Morgunblaðið - 15.11.1969, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.11.1969, Blaðsíða 18
18 MORGUNBjLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓTEMBER 1969 Hraðbátur óskast helzt úr tré, með mótor. Staðgreiðsla. Tilboð sendist Mbl. merkt: „8833" fyrir mánaðarmót. ------------------------------\ SIKA Með aðstoð Sika-efna getið þér haldið áfram steypuvinnu þó hætta sé á frostum. Verja steyp- una niður i + 10 C. J. Þorláksson B /jin\ & Norðmann hf. S Nauðungaruppboð sem auglýst var i 36., 39. og 41. tbl. Lögbirtingablaðs 1969 á hluta í Hagamel 26, þingl. eign Sigurðar Jónssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 19. nóvember n.k. kl. 11.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. N auðungaruppboð sem auglýst var í 28., 30. og 31. tbl. Lögbirtíngablaðs 1969 á hluta í Hörðalandi 6, talin eign Sigurðar Hafsteinssonar, fer fram eftir kröfu bæjarfógetans í Hafnarfirði á eigninni sjálfri, mðivikudaginn 19. nóvember n.k. kl. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. — Laxness Framhald af bls. 17 og enginn bætir mannlífið með subbuskap. En þar sem hann yrði ekki nema seytján ára, varð hann að láta hendur standa fram úr ermutn, eins og þegar Ólafur konugur Tryggva son setti sér það göfuga tak- mark að kristna allan Noreg fyrir 1000 — því þá yrði heims- endir. En Halldór Laxness er ekki lengur seytján ára og enn er ekki ástæða til að óttast heimsendi, þótt margt fari úr- ákeiðis á jarðikringlunni. í öllum skáldverkum kemur að sjálfsögðu fram reynsla, við horf og hugsunarþroski höfund- arins, ekki sízt í málifari og mótun persóna — „og mér dett- ur ekki í hug“, segir Halldór, „að bera á móti því, að bæði Ólafur Kárason og aðrar aðal- persónur skáldsagna minna spegli mjög greinilega mína eigin þanika og sálarlíf mitt yfir leitt. Á sama hátt og þegar Flaubert sagði: Madame Bov- ary, það er ég!“ En í persónum akáldsagnahöf unda er einnig — og ekki síður — annað fólk. Randver, imgur og glæsileg- ur lífsnautnamaður frá Vestur- heimi eins og fyrr segir, hefur enga löngun til að gefast upp fyrir þægindum og Mfsþreytu, kemur hingað heim vonglaður og óspilltur til að hafa í heiðri þau boðorð, sem Guðný Klængs dóttir innrætti ungu fólki um guð og starf. „En þegar ég kom síðar til Kanada sá ég að Rand- ver gat ómögulega verið þaðan kominn. Vestur íslendingar voru duglegir púlslkarlar, sem hafa áreiðanlega ekki verið orðnir þreyttir á heimsmemn- ingunni og flúið til íslands þess vegna. En ég hafði eins og aðr ir heyrt talað um Baróninn á Hvítárvöllum, sem kom úr heimsmenningarborgum, þreytt ur aðalsmaður, til að setjast hér að. Fyrst rák hann fjós við Barónsstíg, en fór síðan upp i Borgarfjörð, þar sem hann setti upp bú á Hvítárvölluim. Það var slíkur maður sem ég hafði í huga. En slíkur íslendingur var auðvitað ekki til í þá daga — og alveg áreiðanlega ekki í Kanada“. Á einum stað í sögunni er sagt að Ari hafi kaupmanns- andlit, — „en þótt Barn nátt- úrunnar sé öðrum þræði þjóð- félagsskáldsaga og Ari fulltrúi brasks og yfirborðsmennsku er þetta orð engan veginn niðr- andi fyrir kaupmannastéttina. Ég hafði snernma tekið eftiir því að andlit kaupmanna vsir allt öðruvísi en andlit bænda og verkafólks sem var í kring um mig. Kaupmannsandlit merkir aðeins að Ari hafi litið öðru- vísi út en bændur og verkafólk. Þjóðfélagsleg áhrif í sögunni eru sprottin af því þjóðfélaigs- iega innræti sem ég var alin upp við. í hegðun og fyrirætl- unum Ara felsit auðvitað sið- ferðilegur dómur. Fésýsla hans gengur á móti móral sögunnar, þar sem lögð er áherzla á leit- ina að guði og að hann sé að finna í góðum dyggðwm og heil brigðu starfi í náttúrunni". Þegar Halldór Laxness skrif aði Bam náttúrunnar var ekki komin upp sú málefnastilling milli þjóðfélagsstétta, eins og hann kallar það, sem síðar varð hér á landi þegar farið var að útbreiða sósíalisma. Stéttaátök þekkti hann ekki í uppvexti sínum. Samt er sagan lituð af þessum átökum. En það eru ein ungis áhrif frá þjóðfélagslegum Skáldver'kum sósíalradíkalhöf- unda á Norðurlöndum, og þá nefnir hann ekki sízt Jakob eft- ir Jónas Lie, sem hann las og hafði veroleg áhrif á hann, leik rit Ibsens og þó alveg sérstak- lega sögur Alexanders Kiell- ands. „Ég hafði um fermingu lesið Garman og Wonse, þar sem þjóðfélagsleg barátta er höfð á oddinum. Faðir minn studdi Heirna- Nauðungaruppboð sem auglýst var í 50., 52. og 54. tbl. Lögbirtingablaðs 1969 á Giljalandi 2, þingl. eign Friðjóns Friðjónssonar, fer fram eftir kröfu Jóns N. Sigurðssonar hrl., og Agnars Gústafs- sonar hrl., á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 19. nóvember n.k. kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Hillman Hunter Til sölu Hillman Hunter '68. Ekinn 17 þús. km. Einkabíll. Upplýsingar í síma 37333. stjórnarflokkinn, þó að hamn væri efcki íhaldsmaður, því síð- ur afturhaldssamur. Þvert á móti studdi hann allar tilbreyti- ingar, bæði í búnaðarháttum og almennri upplýsingu, sem hanin vair mjög gefinn fyrir. Hann reyndi að memnta sig eins og hann gat, þegar hann átti heima í Reykjavik, þótt ekki gengi hann í skóla. Hann var í tímakennslu eftir að hann kvæntist, og ég main vel eftir kenns'lu bó k u n u m hans, bæði á ensku og frönsku. Þær voru útpáraðar, með athugasemdum á spássíum og bréfmiðum innan í og aug- ljóst að hann tók nám sitt al- varlega, enda vel mælandi á endku. Mér er minnisstætt hve snurðulaust hann talaði ensku við Englendinga, sem komu að Laxnesi. Hann lærði ekki sízt að tala ensku af Þorgriimi Gúd- mundsen, sem var leiðsögumað- ur Englendinga á sumrin, en kenndi ensku á vetuma. Faðir minn tók þátt í fylgdar- mennsku hans, hef ég grun um. Þegar ég var rúmlega fermdur fór ég, að ráði föður míns, til Gúdmundsens að læra ensku. Á bemskuheimili minu var aldrei talað um stjórnmál, svo að ég muni. En það er ekki að marka, því að ég hafði engan áhuga á stjórnmálaiuimræðum. Og víst er að ég kynntist ekki neinum radíkalisma á æsku- heimili mínu. Ég fékk hann annars staðar". Kannsiki er það eimimitt dkýr ingin á því að „radíkalismi“ Halldórs Laxness hefur enzt honum misjafnlega, enda ekki ávallt komið heim við reynslu og staðreyndir eins og hávaða- laus og óáleitinn boðskapur Guðnýjar gömlu Klængsdóttur, Erlends í Unuhúsi og þeirra líka. Og þegar í fyrstu skáld- sögu sinni gerir hann eér far um „að horfa inn í augu mann anna, hversu auðvirðilegir sem þeir virðast vera, þangað til hann hetfir fengið samúð með þeim“, eims og hann segir um einn skáldbræðra sinna. Þessi samúð var honum innrætt í bamæsku. Hún hefur verið hon um inngróinn aflgjafi, í senn leiðarljós og grundvölllur beztu verka hans. „Það er í skáldinu sem allir aðrir menn eiga bágt“, segir í sögunni um ómagann Ó1 af Kárason. Betur verður hlut- verki rithötfundar ekki lýst. M. JOLAMARKADURIN N Ingólfsstræti 9 Einstakt tækifæri JÓLAVARNINGURINN SELDUR í DAG Á ÓTRÚLEGA LÁGU VERÐI - i Takmarkaðar birgðir - Opið í dag kl. 10-7 JÚLAMARKAÐURINN Ingólfsstræti 9 L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.