Morgunblaðið - 06.08.1969, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.08.1969, Blaðsíða 21
r * * * • t * 4 21 1 Sjötug í dag: Björg Jóhannesdóttir frú Móbergi í dag eru liðin 70 ár síðan um í Húnaþingi, hlaut hún skírn lítil stúlka fæddist á Holtastöð- arnöfnin Björg Sigurrós. Foreldr ar hennar voru hagleiksmaður- inn Jóhannes Halldórsson af hún vetnsku bergi brotinn — hinni avonefndu Móbergsætt, og kona hans Elísabet Þorleifsdóttir Er- lendssonar, héraðshöfðingja og landbúnaðarfröimuðar, er bjó í Tungunesi. Var Þorleifur faðir Elísabetar bróðir Guðmundar hreppstjóra í Mjóadal, föður Sig urðar skólameistara á Akureyri, hins merka manns. Voru bræður þeir af Stóradalsætt — sterkri grein frá stofni Skeggstaðaættar. Auðkennist sú ætt víða af at- orkusömum og hagsýnum ein- staklingum, vel föllnum til mannaforráða. Foreldrar Bjargar vonu fátæk af veraldlegum auði, — öðrum en mannvænlegum börnum. Föðurafi Bjargar, Halldór Kon ráðsson bjó þá á Móbergi í Langadal. Hann var búhöldur góður, afburða-duglegur vefari. Lék hann á langspil og var for- söngvard í Holtastaðakirkju um langt skeið. Um þær mundir var kona hans látin. Bjó hann með bústýru, Þor björgu Magnúsdóttur að nafni — hinni ágætustu konu. Tóku þau Björgu til fósturs tveggja vikna gamla og naut hún þar hins mesta ástríkis. Halldór bóndi á Móbergi lézt, er litla stúlkan var aðeins 7 ára gömul, en Þorbjörg fóstra henn- ar hélt áfram að annast hana með umhyggju og ástúð og slitu þær fósturmæðgur ekki samvist- um fyrr en Þorbjörg andaðist, en þá var fósturdóttirn orðin 22 ára gömul. Björg var ung að árum, er auðsætt var, að atorka og verk- hæfni hafði fallið henni riku- lega í skaut. Eininig var hún gædd hæfileikum til þess að verða hjúkrunarkona, en hand- íðanámið bar þó sigur úr býtum — það stundaði hún í Reykja- vík hjá kennurum, sem voru vel menntaðir í þeim fræðum. Haustið 1940 var Björg ráðin handavinnukennari að húsmæðra skólanum á Staðarfelli. Um þær mundir var ég þar skólastjóri. Varð mér brátt ljóst, að kenn- arahæfileikar hennar voru ekki bundnir við hlekki meðalmennsk unnar. Hún var afburðadugleg- ur kennari, sem ól nemendur sína upp til vandvirkni, iðni og mik- illa námsafkasta, auk þess sem hún var þeim vinur og andlegur ráðgjafi, ef á þurfti að halda. Slíkir mannkostakennarar verða hverjum skólastjóra styrkur, auk þess sem þeir hljóta að efla hróð ur þeirrar menntastofnunar, sem þeir starfa við. Haustið 1940 stofnaði ég hús- mæðraskólann að Löngumýri. Átti ég því láni að fagna, að Björg vinkona mín var einnig fús til þess að starfa með mér þair á norðurslóðum og réði ég hana þangað til mín sem handa- vinnukennara. Gladdist hún þar með mér 'yfir hverju spori í fram fanaátt. Björg tilheyrir vöku- mönnum, sem staðna ekki í starfi Hún hefur alltaf verið að læra og tileinka sér það bezta í sam- bandi við nýja kennslutækni á sviði handíða. Við þessi vegamót í æviferli heinnar vil ég færa henni inni- legar þakkir fyrir trygga vin- áttu — fyrir 27 ára samstarf —. Þakka henni framúrskarandi dugnað og fórnfús vinnuafköst í þágu nemenda okkar og skóla — vinnu sem leyst var af hendi án skyldu og án þess að krefjast launa. Ef allir opinberir starfsmenn þessa lands væru með hugarfari þessarar mætu konu, yrði þjóð arhag okkar fslendinga vel borg ið. Björg dvelur ekki á heimili sínu í dag. Ég sendi henni hlýja kveðju út í fjarlægðina og óskir um bjarta og blessunarríka fram tíð. Ingibjörg Jóhannsdóttir frá Löngumýri. í dag á sjötugsafmæli fröken Björg Jóhannesdóttir handa- vinnukennari. Ég veit að Björg, vinkona mín, kærir sig ekki um langa lofgjörð og hefði helzt kos ið að sem minnst færi fyrir deg- inum, en í trausti þess, að hún fyrirgefi mér, sting ég niður penna. Björg Jóhannesdóttir er fædd að Holtastöðum í Langadal í Húnavatnssýslu 6. ágúst 1899 en ólst upp á Móbergi í sömu sveit. Foreldrar hennar voru Elísabet Þorleifsdóttir og Jóhannes Hall dórsson. Ég hef heyrt kunnugt fólk bera Elísabetu þá sögu, að hún hafi verið sérstök ágætis- kona og Jóhannes völundur í höndum og gert ýmsa hluti fyr- ir sveitunga sína, sem nú á tim- um þarf fagmenn til að vinna, svo sem að gera við klukkur og fleira. Slíkir stofnar stóðu að Björgu og vafalaust hefur hún erft það bezta frá báðum foreldrum. Á æskuárum hennar áttu fá- tækar stúlkur ekki margra kosta völ og foreldrar Bjargar höfðu ekki efni á að kosta börn sín til náms en hún lét það ekki aftra sér, hún fór tilReykja víkur og lærði þar fatasaum og hannyrðir. Síðan kom hún aftur heim í héraðið sitt og miðlaði öðrum af þekkingu sinni. Hún kenndi hjá Sambandi norð- lenzkra kvenna á Blönduósi á árunum 1937—1939. Það er ekki hægt að minnast svo á dvöl Bjargar á Blönduósi, að ekki 'sé getið þar sérstaklega einnar fjöl skyldu. Það er Evald Hemmert verzlunarstjóri og síðar kaup- maður og kona hans, Jóhanna A. Hemmert og dætur þeirra. Þessi hjón hvöttu Björgu til áfram- haldandi starfs og hjálpuðu henni á margan hátt, enda skap aðist þar vinátta, sem enzt hefur síðan. Árið 1940 gerðist Björg kenn ari við húsmæðraskólann á Stað arfelli, og þá má segja, að byrj að hafi nýr þáttur í lífi hennar. Þar kynntist hún Ingibjörgu Jó hannsdóttur frá Löngumýri í Skagafirði, sem þá var þar for- stöðukona, og hafa þeirra leiðir ekki skilið síðan. Þegar svo Ingi björg stofnaði kvennaskólann á Löngumýri, fluttist Björg þang- að með henni og varð hennar hægri hönd þar. Björg lét sér ekki nægja þá menntun, sem hún hafði aflað sér á yngri ár- um, hún fylgdist vel með, fór á námskeið fyrir húsmæðrakenn- ara og jók þannig hæfni sína. Hún var ekki einasta snilling- ur til verka sjálf heldur lét henni einnig mjög vel að leið- beina öðrum. Ég, sem þetta rita, kynntist henni veturinn 1940—’41, þá var hún kennari minn á Staðarfelli. Við vorum margar og misjafnar námsmeyjarnar veturinn þann, en ég fullyrði að lipurð og stjórnsemi Bjargar gat fengið hverja stúlku til að leggja sig fram við handavinnuna. Marg- an góðan dúk og púða þurfti hún að laga með eigin höndum og víst var um það, að handa- vinnuverkefnið mátti vera mjög illa komið, fyrir klaufaskap eig andans, ef það tókst ekki. Ég minnist þess, að ein stúlkan klippti gat á kjól, sem hún var að ljúka við. Það varð uppi fótur og fit í saumastofunni en kennslukonan brosti aðeins, tók kjólinn og leiðbeindi stúlkunni með viðgerðina. Hún sakaðist aldrei um orðinn hlut. Björg Jóhannesdóttir hefur ekki gifzt eða eignazt böm, en því fleiri vini á hún og stúlkun- um sínum var hún oft sem móð- ir, enda hef ég aldrei heyrt nokkurn nemanda hennar minn ast hennar nema á einn veg. Eins og áður er sagt fylgdi Björg vinkonu sinni, Ingibjörgu Jóhannsdóttur, þegar hún stofn aði Löngumýrarskólann. Ingi björg var þar forstöðukona en Björg saumakennari. Störf Bjarg ar í þágu þess skóla verða seint fullmetin, hún unni stofnuninni af hug og hjarta og vann sam- kvæmt því. Þegar Ingibjörg flutt ist til Reykjavíkur, fór Björg þangað líka og hugsaði um heim ilið fyrir þær, að Reynimel 22. Þar er gaman að koma og gott að vera og þar hefði vafalaust verið gestkvæmt í dag ef hús- ráðendur væru heima, en Björg brá sér til Vestmannaeyja og er þar nú hjá vinafólki sínu. Að lokum þetta: Kæra Björg. Við, sem vorum nemendur þínir veturinn 1940—1941 sendum þér hjartans hamingjuóskir á þess- um merkisdegi. Ingibjörg Björnsdóttir. - ÚTFLUTNINGUR Framhald af hls. 15 ísland ekki sendiráð á tveim þeirra, þ.e. Nígeríu og Suður- Ameriku. Ef opna á ný sendiráð og leggja viðskiptahagsmuni til grundvallar við staðarval væri því réttast að opna sendiráð í Suður-Ameríku fyrst og síðar í Afríku. f þessum sendiráðum yrðu fyrst og fremst viðskipta- sendifulltrúarf* — Persónulega telur höfund- ur, að íslendingar ættu að stefna að því að hafa viðskiptafulltrúa í sendiráðum í löndum 1—4 og byggja samtímis við það kerfi með því að hafa útflutnings- styrkþega í löndum 5—8, annað hvort í sendiráðum eða ræðis- mannsskrifstofum, þ.e.a.s. einn á Norðurlöndum, t.d. í Osló. Síð- an smáþétta þetta kerfi til öfl- unar markaðsupplýsinga með út flutningsráðgjöfum að dönskum hætti og fullnægja þannig sér- þörfum, t.d. einstakra iðn- greina. — LOKAORÐ: Fræffilega séff er efflilegast aff öflun markaðsupplýsinga- og fræffslustarfsemi sé í höndum sama aðil.a, einkum hvaff stefnu- mótun snertir, en helzt einnig hvaff framkvæmdir snertir. Brýn nauffsyn er á því, aff op- inber yfirvöld hér á landi viffur kenni þessa staffreynd og hefji endurskipulagningu þessara mála, þannig aff opinberar óbein ar aðgerðir til útflutningsörv- unar hér á landi verffi m.arkviss ari og árangursríkari en veriff hefur. Steypustyrktarstál Til sölu á sanngjömu verði steypustyrkta rstál: Terrtor 12 mm í lengdum 8—12 m, samt. 500 kg; stál 37, 8 og 19 mm, í tengdum 9—10 m, samt. 350 kg. Upplýsingar í síma 38405-6, Stefán Ólafsson. - UTAN ÚR HEIMI Framhald af bls. 14 ast til Kyrrahafseyja en fór- ust allir. • — — En smám saman fór nýlendan að hjarna við. Nýir fangalhópar komu frá Englandi og þó að nýlendan væri £ rauninni eitt allsherj ar tugthús bættist henni samt atrnar og betri viðauki land- nema. Það voru fangarnir sem lokið höfðu refsingunni, en líka fátækir en vinnufús- ir. innflytjendur. Margir þeirra sem komu til Ástralíu sjálfviljugir með öxi í hend- inni rudþu sér land og hófu akuryrkju. Aðrir landnemar leituðu lengra inn í landið og komu sér upp sauðfjárbúum. Þó að glæpir, drykkjuskap ur og fjárhættuspil keyrði stundum úr hófi var þróun í landnáminu. Og yfirvöldin tóku hart á öllum ólifnaði, svo að tilveran varð sæmileg skikkanlegu fólki. Framan af var suðaustur- hluti meginlandsins, Nýja Suður-Wales, eina nýlendan og varð Sidney höfuðborg hennar. Síðar komu hinar ný Victoria, Queensland og Vest ur-Ástralía. Snemma á síðustu öld fór að magnast andúð gegn hin- um sífelldu fangaflutningum, og 1840 var hætt að senda afbrotamenn til Nýja Suður- Wales. Nú voru þeir sendir til Queenslands og Tasmaníu. En árið 1886, eða fyrir hundr að árum, lauk öllum fanga- flutningum til Ástralíu. Telst svo til að Englendingar hafi flutt um 200.000 fanga sam- tals til Ástralíu og Tasmaníu. Fram til 1851 grunaði eng- an að meiri fjársjóðir væru fólgnir í jörðu í Ástraliu en flestum öðrum löndum á hnettinum. í febrúar fundust auðugar gullsandsnámur í Lewis Pons Creek í Bathurst, 250 km fyrir vestan Sidney. Nokkru síðar fann innfædd ur smali „gulan stein“, 58 kíló á þyngd. Þetta var hreint gull og nær 100.000 króna virði, með þáverandi gengi. Þegar gullfréttirnar bárust til Evrópu varð „líf í tuskunum" og Ástralíuskipin fengu nóg að gera. Þúsund- um saman þyrptust gullgraf- arar og glæframenn til fyr- irheitna landsins. Þegar gull- námurnar í Victoria-nýlend- unni fundust flæddi fólkið þangað. fbúatala Melbourne- borgar tífaldaðist á árunum 1851—61. Og þegar fannst gull, víðs vegar um landið. En hér fór líkt og farið hefur víða ann- ars staðar: flestir gullgrafarar ar urðu fyrir vonbrigðum þó sumir yrðu ríkir. Smám3am- an tóku stór félög gullgröft- inn í sínar hendur. En Ástra- lía er enn eitt af hinum meiri gull-löndum heimsins. Og þarna var mikið af öðr um málmum: silfur í Nýja Suður-Wales, kopar í Tas mianíu, Queensland og S. Ástralíu, blý og tin í Tas- maníu, og járn og kol kring- um Newcastle í Nýja Suður- Wales. íbúatalan óx hægt fyrstu 70 árin, einkanlega af því hve dánartala refsifanganna var há. Þeir kunnu sér ekki hóf er þeir urðu frjálsir og fjölgaði svo hratt, að árið 1860 var íbúatalan orðin millj ón. Síðan hefur hún tífald- ast. Framan af voru Ástralíu- fylkin krúnu-nýlendur en fengu síðan þing og heima- stjórn, fyrst Suður-Wales (1851) en síðast Suður-Ástra lía (1890). — Engin ríkis- tengsl voru milli nýlendanna fyrr en 1. janúar 1901, að Ástralíusambandið var stofn að. Og nú er Ástralía full- valda ríki innan brezka sam- veldísins, eins og Canada. Sk. Sk. - RÁÐSTEFNA Framhald af bls. 16 mælingunini eykst brúttóstærð tréskipanna, miðað við stærð þeirra nú. Ekki hefir enn að sjálfsögðu verið athugað nánar hver áhrif þessi nýja alþjóðasamþykkt kann að hafa á brúttó-stærð ein stakra gerða íslenzkra fiskiskipa eða farmskipa, en í heild er gert ráð fyrir að brúttó-stærð skip- anna breytist ekki verulega, þótt vitað sé að nýja mælingin kunni að raska einstökum flokkum skipa eins og hinum svonefndu „paragrafskipa”, sem mörg eru rétt neðan við 500 brúttó- rúmlestir nú. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að hafa þessa nýju alþjóðasam- þykkt í huga, þegar ákveðin er stærð og gerð nýrra skipa nú. Hins vegar hafa eldri Skip heim- ild til að fresta endurmælingu allt að 12 árum eftir gildistöku alþjóða-samþykktarinnar uim skipamælingar 1969, og sam- kvæmt fyrri reynslu geta liðið 3—5 ár, þangað til þessi alþjóða samþykkt tekur gildi. Hjálmar R. Bárffarson. Aðvörun Af marggefnu tilefni skal þeim, sem hlut eiga að máli, bent á bann við girðingum um einstök leiði eða fjölskyldugrafreiti, sbr. lög nr. 21, 23. apríl 1963 um kirkjugarða. Þær girðingar, sem settar hafa verið upp í kirkjugörðum Reykjavikur eftir gildistöku nefndra laga, verða fjarlægðar án frekari fyrirvara á kostnað og ábyrgð eigenda þeirra. Kirkjugarðar Reykjavikur. íbúð með húsgögnum ósknst 5—6 herbergja íbúð með húsgögnum óskast til leigu um óákveðinn tíma. Upplýsingar gefur Bjami Beinteinsson hdl., Austurstræti 17. Símar 13536 — 17466. Veðskuldabréf Hef kaupanda að fasteignatryggðum veðskuldabréfum. MALFLUTNINGSSKRIFSTOFA AGNARS GÚSTAFSSONAR hrt Austurstræti 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.