Morgunblaðið - 16.04.1970, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 16.04.1970, Qupperneq 7
MOBiGUNBLADIÐ, FI'MMTUDAGUR 1(6. APRÍL 1970 7 „Allir farþegamir tóku lagið” Ólafur Jónsson kveður Sólvallaleið eftir 21 árs akstur Ólafur heitir hann Jónsson, bif reiðastjóri hjá Strætisvögnum Reykjavikur, og stundum í fri- tímum hjá BSR. Ólafur hefur ekið strætisvögíium í 24 ár, þar af i 21 ár á sömu lelðinni, leið 1, — Njálsgata — Gunnarsbraut og Sólveilir. Hann þekkir i sjón flesta farþegana, og þegar ákveð ið var að leggja niður Sólvalla- leiðina, komu margir gamlir farþegar hans til hans, gagngert til þess að þakka honum fyrir gömul og góð kynni. Þeirra á meðal var Sigurður Guðnason, hinn aldni verkalýðsforingi, og bauð honum í nefið að skilnaði, og segir frá þvi síðar. Við hittum Ólaf á förnum vegi á dögunum, og báðum hann að spjalla við okkur um þessi mörgu ár hans sjá SVR. „Hvernig hefur þér líkað við farþegana, Ólafur?" „Alveg með ágætum, þeir voru allflestir mjög háttvisir og velviljaðir. Það hljóp aldrei snurða á þráðinn. Maður gat orðið alveg þekkt sína farþega úr á viðkoimustöð- unum, hverjir ætluðu meðmanni eða með einhverjum öðrum vagni. En nú er Sólvallaleiðin lögð niður í sinni gömlu mynd, og ég sakna þess, hefði vil'jað hafa leið 1 óbreytta fyrir þetta fólk, sem bongað hefur stærsta gjaldið fyrir stytztu leiðina, og áður en almenn endurnýjun fór fram á vögnunum, hafði þetta fólk alltaf lélegustu vagnana. En svo komu Mercedes-Benz bílarnir, til sögunnar á flestum leiðum, og reyndust með ágætum. Leiðin Njálsgata — Gunnars- braut hefur lítið breytzt, en samt er hætt að aka Gunnars- brautina, en í þess stað efcin Snorrabraut, og viðkomustaður rétt sunnan við bilastöð BSR við Snorrabraut." „Var ekki farþegum bannað að tal'a við ykkur vagnstjór- ana?“ „Jú, það mátti auðvitað ekki halda uppi neinum hrókaræðum, en við veitum því auðvitað margvíslegar upplýsingar, en alltaf var heilsazt, þegar í vagn inn var komið, en það er samt afar misjafnt hvernig menn koma inn i vagnana. Þegar mað ur hefur ekið lengi á sömu leið- inni, býður fólk manni alltaf góðan daginn, og það gleður okkur." „Hvernig heldur þú, að nýja leiðakerfið reynist? Ég trúi því, að það reynist vel, ég er mjög hrifinn af því. Það mæddi mest á Einari Páls- syni verkfræðingi, og honum hef ur sannarlega vel tekizt. Ég var ekkert hissa á þvi, að honum skyldi fal'ið þetta erfiða verk- efni. Ég hafði kynnzt honum áð ur í sambandi við umferðar- könnun í Reykjavík, mætti þá til skrafs og ráðagerða, sem full trúi BSR, en þar vinn ég líka, — og þá sá ég, hverjum kostum Einar er búinn til að glíma við erfið umferðarmál. Sérstaklega langar mig til að benda á leiðirnar 8 og 9, vinstri og hægri hringinn um austur- hverfin, tengilið milli fjöl- margra borgarhverfa, óskaplega gott skipulag á þessu, — auk annarra tengiliða, Að mínum dómi var gamla kerfið orðið afdalalegt og rán- dýrt. Þetta var orðin löng þró- unarsaga, og það gekk oft á tíð- um í miklum brösum með end- uraýjun vagnainna, þar til einu sinni var gert stórátak í þeim mál'um, keyptir Mercedes-Benz og Volvo bílar, voru það hlýrri bílar, biluðu mdnna, en aðbún- aður bifreiðastjóra fór ekki að batna fyrr en á síðustu ár- um, sérstaklega eftir að við urð um fastir starfsmenn, og mér finnst nú, að verkföll komi ekki framar til greina, það megi alltaf semja. Þá tel ég það mikið gæfumerki, hvað sambúð in milli vagnstjóranna hefur verið góð, og mér er það minn- isstætt, hve ámægjulegt það var, þegar verið var að vinna að bættum launakjörum þeirra, að þá voru allir sammála. Þurfti ekki annað en rétta upp hönd þá voru allar hendur á lofti til samþykkis. Lengi vel átti SVR við ströng verðlagsákvæði að etja, og bitn aði það auðvitað á launakjörum vagnstjóranna. Þegar ég byrj- aði var fargjaldið 50 aurar, en eftir að laun okkar höfðu tvö- faldazt, hélt fargjald áfram að vera 50 aurar, svo að tæpast gat SVR safnað í sjóð á þeim tím- lun." „Kanntu engar skemmtilegar sögur að segja mér frá þessum langa akstursferli þín.um?“ „Jú, þær gæti ég sagt þér margar. Eitt sinn var á Sólval'la leiðinni vagninn alveg yfirfull- ur af fólki, og stóð mjög margt. Þá kom til mín gamall og vel- þekktur borgari, sló mig þétt- imgsfast í öxlina og segir: „Þið eigið að hatfa með ykk- ur lausa stóla, svo að fólk geti setið. Þið eigið að sjá umþetta." Ég lofaði homum að koma þessu áleiðis, en ég er hræddur um, að ekki sé farið að smíða þá stóla ennþá. Eitt sinn var mikið rok og rigning, og sá ég þá, hvar tvær konur ruku fremur en gengu upp Hverfisgötu, enda var ekki stætt. Ég stanzaði, hjálpaði þeim í vagninn og ók með þær krók í stjórnarráðið, þar sem þær unnu Ég var mikið blessaður fyrir. Svo var það eitt sinn, að ég var að enda kvöldvakt, að inn kemur góðglaður Vestmannaey- ingur með gítar, og hóf hann þegar að syngja og spila, og það skipti engum togum, að all ir farþegarmir tóku undir, alilur skarinn sömg. Þorsteinn í Brist ol, einn allra glaðasti farþegi, sem ég hef flutt, sagði við mig um leið og hann fór út: „Svona ætti að vera á hverju kvöldi." Og svo þegar við Sigurður Guðnason kvöddumst um dag- inn, þá segir hann: „Fáðu þér n.ú í nefið að skiln- aði, Ólafur minm?“ „Nei, þakka þér fyrir, ég nota aldrei tóbak, en komdu heldur með mér út á Hótel Borg, og ég skal gefa þér koniak?" „Nei, þökk fyrir," sagðiSig- urður. „Ég nota ekki áfengi." Það varð okkar skilnaðarskál. Mér finmst þessi leiðabreyting vera svo merkileg, að mér finnst 11. apríl ætti að vera flaggdag- ur SVR. Við höfum haldið upp á flaggdaga margra þjóða, og okkar flaiggdaga líka, en ekki væri nema sanmgjarmt, að fyrir þessu væri flaggað framvegis 11. apríl." „Hvað viltu svo segja að lok- um almennt til borgaranna?" „Þeim ber að virða og þakka, hvað fyrir þá er vel gert, eins og t.d. framhaldsmiðarair og af slátta.rmiðarnir, og mér finnst þeir ættu að hafa þetta í huga um næstu mánaðarmót, þegar kosið verður í borgarstjórn, það verður mitt heilræði til þeirra, því að þessi leiðabreytin.g er ákaflega stórt spor til aukinnar þjónustu við borgarana." Og með það settist Ólafur aft- ur undir stýri og ók sem leið lá inn í Norðurmýri. — Fr.S. * A förnum vegi „Má ekki bjóða þér í nefið að skilnaði, Ólafur?“ Sigurður Guðnason Kveöur vm sinn Olaf Jóns son, þegar Sólvallaleið var lög ð niður. Ólafur hafði ekið þá leið í 21 ár. (Ljósm: Sv. Þorm). FRÉTTIR N emcndasamband Löngumýrarskóla heldur basar og kaffisölu í Lindar- bæ, sumardaginn fynsta, 23. apríl kl. 2. Uppl. í sima 13701. SÁ NÆST BEZTI Freysteinn Gunnarsson skólastjóri var eitt sinn í samkvæmi hér í bænum. Þekikt kona víkur sér þá að honum og segir: „Þér eigið þakkir skilið fyrir orðabók yðar, þar er ekkert af klúr- yrðum og klámi, sem ful'l't er af í orðabók Sigfúsar." Freysteinn þegir nokkra stund og segir svo með hægð: „Nú þér voruð að gá að slíkum orðum, frú!“ IBÚÐ Þriggja henbergja íbúð ósik- ast. Sími 2415, Keflavík. BROTAMALMUR Kaupi allan brotamálm lang- hæsta verði, staðgreiðsfa. Nóatúni 27, sími 2-58-91. KJÓLAEFNI mairgiiir lirt'i'r, buxna terylene, hþje krepp í sængurfatnað, laekikað verð. Upphengii á kiukikustrengi. Hullsaumastof an, Svaillbarð 3, sími 51075. FLUGVÉL 2ja tíl 4ra manna flugvél óskast til kaups. VerðtiHboð ásarnt ölhnm hetetu uppl. send ist afgr. Mbl. fyrir 25. apr44 merkt „Ffugvél 5211". TILBOÐ Tillboð óskaist í skóvinnuvél- ar, handverkfæri og fteira. Titboðum sé sk'ilað fyrir 30. apríl til Jóneyjar Jón'sdóttur, Hringibr. 86, Keflavík, s. 1687. GÓÐ MATARKAUP Nýr svartfugl 40 kr. stk., nýtt hva'lkjöt 60 kr. kg, úrvals rúlilupylsur 125 kir. kg. Kjötmiðstöðin Laugalæk Kjötbúðin Laugaveg 32. NÝTT FOLALDAKJÖT nýreykt 95 kr. kig, sahað 67 kir., haikikað 120 kr. kg, sniitzel 225 kr. kg. Kjötbúðin Laugaveg 32 Kjötmiðstöðin Laugalæk. ÚRVALS NAUTAKJÖT Haimborgarar 15 kr. stk, hekik 167 'kir. kg, snitzel 325 kr. kg, gúHasih 260 kr. kg. Kjötmiðstöðin Laugalæk Kjötbúðin Laugaveg 32. KJÖTSKROKKAR HEIMSENDIR Við senduim bewn 1., 2. og 3. gæðaflok'k a*f dilika'kjöti yður að kostnaðartausu. Kjötmiðst. Laugalæk, s. 35020 Kjötb. Laugav. 32, s. 12222. ÚRVALS KALFAKJÖT haikikað 115 kr, kg, kótetettur 110 kr. kg, heil læri 74 kr. kg, hryggir 74 kr. kg. Kjötmiðstöðin Laugalæk Kjötbúðin Laugaveg 32. 14 ARA STÚLKA óskar eftir að gæta bams aHan daginn í sumar í A*r- bæjarhverfi eða í Reykjavík. Upptýs'ingar i sima 52138. ÍSBARINN — KEFLAVK Vil ráða vandaöa afgreiðste- konu á aildrinum 25—40 ára. Upplýsingar að Tja'marg. 20, efri hæð, ekiki sva«rað í síma. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu HALFIR SVlNASKROKKAR nýslátraðir úrvate sv’ma- skrokikar kg aðeins 131 kr. Vinna við útbeiningj eftirósk kaupanda, 6 kr. á hvert kg. Kjötmiðst. Laugalæk, s. 35020 Kjötb. Laugav. 32, s. 12222. Píanó — Píanó Mjög gott og fallegt danskt píanó til sölu teg. Andreas Christensen Upplýsingar í síma 50594 milli kl. 12 - I í hádeginu og 6 - 8 á kvöldin Til sölu er vöruflutningabifreið, 16 tn., með 2 drif-hásingum, tvöföldu stýrishúsi og mjög stórri yfirbyggingu til vöruflutninga. Tilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins, merkt: ,,5210". Athugið vöruverðið HVEITI 25 kg. kr. 386. STRASYKUR 14 kg. 220 kr. LUX HANDSAPA 12 stk. kr. 148 pr. stk. 12,33. SVESKJUR 12] kg. kr. 697 pr. kg. 54.50. RÚSlNUR 30 Ibs. kr. 932 pr. kg. 66.60. MAGGI SÚPUR 12 pk. kr. 270 pr. pk. 22.50. CHEERIOS-HRINGIR sparikortsv. pr. pakki kr. 32.40. LIBBYS-TÓMATSÓSA sparikortsv. pr. fl. kr. 36. PAXO RASP sparikortsv. pr. pk. kr. 17.10. KEMPS TEKEX sparikortsv. pr. kr. 18.90. JURTA SMJÖRLÍKI. GAMLA VERÐIÐ. RAUÐ DELICIOUS EPLI 10 kg. kr. 365. NÝ SENDING AF GALLON-EFNUM. Opið til kl. 10 í kvöld

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.