Morgunblaðið - 06.08.1969, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.08.1969, Blaðsíða 15
 r — Efi WátáááWáiM- ■ ■ ■ ■ : IMHi wmmm Hvernig getum við aukið útflutninginn? Sagt frá niðurstöðum rannsókna ungs viðskiptafrœðings Seðlabankinn liefur veitt verð laun fyrir eina af prófritgerðum við viðskiptafræðipróf frá Há- skólanum á s.l. vori. Hlaut ver#- launin Júlíus S. Ólafsson og fjallaði ritgerð hans um opin- berar aðgerðir til útflutnings- örvunar. Mun hún birtast inn- an skamms í tímariti bankans, Fjármálatíðindum. Það er nýlunda, að þessir þætt Ir útflutningsmála landsins seu teknir til sérstakrar rannsókn- ar og bent á leiðir til úrbóta frá því sem nú er. Hins vegar dylst engum mikilvægi þessara mála og nauðsyn þess að stór- auka útflutning landsins og þar með gjaldeyristekjurnar. Niður- stöður Júlíusar eru margar hin- ar fróðlegustu og eiga erindi fyr- ir almenningssjónir. Þess vegna birtist hér á síðunni í dag út- dráttur úr ritgerðinni. Júlíus S. Ólafsson var 1. júlí s.l. ráðinn framkvæmdarstjóri Félags íslenzkra stórkaupmanna. Ritgerðin fjallar einikuim um óbeinar opinberar aðgerðir til útflutningsörvunar, sem felast einkum í: a) Öflun og dreifingu markaðsupplýsimga, b) Fræðslu- starfsemi erlendis, þ.e., dreifing upplýsinga um ísland og íslenzk- ar afurðir erlemdis. Síðan er fjallað um tegundir markaðsupplýsinga, markaðs- rannsóknir og þá aðila sem upp- lýsinga afla á vegum ríkisins. VlðSKIPTAFULLTRÚAR: (Trade Commissioners, handels attachéer) Hér er ýmist um að ræða starfsmenn viðskipta- eða ut- anríkisráðuneyta viðkomandi landa. Starf þeirra skiptist í höfuðatrdðum í þrennt: 1. Að tengja saman útflytjend- ur og erlenda kaupendur, og í sumum tilfellum að aðstoða einn- ig innflytjendur, lands síns eftir óskum þeirra Viðskiptasendi- fulltrúar eru alls ekki sölumenn í venjulegri merkingu þess orðs, heldur sjá þeir um söluörvun, kynna vörur og auðvelda sam- band útflytjenda og hinna er- lendu viðskiptavina. Eftir að sölusamband er komið á, dregur viðskiptafulltrúinn sig í hlé. Fulltrúarnir verða því ætíð að hafa freska eigin (first-hand) þekkingu á svæði sínu. Þeir taka á móti verzlunursendinefnd um frá heimalandi sínu og eru þeirn til aðstoðar á meðan á dvöi þeirra stendur. Einnig sjá þeir gjarnan um upplýsingastúkur á vörusýningum, sem land þeirra tekur þátt í. 2. Skýrslugjöf er annað aðal- starf fulltrúanna. Þeir gera sér- stakar skýrslur að ósk ráðuneyt- is eða einstakra fyrirtækja og semja auk þess skýrslur að eig- in frumkvæði eftir ástæðum. Að innihaldi eru þær allt frá stutt- um bréfum upp í langar skýrsl- ur, ýmist til einkaafnota ráðu- neytis eða til birtingar í blöðum. 3. Viðskiptafulltrúar koma firam sem fulltrúar lands síns. Hvað sem þeir gera í stöðu sinni, er litið á það sem aðgerðir þjóðarfulltrúa. Þetta er staða, sem hefur í för með sér réttindi og skyldur. Einnig hafa þeir stundum með höndum störf ræð- ismanna, ef þeir starfa á stöðum, þar sem ræðismenn eru ekki til staðar. Hér á eftir verða einnig rakt- ar aðgerðir Dama á þessu sviði: Samkvæmt nýjúm lögum um utanríkisþjónustu Dana, sem tóku gildi hinn 1. apríl 1961, jókst fjöldi viðskiptasérfræð- inga og iðnaðarsérfræðinga í ut- anríkisþjómustumni úr 6 í 46 þeir fyrmefndu og 1 í 4 þeir síðarnefndu. Auk þessa hafa nokkrir ungir menn með við- Skiptamenntun verið sendir ut- an til starfa sem sendiráðsritar- ar. Árið 1964 voru þeir 15 tals- ins og störfuðu þeir eitt áir í Evrópu og tvö ár annars staðar (í oversöiske ambassader og kon sulater) í dömskum sendiráðum eða skrifstofum kjörræðismamma. Allir hafa þessir viðskipta- menntuðu sérfræðingar víð- feðma fræðilega og „praktiska” viðskiptamenjntun og munu þeir verja mestum starfstíma sinum í þeim löndum, sem virðast bjóða upp á hvað mesta og bezta mögu leika fyrir * dansíkan útflutning. Inn á milli starfa þeir fimm til sex ár heima í Danmörku til að viðhalda og auka tengsl við damskt atvimnulíf og auka eirrn- ig við þá memmtun og þekkingu, sem þeir fengu á þessu sviði í Danmörku, áður en þeir voru sendir utan. Iðnaðarsendifulltrúarnir fjór- ir eru verkfræðingar að mennt- un og búa allir yfir mikilli raun- þekkingu á danskri iðnaðarfram- leiðslu. Þeir voru sendir til sendiráðamna í Wasihington, Bonn, París og London. Aðal- verkefni þeirra er, að sjá til þess, að fullnægja sívaxandi þörf um damsks iðnaðar fyrir upp- lýsingum um iðnþróunina í dval arlöndum þeirra. Þeir aðstoða einnig dönsk fyrirtæki við lausn sérstakra vandamála tæknilegs eðlis. ÚTFLUTNINGSSTYRKÞEGAR: Danir hafa haft slíkt skipu- lag frá því um 1930. Á árinu 1959 höfðu þeir slíka styrkþega í 11 löndum, þar af fjóra í Af- ríku, þ.e. Nígeríu, Suður-Afríku, Belgísku Kongó og Líbíu, þrjá í Suður-Ameríku þ.e. í Brazilíu, Ohile og Equador, tvo í Asíu þ.e. íran, og Singapore og einn í Vestur-Þýzkalandi og eimn í Kanada. Þeir hafa eink- um verið sendir til staða, þar sem danskra útflutningShags- muna hefur ekki verið nægilega gætt, t.d. á hinum fjarlægari mörkuðum Afríku og Suður Ameríku, sem hin tiltölulega smáu fyrirtæki Danmerkur hafa ekki haft frármagn til að senda menn til. Daneka ríkið greiðir ferðakostnað til og frá markaðs- svæðinu við upphaf og lok styrktímans. Einnig greiðir það laun styrkþegans og ferða- kostnað um starfssvæði hans. Styrkir þessir eru veittir til eins árs í senn með möguleikum til framlengingar um eitt eða tvö ár. f sérstökum tilfellum allt upp í fjögur ár alls. Hlutverk styrk- þegams er að kanna markaðs- möguleika danskra vara á því svæði, sem hann er sendur til, og skal hann senda skýrslur heim til utanrikisráðuneytisinis með reglulegu millibili og ekki sjaldnar en fjórum sinnim á ári. Styrkþeginn verður að gæta þess vandlega, að blanda sér ekki á óæskilegan hátt inn í inn- byrðissamkeppni danskra fyrir- tækja á markaðnum, sem hann starfar á. Samkvæmt fyrirfram- gerðum skilmálum má styrkþegi ekki taka við greiðslum eða und irrita greiðslusamninga við dönsk útflutningsfyrirtæki vegna starfssemi sinnar í þeim lönd- um, sem hann er sendur til. í upphafi var litið svo á, að skipulagið byggðist á hjálp til sjálfshjálpar. Ríkið greiddi styrkinn að hluta og hópur fyr- irtækja að hluta, þannig að styrkþeginn vann fyrir þessi fyrirtæki og stuðlaði að sölu af- urða þeirra, auk annarra starfa. Eftir að styrktímabilinu lauk, gat hann haldið sölustarfinu á- fram í viðkomandi landi sem umboðsmaður fyrirtækjanna. Eftir stríð var afnumið að styrkþegarnir mættu þannig hafa tengsl við eimstök fyrirtæki. í dag munu styrkþegar geta fengið leyfi að hæfilegum tíma liðnum til þess að sjá um umboð fyrir döniSk fyrirtæki í þeim Júlíus Ólafsson mæli, sem útflutningsráð fyrir- tækjanna mælir með. Þegar þetta skipulag var met- ið árið 1959, vegna nýrra laga um opinberar aðgerðir til út- flutnimgsörvunar, voru hags munasamtök danskra útflytj- enda á einu máli um mikilvægi skipulagsins og lögðu áherzlu á að það yrði fremur aukið en hitt. Enda var gert ráð fyrir, að um 20 styrkþegar yrðu starf- andi inman ákveðins tíma frá gildistöku laganna. ÚTFLUTNING SRÁÐG J AFAR: Starf útflutningsráðgjafans er skipulagt þannig, að hver ein- stakur ráðgjafi er tengdur við ákveðna framleiðslugrein og sér hann einungis um útflutnings- verkefni fyrir hana. Starf hans afmarkast heldur ekki af land- fræðilegu svæði, þar sem það er starf hans, að heimsækja alla þá markaði, þar sem talin er þörf fyrir söluviðleitni vegna fyrir- tækjahópsins, sem hann vinniur fyrir. Hann á eimrnig að skapa tengsl milli danSkra útflytjenda og erlendra kaupenda, leiðbeina hópnum og veita aðstoð í starf- semi hans á erlendum mörkuð- um. Hann gerir ekki sölusamn- inga, það gerir útflytjand- inn sjálfur eftir sem áður. Reynsl an hefur leitt í ljós, „að þeiir sinna einkum markaðsrannsókn- um, leita að hæfum umboðsmönn um og innflytjendum og sinna auk þess öðrum ákveðnum verk- efnum, eins og sýnikennslu o.þ.h.” í starfi sínu nýtur hann aðstoðar utanríkisráðuneytisins í gegnum sendiráða- og ræðis- mannanet þess og styrkir um leið upplýsingasöfnun þess. í starfi getur hann treyst á alla mögulega aðstoð frá fulltrúum utanríkisþjónustunnar á staðn- um, sem hann í það og það skíptið starfar á. Þessi starf- semi heyrir að því leyti undir óbeinar opinberar aðgerðir til útflutningsörvunar, að hið opin- bera (í þessu tilfelli danska rík- ið) greiðir helming launa ráð- gjafans miðað við hámarksupp- hæð 25 þúsund danskar krónur (1963) og allan ferðakostn- að hans án nokkurs hámarks, vegna markaðsrannsóknanna. Styrkir þessir eru veittir til ein@ árs í senn með möguleikum til fremlengingar. RITARAR f RÆÐISMANNS- SKRIFSTOFJTM: Hér liggur að baki sú hug- mynd, að ungir menn með við- skiptafræðimenntun eða álíka menntun, starfi sem ritarar á skrifstofum kjörræðismanna er- lendis, þannig að þeir aðstoði að nokkru ræðismennina við að gæta hagsmuna útflytjenda og á hinn bóginn öðlist þeir þekk ingu og reynslu, sem gæti komið að liði í störfuim annars staðar, þar sem þeir störfuðu sem við- skiptafulltrúar, útflutnings- styrkþegar o.s.frv. Síðan er fjallað um fræðslu- starfssemi þ.e., vörusýningar, heimsóknir viðskiptasendinefnda og þjóðhöfðingja, blaðaút- gáfu o.fl. 1 síðari hluta ritgerðarinngr er fjallað um opinberar óbeinar að- gerðir á fslandi til útflutnings- örvunar. Þar kemur m.a. fram að ekki færri en fimm stofnanir fjalla um þessi mál hér á landi, þ.e. Utanríkisráðuneytið og Utanrík- isþjónustan, Viðskiptamálaráðu- neytið, Fiskimálasjóður, Vöru- sýningarnefnd, og upplýsinga- deild Utanríkisráðuneytisins. Hér kennur hluti úr kafla rit- gerðarinnar, sem nefnist álykt- anir og niðurstöður. UTANRfKISRÁÐUNEYTI — VIÐ SKIPT ARÁÐUNE YTI Öflun markaðsupplýsiroga og dreifing er í höndum tveggja að- ila, sem eru algerlega aðskildir hvað stjórnun snertir, þ.e. utan- rikisráðuneytis og viðskipta- ráðuneytis. Þetta getur leitt til ágreinings, þar sem viðskipta- ráðuneytið, sem annast dreifinigu upplýsinganna innanlands og er þannig í nánari tengslum við at- vinnulífið og betri aðstöðu til þess að meta þarfir fyrir ákveðn ar upplýsingar, hefur ekkert yf- ir þeim mönnum að segja, sem markaðsupplýsinganna afla er- lendis, þ.e. starfsmönnum utan- ríkisráðuneytisins. Einnig kann þetta atriði að hafa þá afleið- ingu í för með sér, að öflun markaðsupplýsinga sitji á hak- anum vegna þarfa utanríkisráðu neytisins fyrir „diplómatiska" starfsemi sendiráðanna. Af ofangreindum orsök um verður allt starf við öflun markaðsupplýsinga ómarkvisst og seinvirkt, og hefur það leitt til þess, að utanrikisþjónustan hefur misst tiltrú hvað snertir starf að öflun markaðsupplýs- inga. — Brýn nauðsyn er því að samræma þessa starfssemi á eina hönd, t.d. ráðuneytisdeild í öðru hvoru ráðuneytanna eða jafnvel fela hana sérstakri stofn un, sbr. Noreg. Þessi samræm- ingaraðili sæi einnig urn skipu- lagningu og stefnumótun vegna fræðslustarfssemi erlendis, og sæi um styrkveitingar, sbr. starfs semi Fiskimálasjóðsins. — Fáir menn starfa eingöngu að öflun markaðsupplýsinga og dreifingu þeirra, t.d. er aðeins einn starfsmaður í útflutnings- deild viðskiptaráðuneytisins og örfáir menn (óviss tala) sinna þessum málum í utanrí'kisþjón- ustunni. Auk þessa fá nýir starfsmenn utanríkisþjónustunn- ar ekki sérstaka þjálfun á sviði viðskipta áður en þeir eru send ir utan til starfa í sendiráðum íslands. Æskilegt væri, að gerð yrði úttekt á störfum einstakra sendi ráða við öflun markaðsupplýs- inga, og hversu fær þau eru um að mæta þörfum íslenzkra út- flytjenda fyrir téðar upplýsing- ar. Síðan ákvæði slík úttekt fjölgun eða fækkun starfsmamna í sendiráðunum eða opnun nýrra sendiráða. Ef til fjölgunar starfs manna kæmi, hefðu hinir nýju starfsmemn stöðu viðskiptasendi fulltrúa með höndum og simntu störfum samkvæmt því. Um stað- setningu vísast til niðurstaðna könnunar (sjá síðar). Sendiráð fslands eru aðeina tíu, þar af níu í Evrópu. íslenzk- ir útflytjendur þarfnast upplýa inga um markaðsmöguleika á hin um fjarlægu mörkuðum Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Þesa um þörfum mætti fullnægja að nokkru með þvi að senda styrk- þega til borga í þessuim heirns- álfum og hefðu þeir aðstöðu hjá ræðismönnum íslands í viðkom- andi borgum. Ef nauðsynlegt reyndist að opna sendiráð á þessum slóðum ætti starfsisemi styrkþeganna að leiða það í ljóa. Ef á hinn bóginn einstakar fnam leiðslugreinar t.d. fataiðnaður, húsgagnaiðnaður eða skreiðar- iðnaður óska eftir sérstakri þjón ustu á erlendum mörkuðum, tel- ur höfundur, að sérþörfum þeirra verði bezt fullnægt með útflutningsráðgjöfum að dönsk- um hætti, þ.e. starfssemi ofan- nefndra styrkþega ætti ekki að miðast við þarfir ákveðinnar af- urðagreinar fyrir markaðsupp- lýsingar. — Störf kjörræðismanna eða „konsúla” á sviði markaðsmála hefur ekki verið gert sérstak- Iega að umiræðuefni hér. Höfund ur telur, að aðeins takmörkuð not megi hafa af þeim við öflun markaðsupplýsinga. Það munl fara mjög eftir einstakl- ingsbundnum áhuga ræðis- manna, hvað þeir gera á þessu sviði, þar sem hér er um ótaun- að starf að ræða. Nær sé, að ís- lendingar fari inn á þá braut, að senda „professional” ritara til ræðismanna á mikilvægum mörkuðum, sbr. Dani. — Starf útflutningsdeildar við skiptaráðuneytisins felst eink- um í eftirliti útflutningsverðs, leyfaveitingum, o.s.frv. Loks eru birtar niðurstöóuir könnunar sem höfundur ritgerð- arinnar gerði á viðhorfum út- flytjenda til þessara mála. Sök- um rúms birtist hér aðeims smá- kafli úr niðurstöðum hennar: UM STAÐSETNINGU SENDI- RÁÐA SKV. ÁLITI ÚTFLYTJ- ENDA. Ef útkoman úr könnun um staðsetningu sendiráða er dreg- in saman er röðin þessi: 1. Bandaríkin Nefnt 10 sinnum 2. Bretland Nefnt 10 sinnum 3. Þýzkaland Nefnt 7 sinnum 4. Austur-Evrópa Nefnd 7 sinn- um 5. Noregur — Danmörk Nefnd 5 simmum 6. Norðurlönd Nefnd 5 sinnum 7. Suður-Ameríka Nefnd 4 sinti- um 8. Nígería Nefnd 3 sinnium og önmur lönd mimma. Af þessum átta svæðum hefur Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.