Morgunblaðið - 18.03.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.03.1970, Blaðsíða 4
4 MORGtJNBLiAÐIt), MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1970 » > MAGIMÚSAR iKiPHamíl mmar2H9Ö eftir lokun ílml 40381 -==—25555 1^ 14444 BILALEIGA HVEKFISGÖTU 103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn VW 9manna-Landrover 7manna Hnfnaríjörður Ibóð — atvinna Óskum eftir að ieigja 4ra her- bergja íbúð frá 1. júrti, þurfa að vera þrjú svefrvherbergi. A sama stað óskar kona eftir vinnu frá 9—12 f. h. Upplýsingar í síma 51843. Halidór Jónsson hf. Hafnarstræti 18, sími 22170. ^ Átt í útistöðum við útvarpsrukkara Frá Selfossi er skrifað: „Selfossi, 12. marz 1970. Kæri Velvakandi! Forsaga máls míns er sú, að hringt er hjá mér dyrabjöllu kl. 14.30 11. marz. Eigi lánaðist mér að opna dyr húss míns, vegna manns, er ruddist inn, sagðist sá vera frá Ríkisútvarpi og eiga að innsigla sjónvarp vegna vanskila afnotagjalds frá 6.11 1969. Maðurinn N.N. stend- ur og heldur fast utan um tvö gul blöð, er hann hafði í hönd- um sér. Bað ég hano um að leyfa mér að sjá þau, þar eð ég taldi, að á þeim væri að finna sönnun fyrir því, frá hvaða stofnun N.N. væri. Eigi vildi hann sýna mér blöð in, né heldur nein skilríki. Segi ég N.N., að ég hafi eigi hand- bæra peninga, en telji víst, að ég geti útvegað þá fljótlega. Þurfi ég aðeins að hringja til öryggis því, að ég lofaði ekki því, sem ekki stæðist. Geng ég síðan að að síma, en um leið ryðst N.N. framhjá mér, skimar í all ar áttir, kemur auga á stofudyr, stikar að þeim og tilkynnir, að gjaldið verði kr. 2.115.00. Segist bæta 300 kr. við 1815.00 kr„ sé það vegna innsiglingarinnar. Um leið og ég fæ símasamband við mann þann, er ég þurfti að tala við, heyri ég skruðning mikinn innan úr stofu, er þá N.N. kom- inn með sjónvarpið á fleygiferð. Bið ég hann hinkra við, því að ég viti eftir augnablik, hvort ég geti borgað eða ekki. Segi ég honum síðan, að ég muni fá peninga milli kl. 15.30 og 16.00, sem og líka varð, því að af- notagjaldið var búið að borga á Pósti og Slma kl. 16.30, tveim ur tímum eftir að N.N. kom inn úr dyrum. Eigi sinnti N.N. beiðni minni um að loka ekki alveg strax. Innsiglaði hann tækið, en kvað mig ná sambandi við sig kl. 19.00 á hóteli hér á staðn- um. Eigi vildi hann samt gefa mér upp nafn sitt eða skilríki sinnar stofnunar. Sneri ég mér þá til umboðsmanns Ríkisútvarps ins hér á staðnum. Sagðist hann vita menn vera á ferli í þessum erindagjörðum, hafi ekki hltt þá sjálfur, en taldi mann þennan heita Guðmund Guðmundsson vildi hann hafa G.G. með gler- augu, en ég taldi hann hafa ver ið gleraugnalausan. Kl. 18.00 byrjar útsending sjónvarps. Kl. 18.20 ryðst N.N. inn og segir: „Jæja, kona góð, ég er kominn.” Ég segi: „Ég er búin að borga reikninginn, en tel mig ekki þurfa að borga kr. 300.00, þar sem þér hafið ekki kynnt yður né sýnt mér nein skilríki. N.N. veifar út hendinni og segir: „Ef þér borgið þær ekki, verður sjónvarpið sótt eftir 3 daga og tekið upp í 300.00 kr.”, og snar- ast hann síðan út. Bið ég þá umboðsmanninn hér að hafa samband við G.G. eða N.N., sem er víst sami maður. Hefir hann tal af G.G. og seg- ist hann ekki hreyfa sig af hótel inu, fyrr en hann sé búinn af fá 300.00 kr. segir hann mér enn- fremur, að G.G. hafi sýnt mér reikning, sem hann aldrei gerði, en hvort hann hefur borið reikn ing á sér innanklæða veit ég ekki, þar sem mér láðist að biðja N.N. um að afklæða sig, þar til reikningur kæmi í ljós. Sendi ég síðan 300.00 kr. til N.N.. Köm hann og rauf innsiglið kl. 20.09, en ekki einu sinni þá vildi hann segja til naíns né sýna skilriki. En á kvittun sem ég fékk fyrir kr. 300.00 stóð Rikisútvarpið. Valvakandi góð. ur, menn frá þessari stofnun hafa rétt á að ryðjast inn til okkar, en erum við skyldug til að borga mönnum, sem ekki vilja sanna, hverjir þeir eru og var þessi óliðlegi, freki og lygni maður frá hinni opinberu stofn- un Rikisútvarpi okkar ls- lendinga? — Frú Margrét Sigurgeirs, Kirkjuvegi 23, Selfossi”. — Vonandi breytist þetta með nýju útvarpslögunum, en því er ekki að neita, að margar, skrítn ar sögur ganga af aðgerðum inn heimtumanna. Og auðvitað verða rukkarar að geta framvísað skil- ríkjum. — En við óþægindi af völdum útvarpsgjaldarukkara er auð- veldast að losna með því ein- falda ráði að standa í skilum. ^ Listdans á íslandi „Kæri Velvakandi! Tilefni þessa bréfs er grein um listdans, sem birtist I Morgun- blaðinu laugardaginn 14. marz s.l. Ég er enginn listdansari og ekki heldur neinn sérfræðingur á þessu sviði, en bæði dansinn sjálfur og svo ekki síður hljóm- listin þykja mér sérstaklega hrífandi, enda hefi ég átt þess kost að horfa mörgum sinnum á hallett 1 Uondon og Moskvu, en í þeim borgum er almennt tal- ið, að þessi list hafi náð mest- um þroska. Sá, sem hefur ekki kynnzt þeim töfraheimi, á mik- ið eftir. Að sjálfsögðu getur eins fá- menn þjóð og íslendingar aldrei boðið upp á slíkar sýningar. Hins vegar ætti að vera ljóst að íslendingar eiga eins góða mögu leika í þessari listgrein og í öðr- um. Þess vegna verður maður að fagna af heiluan hug öllum þeim tilraunum, sem gerðar eru hér á landi til að vekja athygli almennings á þessu máli. 0 Vantar ballett-áhuga? Það, sem ég persónulega hefi alltaf saknað mest — síðan ég settist hér að — á listarsviðinu á íslandi og sakna enn, er list- dansinn (burtséð frá skorti á nýju grænmeti, sem kemur auð- vitað listamálum ekkert við). Þar að auki, virðist vera óeðli- lega lítið af „balletmúsík” í dag skrá rikisútvarpsins. Nú gæti maður svarað með þeirri stað- hæfingu, að íslendingar hafi al- mennt litla þekkingu eða áhuga á listdansi. Eí svo er, er það þá ekki einmitt vegna skiln- ingsskorts og aðgerðarleysisins á æðstu stöðum hér? Vonandi verður fljótlega úr þessu bætt, svo að fleiri íslenzk- ir listdansarar flytjist ekki úr landi. Með þjóðerniskveðju, Pétur Karlsson (áður Kldson)”. Moður vunur verkstjórn og rekstri fyrirtækja óskar eftir atvinin'U. Þeir, sem áhuga hafa, leggi nöfn sín og símanúmer inin á auglýsingaskrifstofu Morg- unblaðsins fyrir 23. marz, merkt: „Verkstjórn — 2535". Atvinnurekendur — Einstaklingar Tökum að okkur bókhald og ársuppgjör fyrk smærri fyrirtækii og einsta'ktinga, merkt „Bókhald 2739". Rafvirki Innfhitningsfyrirtæki óskar eftir að ráða rafvrrkja ttl starfa, aðahega ti( viðgerða á raftækjum í hefmabúsum. Viðkomarvdi þarf að starfa mikið sjáifstætt. Nauðsyntegt að viðkomandi hafi bíl til umráða. Upplýsingar um aldur, fyrri störf og annað er máli skiptir sendist afgr. Mbl. merkt „Raftæki 2740 . AUGLÝSING um lögtök vegna fasteigna- og biunabótagjalda í Reykjavík Að kröfu gjaldheimtustjórans f. h. Gjald- heimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fó- getaúrskurði, uppkveðnum 16. þ.m. verða lögtök látin fram fara til tryggingar ógreidd- um fasteignasköttum og brunabótaiðgjöld- um, samkvæmt II kafla laga nr. 51/1964 um tekjustofna sveitarfélaga en gjalddagi þeirra var 15. janúar s.l. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. 16. marz 1970.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.