hliðstæðar verzlanir á San Fransisco-svæð- inu og nefndu þær Union Jack. Fljótlega voru þessi tvö fyrir- tæki sameinuð. Dagleg sala í Gloucester „Fish and Chip®“-búðunum er frá $500—$800, en kemst stundum á toppdögum upp í $1200 eða kr. 105.000,—. Gortons forðast að hafa síns staði í bjórkrárstíl. Þess í stað leytast hann við að hafa vinveit- ingaitaðina, sem bjartasta. Skreytingar eru í sterkum litum, m.a. Union Jack fáninn, sem er rauður, hvitur og blár. Þjón- ustufólkið er einnig í búningum með þessum litum. Veitingastaðirnir á Californíu- svæðinu eru í verzlunarmiðstöð v um og er lögð áherzla á sölur til fólks, sem tekur réttina með sér. í sumiurn þeirra eru auk þess seld ir fjölbreyttari fiskréttir og jafn- vel kökur sem eftirréttur. "FISH & CHIPS" VeitingastaSir í Bandaríkjunum árið 1969. FYRIRTÆKI : Alfie'S Friar Fish H.Salt, Esq. Lancashire Lad London London Bridge Mr.Fish & Chips Ficcadilly Rhödes Rians (chain) Union Jack ASalstöSvar Fiöldi veitingastaða F ramleiguve r ð einstakra veitin^a- ■1- )a": 1 árslok staSa. Houston, Texas 1 220 $10. 800 Torrence, Kalif. 1 200 $10.750 San Rafael Kalif. 96 276 $25.000 f framleigu er innifalið: Framleisu- þóknun. Auglýsinga- þóknun. tæki greidd meS 3 ára fjármögnun 5% 3% tæki greidd meS 4. 3% mánaðarlega 5% 5% Engin fjármögnun 6% 2% Redwood City, Kalif. 5 30 San Francisco 12 50 ($10.000 ($20.000 Los Angeles 6 56 ($18.700 ($21,400 New Port.Beach Kalif. 3 30 $22.500 Commerce City Colo. 3 26 San Francisco 10 40-50 $18. 000 Portland, Ore. I 3 - Cloucester, Mass. 3 San Francisco. 100 SAMTALS: 141 1041. HúsnaeSi, enduruppb. 4% 1% kostn. ákveður heildarv. 20% fjármögnun 5% 2% F jármögnungarmðguleikar Leigutakar kaupa sig inn í fyrirtækiS. TakmarkaSir fjár- '5% 8% fyrsta mögnungarmöguleikai? áriS 3% næstu ár á eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.