Morgunblaðið - 18.03.1970, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.03.1970, Blaðsíða 13
MORGUMBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1®. MARZ 1970 13 Heilbrigð ráðstöfun fyrir lífeyrissjóði Reykjavílk 1. 3. ’70. NOKKUÐ hefur verið rætt og ritað um lífeyrissjóðina upp á síðkastið — þeirra framtíðarhlut verk á penmgamarkaðinum og hvernig þeir eigi að meðhöndla þá auknu fjármuni, sem til þeirra renna á næstu árum. Það er ekki óeðlilegt þótt margir hugsi um þessi mál svo mikið, sem hér er í hiúfi þega,r 10% af kaupi flestra lands- manna er farið að renna til líf- eyrissjóðanna. Þegar slíkum fjárstraumi er hleypt af stað verður að finna honum farveg og finnst mér nauðsynlegt að slíkur farvegur sé mótaður með langtíma þróun og hag heildarinnar í huga. Alkunna er, að lántakendur lífeyrissjóða hafa hagnazt veru lega á kostnað lifeyrisréttind- anna. Að vísu hefur þessa halla lítið gætt ennþá vegna þess að flestir sjóðanna eru tiltölulega ungiir, en benda má á að Eftir- launasjóður Ríkisins þarf a.m.k. 50—60% tillag úr ríkissjóði til að geta staðið við skuldbinding- ar sínar vegna verðrýrnunar peninganna. Þessara hlunninda geta aðrir sjóðir að sj álfsögðu ekki aflað sér hjá atvinnurek- endum og verða því þegar þar að feemux að skerða lífeyrinn. Aðalmarkmið lífeyrissjóðanna hlýtur því að vera að tryggja verðgildi lífeyrisins og fyrir þessu aðalmarkmiði verða öll önnur sérhagsmunasjónarmið að víkja. Með auknum áhrifum á pen- ingamarkaðnum geta lífeyris- sjóðirnir nú haft veruleg áhrif á sín eigin örlög í þessu tilliti með því að beita útlánapólitík sem líkleg er til að draga úr verðþenslu. Augljóst er að viss hætta skap ast við mjög aukið innstreymi fjár í lífeyrissjóðina. Aintnars veg ar sú að stjórnir sjóðanna séu ekki viðbúnar því að finna fénu eðlilegan farveg og hins vegar að ríkisstjórnin sjái ástæðu til að grípa í taumana með löggjöf um íhlutun um ráðstöfun fjár- ins vegna þess hve núverandi farvegur þess er verðþenslu- hvetjandi. Ég álít því mikils um vert að lífeyrissjóðirnir komi sér saman um lausn þessa máls, sem hefði eftirfarandi að markmiði. 1) Tryggi sem bezt verðgildi eftirlauna. 2) Tryggi sjóðstjórnum ráð- stöfunarrétt fjárins. 3) Stuðli að jafnvaegi á pen- ingamarkaðinum. Til þess að ná þessum mark- miðum tel ég að eftirfarandi komi til greina: 1) Stofnuri verðbréfamarkað- ar svo sem Seðlabankinn hefir heimild til. 2) Lögskylda lífeyrissjóðina til að ráðstafa fé sínu til kaupa á verðbréfum á þessum markaði meðan framboð leyfir. Nú kynni einhver að segja að ekki geti farið saman að tryggja sjóðstjórnum umráðarétt fjárins og hins vegar að lögbinda þá við ákveðinn útlánafarveg. >á er því til að svara að sjóðs félagar, sem byðu skuldabréf til sölu á verðbréfamarkaðinum gætu eftir sem áður verið for- gangs um kaup af hálfu sins sjóðs. Að vísu myndu lánakjör eitt- hvað líða fyrir þetta fyrirkomu- lag en það er líka tilgangur þessarar tillögu að tryggja verð gildi eftirlauna og það verður ekki gert nema lántakendur greiði sannvirði fyrir pening- ana. Það hagræði, sem skapast myndi af því að opna stóran fjármagnsmarkað, þar sem allir sitja við sama borð væri fljótt að segja til sín. Er þá gert ráð fyrir að lántökur ríkissjóðs inn anlands noti þennan markað. Til þess að efla tiltrú mark- aðarins væri sanngjarnt að öll verðbréf, sem boðin væru nytu ábyrgðar Seðlabankans á svip- aðan hátt og ríkissjóður nú bréf byggingarsamvinnufélaga. Ég vona að Séðlabankinn láti ekki lengur dragast að hrinda í framkvæmd stofnun verðbréfa- markaðar af þessu tagi og að stjórnir lífeyrissjóðanna beri gæfu til að finna þau ráð er bezt megi duga til að sjóðirnir haldi sjálfstæði sínu, tryggja raungildi lífeyris og efla ís- lenzkt atvinnulíf. Guðmundur Ámason. — Barnaheimili Franihald af bls. 11 — Já, í samræmi við þá til- hneigingu hér og annars staðar að setja upp fámenn heimili, sem líkust eiginlegum heimilum og með fjölskylduandrúmslofti, þá hefur verið farið út í það að fonma svokölluð fjölskyldu- heimili. Æskilegt þykir að þar séu 5—7 börn saman, sem búi við líkar aðstæður sem á venju legum heimilum, helzt að fengin séu hjón, sem halda heimilið og börnin ganga svo í skóla í hverf inu og njóti þar allrar félags- legrar aðstöðu. Gert er ráð fyr- ir börnum á skólaaldri, frá 6- 14 ára. Eitt slíkt fjölskylduheim ili hefur verið um nokkurt skeið að Skála og gefið góða raun. Annað er nýlega stofnað að Ás- vallagötu 14, og eru þar 7 böm. Og það þriðja er í undirbún ingi. — Þá má nefna annars konar heimili, skólaheimili, heldur Sig urlaug áfram, sem reyndar er hugsað á svipuðum grundvelli Og fjölskylduheimilin. Slíku heimili hefur nýlega verið kom ið upp fyrir drengi í gamla Sól heimahúsinu við Tjarnargötu 35. Þar geta verið 9 drengir, sem njóta sérstakra leiðbeininga og hafa viðbótarkennslu , en ganga annars í venjulegan skóla. Það heimili hafa hjón, sem bæði hafa kennaramenntun og því aðstöðu til að aðstoða drengina. — En nokkuð samsvarandi til fyrir stúlkur? — í Hlaðgerðarboti í Mosfells svéit er heimavistarskóli fyrir telpur á barnaskólaaldri á veg um fræðsluskrifstofu Reykj a víkurborgar. í framhaldi af því er svo ánnað heimili hér í borg inni, að Sólheimum 52, sem tek ur 6 stúlkur, sem þar eiga at hvarf á meðan þær ljúka skyldunámi. Sdgurlaug tekur fram, að við höfum hingað til verið að tala um böm, sem einhverra hluta vegna hafa ekki aðstöðu til að vera heima. — En þar fyrir ut an er svo knýjandi þörf fyrir sértfiræðileiga relkið vistheknili og uppeldisstofnun í senn halda stúlkum á glapstigum, og það er annað, segir hún. Bjargsheimil ið átti að mæta þessari þörf, en það leið undir lók, sællar minn- ingar, og síðan er ekkert slikt til. Einasta úrlausnin með þær stúlkur, sem eru verulega illa staddar, svo að hvorki heimili né skólar ráða við þeirra vanda mál, er að senda þær utan — sem er auðvitað vandræða lausn. Lögum samkvæmt er það skylda íslenzka ríkisins að sjá fyrir slíku heimili. Ástandið er skárra hvað drengjunum viðkem ur, þar sem við höfum þó heím ili í Breiðuvík, og nú standa yfir samningar við ríkið um byggirigu heimilis fyrir afbrota drengi suður í Kópavogi. En þar eiga stúlkur engan aðgang, og sé ég satt að segja ekki, að hægt sé að una við það ófremd arástand lengur. — Svo við snúum okkur aft ur að dagvistunarstofnunum. Er þar líka þessi tilhneiging til að smækka heimilin? — Sú hugmynd að setja upp barnaheimili í sambandi við vinnustaði, eins og nú er farið að gera t.d. á sjúkraihúsunum, er í þá átt að skapa smærri heimili fyrir sérstakar aðstæð ur. Venjuleg barnaheimili loka á ákveðnum tíma, sem ekki fer alltaf saman við vinnuþörfina, t.d. þar sem vaktavinna er ann ars vegar. Mér finnst, að meira þurfi að korna til af slíkri barna gæzlu. Til athugunar væri líka sú hugmynd að byggja bama gæzluheimili inn í stóru sam býlishúsin. Þar yrðu þá tiltölu lega fá börn, í samanburði við 70 barnaheimilin. Já, sagði Sig urlaug að lokum. Mér lízt vel á þessa hugmynd að dreifa barnagæzlunni og minnka stofn anirnar niður í eitthvað per sónulegra og heimilislegra. Skrifstofusfarf Verzlunarmaður óskast til að annast vélabókhald, toll- og bankaviðskipti og er hér um famtíðastarf að ræða hjá traustu fyrirtæki. Umsóknir sem greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Mbl. fyrir 21. þ.m. merkt: „2662". Með umsóknir verður farið sem algjört trúnaðarmál. Á MORCUN OPNAR BÓKAVERZLULl SNÆBJARNAR NÝJA BÓKAVERZLUN í Hafnarstrœti 4 með sölusýningu á dönskum bókum frá öllum stœrstu bókaútgefendum í Danmörku Það var í Hafnarstrœti 4, sem Jörundur lét draga að húni „fyrsta íslenzka fánann "12. júlí 1809 í HAFNARSTRÆTI 4----------------- verða á boðstólum íslenzkar, danskar, norskar, sænskar, franskar og spænskar bækur, svo og úrval af ritföngum. Þar er einnig tekið við pöntunum á erlendum bókum og áskriftum að erlendum tíma- ritum. Símar: verzlunin 14281, skrifstofan 13133. / HAFNARSTRÆTI 9--------------- The English Bookshop eru á boðstólum eins og áður enskar og amerískar bækur í f jölbreyttu úrvali. Þar er einnig tekið við pöntunum á erlendum bókum. Sími: 11936. Bókaverzlun Snæbjarnar Hafnarstræti 4 Símar 14281 og 13133. Bókaverzlun Snæbjarnar The English Bookshop Hafnarstræti 9 Sími 11936.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.