Morgunblaðið - 06.08.1969, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.08.1969, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1969 ráð, en hvað gat Gass unnið með því að koma upp um Capelli, sem gat strokið strax til Suður- Ameríku eða eitthvað annað. En Gass hafði séð fyrir, að Tucker mundi leggja þessa spurningu fyrir sjálfan sig. Hann sagði: — Ef Capelli sleppur frjáls, er ég annað hvort þrælbundinn honum, eða ég yfirgef hann. I síðara tilvikinu verð ég að tryggja mér, að hann sé ein- hvers staðar þar sem hann nær ekki til mín. Eins og til dæmis í gröfinni. — Hvað viljið þér, að ég geri? — Komið þér heim til mín, segjum klukkan tíu í kvöld. Hafið Pont með yður. Það, sem ég ætla að segja, verður að segja í votta viðurvist. Það sem ég ætla að sýna yður, krefst meira en eins vitnis. — Þér hljótið að halda mig brjálaðan, Gass. Tucker stýrði frá víkinni og stefndi norðar. — Ég bjóst við, að þér mund- uð segja þetta. En hugsið yður vel um. Hvar sem ég set yður stefnumót, þá haldið þér að uim gildru sé að ræða svo það er nokkurn veginn sama upp á hverju ég sting. En eini öruggi staðurinn og sá einasti, þar sem Capelli mundi ekki detta í hug að leita, er húsið mitt. Þetta var satt, en leit alltof trúlega út. — Ég skal hugsa málið. — Talið þér um þetta við Pont og hringið svo til mín en ekki seinna en klukkan níu. Mér er full alvara, hr. Tucker. Ég er fyrst og fremst að hugsa um mitt eigið líf og ég sé enga aðra leið til að varðveita það, svo að gagni sé. Tuoker lagði símann. Þetta var grunsamlegt. Hugsanlegt samt. Hann sneri nú huganum að sigl- ingunni. Gass sjálfur hlaut að hafa öll hugsanleg sambönd í undirheimum Túnisborgar. Ef Capelli hefði leitað liðsemdar hjá þeim aðilum, eins og hlaut að vera, og hefði þegar náð sam bandi við miðstjórn þessa hóps, þá yrði þeim óhugsandi að sýna sig utan dyra. Hann var órólegur, af því að honum var svo mjög í mun að aðvara Dendse, en reyndi fyrst og fremst að hugsa skipulega. Hann varð að geta náð í hana og til þess varð hann nú að fara varlega. Hann stefndi bátnum út úr víkinni og dýpra út í Túnis- flóann, og í norðaustur. Við La Marsa-vitann, sneri hann til norðvesturs og til Gamart-fjör- unnar. Hann sigldi eins nærri 50 landi og hann þorði, stöðvaði þá vélina og kastaði akkeri. Þetta var hæfilega afskekktur staður og nú stökk hann fyrir borð og synti í land. Fyrsta verk hans var að kom- ast í símann og nú byfjaði hætt- an fyrir alvöru. Hann var pen- ingalaus og nú varð hann að taka á þolinmæðinni meðan sól- in þurrkaði föt hans nokkurn veginn, því að hann var nægi- lega áberandi, þótt ekki væri hann rennvotur í þokkabót. Hann komst á aðalgötuna og tók að ganga berum fótum á heitri ^ ' 'x VAN DER GRINTEN pC© LJÓSAFRITUNARVÉLAR ERU traustar oc ódýrar „OCÉ" 1100 electrostatic er eina Ijósafritunarvélin, sem skilar fullkomlega þurrum afritum upp í stærð 29,7x42 cm (A-3). Afritar allt letur, jafnvel með prentun beggja megin. Verð kr. 46 215,00 „OCÉ" 1400 electrostatic Ijósafritunarvélin er alsjálfsvirk og afritar af hvaða frumriti sem er, einnig úr bókum. „OCÉ" 1400 er sú eina, sem getur minnkað úr 29,7x42 cm (A-3) og í 21x29,7 cm (A-4) og þannig minnkað pappírskostnað jafnvel um helming. Verð kr. 145.700,00. (océ) ELECTROSTATIC-AFRIT DOFNA EKKI 0G ERU ÓDÝR. Sýnishorn fyrirliggjandi. GEVAFOTO H.F. Hafnarstræti 22. Sími 24204. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Blandaðu ekki gleöi og gagni saman. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Reyndu að ljúka sem flestum verkum. Þú færð góða samvinnu. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Eldra fólk vili gjarnan gefa góð ráð. Fyrirhyggjan borgar sig. Ivrabbinn, 21. júní — 22. júlí Tilviljanirnar ráða mestu i dag. Gerðu þér mat úr þeim, Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Reyndu að byggja sjálfan þig upp að þori og þreki. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Jákvæð afstaða I>ín er þung á metunum. Vogin, 23. september — 22. október. Vertu nú einu sinni féiagslyndur og kumpánlcgur við félagana. Sporðdrekinn, 23. október. — 21. nóvember. Gamlir vinir skjóta upp kollinum. Unga fólkið er dálítið tímafrekt. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Athyglin beinist að þér. Unga fólkið kemur þér á óvart, og þú fréttir einJiver leyndarmál. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Ef þú tekur kvörtunum og kveinstöfum með þolinmæði, færðu að reyna eitthvað nýstárlegt. Þú kannt að verða einhvers vísari, ef þú gerir dáiítið óvenjulegt um helgina. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Byrjaðu snemma og reyndu að haida jöfnum hraða. Það er margt að vinna, og þú mátt ekki ofreyna þig. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Ailir í kringum þig eru kátir og fjörugir, og þú hefur yfir engu að kvarta. stéttinni. Þótt einkennilegt væri, virtist enginn taka neitt sérstak- lega eftir honum og hann stik- aði þessar tvær mílur, til La Marsa, þar sem hann gat búizt við að finna eitthvert sæmilegt gistihús eða matsöluhús. Enga tilraun gerði hann til þess að veifa neinum bíl, sem hann rakst á. Þegar hann loksins kom að einu litlu gistihúsi, fór hann beint í afgreiðsluna og bað um að lofa sér að síma. Bátnum hans hafði hvolft sagði hann og hann yrði að ná sambandi við ein- hvern í Túnis, sem mundi vilja borga símtalið. Afgreiðslumaður inn samþykkti þetta, þegar Tuck er hafði lagt fast að honum. Símtólinu var ýtt yfir afgreiðslu borðið og hann fékk tortryggn- ar augnagotur. Ef Capelli kæmi boðum hingað með loforðum um \ verðlaun, mundi svona illa út- \ leikinn maður verða grunaður, \ því að hálfberir evrópskir flakk- / arar voru hér ekki daglegir ; gestir. \ Hann hringdi í númerið, sem í hann hafði aftalað við Pont j — það var lítið matsöluhús í í Karþagó, og bað um að greiða 1 símtalið. Það urðu nokkrar um- i ræður þegar gestgjafinn vildi í ekki gera það, en Tucker hélt ) áfram að nauða, þangað til því \ var trúað, að Pont mundi sjá um i reikminginn. Pont hafði lofað að yfirgefa ekki staðinn næsta sól- arhring, en það þýddi aftur, að honum stafaði enn hætta af ár- um Capellis. Loksins kom Pont í símann og sagði: — Guð minn góður! Ég hef verið skíthrædd- ur um þig, vinur sæll! Tucker hlýnaði, um hjartar- ræturnar, er hann heyrði á- hyggjuna, sem skein út úr mál- rómi Ponts. — Ég var að velta því fyrir mér, hvað þú mundir þurfa til þess að tala frönsku ó- sjálfrátt. Síðan skýrði hann Pont frá því, hvar hann væri og flýtti sér að bæta við: — Hringdu strax í Denise. Hún tekur mark á þér. Capelli er á eftir okkur Fáðu hana og prófessorinn burt frá rannsóknastöðinni. Það er áríðandi því að hann ræðst að okkur, hvenær og hvernig sem hann getur. Komdu því þannig fyrir, að við vitum, hvar við getum nóð sambandi við hana. Ég bíð þín svo hérna. Hann reyndi að tala sem lægst, til þess að afgreiðslumaðurinn heyrði ekki til hans. Hann bætti við: — Ef ég neyðist til að fara héð- an, reyni ég að komast niður í Gamart-fjöruna. Og færðu mér einhver föt. Ég er orðinn sár- fættur. Tucker hefði heldur en ekki viljað geta leigt sér þarna her- bergi og hvílt sig almennilega, en sá fram á það, að afgreiðslu- maðurinn mundi aldrei vilja taka hann að sér félausan. Hann settist því í slitinn hægindastól þarna í forsalnum og beið. Eftir stundarkorn sofnaði hann, und- ir ófriðlegu augnaráði afgreiðslu mannsins. Það leið meira en klukku- stund áður en Pont kom. Hann leit á Tucker, sem var svona illa útleikinn og hristi hann loks ins til. Tucker var nokkra stund að vakna, en svo brölti hann á fætur og Pont hjálpaði honum upp í bílinn, sem beið fyrir utan. Liðugir fingur Ponts fitluðu við stýrið, meðan Tucker sagði hon- um sögu sína, eftir að hafa feng- ið fullvissu um, að Denise og prófessorinn væru komin til ein- hvers vinafólks í Hammamet. Þegar þessu var lokið sagði Pont í stuttu máli, hvað þeir skyldu nú til bragðs taka. — Capelli verður fljótuir að ná sambandi við öll gisti- hús. Þau eru ekki svo mörg. Eina von okkar er nú í því fólg- in að vera sífellt á ferð, eða þá forða okkur burt úr Túnis, en það verður bara ekki nema stundarbót. Hann sneri sér að Tucker, sem var kúguppgefinn: — Hvernig líður þér? — O, ég er bara alveg upp- gefinn. Mig verkjar fjandans ári mikið í lappirnar og fingurnir á mér eru helaumiir. —Ég verð að koma þér eitt- hvert þar sem þú getur hvílt þig. En það eina, sem við gerum áreiðanlega ekki, er að fara að heimsækja hann Gass í kvöld. — Það finnst mér nú samt, að við ættum að gera. Tucker hafði hallað sér aftur á bak í sæt- inu, svo að hann gat hvílt höf- uðið á stólbakinu. Það var rétt svo, að hann gæti haldið sér vakandi. — Mig furðar, að þú skulir segja þetta. Þetta er ekki annað en ómerkilegt brellibragð hjá honum. — Af því að það er svo tor- tryggilegt, gæti það einmitt ver- ið ósvikið. Tucker rétti úr sér. — Gass er sýnilega nógu ríkur fyrir. En nú er hann með lífið í lúkunum og vill sleppa út úr þessu. Og þetta er eina leiðin .lil þess, honum að hættulausu — að koma Capelli úr leik fyrir fullt og allt og fá vernd tryggingarfélagsins. Og það mun ekki standa á henni, býst ég við. Pont kinkaði kolli, eins og í vafa — Nei, sennilega mun ekki standa á henni. Til þess að spara sér hálfa milljón, mundi það veita hana, og það án þess að ná í Capelli. En svona menn breyta ekki lífsvenjum sínum, þótt þeir sér orðnir nógu ríkir. Þeir fá aldrei nægju sína, Keith. — Það er þeirra annað eðli. Ef Gass vill vera raunverulega ör- uggur, er bezta leiðin til þess að ofurselja okkur í hendur Cap ellis. Og það er einmitt það, sem hann er nú að reyna að gera. Tucker hugsaði sig um og beit í skeggbroddana á neðrivörinni. Nú var hann raunverulega vel vakandi, og fann hjá sér kraft- inn, vitandi, að hann hafði þeg- ar náð nokkru taki á Capelli, en vildi nú aðeins halda áfram leiknum. — Við gætum í var- úðar skyni látið þennan vin þinn í lögreglunni vita um þetta. Við munum aldrei fá annað eins tækifæri til að safna upplýsing- um. Ef við grípum efeki þetta tækifæri, verðum við á flótta það sem eftir er ævinnar. — Það veit ég, sagði Pont dauflega. En ef við færum þann- ig að, held ég efeki, að við kom- um til með að hafa neitt líf til að forða á flótta. Hann setti vélina í gang. — Jæja, við skulum nú vita, hvað Khayar hefur til mál- anna að leggja. borðinu hjá Khayar. Eini stóri glugginn var lokaður og þessum tveimur Evrópumönnum fannst hitinn þarna inni alveg óþolandi. Khayar var snöggklæddur, en í hvítu skyrtu-nni hans voru eng- ir svitablettir og hálsbindið í réttum stellinigum. Það var eims og hitinn biti ekki á hann. Tucker átti hins vegar bágt með að halda sér vakandi en loks- ins tókst hon-um það með þvi að stand-a upp og fara að ganga um gólf. — Ég get sett verði á alla leiðima yfekar, sagði Khayar, — en samt m-undi ykkur ekki verða óhætt. Hann sat á borð- röndinni og dimglaði öðrum fæt- imum, með mjóa reykjapípu milli varanna. — Við óskurn ekki eftir neinni vernd, heldur bara eftir sam- vinnu, sagði Pont. Khayar veifaði pípunni. — Vit anlega skal ég hjálpa ykkur. Og eg skal vernda ykkur, hvermig sem ég get og láta hafa auga með hættunum nótt og dag. Það vil ég, að þið vitið. En ég er lögreglumaður, herrar mínir, og með lögreglumanns hugarfax. Hamn potaði pípunni í áttina til þeirra og sagði: — Allir lög- reglumienn um heim allan þekkja hættuna, sem því er samfara að heim-sækj-a erlenda höfðimgja, og geysámiklar varúðarrúðstafaniir eru viðhafðar til þess að vernda menn. En við vitum hins vegar, að einbeittur maður getur fram- ið morð, þrátt fyrir allar varúð- arráðstafanir. Og ykkar vanda- mál, að ganga beint imn í Ijóns- grenið, er ennþá flóknara. Húsið er afsfeekkt en um leið opið fyr- ir árásum og þama er erfitt að fela sig í nágrernninu. Gasa er ó- líklegur til að hafast neitt að á staðmum, heldur er líklegra, að hann láti sitja fyrir ykbur. Og í þetta sinn murnduð þið ekki sleppa undan þeim. Ég gæti lát- ið menn elta ykkur, en þó ekki óendanlega, svo að þeir þurfa ekki annað en bíða tækifær- is. Jú, ég skal gera það, sem ég get, en þið verðið að muna, að minn máttur er takmarkaður. Pont sagði: Þessi viðbrögð yðar gera ebki annað en san-n- færa mig um þessa gildru, sem é-g hef alltaf haft grun u-m. — Vitanlega. Khayar yppti öxlum, og leit íbygginn á Tuck er, sem var enn á gangi um gólf- ið. — Men-n eins og Gass breyta sér ekki, til þess eru þeir búnir Það var ekki nógu mikill kraft ur í vindsnældunni í loftinu til j að vera of lengi i þessu. Hr. þess að feykja til skjölunu-m á I Tucker þarna vill ganga beint

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.