Morgunblaðið - 12.09.1969, Page 13

Morgunblaðið - 12.09.1969, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FöSTUDAGUR 12. SEPT. 1000 13 Dúkur hf.: Sýnir Kanter's og Koraton vörur Bjarni Björnsson hjá verk- smiðjunni Dúk h.f. sagði að þeir mundu sýna Kanter’s líf- stykkjavörur. Fyrirtækið hefði framleiðslurétt á þessum vör um hérlendis og næði leyfið einnig til söluréttinda á Fær- eyjamarkaði. — Við höfum fram leitt þessa vöru hér í fimmtán ár, sagði Bjami, — en þetta er í fyrsta sinn sem við snúum ökkur að Færeyjatmairkaðnum með hana. Höfuðstöðvar Kant- er’s framleiðslunnar er í Kaup mannahöfn og verður verðið á sölulista okkar í Færeyjum hið sama og útflutningsverðið í Kaupmannahöfn. — í>á munum við einnig kynna aðra grein framleiðslu okkar, sagði Bjami. — Eru það Koraton karlmannabuxur, en efnið í þeim hefur þann eigin- ledka að það þarf aldrei að pressa. Koraton framleiðsluað- ferðin er tiltölulega ný í Ev- rópu og við teljum líklegt að hingað til hafi ekki verið mikið framboð á þessari vöru í Fær- eyjum. Ef við yrðum fyrsti að- ilinn á þessum markaði þar ættu söluhorfur að veæa sæmi- legar. Hvað verð á þessari vöru snertir, höfum við ekki haft aðstæður til þess að kanna hver samanburðurinn verður. Smjörlíkisstykkin koma á færibandi úr pökkunai vél og þá tek- ur ung stúlka við þeim og raðar þeim í kassa. Smjörlíkið hef- ur hingað til aðeins farið á innlendan markað, en nú standa vonir til að það fari einnig til Færeyja. Smjörlíki hJ.. í samkeppni við Dani og Norðmenn ÞaS er ekki ólíkiegt að fær- eyskar húsmæður eigi eftir að baka brauð úr íslenzku bök- unarsmjörlíki og smyrja það siðan með islenzku jurtasmjör- líki. Sú er að minnsta kosti von forráðamanna Smjörlíkis h. f. en fyrirtækið ætlar að senda sýnishom af framleiðslu sinni á iðnkynninguna í Færeyjum. Morgunblaðið hafði ssimband við Marinó Þorsteinsson aðal- iókara Smjörlíkis h.f. sem fer ut an í sambandi við iðnkynning- una og spurði hann hverjar af framleiðsluvörunum þeir hyggð ust reyna að koma á færeysk- an markað. — Ég fer með venjulegt borð smjörlíki, jurtasmjörlíki og bök unarsmjörlíki, en við erum ný- famir að pakka því í neytenda- umbúðir. Einnig fer ég með sýn ishom af salatolíu, þótt hún sé ekki framleidd hér heldur að eins sett I neytendaumbúðir. — Og verður gestum gefinn FramJiald 1 bls. 1« Vefarinn sýnir: úrval af gólfteppum VEFARINN sendir til Færeyja úrval af gólfteppasýnishornum, og það sem þvi titheyrir. Bjöm Sveinbjömsson, framkvæmda- stjóri, sagði að gólfteppi væri vandasöm vara að selja í öðr- um löndum, smekkurinn væri sjaldan eins. — Okkur þykir þó sjálfsagt að reyna þetta, og sendum ein tuttugu efnissýnisíhorn, í nýj- ustu gerðum og litum. Œckar framleiðsla er nú þannig að það þarf helzt sérhæfðan mann til að leggja hana á gólf, og ég hef gnun um að Færeying- ar hafi e'kki kýnnzt þeirri að- ferð ennþá. Hún er í því fólg- in að gaddalistar eru lagðir meðfram veggjunum, teppin strengd á þá á alla vegu, og tarotin niður milli lista og veggja, þannig að engar fest- ingar sjást. — En ef þeir hafa áhuga á framleiðslunni, verður þetta ekki til fyrirstöðu, við sendum þá annaðhvort mann þangað, eða fáum einhvern frá þeim hingað upp. — Hvernig er með verðlag ið? — Ég veit satt að segja ekki hvernig það er í Færeyjum, en okkar verð þyrfti að vera tölu vert lægra ef vel á að vera, því þeir hafa 25 prs. innflutn- ingstoll á gólfteppum, og er þá miðað við FOB verð. — Og framle iðslugetan ? — Hún ætti ekki að vera til fyrirstöðu. Við vinnum nú á tveim vöktum, með hluta vef- stólanna. Ef við „fyllum“ vakt- imar, og bætum einni og hálfri við, rná allt að því tvöfalda framleiðsluna. Flugeldasmiðjan: Stóraukin eftirspurn a flugeldum ■■ O. Johnson & Kaaber kynnir: FLUGEUDAGERÐIN h.f. frá Akranesi verður meðal fyrir- tækja sem sýna munu á ís- lenzku iðnkynningunni í Fær- eyjum. í sýningardeild þess er að finna margvísleg blys, flug- elda af ýmsum gerðum og neyð areldflaugar fyrir skip. Morgunblaðið náði tali af Birni H. Björnssyni, sem er annar af eigendum fyrirtækis- ins, og fékk til að segja ofur- lítið frá fyrirtækinu og fram- leiðslu þess. — Ég festi kaup á flugelda- gerðinni, árið 1962, en hún var þá starfrækt í Kópavogi. Ég hef rekið fyrirtækið á Akra- nesi allt síðan, og hefur þetta í rauninni verið frístundastarf hjá mér. Framleiðslan hefur einkum verið fólgin í gerð neyðareldflauga fyrir skip sam kvæmt kröfum skipaskoðunar- innar, en jafnframt í áramóta- j. eldflaugum og ýmiss konar blysum og sólum. — Er þetta fyrsta sýning fyr irtækisins erlendis? — Já, við höfum aldrei sýnt áður, hvorki hér heima né er- lendis. Eins og ég gat um áð- an, þá var þetta fyrst og fremst frístundastarf hjá mér, en eft- ir gengisfellingarnar hækkuðu erlendar eldflaugar mjög og verðmismunurinn hefur valdið stóraukinni eftirspum á inn- lendum eldflaugum. Þess vegna var lagt út í það á síðasta ári að gera fyrirtækið að hlutafé- lagi, og við höfum í hyggju að helga okkur framleiðslu flug- elda. Bjöm sagði að síðustu, að gæfist þessi breyting á rekstri fyrirtækisins vel og eftirspurn in yrði nægileg, hefðu forráða- menn fyrirtækisins í hyggju að efna til skrautflugeldasýninga til að kynna framleiðsluna. Hiann kvað Flugeldagerðina hf. hafa tvívegis séð fyrir flugeld um á skrautflugeldasýningu: Framhald á bls. 16 Kaffi og kaffibœti KAFFITEGUNDIR frá O.John son og Kaaber h.f. verða kynnt ar og sýndar á vörusýningunni í Færeyjum. Fyrirtækið mun sýna allar fjórar tegundimar af kaffi, þ.e. Rio, Santos, Java og Mokka. Þá verður einnig kynntur kaffibætirinn Ludvig David, en hann hefur á sl. tveim ánum verið kynntur lítil- lega í Færeyjum. O.Johnson og Kaaber hefur eiginlega ekkert flutt út af kaffi, en smávegis af Ludvig Davíð síðustu tvö ár. Enginn umboðsmaður er í Fær- eyjum fyrir kaffivörur fyrir- tækisins, en í undirbúningi er að ráða þar umboðsmann til þess að kynna og dreifa vör- unni, bæði kaffi og kaffibæti. 20 prs. af öllum kaffiinn flutningi til Færeyja er kaffi- bætir og því mun fyrirtækið leggja áherzlu á að kynna kaffi bætinn Ludvig Davíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.