Morgunblaðið - 18.03.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.03.1970, Blaðsíða 14
14 MORGUNBiLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1*. MARZ 1970 Byggðin í Selási séð frá vestri. Lengst til vinstri eru raðhús vestari, því næst raðhús eystri að þvergötu. Þá koma einbýlishús, sem liggja að grænu belti og á bak við þau séit byggðin á háásnum. Lengst til hægri eru einbýlishús Skipulag Seláshverfis EINS og skýrt var frá í Morgunblaðinu fyrir nokkru Iiggur nú fyrir skipulag að nýju íbúðahverfi í Reykja- vík, Seláshverfi, en þar er gert ráð fyrir rúmlega 2000 manna byggð. Að skipulagi þessa nýja hverfis hefur verið unnið um nokkurra ára skeið, og má segja, að skipulagsstarf- inu sé nú að mestu lokið. Morgunblaðinu þykir á- stæða til að gera ítarlega grein fyrir skipulagi þessa nýja íbúðahverfis, enda hafa hin nýju hverfi, sem risið hafa í Reykjavík á undan- förnum árum, gjörbreytt svipmóti höfuðborgarinnar og sett á hana nýtízkulegri hlæ. Verður nú gerð grein fyrir helztu atriðíum hins nýja skipulags. Selásland ]>að landssvæði, sem í framtíðinni mun ganiga und ir nafninu Seláshverfi, er að mestu í einfeaeign, en slíkt er mjög óvenjulegt um land víðast hvar í Reykja- vík, ag hefur að sjálfsögðu skapað sérstök vandamál í sambandi við skipulagsstarf ið. Selásland tilheyrði á sín um tíma Árbæ en var síðar lagt undir Grafarhalt og fylgdi því ekki með, þegar Reykjavíkurborg eignaðist Árbæ. En árið 1925 var Sel- ásland selt undan Grafar- holti og seldi eigandinn síð ar úr því sumarbústaðalönd. Árið 1929 var þetta lands- svæði svo lagt undir lög- sagnarumdæmi Reykjavík- ur. Eignarlönd í Selási eru nú talin 29, en eigendur þeirra munu vera alls um 87. Eins og fyrr segir, var í upphafi sumarhúsabyggð í Selási, en smám saman þró- aðist byggðin svo, að flest húsin voru tekin til íbúðar Skipulagsstarf hafið________________ í greinargerð aðalskipu- lags Reykjavíkur, sem út kom árið 1966, er gerð grein fyrir íbúðasvæðum við Ár- bæ og Selás. Á þessu var þó nokkur munur þar sem gerð var allítairleg grein fyr ir skipulaginu við Árbæ, en hins vegar aðeims svonefnd leiðsöguáaetlun um hvemig byggja mætti í Seláshverfi. Stafaði þetta af því, að Ár- bæjarland var að mestu í eigu borgarsjóðs og fram- al'lt árið um kring. Er byggð in þar nú mjög óskipuleg og ósamstæð. Alls mun nú vera búið í 30 húsum í Selási og íbúarnir eru um 150. Ekki er vitað um sögulegar minj- ar eða maonvirki í Seláisi, en hins vegar stendur vatns geymir efst á Selásnum, og þar er verið að byggja nýj- an geymi. Ennfremur var þar reist allstór stieinsúla skömmu fyrir 1930, og gerðd það Jens EyjólfsSon, bygg- ingarmeistari. Er talið að mörgurn þætti sjónarsviptir að, ef hún hyrfi, og að flytja megi hana um set, með litl- um tilkostnaði. kvæmd skipulags því mun auðveldari en í Selási. En á þessu sama ári, árið 1966, mynduðu landeigend- ur í 'Selási með sér sérstök samitök, og óskuðu eftir, að vimna yrði hafin við skipu- lagningu á svæðinu. Að skipulagsgerðinni hafa síð- an unnið fjórir arkitektar, þau Stefán Jónsson, Reynir Vilhjálmsson, Guðrún Jóns dóttir og Kmud Jeppesen, og hafa þau annaist alla gerð uppdrátta og útreifcninga. Af hálfu borgarráðs Reykja víkurborgar hafa einkum unnið að málinu Gústav E. Pálsson, borgarverkfræðimg vestari og síðan sneiðingar á raðhúsabyggð eystri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.