Morgunblaðið - 18.03.1970, Side 23

Morgunblaðið - 18.03.1970, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUIR 1«. MARZ 1970 23 Jón Rögnvaldsson: Um Vestur-íslenzkar æviskrár og fleira Herra Erlendur Jónsson ritar grein í Morgunblaðið 2. nóv. 1968 um Vestur-íslenzkar ævi- skrár III. bindi, sem séra Benja- mín Kristjánsson hefur tekið saman og vakti sú grein undrun margra eins og fleira, sem sá maður skrifar. Þetta mun eiga að heita ritdómur, en ritdómar- inn kemur fljótt upp um sig, að hann hefur ekki lesið svo mikið sem formálann að bókinni. Það er stöðugt að bögglast fyr- ir brjóstinu á honum „handa hverjum eða til hvers“ slíkar bækur eru skrifaðar, en þessu er skilmerkilega svarað í for- mála þessa bindis og enn bet- ur er gerð grein fyrir tilgang- inum í inngangsorðum 1. bind- is. Hefði ritdómarinn því ekki þurft að vera eins utangátta í vangaveltum sínum um þetta efni, ef hann hefði haft fyrir því að líta í bókina. Kemst hann endanlega að þeirri niðurstöðu, að æviskrárnar muni brétt ryk- falla, gleymdar og grafnar í drungalegum bókageymslum. Þessi vísdómur minnir tals- vert á ritdóma þeirra, sem mikl- ir spekingar þóttust vera um sl. aldamót, er þeir voru að hneykslast á „rusli því ólæsi- legu“, sem Bókmenntafélagið gæfi út, og nefndu þeir einkum til dæmis Sýslumannaævir og íslenzkt fornbréfasafn. Var því haldið fram um þessar bækur sérstaklega, að enginn lifandi maður læsi þetta, heldur væri því fyrir komið á skemmuloft- um til að rykfalla, unz það færi beina leið í eldinn. Svona voru ýmsir ritdómarar glapsýnir þá, og sköruðu þeir þó langt fram úr því fólki, sem nú skrifar um bækur, enda þótt það geti naum ast hnoðað saman einni einustu vísu skammlaust, og leirskáld vaði uppi. Um þetta leyti var það líka í móð að skamma ýmis ágætustu skáld landsins svo sem Grím Thomsen, Matthías Jochumsson, Stephan G. Stephansson ogjafn vel Einar Benediktsson. En þessi skáld héldu velli og fór orðstír þeirra vaxandi, en gagnrýnend urnir gleymdust. Þannig getur það reynzt erfitt að spá um það með vissu, hver bókin gleymist og hver lifir. Reynslan hefur þó yfirleitt orðið sú, að bækur unj mannfræðilegan fróðleik hafa orðið eftirsóttar og dýrmætar því lengra sem liðið hefur frá útkomu þeirra. „Hið mikla geym ir minningin, en mylsna og smælki fer.“ MARGT GHEYMIST Auðvitað gleymist ýmislegt og rykfellur. Ekki þori ég að for- taka nema ritdómar E.J. kunni að gleymast og rykfalla, ef þá nokkur maður hefur fyrir því að líta í þá. Og mér er næst að halda, að ekki muni nú margir eftir hinu andríka ljóði hans um sálmaskáldið Hallgrím Péturs- son: Hallgrímur orti um dapran dauða. Dritu hrafnar á burstir lágar. Eða hið háfleyga vinnumanns- kvæði: Ár: nítján hundruð og fjörutíu. Ég hrekk upp af löngum höfgum dvala, sparka emileraða koppnum út í horn; fúlsa við skyrhræringi, heimta rjómakaffi; segi húsbónda mínum til syndanna; mælist til, að bóndasonur sjái sjálfur um lappirnar á truntum sínum; klappa heimasætunni á sitjandann; treð lörfum mínum í strigapoka; kasta kveðju á hyskið og held mína leið, suður, Menn skyldu halda, að önn- ur eins snilld gleymdist ekki! En þó rakst ég nýlega á þenn- an gimstein ljóðlistarinnar ryk- fallinn í fombóksölu og keypti hann af forvitni fyrir lítinn pening af einhverjum, sem ekki vildi eiga, til að sjá með eigin augum hvílíkur andans maður það er, sem telur sig bæran að leggja dóm á ritverk annarra. En svona eru jafnvel vanmetin skáldverk stórspekinga, sem telja sig til þess kjörna sökum yfirburða sinna að lasta verk annarra. LASTARANUM LÍKAR EI NEITT Engan þarf að undra, að menn sem hafa það lundarlag að hafa ánægju af að sparka í emi- leraða koppa, hafi ekki síður nautn af að sparka í fólk, enda virðist grein þessi ekki sizt skrif uð í því skyni að ónotast við Vestur-íslendinga. Tónninn er sá, að okkur komi fólk þetta ekkert við, það hafi vanrækt þjóðerni sitt og uppruna, gleymt tungu sinni og sýnt óartir til fslands. Ekkert er ómaklegra, enda hélt ég að svona lagað nöldur væri úr sögunni fyrir löngu. Þeir sem dvalizt hafa vestan hafs, vita, hvernig ástin og treg- inn brann í sál landnemanna langa ævi, þó að örbirgð og um- komuleysi neyddi þá til að flýja Iand. Um þetta vitna ættjarðar- ljóð Stephans G. Stephanssonar og margra annarra íslenzkra skálda vestra. Þeir „köstuðu ekki kveðju á hyskið", eins og vinnumaðurinn, sem kvaddi átthagana allshugar feginn og hélt suður. Þeir inn- rættu börnum sínum ástina til ættlandsins í austri, og studdu þau og hvöttu til að vinna af- rek í sínu nýja fósturlandi vegna þjóðernis síns, eins og St. G. kemst svo fallega að orði: Ég óska þér blessunar, hlýlega hönd þó héðan ei rétt geti neina. En hvar sem ég ferðast um firnindi og lönd, ég flyt með þá vonina eina: Að hvað sem þú, föðurland, fréttir um mig sé frægð þinni hugnun — Ég elskaði þig. Ég þori að fullyrða, að þessi fölskvalausa tilfinning sé rétt lýsing á hugarþeli landa vorra vestan hafs enn í dag og hafi orðið þeim drjúg hvöt til dáða. Jafnvel í augum þriðju kynslóð- arinnar er ísland ennþá drauma landið, sem dregur þá til sín í stórum hópum árlega. Furðu margt af þessu fólki talar ennþá sæmilega íslenzku og flest skil- ur hana allvel, enda þótt skiljanlega sé við ramman reip að draga að varðveita tunguna, þar sem kynstofninn er nú dreifður um víðáttumikla heims- álfu innan um milljónir ensku- mælandi fólks,. þar sem það heyrir íslenzku sjaldan eða aldrei talaða. Samt má árangur- inn teljast undraverður af þjóðræknisstarfi landa vorra vestra og ræður því mest ætt- jarðartryggð þeirra, enda hafa þeir nú í hartnær heila öld bar- izt við að halda uppi íslenzkri kirkjustarfsemi og útgáfu ís- lenzkra blaða og bóka, þó að stöðugt hafi sá róður verið að þyngjast. En skarð væri í bók- menntir vorar, ef Vestur-íslend ingar hefðu aldrei lagt neitt af mörkum í því efni, og ættum við með varúð að lasta þjóðernis- baráttu þeirra og vanþakka þann ræktarhug, sem þeir hafa margsinnis sýnt heimaþjóðinni. Því að óneitanlega höfum við sýnt allt of mikið tómlæti í þeirra garð og hreint afskipta- leysi langtímum saman í þessum þýðingarmiklu málum, sem varða kynstofninn allan, en um það bil fjórðungur þjóðarinnar býr nú vestan hafs. Ef til vill eigum vér nokkra skuld á því, hvernig komið er í þessum efnum. Ef vér hefð- um ekki látið það dragast of lengi að rétta löndum vorum vestra örvandi hönd, svo sem með því að styrkja blöð þeirra og sjá þeim fyrir íslenzkum prestum, þá hefði íslenzk tunga verið þar betur á vegi stödd. Hefði ass elkiki staðið það nær að mennta íslenzka presta til að senda Vestur-íslendingum og styrkja þar með þjóðræknisstarf þeirra en ala upp og mennta sæg af læknum fyrir Svía. LANDNÁMA OG ÆVISKRÁRNAR Ég hygg að Vestur-íslenzkar æviskrár sé langstærsta fram- lagið I þjóðræknismálum frá okkar hendi á seinni árum til að efla sambandið og styrkja frændsemina milli íslendinga, sem heima eru og þeirra í dreif- ingunni. Þetta hafa ættingjar vorir vestra 'skilið og metið. Merk kona af þriðju kynslóð- inni, sem heimsótti ísland síðast liðið sumar, komst þannig að Framhald á bls. 24 Skrifstofustúlka Stúlka á aldrinum 30—40 ára, sem er vön skrifstofustörfum, getur fengið góða fram- tíðaratvinnu hjá stóru iðnfyrirtæki. Þarf helst að hafa æfingu í vélabókhaldi auk annarra skrifstofustarfa. Umsóknir ásamt upplýsingum um meðmæli, aldur og fyrri störf sendist Morgunblaðinu fyrir 27. þ.m. merkt: „Skrifstofustúlka — 2800“. Skýrslutœknifélag íslands Aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 19. marz kl. 20.30 í Tjarnarbúð. STJÓRNIN. Aðalfundur Styrktarfélags vangefinna verður haldinn í Lyngási sunnudaginn 22. marz kl. 2 e.h. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. f góðar fermingargjafi frá Kodak Þrjór nýjar Instamatic myndavélar, sem allar nota flashkubba og hin auðveldu Kodak-filmuhylki. Kodak INSTAMATIC 33 Kr. 969- Kodak INSTAMATIC 133 Kr. 1.554- Kodak INSTAMATIC 233 Kr. 2.418- Allar vélarnar eru fáanlegar í gjafakössum. HANS PETERSEN SÍMI 20313 — BANKASTRÆTI 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.