Morgunblaðið - 18.03.1970, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.03.1970, Blaðsíða 7
MORG>U!NlBLA£>IÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1970 7 ÚR ÍSLENZKUM ÞJÓÐSÖGUM Sjaldan hef ég flotinu neitað Sitji maður á krossgötum á ný- ársnótt, þá verður maður á vegi fyrir huldufólki því, er flytur sig búferlum. Kemur það ekki ferð sinni þá áfram fyrir þeim, er á götunni situr, og býður það honum þá alls konar kosti og kjörgripi. En þegi maður alltaf og sitji kyrr til dags, þá liggja allar þessar gersemar eftir. Sumir segja, að krossgötur þessar eigi að vera svo, að þær allar fjórar liggi hver um sig beina leið og án þess að slitna til einhverrar kirkju. Jón nokkur settist eitt sinn á krossgötur. Sat hann þar lengi fyrir álfafólkinu og þagði, hvað sem í boði var. Seinast bauð það honum flot, er Jóni þótti bezt matar. Gat hann þá ekki stillt sig og mælti: „Sjald- an hef ég flotinu neitað.” Missti hann við það allra þeirra gersema, er honum voru boðnar, og varð ráðlaus og rænulítill frá þeim tíma, en hafði þá gáfu að geta sagt fyr- ir óorðna hluti. Var Jón þessi sið- að kallaður krukk og er alþekkt- ur með þvi nafni. (Nyrðra og syðra. Greinilegast Gunnhildur Jónsdóttir.) (Sagnakver Skúla Gíslasonar). Spakmæli dagsins Himinninn verður að vera í mér, áður en ég get verið i himninum. Stanford. ÁRNAÍ) HEILLA 70 ára er í dag frú Marta Andr- ésdóttir, Ránargötu 5. Þann 27. febr. voru gefin saman í hjónaband hjá borgardómara, ungfrú Salome B. Kristinsdóttir og Unnar M. Andresson. Heimili þeirra er Walsheim Saar Þýzka- landi. Studíó Guðmundar, Garðastræti 2. FRETTIR Mæðrafélagið heldur fund að Hverfisgötu 21 fimmtudaginn 19. marz kl. 8.30. Félagsmál. Læknastúdent ræðir um fíknilyf og áhrif þeirra. Gestir eru velkomnir. VÍSUKORN HVÍLD Svo er það hvíldin sálarró og friður, sem oss hentar bezt á hverjum stað. í okkar lífi er það okkar stóri liður að eiga okkar hvíldar- og dvalarsamastað. FARSÆLD Farsæld eflist, friður haldist færist líf í þjóð. Öll hin stóru gjöldin gjaldist gildan myndi sjóð. Eysteinn Eymundsson. Héf ég oft, um bala og börð, 1 Braga túni slegið. En ekki þiggur andans hjörð, að eta frá mér heyið. Ranki. Á náðina þegar nóg er syndgað og ndðzt við þolinmæðina, greipar reiði guðs eru harðar, er hann grípur í taumana,” Fornólfur. GAMALT OG GOTT Stígum við stórum etundum til grunda, belg ber eg eftir mér til barnanna funda. Hér læt eg skurka fyrir skáladyrum. Vaknaðu, Gýgur! Ei vill Gýgur vakna. Er orðið framorðið? Sól á milli augna þinna, sofa máttu lengur einn dúrinn, drengur. Farðu á fætur, Dísa! úti er kveðin vísa. Hver er kominn úti? Björn á brotnu skipi. Hvað vill hann Björn? Biðja um nálar. Hvað vill hann með nálar? Sauma að segli. Hvað er að segli? Slitið af veðri. Hvað gerðirðu af nálunum, sem ég fékk þér í fyrragær? Ég fékk Hala bróður. Hvað gerði Hali bróðir aí? Han.n kastaði út á miðjar götur, og sagðist skyldi brenna á baki þeim sem ætti, en ekki sér. Hvað ertu að gera núna? Eg er að telja tölur mínar, og taldi ekki rétt, eg er að binda skóbönd mín og batt þau ekki rétt. Gott bam í kvöld, heilagt er á morgun. Eða: Eg er að syngja tölur minar, bind eg upp á mig skótytjur mínar, er d skorpnum skinnstakk, sem skrollir upp á bakinu, sjóskó á fótunum og syng ekki hálfvel... Nýlega voru gefin saman í hjóna band af séra Guðmundi Guðmunds syni í Útskálakirkju, ungfrú Ólöf Hallsdóttir og Jens Sævar Guð- bergsson. Heimili þeirra er að Húsatóftum, Garði. Ljósmyndastofa Suðurnesja. Nýlega voru gefin saman í hjóna band af sr. Birni Jónssyni, Kefla- víkurkirkju, ungfrú Oddfríður Þór unn Benediktsdóttir, Kirkjuvegi 36, Keflavík og Jóhannes Jóhann- esson, stýrimaður, Suðurgötu 40. Heimili þeirra er að Faxabraut 28. Keflavík. Gangið úti í góða veðrinu Blöð og tímarit Bjarmi, jan. — febr. 1970, 1.—2. tbl. 64. árg. er nýkomið út og hef- ur verið sent blaðinu. Af efni þess má nefna: Hún á bangsa og brúðu, Mynd frá brúðuhátið yngri deilda KFUK er á forsíðu, Ritstjórnargreinarn- ar Miskunna þú mér og í örum vexti, Ég kom til að gerast krist- inn, Bréf frá Helga Hróbjartssyni, Konsófréttir, Vitnisburður Kínverj ans, Úr erlendum blaðagreinum. Smáhenti Anderson, Hátíðir og happdrætti, Særðum hjúkrað, Úr bréfi frá Helga Hróbjartssyni, „Mér fannst þetta vera kall til mín”, Úr endurminningum Stein- unnar Guðmundsdóttur ljósmóður, Gjafir, Frá heimsborg til hjara veraldar, Framhaldssaga um Georg Williams. Lækningabæn etft- ir Bjarna Brekkmann. Þar hefur misritazt heimilisfang Bjarna, sem er að Laugavegi 27 B. Dýraverndarinn, 6. tbl. des. 1969 er nýkomið út og hefur verið sent blaðinu. Af efni þess má nefna: Á náðina þegar nóg er syndgað eftir ritstjórann, Gömul og ný öfug mæli eftir Magnús Runólfsson, Villi dýr og vinir þeirra, Frá aðalfundi Sambands dýraverndunarfélaga ís lands, Æðarungarnir eftir Rögnu Guðmundsdóttur á Ásmundarnesi í Strandasýslu. Margar myndir prýða heftið. Ritstjóri er Guð- mundur Gíslason Hagalín. Prentað í prentsmiðjunni Odda. Afgreiðslu maður er Ágúst Vigfússon, Hjarð- arhaga 32. FÓRNARVIKA KIRKJUNNAR HJÁLPUM KIRKJUNNI AD HJÁLPA SÁ NÆST BEZTI „Er smálest af kolum mjög mikið, pabbi?” „Það fer eftir þvi, hvort þú ert kaupandi eða seljandi.” Á faraldsfæti (Einfalt ráð, sem e.t.v. gæti sparað nokkrar skemmdir á fatnaði, með tilheyr. gremju og blótsyrðum!). Ef sléttur frá umferð þú ei vilt fá, einna bezt verður ráðið þá: Að staðnæmast þar, sem þurrt er á móti, þurr munt þú verða, þótt bifreiðin fram hjá þjóti. Að skammast á eftir er einskisvert, engan fá skammirnar þurran gert. Nei, sjáðu einn við sérhverjum vanda, þá síður munt þú sem glópur á leiðinni standa! Guðm. Ág. Góðor vörur - Tryggð verðbréi Vil selja góðan vörulager gegn greiðslu með tryggum verð- bréfum. Þeir, sem hafa áhuga á þessum viðskiptum leggi nöfn sín inn á afg. Mbl. sem fyrst merkt: „Góðar vörur — 426"s Viöskiptavinir athugið Vegna þrengsla verður fatnaður, sem ekiki hefur verið sóttur úr hreimsun undanfarin ár, seldur. Fatapressan Úðafoss, Vitastíg 12. Bændur í Kjulurnesþingi Almennur bændafundur verður haldSnn á vegum Búnaðarsam- bends Kjalarnesþings laugardaginn 21. marz kl 13.30 að Fólk- vangi,. Kjatarnesi. Framsögumenn Gunnar Guðbjartsson for- maður Stéttarsambands bænda talar um verðlagsmál. Magnús Sigsíeinsson ráðunautur talar um rafmagn og rafmagnsverð. Stjómin. 1 nnheimtumaður Ein af stærstu bygaingarvöruverzlunum borgarinnar óskar eftir að ráða innheimtumann, sem hefur bifreið til umráða. Tilboð er greini kaupkröfur og uplýsingar um sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 20. marz merkt: störf — 2663", fyrri störf, .Innheimtu- Til sölu 3ja herb. íbúðir í f jölbýlishúsi við Erluhraun í Hafnarfirði íbúðirnar seljast í fokheldu ástandi Bílskúr fylgir einni íbúðinni. íbúð- irnar eru staðsettar í góðu íbúðahverfi rétt hjá Öldutúnsskóla. Beðið verður eftir Hús- næðismálaláni út á íbúðirnar. Arni grétar finnsson, hrl., Strgndgötu 25 — Sími 51500. Til sölu Óskað er eftir tilboðum ! eftirtáldar bifreiðar og tæki: R. 14973 Land-Rover diesel '63 model. R. 13944 VW rúgbrauð '63 model. R. 13579 VW pallbíll með 6 manna húsi, '63 model. Galion 358 valtari 7—9 tonna. Ofantalið verður til sýnis ! porti Vélamiðstöðvar Reykjavíkur- borgar, Skúlatúni 1, i dag og á morgun. Tilboðin verða opnuð ! skrifstofu vorri kl. 11.00 föstudaginn 20. þ.rn. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirlcjuvegi 3 — Sími 2S800 Fasteignir til sölu Nær fullbyggt einbýlishús á Arnarnesi, 210 ferm. á hæð og 70 ferm. i kjallara. Tvöfaldur bilskúr. Hagstætt verð og góðir greiðsluskilmálar. Skipti á einbýlishúsi, raðhúsi eða sérhæð í Reykjavík æskileg en önnur eignaskipti koma og til greina. 4ra herbergja íbúð 116 ferm. að stærð i nýlegu sambýlishúsi viö Bræðraborgarstíg. Ibúðin lítur mjög vel út og er laus til afnota strax. Hagkvæm íbúð á sanngjörnu verði. stefAn hirst héraðsdómslögmaður Austurstræti 18 — Sími 22320.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.