Morgunblaðið - 01.11.1969, Side 4
4
MOROUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1069
-=^—25555
14444
WfllFIDIfí
BILALEIGA
HVERFISGÖTU 103
V W Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn
VW 9 manna -landrover 7manna
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastræti 13.
Sími 14970
Eftir lokun 81748 eða 14970.
ÍMAGIMÚSAR
5K!PHOlTl21 5ÍMAR2H90
eftir lokun »!ml 40381
bílaleigan
AKBMA UT
car rental service
/* 8-23-47
sendum
LOFTUR H.F.
LJÓoMYNDASTOE A
ingólfsstræti 6.
Pantiö tíma í síma 1477Z
Bílasölu-
sýning í dog
Seijum m. a.:
Saialb '64
Cortina '67, '66
Volkswaigen '62, '63, '65, '67
Bronco '66.
BIFREIÐASALAN
Borgartóni 1.
Allar
innréttingar
á einum staö
Syefnherbergisinnréttingor
Innréttingamiðstöðin hí.
OtoUIIIÚU t«, WlYKJAVlH. »1 — 1 »«711
0 Virðingarleysi íslend-
inga og gömul hús
Geir H. Gunnarsson, Hraunbæ
14, skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Það var ánægjulegt að lesa bréf
það er birtist í dálkum þínum í
dag frá Sigurgeiri Sigurjónssyni,
hrl., varðandi eyðileggingu á
þeim fáu byggingum á íslandi,
sem eru einhvers virði frá list-
rænu sjónarmiði séð, t.d. Lands-
bókasaÆnshúsið og Alþingishúsið.
Harðviðar- og álmenningin
ræður hér algjörlega rikjum, og
ef einhverju skal breyta, hversu
gamali og formfast það er, skal
það gert án nokkurs tillits við um
hverfið. Húsin skulu .jnoderni-
seruð“; að þau hafi verið byggð
á síðustu öld, skiptir engu máli.
Virðingarleysi landans við allt
og alla kemur enn einu sinni
fram, — og það er um að gera
að spyrja engan álits, sumir vita
allt betur en aðrir.
0 Harðviður í Alþingis-
húsinu
Eigi alls fyrir löngu var skipt
um hurðirnar á aðalinnganginium
í Alþingishúsinu. Hurðirnar voru
dýrar, enda varla nokkur furða,
því að mikil og vönduð vinna
var lögð í þær. En þá byrjaði
öskrið í sósíalistuinum og öreig-
unum: Þetta er alltof dýrt! Fyr
ir þessa peninga hefði verið hægt
að kaupa ibúð fyrr „fátæka“ fjöl
skyldu o.s.frv. Til allrar ham-
ingju, vegna þess að hurð í gam
aldags stil var smiðuð, er ytra
útlit Alþingishússins ennþá ó-
skemmt. En . . . gangið inn fyr-
ir! í anddyrinu, líkt og nú hefur
verið gert í Landsbókasafnshús-
inu, hefur verið klistrað harðvið-
arplötum og nýtt fatahengi verið
sett upp, allt í anda þess nýríka,
úr harðviði! Ef farð er lengra
inn í Alþingishúsið og staldrað
við í sal sameinaðs alþingis, blas
ir við beint á móti dyrunum al-
ger andstaða við allt annað, sem
þair inni er, þ.e. ræðupallur stór
og mikill, — en minnir óneitan-
lega mikið á byrðing á eikar-
báti! Kannski var þetta tillaga
sjávarútvegsmálaráðherra þess
tima til að minna alþingismenn
á sjávarútveginn.
0 Neyðarráðstöfun Breta
á styrjaldarárunum
verður tízka á fslandi
Á stríðsárunum, þegar brezka
ljónið var í erfiðleikum með að
Cóð sportveiði
Veíðifélag Kjósarhrepps óskar eftir leigutilboðum í veiðivatna-
svæði félagsins, veiðitímabilið 1970.
Tilboðum verði skilað til stjórnar veiðifélagsins að. Sogni
Kjósarhreppi fyrir 20. nóvember n.k. Réttur er áskilinn til að
taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum.
Kjósarhreppi 28/10. '69
Stjóm V. K.
Basar
Kvenfélags Alþýðuflokksins í Rvík
verður haldinn í Ingólfskaffi í dag, og hefst
kl. 2 e.h.
Gnægð góðra og gagnlegra muna.
Stjórnin.
m
m
i}o0
s00(psi
uDÍH
L?
ná sér I málma í fleiri morð-
vopn, var gripið til þess ráðs að
rífa niður fjöldann allan af járn-
girðiingum, t.d. í kringum Hyde
Park, — nokkuð, sem
hafði aldrei hvarflað að hinum
íhaldssama Breta, þar til nauð-
syn krafði. Hinir friðsöm-u ís-
lendingar gera sennilega ráð fyr
ir að þurfa að fara að fram-
leiða vopn, — framtakssamir
tekk- og álsinnar láta rífa grind
verkið við Landsbókasafnshúsið
niður, en í staðinn fyrir að senda
það til Krupp, er það sennilega
keypt af Jóni Jónssyni, skran-
sala og málmkaupmanoi, og er
sent með fyrsta brotajárnsskipi
til Evrópu. Sennilega yrði niður
rif þessarar fögru girðingar skýrt
eitthvað á þessa leið: „Þetta var
alltof þunglamalegt og gamal-
dags í svona nýtízku borg. Svo
fást engir til að mála svona „fí-
gúruverk" nema fyrir stórfé. Nei,
góurinn, han.n Löve getur smíðað
annað hræódýrt, og það er sko
auðvelt og ódýrt í viðhaldi allt
úr holsteini“.
0 Hættið að skemma!
Og nú eru þeir byrjaðir að
vinna á þvi iinnan frá. öllu skal
fórnað fyrir nýjungagirnina og
skammsýnina. Ég hélt, að ís-
lendingar væru loks hættir að
standa í slíkri eyðileggingastarf-
semi og farnir að bera virðingu
fyrir því, sem forfeður þeirra
byggðu, en hinn hraði uppvöxtur
antique-búða í Reykjavík ber
það einmitt með sér. En þó eru
til einhverjir menm, sem vilja rífa
allt og tæta, til að vera „móð-
ins“. Þessa menn þarf að stöðva,
— og það strax áður en þeir
skemma meira af almennings-
eignum.
Með von um birtingu.
Þinn einlægur.
Geir H. Gunnarsson,
Hraunbæ 14“.
0 Togað í peysu og pilt
„Velvakandi góður!
Við, nemendur nokkrir í lands-
prófsdeild í gagnfræðaskóla hér
í borg, urðum vitni að mjög
óskemmtilegu atviki í vélritunar
tíma fyrir skömmu, er skóla-
stjóri skólans misnotaði vald sitt
mjög. Nemandi einn, sem ekki
hafði mætt vel að undanförnu
(hamn var ekki einn um það) og
hafði takmarkaðan áhuga á vél-
ritun, sat heldur kæruleysislega
við ritvél sína. Þá kom kemnar-
inn aðvífandi og ætlaði að laga
hann til i sætinu og kippti í
peysu memandans mjög óþyrmi-
lega, en þar sem títtnefndur nem
andi var ekki dauður hlutur, (en
til þess virtist kennarinn einmitt
hafa ætlazt), þá sleit hann sig
lausan og bað kennarann að láta
peysu sína i friði. En kennarinn
lét sér ekki segjast og togaði í
peysuna af enn meiri andagift og
skipaði nemanda að koma með
sér á fund skólastjóra.
En þar sem memandi vildi ekki
láta draga sig eins og hund, þá
sleit hann sig lausan úr höndum
kemnarans. En kennarinn hélt
ótrauður áfram og þreif í peys-
una með þeim afleiðingum, að
hún rifnaði. Síðan fór kennar-
inn með piltinn til skólastjórans
og kom aftur eftir stutta stund
í fylgd með skólastjóra.
0 Brottrekstur úr skóla
Sá góði maður tilkynnti síðan
með fögrum orðum, að hann
hefði gert okkur hiinum mikinn
greiða með því að reka nemand-
ann, (sem hann gatf beinlínis £
skyn að væri hættulegur glæpa-
maður) úr skólanum! Lét skóla-
stjóri þau orð fylgja, að hann
hefði verið að bíða eftir tækifæri
til að „hreinsa til í skólanum",
(svo að við notum hans orðalag)
„og þetta haíi verið fyrsta hreins
unin og fleiri mundu fylgja á eft-
ir“! Nokkur vitnanna.“
Finnst þér nú Velvakandi góð-
ur, að nemendur getd látið bjóða
sér slíkt? Með von um skjóta
birtingu.
— Sjaldan veldur einn, þá
tveir deila, segir máltækið, og
treystir Velvakandi sér ekki til
þess að taka neina afstöðu til
málsiins, þar sem hann hefur að
eins kynnzt skoðunum annars
málsaðiljans.
Pólýfónkórinn
óskar eftir söngfólki. — Upplýsingar í símum
21680, 42212, 30305 og 81916.
___________________________
Til sölu
glæsUeg lóð við sjóvorsíðuna
yfir 900 fermetra að stærð.
Tilboð sendist í pósthólf 653.
Atvinna
Vél-tæknifræðingur með góða menntun og
reynslu, eða maður með svipaða menntun
getur fengið góða atvinnu í Reykjavík.
Umsóknir leggist inn á afgreðslu Morgim-
blaðsins fyrir n.k. þriðjudagkvöld 4. nóvem-
ber merkt: „Tæknifræðingur — 8830“.