Morgunblaðið - 06.08.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.08.1969, Blaðsíða 16
16 MOBGUNBLAÐIÐ, ÞílIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 1'969 Hjálmar R. Bárðarson, skipaskoðunarstjóri: AlþjóSaráðstefna um mælingu skipa Breyttor mælingoreglur og úhrif þeirru Alþjóðaráffstefna um mælingu skipa var haldin á veg- um Alþjóðasiglingamálastofnun- arinnar, IMCO, í London dag- ana 27. maí til 23. júní 1969. Aðalfulltrúi íslands-á ráðstefn unni var Hjálmar R. Bárðarson, skipaskoðunarstjóri en varafull- trúi Eiríkur Benediktz sendi- ráðunautur við sendiráð íslands í London. Alls tóku 48 lönd þátt í ráð- stefnunni en auk þess höfðu 7 lönd áheyrnarfulltrúa. Nokkur alþjóðasamtök höfðu og áheyrn- arfulltrúa, sömuleiðis stjórn- völd Suez-skurðarins og Pan- ama-skurðarins, sem vegna gjalda fyrir afnot skurðanna hafa mikilla hagsmuna að gæta, líkt og hafnaryfirvöld, en heild- arsamtök þeirra höfðu líka á- heyrnarfulltrúa. Mánudaginn 23. júní var þessi nýja alþjóðasamþykkt um skipa mælingar undirrituð af 31 landi. Fyrir hönd íslenzku ríkisstjóm- arinnar undirritaði Hjálmar R. Bárðarson, skipaskoðunarstjóri al þjóðasamþykktina. Forseti ráðstefnunnar var kos inn Admiral Edwin J. Roland, frá Bandaríkjum Norður-Amer- íku, en varaforsetar voru frá Póllandi, Brasilíu, Indlandi og Ghána. Formaður allsherjar- nefndar (General Committee) var kosinn R. Vancraeynest frá Belgíu, formaður tækninefndar var kosinn ítalinn Spinelli. í meginatriðum voru störf ráð- stefnunnar unnin í þessum tveimur nefndum, og voru oft mjög skiptar skoðanir um úr- lausn einstakra mála. í nefnd- um ræður meirihluti atkvæða. Öll afcriðin eru að lokum af- greidd á þinginu sjálfu, og þar þarf % hluta atkvæða til sam- þykktar. Efnislegur grundvöllur þessar ar alþjóðasamþykktar um skipa- mælingar voru þrjár ólíkar til- lögur um alþjóðlega samræm ingu við skipamælingar. Þessar tillögur höfðu allar verið lagð- ar fram fyrir upphaf ráðstefn- unnar. Engin þessara tillagna náði samþykki ráðstefnunnar, heldur var á ráðstefnunni sjálfri unnin málamiðlunartillaga, sú sem endanlega náði samþykki og greint vérður stuttlega frá hér á eftir. Auk þessara nýju alþjóðlegu mælingareglna, sem eru viðauki alþjóðasamþykktarinnar, og raunar efnislegur kjarni hennar, voru einnig samþykktar þrjár ályktanir. Sú fyrsta fjallar um staðfestingu (acceptance) al- þjóðasamþykktarinnar um mæl- ingu skipa 1969, önnur um notk- un brúttó- og netto-rúmlestamæl ingar og sú þriðja og síðasta um samræmda notkun á skilgrein- ingum og hugtökum. Frumtexti alþjóðasamþykktarinnar er á ensku, frönsku, rússnesku og spönsku. Alþjóðasamþykkt þessi nær til allra ,n,ýrra skipa“, þátttökuríkj anna en það eru skip sem kjöl- ur er lagður að eftir gildistöku samþykktarinnar. Auk þess nær alþjóðasamþykktin til eldri skipa, sem vegna breytinga verð ur að endurmæla. Sömuleiðis má endurmæla eldri skip, ef eigandi óskar þess. Alþjóðasamþykktin urr mæl- ingu skipa 1969 kemur einnig til með að ná til allra eldri skipa tólf árum eftir að samþykktin hefur tekið gildi. Þó að breyt- ing verði á stærðarmælingu þess ara skipa við þessa endurmæl- ingu, þá skulu öll ákvæði al- þjóðasamþykkta, sem nú eru í gildi, miðast við eldri mæling- arstærð skipanna. Alþjóðlega undanþegin þess- um alþjóðamælingaákvæðum eru herskip og slkip styttri en 24 metrar. Flest lönd láta þó alþjóðamælingaákvæði ná til allra dkráðra sikipa, þá styttiri séu en 24 metrar. Fyrir skip sem mæld eru sam- kvæmt alþjóðasamþykktinni um skipamælingar frá 1969, gefur siglingamálastofnun hvers lands út alþjóðamælibréf, og er gerð þess og form ákveðið í samþykkt inni. Mikið samstarf er fyrirhug að landa á milli um þessar mæl- ingar, þannig að þegar skip er selt úr einu landi í annað, senda siglingamálastofnanir sín á milli alla útreikninga varðandi mæl- ingu skipsins, þótt útreikning- arnir séu hinsvegar ekki á al- þjóðamælibréfinu sjálfu. Alþjóða mælibréf frá því landi, sem sel- ur skip, hefir gildi allt að þrjá mánuði eftir söluna, eða þar til siglingamála-yfirvöld þess lands sem keypt hefir skipið, hef- ir gefið út nýtt alþjóðamælibréf fyrir það. Alþjóðamælibréf gefin út af siglingamálastofnun aðildarríkis skal tekið gilt af öllum öðrum aðildarríkjum. Athugun á skip- um aðildarríkis í höfn annars að- ildarríkis skal takmörkuð við at hugun á að um borð í skipinu sé gilt alþjóðamælibréf (1969) og að aðalmál og stærðir skips- ins séu í samræmi við upplýsingar alþjóðamælibréfs- ins. Aldrei má slík athugun tefja skip að nauðsynjalausu. Ef slík athugun leiðir í ljós, að ósam ræmi er milli skipsins og upp- lýsinga alþjóðamælibréfsins, skal slíkt ósamræmi tafarlaust til- kynnt ríkisstjórn lands þess, þar sem skipið er skráð í. GILDISTAKA Alþjóðasamþykktin um skipa- mælingar (1969) tekur gildi tutt ugu og fjórum mánuðum eftir þann dag, er minnst tuttugu og fimm ríkisstjórnir landa, með samanlagðan skipastól eigi minni en 65 af hundraði af brúttó-rúmlestatölu alls heims- ins hafa staðfest aiþjóða-sam- þykktina. MÆLINGAREGLURNAR Eins og fyrr er sagt, þá eru sjálfar alþjóðamælingareglurnar viðauki við alþjóðasamþykktina um mælingu skipa, 1969, og skoð- ast efnislegur hluti hennar. Skal nú gerð stuttlega grein fyrir þessum nýju alþjóðamælinga- reglum, og breytingum frá nú- gildandi mælingareglum. fsland er aðili að svonefndri Osio-sam- þykkt um mælingu skipa, og þær mælingareglur hafa náð langmestri útbreiðslu. Flest lönd vestur-Evrópu og nokkur fleiri lönd eru aðilar að Osló-sam- þykktinni og mjög mörg lönd önnur fylgja þessum mælinga- reglum í meginatriðum, þótt þau hafi ekki opinberlega staðfest hana. Á hinn bóginn eru líka nokkur stór lönd, sem hafa í sín- um reglum það mikil frávik frá Osló-samþykktinni, að iengi hef ir verið augljós nauðsyn alþjóð- legra ákvæða um mælingu skipa. Alþjóðasiglingamálastofn- unin, IMCO, hefir á undanförn um árum unnið að undirbúningi þessarar alþjóðaráðstefnu og hafa starfað nefndir innan stofn unarinnar að þessum málum. Það var t.d. vegna þingsálykt- unar alþjóðasiglingamála-stofn- unarinnar (IMCO) fyrir nokkr- um áruim, að mælingareglum Os- ló-samþykktarinnar var ' breytt, þannig að felld var niður rúm- málsmæling á miili-þilfarsrými, þótt því væri vatnsþétt lokað, og var þetta m.a. gert til auk- ins öryggis, þannig að áhugi á lægri mælingu freistaði ekki til að hafa opin rýmd ofan þilfairs, sem ef þeim væri lokað vatns- þétt gætu aukið verulega stöð- ugleika, sjóhæfni og þar með ör yggi skipa. Þessar breyttu mæl- ignareglur Oéló-saimþy'kktair- landanna höfðu m.a. þau áhrif hér á landi að mörg íslenzk fiski skip minnkuðu í brúttó-rúmlest- um við endurmælingu, því mik- ið lokað rými otfan þilfars, t.d. bakki og beitingarskýli voru ekki lengur mæld með, þótt lok- uð væru vatnsþétt. RÚMLESTAMÆLING Áður en skýrt er nánar frá þessum nýju alþjóða-mælinga- reglum skipa (1969) er rétt að nefna stuttlega grundvöll nú- gildandi mælingareglna. Skip eru nú mæld í rúmlestum, og er hver rúmlest 2.83 rúmmetr ar eða 100 enslk rúmlfet. Þessi einfalda staðreynd, að um er að ræða mæiingu rúmmáls, virðist gleymast ótrúlega oft, jafnvel stundum þegar skýrt er frá stærðum skipa á opinberum vett vangi. Hugtaikið smálest ketnur þráfaldlega fyrir, þar sem raun- verulega eir átt við rúmlest. Smá lest er hinsvegar þyngdarein- ing, sama og tonn, sem er 1000 kg. S'kipaimæling á hinsvegar ekkert skylt við þyngd, og því er alrangt að gefa stærð úkipa í þyngdareiningum. Raunar virð ist oirðinu smálest vera alveg of- aukið í málinu nú, því orðið tonn eða 1000 kg. er rétt mæli- eining í metrakerfinu, sem lög- leitt er á íslandi. Upphaflega mun orðið smálest hafa verið bú ið til, til aðgreiningar frá enska tonninu, sem er 1016 kg., en þá má eins segja enskt tonn eða tons, enda sjaldan notað eem þyngdareining á íslandi. Skip eru samkvæmt Osló-sam- þykktinni um mælingu skipa, sem í gildi er hér á landi mæld rúmlestum brúttó og nettó. Fyr ir hvert skráð íslenzkt þilfars- skip eru þessar stærðir gefnar upp í skrá yfir íslenzk skip, sem Skipaskoðun ríkisins gefur út ár hvert, miðað við 1; janúar. Þar er einnig getið hvesu stórt gkipið er í rúmlestutm undir þil- fari. Brúttó-rúmlestatala hvers skips er rúmmál þess innan í gkipinu saimkvæmt nákvæmum og allflóknuim reglum Osló-sam- þykktarinnar, sem voru gefnar út af skipaskoðunarstjóra árið 1968 sem séprentun með mynd- um, Brúttó-rúmlestatala skips, gefur þannig hugmynd um stærð þess og þessi stærð er notuð til samanburðar á alþjóðavettvangi landa í milli, þegar borin er sam an stærð skipastóls. Nettó-rúmlestatala hvers skips er ávallt minni -en brúttó-rúm- lestatalan ag nettó-rúmlestatal- an er almennt talin gefa til kynna nýtilegt rúmmál skipsins, þann hluta hvers skips, sem nýtt ur er til fanmis eða farþega. Þess vegna hatfa ýmiis gjöld til Skamims tíma verið miðuð við nettó-rúm- lestastærð þess (tekju-rýmd eða „eanning capacity"). Þetta hetfir þó breytzt naktouð, því víða eru greidd gjöld miðað við tarúttó- rúmlestatöluna. Hafa ber í huga, að nettó-stærð skipa er líka mæld í rúmlestum, (hver rúm- lest 2.83 m3 eins og áður getur). Nettó-rúmlestatalan á því held- uæ ekkert skylt við þyngdarein- ingu, því t.d. rúmmál lestar seg ir ekkert um það hversu mörg tonn (1000 kg) skip getur borið. (Burðarbæfni skips er mæld í burðartonnum, en það er mis- munur þyngdar þess Sævar, sem skipið ryður frá sér tómt og hlaðið, en það er allt önnur mæl- ing). NÝJU MÆLINGAREGLURNAR (1969) BRÚTTÓ- OG NÉTTÓMÆLING Ákveðið var á alþjóðaráð- stefnunni (1969) að mæling skips Skyldi áfram vera bæði brúttó- og nettó-mæling. Talið var nauðsynlegt að gera mælingu skipa eintfaldari en hún er nú. Á h.inn bóginm var talið æslkilegt að niðurstöður brúttó- og nettó-mælingar skip- anna yrðu sem líkastar núver- andi stærð skipanna, þegar á heildina er litið, þótt ekki yrði hjá því komizt að einstakar geirð ir skipa gætu breytt nokkuð um stærð, þegar þaiu yðu endur- mæld. í regl uimuim eru áfam eins og nú náin ákvæði um hvaða rými Skuli mæld með, og hver ekki. Þessar reglur eru þó verulega einfaldari en nú. Meginbreytingin er sú að gundvöllur mælinga á brúttó- stærð skips verða rúmmetrar. Minni síkip mælast því tiltölu- lega minni og stærri skip stærri, en rúmmetramælingin, sem lögð er til grundvallar gefur til kynna. Ástæðan er hinsvegar sú, eins og áður sagt, að reynt hefir veið að raska sem allra minnst brúttó-stærðum skipanna frá því, sem nú er. Þessi aðferð felur í sér, að ekki er lenigur hægt að tala um stærðina brúttó-rúmlest, sem mælieiningu. Þessi stærð er nú 2.83 rúmmetrar, en verður breyti leg mneð stærð skipsis eftir nýju alþjóðamælingunni. Stærð skipanna verður þá gefin upp í tölu, sem er brúttó-stærð sfkips- ins, án tilgreiningar á nokkurri mælieiningu. Nettó-mæling skipa verður noíkkru flóknari en brúttó-mælingin ... Hér Skal eklki að sinni farið inn á námari skilgreiningu á út- reikningi nettóstærðar skipanna, en sjónarmiðin voru sömu og að því er vairðar brúttó-stærðina, að nettó-stærð Skipanna yrði sem líkust núverandi stærð, þótt grundvelli mælinganna hafi ver ið breytt og hann gerður einfald ari en nú er. MÆLING TRÉSKIPA OG STÁLSKIPA Rétt er að geta hér um atriði, sem kemur til með að hafa tölu- verð áhrif á mælingarstærð- ir tréskipa miðað við stálskip. Eins og kunnuigt er þá er sam- kvæmt núgildandi mælingu mælt rúmimáliff (í rúmlestum) innan á máttarviði skipanna. Þsr sem dýpt á böndum trésikipa er miklu meiri, en dýpí á böndum stálskipa, þá mælist tréskip sam kvæmt núgildandi mælingaegl- um töluvert minni í brúttó-rúm- lestum heldur en stálskip, gem er nákvæmlega jafn stórt utan á byrðiing. Þetta getur munað 7—10 af hundraði nú, sem tré- skip af sömu ytri stærð mælisrt minna en jafnstórt stálskip að utanmáli. Ef þesai tvö jafnstóru Skip væru jafn þung, þá gæti tréskipið borið hlutfallslega meiri farm miðað við brúttó- stærð þesis etn stálskipið. Þetta atriði breytist alvegmeð nýju alþjóðasamþykktinni. Nú verða rúmmál til útreikninga á bæði brúttó- og nettó-stærð skip anna mæld í rúmmetum, og mæld þannig, að mælt er að innra fleti byrðimgs á stálskip- um og öðrum málmskipum, en að ytra fleti byrðings á skip- um úr öðru efni, þar á meðal tré. Byrðingsþykkt stálskipa er hlMtfallslega lítil, þannig að bæði tréskip og stálskip verða samkvæmt nýju mælingunni raunverulega mæld á mjöig lík- an hátt, þótt mælt verði á ytri flöt byrðings trédkipa, en á innri flöt byrðinigs stálskipa. Hinsveg ar er þetta veruleg breyting frá núgildandi reglum. Eftir nýjiu Framhald á bls. 21 Fulltrúar á ráðstefnunni í Lnndon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.