Morgunblaðið - 08.10.1969, Qupperneq 15
MOHGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1969
15
Nýir stjómendur í Bonn
Willy Brandt, fyrsti kanslari jafnaðarmanna eftir strib —
Walter Scheel, nýr utanrikisráðherra með nýjar hugmyndir
JAFNAÐARMENN undir
forystu Willy Brandts hafa
ákveðið að taka við stjórn-
arforystunni í Vestur-Þýzka
landi og mynda sam-
steypustjórn með frjálsum
demókrötum. Þetta eru
kaflaskipti. Frá stríðslokum
hefur enginn kanslari Sam-
bandslýðveldisins verið úr
röðum jafnaðarmanna,
SPD. Við stjómarskiptin nú
koma og menn fram á
stjórnmálasviðið þar, sem
lítt eru þekktir utan Þýzka-
lands, menn eins og Walter
Scheel, leiðtogi frjálsra
demókrata, FDP, en Scheel
á að taka við embætti utan-
ríkisráðherra.
Hér á eftir verður greint
frá þessum tveimur mönn-
um, þeim Willy Brandt og
Walter Scheel, en þeir
munu ráða mestu um
stefnu þeirrar stjórnar, sem
taka á við völdum í Sam-
bandslýðveldinu Þýzkalandi
21. þ. m.
SLAPP FRÁ GESTAPO TIL
NOREGS
Willy Brandt fæddist 18.
desember 1913 í hafnarborg-
inni Liibeck og lauik þar stúd-
entsprófi 1932. Þegar í æsku
tók hann að starfa í sósíalist-
ískum æskulýðssamtökum og
gekk í flokk jafnaðarmanna
17 ára gamall. Skömmu eftir,
að Adolf Hitler hafði komizt
til valda í Þýzkalandi, flýði
Brandt úr landi til Noregs,
nokkrum klukkustundum áður
en Gestapo, hiin alræmda lisyni-
lögregla Hitlers, hugðist hand
taka hann og árið 1940 flýði
hann til Svíþjóðar, er nazistar
hernámu Noreg. Lýðræðishug-
sjónir Norðurlanda og skoðan-
ir jafnaðarmanna þar höfðu
mikil áhrif á þennan unga
mann, sem hiafði einsett sér að
verða stj órnmálamaður. í stríðs
lok hélt hann til Þýzkalands
og var viðstaddur réttarhöld-
in í Niirnberg sem fréttaritari
bæði norskra og sænskra dag-
blaða.
Því hefur oft verið beitt
gegn Brandt í Vestur-Þýzka-
landi, að hann hafi haldið sem
sigurvegari inn í sitt eigið
land eftir stríðið, en í Noregi
hafði Brandt gerzt þarlendur
ríkisborgari og skipt um nafn
og hann hafði hlotið majors-
gráðu í norska hernum, er
hann hélt til föðurlands síns
að nýju. En með tímanum hef-
ur þetta viðhorf gagnvart
Brandt breytzt mjög og er það
sennilega yngri kynslóðin frem
ur en sú eldri, sem metur það
við Brandt, hversu langt hann
gekk í barátJbu sinni gegn nas-
istum. Hve margir voru þeir
annars, sem án þess að þurfa,
sáu sig knúna til þess að taka
upp baráttuna gegn Hitler þeg
ar árið 1933 og máttu þess
vegna flýja land?
Árið 1947 varð Brandt for-
maður flokksdeildar SPD í
Berlín og tveimur árum síðar
var hann þar kjörinn á fyrsta
Sambandsþingið í Bonn. Árið
1955 var hann kjörinn forseti
fylkisþingsins í Vestur-Berlín
og tveimur árum síðar varð
hann borgarstjóri í hinum
frjálsa hluta Berlinar. Frá því
í febrúar 1964 hefur Willy
Brandt ennfremur verið for-
maður SPD, j af n a ð arman n a -
flokks Þýzkalands.
Sem borgarstjóri í Vestur-
Berlín gat Brandt sér mikið
orð og varð heimskunnur mað-
ur ekki hvað sízt, þegar Berlín
ardeilan harðnaði að nýju á ár-
unum upp úr 1960. Hann varð
fulltrúi frelsisins í tvískiptri
borg og borgarbúar litu á hann
sem persón jigerving andscöðu
þeirra gegn yfirgangi og hót-
unum kommúnista.
Jafnaðarmenn vonuðust til
þess að vinna mikinn sigur í
þingkosningunum í V-Þýzka-
landi 1965 með Willy Brandt
sem kanslaraefni. En kosning-
arnar urðu þeim vonbrigði og
Brandt lýsti því yfir, að hann
myndi ekki keppa framar að
því að verða kanslari. Jafnað-
armenn höfðu að vísu unnið á í
kosningunum, en aðal andstæð-
ingar þeirra, kristiiegir demó-
kratar, CDU—CSU, unnu einn
ig á og mynduðu næstu ríkis-
stjórn ásamt frjálsum demó-
krötum, FDP.
En Brandt kom að nýju fram
á sjónarsviðið, er stjórnarsam-
vinna CDU-CSU og FDP fór
út um þúfur síðari hluta árs
1966 og ný stjórn var mynd-
uð undir forystu Kurt Georg
Kiesingers, en þar varð Brandt
libanríkisráðthierra og varakansl
ari. Þebba var í fyrsba sinn eft-
ir stríð, að jafnaðarmenn eign-
uðust aðild að stjórn landsins
og stjórnaraðild þeirra sl.
þrjú ár virðist hafa kveðið nið
ur þá skoðun, sem áður var
möninum væri yfirleitt ekki
mjög úitíbreidd, að jafnaðar-
treystandi fyrir forusbunni í
stjómmálum landsins.
FRIÐSAMLEG SAMBÚÐ VIÐ
VESTUR-EVRÓPU
Þau málefni, sem Brandt hef
ur lagt helzta áherzlu á í kosn
ingabaráttunni nú, vom tvenns
konar: Að keppa að sem frið-
samlegastri og árekstralaus-
astri sambúð við Austur-Ev
rópu í þeirri von að kalda
stríðið hverfi eins og unnt er
úr sögunni. Hann vill sann-
færa Rússa, Pólverja og
Tékkóslóvaka um, að gamli
þýzki hernaðarandinn sé liðin
tíð og að engar landakröfur
verði gerðar á hendur þessum
þjóðurn, náiist heildar friðar-
samningar og samkomulag um
Þýzkaland. Sú skoðun er út-
breidd i röðum jafnaðarmanna
í V-Þýzkalandi, að þegar ekki
verði framar unnt á nokkurn
hátt að benda á V-Þýzkaland
sem friðarspilli í Evrópu og
það sem meira máli skipti, sann
færa stjórnmálamenn og al-
menning í löndum Ausitur-Evr-
Willy Brandt og Walter Scheel.
óup, einkurn Póllaindi og
Tékkóslóvakíu, að hugur fylg
ir máli, þá muni þessi lönd sem
önnur kommúnistalönd í Aust-
ur-Evrópu verða miklu óháðari
Sovétríkjunum en nú og ein-
hver von skapast á endursam-
eiiningu 'Þýzkalands. tannig
hafi Þýzkalandsvandamálið leg
ið beint eða óbeint að meira
eða minna leyti að baki innrás-
inni í Tékkóslóvakíu í fyrra.
Á meðan Þýzkalandsvandamál-
ið sé óleyst, haldist „status
quo“ eða óbreytt ástand í Ev-
rópu.
Innanlands hefur Brandt
lagt áherzlu á, að framfylgt
yrði þeirri efnahagsmálastefnu
sem Karl Schiller efnahagsmála
ráðherra hefur mótað undan-
farin þrjú ár.
EINDREGINN
STUÐNINGSMAÐUR NATO
Willy Brandt var fulltrúi
lands síns á ráðherrafundi Atl
antshafsbandalagsins, sem hald
inn var í Reykjavík 23.—24.
júní í fyrra. í grein, sem hann
skrifaði fyrir Morgunblaðið þá
í tilefni ráðherrafundarins,
sagði hann m.a.:
„Við getum ekki rætt um
tryggingu á friði í Evrópu,
nema með því að taka tillit til
Atlantshafsbandalagsins við at-
huganir okkar. Um mokkurt
árabil hefur alþjóðlegt hættu
ástand ekki komið upp í Evr-
ópu. Þessi þróuin hefði ekki
orðið, ef Vestur-Evrópa og
Norður-Ameríka hefðu ekki
staðið saman á hættutímum
undanfarinna ára og verið
reiðubúin til þess í sameimingu
að hrinda af sér árás. Ríki Evr-
ópu hefðu ein sér og ef þau
hefðu einungis getað reitt sig á
sig sjálf, ekki getað byggt upp
neina raunhæfa vörn gegn
þeirri ógnun, sem þá vofði svo
háskasanjlega yfir. Sú vit-
neskja lá til grundvallar stofn
un NATO, að til lamgframa
væri öryggi Evrópu aðeins
tryggt með sameiginlegu varn-
arbandalagi við Bandaríkin.
Vesturþýzka Sambandslýð-
veldið hefur leitað náinna
tengsla við hið vestræna banda
lag alveg eins og við höfum
knýtt örlög okkar með nánum
hætti þeirri sameiningu Evr-
ópu, sem skapazt hefur und-
ir vernd þess. Aðstaða okkar
var slík, að við áttum ekki
annarra kosta völ. En val okk
ar var einnig þeim mun léttara,
þar sem bandamenn okkar
gerðu lögmætt takmark þjóðar
okkar að sýnu eigin takmarki:
Það er sjálfsákvörðunarrétt
einnig fyrir þjóð okkar og frið
samlega skipan mála, sem gerði
Þjóðverjum kleift að lifa sam-
an í einu ríki“.
Willy Brandt kvæntist konu
sinini Ruth, sem er norsk að
uppruna, á útlegðarárunum í
Noregi og eiga þau þrjá syni.
Hann hefur skrifað ýmsar bæk
ur um stjórnmál og hlaut m.a.
heiðursdoktorstitil við Har-
wardháskóla 1963 fyrir bók
sína: „Koexistens — Zwang
zum Wagnis“.
WALTER SCHEEL —
FRJALSLYNDUR
LÝÐRÆÐISSINNI
Walter Scheel, sem taka á
við embætti utanríkisráðherra
Þýzka sambandslýðveldisins
við stjórnarskiptin 21. október
nik., er formaður Frjálsa demó
krataflokksins, FDP, sem
standa mun að samsteypu-
stjórninni ásamt SPD. Scheel
er fæddur 8. júlí 1919 í Soling-
en og nam viðskiptafræði að
loknu stúdentsprófi. Frá 1939
—1945 gegndi hann herskyldu
í flugher Þýzkalands, þar sem
hann var orðinn liðsforingi, er
styrjöldinni lauk. Frá stríðs-
lokuim fram til 1953 starfaði
hanm sem fjármálaráðgjafi hjá
ýmsum stofnunum, en það ár
setti hann á stofn eigin skrif-
stofu á þessu sviði í Dúsisel-
dorf og hefur ver ið búsettur
þar síðan.
Walter Scheel gekk í Frjálsa
demókrataflokkinn þegar árið
1946 og var honum strax falið
að gegna ýmsum ábyrgðarstörf
um fyrir flokk sinn, fyrst í
borgarstjórn Solingen en síðan
á fylkisþingi Nordrhein-West-
falen. Hann varð þingmaður á
Sambandsþinginu 1953 og hef-
ur verið það síðan. Hann gat
sér mikið orð fyrir störf sín í
sambandi við efnahagslega upp
byggingu Vestur-Þýzkalands og .
1958 varð hann formaður þeirr
ar nefndar Sambandsþingsins,
sem hafði á hendi eftirlit með
efnahagsaðstoð þeirri, er Sam-
bandslýðveldið veitir til þróun
arlanda. Þremur árum síðar
varð hann ráðherra og tók við
yfirstjórn þess ráðuneytis, sem
annast efnahagssamstarf við
önnur lönd. Þessu embætti
gegndi hann til ársloka 1966,
er samsteypustjórn jafnaðar
manna og kristilegra demó-
krata komst á fót. Á þessum
tíma ferðaðist hann víða í því
skyni að kynna sér vandamál
þeirra ríkja, sem efnahagsað-
stoð hljóta frá V-Þýzkalandi.
Þegar Erich Mende lét af
forystu FDP 30. janúar 1968,
var Walter Scheel kjörinn for-
maður í hans stað á landsþingi
flokksims.
I kosningabaráttu sinni hef-
ur FDP lagt kapp á, að tekiii
verði upp utanríkisstefna, sem
á ýmsan hátt er frábrugðin
þeirri, sem V-Þýzkaland hefur
fylgt til þessa. Það er því ekki
að ástæðulausu, að því er gef-
inn gaumur, að Walter Scheel,
leiðtogi FDP á nú að taka við
stjórn utanríkismálanna.
í afstöðu sinni til NATO hef
ur FDP eltki boðað neina breyt
ingu. „Frelsi og framfarir eru
óhugsanlegar án ytra öryggis.
Það verður að tryggja með til-
stilli NATO“, segir í stefnu-
skrá flokksins.
TVÖ ÞÝZK RÍRI
En í afstöðu sinni til Aust-
ur-Þýzkalands er FDP róttæk-
ur miðað við ráðandi afstöðu
til þessa. Flokkurinn vill falla
frá þeirri kröfu, að vestur-
þýzka stjórnin skoðist sem full
trúi allrar þýzku þjóðarinnar
og falla frá svonefndri Hall-
stein-kenningu, sem falið hefur
í sér, að V-Þýzkaland slíti
stjórnmálasambandi við þau
ríki utan kommúnistaríkjanna,
sem viðiurkemna ausburþýzku-
stjóimina. Þá vill FDP, að V-
Þýzíkalaind gerist aðili að Sam-
einuðu þjóðunum, en það verði
ekki unnt að gera, nema A-
Þýzkaland fái þar aðild líka,
því að Sovétrikin muni koma í
veg fyrir allt annað. Eftir
heimsstyrjöldina síðari hafi
komizt á fót tvö þýzk ríki og
horfast verði í augu við þá
sbaðreynd. Vegna þessa vill
FDP, að gerður verði samning
ur við A-Þýzkaland eins og
milli tveggja ríkja, en tekið
verði þar fram, að Vestur- og
Austur-Þýzkaland séu hlutar
sama lands, er líti ekki hvort á
annað sem framandi ríki.
En sjónarmið FDP, að því er
smertir Vestur-Berlín eru mjög
einörð. Auk þeirrar trygging-
ar, sem felst í fjóveldasamn-
ingunum um Berlín, vill FDP,
að Vestur- og Austur-Þýzka-
land geri með sér samning um
stöðu Vestur-Berlínar, þar sem
tekið verði skýrt fram:
— Aðgangur til og frá Vest-
ur-Berlín verði algjörlega ó-
hindraður.
— Réttarfars- og efnahags-
kerfi Vestur-Berlínar verði
það sama og í Sambandslýð-
veldinu — með þeim afleiðing-
um, sem slíkt hefur í för með
sér.
— Samis konar stjórnskipu-
lag verði í Vestur-Berlín og í
Sambandslýðveldinu.
Þessa yfirlýsingu er vart
unnt að skilja á annan hátt, en
að staða Vestur-Berlínar skuli
tryggð fullkomlega og að vest-
rænt lýðræðislegt stjórnarfar
ökuli ríkja þar.
Framhald á bls. 19