Morgunblaðið - 20.07.1969, Side 12

Morgunblaðið - 20.07.1969, Side 12
12 MORGUNIBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ l!9©9 rúmsloftið, gæti það ildast (oxi derast) svo ákaft, að í þvi kviknaði. 45. SÝNISHORNUM SAFNAÐ Tunglfaramir tina nú þau sýnishom af yfirborði tungls- ins, sem þeim finnast markverð ust. Allir geimfarar hafa feng- ið staðgóða þjálfun í jarðfræði rannsóknum og ferðazt viða í þeim tilgangL T.d. til svæðisins umhverfis Öskju. Þegar tunglfaramir hafa lok ið við að safna sýnishomunum, ganga þeir frá þeim í öðrum áðurnefndra kassa. Þeir mynda hvert sýnishom um leið og þeir tína það upp og einnig staðinn þar sem það var tekið. Næsta verk tunglfaranna verð ur að koma fyrir litlum skjálfta mæli til þess að mæla „tungl- skjálfta". Rafhlöður mælisins era knúnar sólarorku og er gert ráð fyrir að hann sendi upplýsingar til jarðar fram á mitt ár 1970. Einnig koma þeir fyrir endurvarpa, sem varpa á laser geislum, frá jörðinni aft- ur til baka. Gera þessar geisla- mælingar vísindamönnum kleift að reikna mijög nákvæmlega út fjarlægðina milli jarðar og tungls. Ráðgert er, að þetta tæki starfi einnig marga mán- uði. 46. UMHVERFIS TUNGLFERJUNA. Aldrin gengur nú umhverfis tunglferjuna og tekur nær- myndir af lendingar-„fótunum“ fjórum, og vegsummerkjum á yfirborði tunglsins eftir útblást urinn frá hreyfli ferjunnar. Á meðan safnar Armstrong fleiri svnishornum umhverfis lendingarstaðinn. Tunglförun- um er stranglega bannað að fara lengra en 90 metra frá tunglferjunni. Einstaka sýnis- horn, sem Armstrong telur sér staklega áhugaverð fyrir jarð- fræðinga, setur hann í plast- poka, og skráir á þá jarðfræði legar upplýsingar, sem gætu reynst mikilvægar, þegar sýn- ishornin eru rannsökuð á jörð- inni. Hann hefur 15 slíka plast poka meðferðis. 47. SJÓNVARPAÐ TIL JARÐAR. Þegar mælitækin eru komin á sinn stað, sækja tungl fararnir lítinn sjónvarpssendi inn í tunglferjuna og næstu mínútur verður sjónvarpað beint frá tunglinu. Aldrin geng ur um með sjónvarpsmyndatöku vélina, og tekur m.a. myndir af tunglferjunni á lendingarstað hennar og Armstrong að störf- um. Tekið verður á móti sjón- varpssendingunum frá tungl- inu á Spáni, í Ástralíu eða Kaliforníu, eftir því hvaða hlið jarðarinnar snýr að tunglinu, þegar sent verður. Myndimar berast síðan símleiðis til Hous ton, þaðan sem þær era sendar út í sjónvarpskerfi Bandarikj- anna og um sjónvarpshnetti til annarra landa. 48. TUNGLGÖNGU LÝKUR Þegar sjónvarpsmyndatök- unni Iýkur, hefur Armstrong dvalizt rúmar tvær klukku- stundir á tunglinu, en Aldrin 26 mínútum skemur. Þeir búa sig nú undir að ljúka tungl- göngunni. Aldrin klifrar upp stigann og upp á pallinn við dyr tunglferjunnar, og tunglfar arnir hala kassana með jarð- vegssýnishornunum um borð í ferjuna. Talið er, að þeir verði nú orðnir mjög þreyttir eftir hin erfiðu störf í þungum og fyrirferðarmiklum tunglbúning unum. Þeir taka einnig með sér í tunglferjuna tækið, sem notað var til að að fanga efnisagnir frá sólinni. Öll tækin, sem þeir tóku jarðvegssýnishornin með skilja þeir eftir. Einnig skilja þeir eftirbanda riska fánann, smáfilmur með kveðjum frá þjóðarleiðtogum fjölda landa og fyrstu fótspor manna á franuuidi hnetti. Á neðri hluta ferjunnar, sem not- aður verður sem skotpallur fyrir efri hlutann og skilinn eftir, er festur skjöldurinn með undirskrift tunglfaranna þriggja og Nixons, Bandaríkja forseta. Armstrong skilur tunglskó sína eftir utan ferjunnar. Þeg- ar hann hefur klifrað upp stig- ann, er dyrunum lokað, tungl- fararnir tengja búninga sína súrefniskerfi ferjunnar, opna dymar á ný og henda bakpok- unum útbyrðis. Síðan læsa þeir dyranum og loftþrýsting- urinn í ferjunni er aukinn. 49. HVÍLD. Þegar klukkan er 42 mínútuur gengin í átta, hafa dyr tunglferjunnar verið lok- aðar nægilega lengi til þess að tunglfararnir geti tekið af sér glerhjálmana, og hleypt þrýst- ingnum af búningunum. Þeir fá nú að borða og hvíla sig í f jórar klukkustundir og 40 mín útur. 50. TUNGLIÐ KVATT. Að af- loknum svefni og annarri mál- tíð, losa tunglfaramir efri part tunglferjunnar frá þeim neðri. Hreyfill í efri hluta ferjunnar er ræstur og hún þýtur á braut Þessi skjöldur verður festur við einn lendingar-„fót“ tungl- ferjunnar og. skilinn eftir á tanglinu. Á honum stendur: „Hér stigu menn frá reikistjörnunni Jörðinni fyrst fæti á tunglið í júlí 1969. Við komum í friði fyrir hönd alls mannkyns" Á skildinum era nöfn tunglfaranna þriggja og Nixons, Banda- ríkjaforseta. umhverfis tunglið á ný. Tungl- faramir stýra ferjunni sjálfir á brautina í 111 km. hæð yfir tunglinu. Þar mæta þeir Coll- ins i stjómfarinu og tunglferj- an er tengd því. Áætlað er að þetta gerist kl. 9.23, að ísl. tíma á mánudagskvöld. Ef hreyfill- inn í efri hluta tunglferjunn- ar bilár, hafa tunglfaramir tveir enga von um að komast til baka til jarðarinnar. 51. AFTUR f STJÓRNFARINU. Armstrong og Aldrin skriða nú um göngin inn í stjórnfarið og taka með sér kassana með jarðvegssýnishomuniun' og geislarannsóknartækið. Þegar þessu er lokið, er hlemminum, sem lokar göngunum stjómfars megin læst og tunglferjunni skotið á braut umhverfis tungl ið. Áhöfn Apollos—11 hefur nú undirbúning undir að koma geimfarinu á farbraut til jarð- ar. Verður það væntanlega gert um kl. 16 á þriðjud.ag. Erfiðasta hluta tunglferðar- innar er lokið og maðurinn hef ur stigið fæti á framandi hnött. Á þriðjudaginn verður haldið áfram að segja frá heimferð þremenninganna, Armstrongs Aldrins og Collins. „ORMINN SJÖWVRRPSSEWD!- LOFTNET S 0MR' M/ELIN6 hfí. EFRI HLUTI [ FERJUNMfVR NEDRl HLUT| í FERJUNAJAR. LVERGElSLft SPESILL - ..... V r- \__________ _ ............ _ _ 's UKA 10 ' METR.fi R "------'.7 TUMGLVE-GiS-. - .rT FLEST S9NIS- x 33 ME.T*fi. FJARL'íGÐ * /' 41. r./ skjíiLFrfi* mælir ... . •; • • -i m . <v&-. " *"* ^,tr% HoRW HEOflW I / / / ■ ■:* . Vn ’SUÐVESTURHLUTl HAFS RÓSEMINMAH SUONVfiRPS _ UPPTÖKUVÉL’

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.