Morgunblaðið - 06.08.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.08.1969, Blaðsíða 4
4 MAGMÚSAR iKIPHOUJ^l SIMAR21190 eftirloÍcunslnU 40381 car rental service 22-0-22* RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍM11-44-44 Hverfisgötu 103. Simt eftir lokun 31100. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu 550—12 XN 560—13 X 600—13 (300 B) 700—14 590—15 X 640—15 X 640—15 SDS 670—15 SDS 700—15 XC 750—15 X 700/760—15 N 600—16 XC 650—16 XC 700—16 .X 180—15 MS 400—17 N 125—380 X 145—355 XN 165—400 X 750—20 XY 825—20 900—20 XY 1000—20 XB 1100—20 XB 1100—20 MS NOTIÐ AÐEINS ÞAÐ BEZTA — AKIÐ A MICHELIN. Útsölustaðir: Gúmmívinnustofan Selfossi Smurstöð ESSO, Akureyri. Egili Vilhjálmsson h.f. Laugaveg 118. Simi 2-22-40. 0 Um daginn og veginn Jón G. Pálsson, Stórholti 5, Akureyri, skrifar: „Það eru mörg málefni og næg verkefni fyrir pennann og hug- ann að fjalla um nú á dögum, margt, sem maður fæddur rétt eft- ir aldamótin 1900 hefur upplif- að. Allt frá baráttu þjóðarinnar til sjálfstæðis, til ýmissa uppgötv ana, allt frá timburbyggingum og torfbæjum til steinsteyptra og mál aðra bygginga, skrauthýsa, sem hafa rafmagn og síma. teppalögð gólf og rafmagnsbúsáhöld til allra nota, en vinnuvélar og bif- reiðar á bóndabæjum, öll torf- híbýli horfin. Það má nú segja, að full þörf hafi verið fyrir bættan aðbúnað, og engin eftirsjá hafi verið í gömlu torfbæjunum eða útihús- unum, en alltaf kann ég vel við mig að koma til gömlu bæjanna, sem varðveittir eru, Laufás, Grenjarstaðarstaða og Glaumbæjar og fleiri slíkra. En eru menn nú ánægðari í nýju húsunum? Jú, líklega. Margt unga fólkið, sem aldrei hefur gömul hús litið, held ur því fram, að ýmislegt, sem sagt er frá um aðbúnað og út- lit gömlu bæjanna, sé hreint og ómengað skrum, en það unga fólk skyldi gæta þess, að það er fætt á tímum tækni og framfara, en ekki á árum harðréttis og þæg indaleysis. Já, það er vissulega ánægjuefni og full ástæða til að vera stoltur af að sjá og finna öll þægindin, vita æskuna alast upp við gæði lífsins, í stað van- Atvinna óskast Rúmlega fertugur maður, sem ekki getur unnið erfiðisvionu, óskar eftir stdrfi. Reglusemi og stundvísi fyrir hendi. THfooð merkt „Áríðandi 3613" leggist á afgr. bteðsirvs. r efna, fátæktar, og raunar allsleys is. í gamla daga þegar menn spiluðu fyrir dansi á eina har- moniku, þótti það gott og rík- mannlegt ball, eða dansmussik, nú eru hafðar hljómsveitir, með ótal hljóðfæri, söng og takmarka lausan hávaða. Ekki dugar nú minna. En eitt er það, sem ég, nú í dag undrast mikið yfir, það eru heitin á hljómsveitunum. Smekkleysur í nafnavali, og svo léleg dægurkvæði, mörg lögin eru faileg, og þá líka ljóð vel ort o.s.frv., en heitin á sumum hljóm sveitunum eru neðan við allar heliur. 0 Nöfn á hljómsveitum Ég hefði nú reyndar tilhneig- ingu til að minnast á sum þess- ara nafna, því mér finnst það vera að færast í aukana, hvað smekkleysið er að verða áber- andi, tökum til dæmis: Mistök, Náttúra, Bólu-Hjálmar, Júdas og Trúbrot, svo að eitthvað sé nefnt. En aftur á móti eru til ágæt nöfn, sem eru óaðfinnanlég t.d. Hljóm- ar, Geislar, Haukar, o.s.frv. svo líka sé eitthvað nefnt, jafn- vel Ævintýri, er meinlaust og millibils nafn. 0 Rakstur og klipping, takk! En svo er þá annað? Þessi ósköp með hárlubbann og skegg- tízkuna? Væri nú ekki hægt að bæta úr þeim leiða sið? Það er nú mikill áróður rekinn um þess ar mundir, undir nafninu „Hreint land, fagurt land“, má þá ekki óska eftir að hljómsveitir séu snyrtilegar, vel greiddar, hrein- ar, klipptar og skegglausar, en allur lubbaskapur sé rekinn á flótta, og engar hljómsveitir fái atvinnu, nema þær séu hreinar og snyrtilegar, eins og afgreiðslu- fólk í verzlunum, margur kven- legur piltur með sítt hár, en lítt sprottna grön, gerir sig sekan um að villa á sér heimildir, og því er engin ástæða til að við- halda. -------------------------N ELLY VILHcJÁLMS FJÖGUR METSÖLU- LÖG NÚ GEFIN ÚT A EINNI PLÖTU: Ny, tveggja laga plata: Heyr mína bœn Brúðkaupið LítiU fugl Ég veit þú kemur HEILSAÐU FRA MÉR HUGSAÐU HEIM tvær nýjar plötur 0 Júdas í Morgunblaðinu nýverið í þátt um Velvakanda, eru tveir að leiða saman hesta sína, út af nafngiftinni á hljómsveitinni Júdas, ég ætla ekki að blanda mér inn i þær umræður, beinlínis, en vil benda góðfúslega á, eink- um þá Geir Magnússyni, að hug- leiða betur framkomu Júdasar frá ískariot, áður en hann slær hann til riddara þessa lífs. Mig minnir að Kristur segði við læri- sveina sína við kvöldmáltíðar borðið, „einn ykkar mun svíkja mig, í hendur óvinanna" og Krist ur hafi átt að líta til Júdas ar, sem leit undan. Júdas sveik Krist með kossi og Kristur sagði „svíkur þú mannsins son með kossi“. Júdas iðraðist gerða sinna, sem hann tók 30 silfur- peninga fyrir. Nú vill Geir halda því fram, að Kristur hafi treyst Júdasi bezt til þess verks, að framkvæma það, og því beint óskað eftir að hann gerði það. Hér er stórkostlegt guðlast á ferð inni, því æðstu prestarnir og hin ir skriftlærðu leituðu Jesú, og hefðu handtekið hann, einhvem tíma þótt Júdas vísaði ekki á hann, en Júdas sá sér leik á borði fyrir peningana 30, hann var að innvinna sér kaup. Og eru menn ekki enn þann dag í dag að svíkja sér inn kaup? Júdas hefði ekki iðrazt gerða sinna, hefði hann verið að gera rétt, og jafnvel ver ið að reka erindí fyrir Kríst, en þegar hann kom til sjálfs sín, eftir að Kristur sagði við hann „svíkur þú saklaust blóð“. hann Júdas skilaði líka aftur 30 silfur- peningunum, gekk út og hengdi sig. Það er engin leið að hvítþvo Júdas af verkinu, hann er og verður svikari, og sá mesti svik- ari sem jörðin hefur alið, því hann sveik ekki jafningja sinn, heldur sjálfan frelsara alls mann kyns Jesú Krist, Guðsson. Þetta sem hér á undan er rit- að, hefði e.t.v. átt að vera svarað af biskupi Islands eða einhverjum presti, en ekki af leikmanni, en ég get ekki þagað við jafn aumlegum staðhæfingum sem formúlu Geirs Magnússonar, sem er hneykslanleg og bág. 0 Sektum skeggjaða menn Já, og nú slcal gera „Hreint land og fagúrt land“. Og nú skal gera líka, hljómsveitir landsins hreinar og umfram allt fagrar, bæði í tónum og tali og útliti, það á að vera hverjum manni metnaður að koma frarh sem þjóðlegastur, en ekki með upp- öpun erlends óskapnaðar, eða ljótleika en alla heilbrigða eftir- breytni er að sjálfsögðu rétt að færa sér í nyt, það sem færir líf- inu gildi, en ekki niðurdregur og engin skemmtun er í að sýna eða tileinka sér. Hvemig væri að skattleggja þá sem hafa þennan ljóta hárlubba, eða alskeggjaða landsmenn t.d. um kr. 5000.00? Burt með þessa óþjóðlegu fram komu skeggjúða og síðhærðu karlmanna, einnig smekkleysur á nöfnum hljómsveita, þá má líka hætta sá leiði ávani að láta ýms- ar verzlanir heita útlendum nafn skripum, já, herferð gegn öllu þessu óþjóðlega fargani. Það er og líka virðingarvert að hjálpa bágstöddum bara það komi þá að notum, mér er ekki grun- laust um að hjálp okkar t.d. til Biafra hafi ekki komið að því liði sem ætlazt var til, og ekki finn ég neina ástæðu til að leyfa, segjum svo, innflutning Negra þjóða til íslands, nei, ég vona að það verði aldrei. Ég hefi ekki orðið þess var að óskað væri að stoðar við fólk það, sem varð fyrir stórbruna í Tromsö í Noregi hvorki hefi ég séð né heyrt blöð eða útvarp, flytja þá ósk til manna, að það gæfi peninga eða fatnað, handa hinu snauða fólki, og misstu þó frændur okkar þar aleigu sína að mestu. Mér finnst þeir standa okkur nær en Negrar og stríðsþjóð í Biafra. Jú, ég held okkur íslendingum séu talsvert mislagðar hendur, á ýmsum sviðum ennþá, en það væri gott ef okkur tækist að laga eitthvað til betri vegar, bæði í hreinlætí utan og innan húss, og ef til vill, tækist líka að snyrta til sjálfan sig, innra sem ytra. Nokkur látlaus orð í belg, ættu ekki að skemma neitt. „Hreint land, fagurt land“. Hreint hugar- far og hreint útlit. Kærleikur £ mörgum myndum. Hreint hjarta, hrein sál. Jón G. Pálsson". — Hvernig væri að sekta einn- ig: 1. Konur með hnút í hnakkan- um. 2. Karlmenn með græna silki- slaufu. 3. Stúlkur á sandölum. 4. Fólk með brúna kúlupenna. 5. Rauðhært fólk. 6. Konur með æðahnúta. 7. Miðaldra fólk með hiksta í strætó. T eiknistofa Teiknistofa mír.. Ármúla 5, Reykjavik, verður lokuð vegna sumarleyfa frá 1. ágúst til 30. ágúst. JÓN ÓLAFSSON, húsgagnaarkitekt. lilemendasamband Samvinnuskólans auglýsir: Nemendamótið verður í Bifröst helgina 30.—31. ágúst. STJÓRNIN. Verzlunar- eða iðnaðarhúsnœði Til leigu eða sölu lítið verzlunar- eða iðnaðarhúsnæði ásamt geymsluherbergi í kjallara að Sólvallagötu 74. Uppl. í síma 31380 til kl. 7 e. h. næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.