Morgunblaðið - 16.04.1970, Síða 12

Morgunblaðið - 16.04.1970, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1970 mmmm Rætt um greiðslur til blaða á Alþingi Nefnd kanni þjón- ustuskyldu ungmenna MEGINHLUTI fundartíma Sam- einaðs Alþingis í gær fór í að ræða fyrirspurn Lúðvíks Jósefs- sonar til fjármálaráðherra um greiðslu styrks til vikublaðsins Nýtt land-Frjáls þjóð. Auk fyr- irspyrjanda og fjármálaráðherra tóku þátt í umræðunum, Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Björn Jónsson, Magnús Kjartans- son, Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra, Gísli Guðmunds- son, Hannibal Valdimarsson og Ólafur Jóhannesson. Fyrirspurn Lúðvíks Jósefsson- ar var á þá leið, að spurt var um hvaðan fjármálaráðherra kæmi heimild til að greiða sérstaklega einu vikublaði útgáfustyrk og hvenær sú styrkgreiðsla hefði haf izt og hve hárri fjárhæð hún næmi. Sagði Lúðvík í framsögu- ræðu sinni, að í fjárlagafrumvarp inu væri aðeins kveðið á um heimild til fjármálaráðherra að greiða fyrir dagblöð, og fyrir lægi einnig að engin önnur viku- blöð hefðu orðið þessa styrks að- njótandi. Magnús Jónsson fjármálaráð- herra, sagði í svarræðu sinni, að til þess að unnt væri að svara þessari fyrirspurn yrði að gera grein fyrir hvernig blaðastyrkur- inn væri til kominn. Væri það með þeim hætti, að fyrri hluta árs 1967 hefðu hafizt viðræðUr milli forystumanna þingflokk- anna um, að mjög illa horfði með afkomu sumra dagblaðanna, þann ig að við borð lægi, að þau gætu ekki komið út. Mundi það leiða til þess að vissir flokkar heifðu ekkert málgagn við að styðjast. Þetta þótti óeðlilegt og var talið nauðsynlegt að tryggja það að eðlileg skoðanamyndun gæti átt sér stað og skoðanatúlk- un af hálfu stjórnmálaflokkanna. Því hefði það orðið að samkomu lagi milli forystumanna þing- flokkanna, sem síðan hefði verið fallizt á af ríkisstjóminni, að gera vissar ráðstafanir til að- stoðar dagblöðunum. Þá hefði verið svo ástatt, að allir stjóm- málaflokkar í landinu hefðu haft dagblöð sem aðalmálgögn, og því hefði ekki komið annað til álita en að halda sig við það að gera ráðstafanir til þess að tryggja útkomu þeirra. Var þessi aðstoð fólgin í því, að ákveðið var að kaupa til viðbótar því, sem áð- ur var keypt, 300 eintök af hverju dagblaðanna. Þetta hefði verið gert án sérstakrar heimild- ar, og enginn að því fundið að það var gent. Síðan gerðist það að klofning- ur varð í einum tilteknum flokki og þeir aðilar sem klufu sig út úr honum, töldu sig ekki hafa neitt málgagn við að styðjast. Lengi vel var þeim synjað umað vikublað er þeir gáfu út fengi nokkurn styrk, þar sem ekki lá fyrir að stofnaður yrði nýr flokk ur. Það var því ekki fyrr en á sl. ári, þegar það var ljóst, að nýr þingflokkur hafði verið mynd aður, að rétt þótti að fallast á það með hliðsjón af þeim grund- vallarröksemdum, sem þá lágu til stuðnings dagblaðastyrkjun- um. Var ákveðið að ríkið keypti einnig 300 eintök af blaði þeirra. Það má segja, að heimild að öðru leyti sé ekki að finna fyrir þessu en þá, að í fjárveitingu þeirri sem er í fjárlögum yfir- standandi árs, er einnig innifal- in upphæð, sem áætlað er að kosti að kaupa umræddan ein- takafjölda eða veita sambæri- lega aðstoð þessu blaði, sem dag- blöðunum. Vafalaust kann það að orka tvímælis, sagði fjármálaráðherra, —■ hvort nægilega skýrar heim- ildir séu fyrir þessu öllu saman. Það var ekki fyrr en í ár sem leitað var sérstakrar fjárlaga- heimildar til þessara greiðslna og með skírskotun til þeirrar hugsun ar sem að baki þessum aðgerðum liggur er það tvímælalaust að aðstoðina bar einnig að veita þessu ákveðna blaði. Svo sem fyrr er getið hófust greiðslurnar til blaðsins á síð- aista ári og voru því greiddar saim tals 180 þús. kr. Og núna 1. apríl sl. hefðu blaðinu verið greiddar á þessu ári 45 þúsund kr. Lúðvík Jósefsson þakkaði ráð- herra svörin, en sagði að í heim- ildum fjárlaga væru skýr ákvæði þess efnis að tiltekinni upphæð skyldi varið til kaupa á dagblöð- um. Væri engan veginn hægt að túlka þetta sem styrk til stjórn- málaflokkanna. Þá sagði hann að fyrir lægi eftir ræðu ráðherra, að ríkissjóður hefði byrjað að greiða fyrir umrætt vikublað áð ur en þingflokkurinn og stjórn- málaflokkurinn hefði verið stofn- aður. Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra, sagði að það væri nokk uð umliðið síðan samkomulag varð um það milli forystumanna flokka að taka upp greiðslur fyr- ir kaup á dagblöðum. Þegar mál þetta hefði komið fram til um- ræðu, hefði einungis verið talað um það sem fyrirgreiðslu til flokkanna. Það hefðu líka verið formemn. flotdkanna sem komu sam an rétt fyrir lok f j árlagaafgreiffslu nú í vetur, til þess að ræða um hækkun á þessum greiðslum, og komizt að samkomulagi um mál ið. Jafnframt væri rétt að geta þess að Lúðvík Jósefsson gerði þá athugasemd að hann væri greiðslu til þessa vikublaðs and- vígur. Hins vegar sagðist forsætis- ráðherra hafa tekið það skýrt fram, að ef ætlunin væri að halda þessum greiðslum áfram, væri það skoðun sín að blað þetta ætti að fá hana í sama hlut falli og dagblöðin. Bjöm Jónsson sagði í ræðu sinni, að fjármálaráðherra hefði haft fulla heimild til greiðslu á þessu blaði, þar sem það væri málgagn stjórnmálaflokks. Sagði hann að hér væri ekki um neinn útgáfustyrk að ræða, heldur að- eins greiðslu á þjónustu, þar sem ríkið keypti 300 eintök af blaði þessu og yrði það að téljast eðli- legt. Bjöm sagði að siðavendni Lúðvíks Jósefssonar til fjármála ráðherra væri út af fyrir sig ánægjuleg, en því miður mætti ætla að til þessarar fyrirspurnar hans læsgju þó aðrar hvatir. Magnús Kjartansson sagði að dagblöðin litu þannig á að greiðsl an frá ríkissjóði væri ekki styrk- ur, heldur aðeins greiðsla fyrir þjónustu. Það hefði tíðkazt um langt árabil að dagblöðin hefðu birt eitt og annað efni fyrir rík- isvaldið án þess að greiðela hefði komið til, og einnig hefðu þau lát ið til ríkisstofnana býsna mörg eintök. Þrátt fyrir þessa greiðslu væru engan veginn. enn orðin jafn réttisviðskipti milli blaðanna og ríkisins. Sagðist Magnús telja að greiðsla þessi auðveldaði útgáfu blaðanna og væri hún innt af hendi, án tillits til þess hvaða flokk blöðin styddu. Því væri ó- eðlilegt að eitt vikublað væri tek ið út úr og veitt sama aðstaða og dagblöðunum. Slíkt hlyti að vera byggt á pólitískum forsendum. Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra kvaðst vilja staðfesta það sem komið hefði fram hjá forsætisráðherra um aðdraganda þessa máls. f þessum umræðum hefðu á sínum tíma tekið þátt, auk hans og forsætisráðherra þeir Eysteinn Jónsson og Einar Olgeirs son. Á þessum tíma hefði Al- þýðubandalagið verið óklofið og gefið út eitt dagblað sem aðal- málgagn. Samkvæmt upphaflega samkomulaginu hefði verið ákveð ið að ríkið greiddi fyrir 300 ein- tök af hvoru dagblaðanna og auk þess 1000 kr fyrir hvert skipti sem blöðin birtu dagskrá útvarps og sjónvarps. Auk þess hefði svo komið til viss fyrirgreiðsla hjá pósti og síma. Um þessi atriði hefði orðið algjört samkomulag. Með klofningi Alþýðubandalags- ins hefði komið fram nýtt vanda- mál, og þegar tilmæli komu frá nýja flokknum um kaup á þeirra blaði hefði það verið tekið til um ræðu. Sagði ráðherra að innan Alþýðuflokksins hefðu menn ver ið sammála um að eðlillegt væri að veita flokknum þessa fyrir- greiðslu. Gisli Guðmundsson ræddi mál efni vikublaða sem gefin eru út víðs vegar um landið og taldi að styrkja bæri þau á sama hátt og blöðin í Reykjavík. Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra sagði að þegar þetta mál hefði komið til umræðu í haust, hefðu allir aðilar verið sammála um að þetta skipulag dygði ekki til frambúðar, og hefði því orðið samkomulag um að skipa nefnd innan þingsins til þess að kanna þetta mál og gera um það tillögur, sem hægt væri að byggja á í framtíðinni. Hannibal Valdimarsson sagði að þessar greiðslur væru fyrst og fremst ætlaðar til þess að jafna aðstöðuna til frjálsrar skoðana- myndunar og sem styrkur til flokka. Þeim væri varið til blað- anna, af þeirri ástæðu að flokk- arnir teldu sér það riauðsynlegt að gefa út blöð og koma skoðun- um sínum á framfæri á þann hátt. Ólafur Jóhannesson tók undir það að nauðsyn bæri til þess að koma þessum málum í fast form. Hins vegar mætti ekki blanda fyrirgneiðslum við stjórnmála- flokkana saman við kaup ríkis- ins á dagbiöðum. SETT hefur verið reglugerð um hvaða rétt próf úr framlhalds- deildum gagnfræðaSkólanna gefa. Gerði Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðiherra grein fyrir reglugerðinni á Al'þingi í gær, er rædd var fyrirspurn frá Jónasi Árnasyni um þetta atriði. Sagði ráðiherra, að ákveðið hefði verið með bráðabirgðalög- um frá 27. ágúst 1969 að kcnma þessuim deildum á fót og væru þær eins til tveggja vetra nám. Störfuðu fjórar slíkar í vetur, á Akureyri, Akranesi, Neskaup- stað og í Reykjavík. Mundu um 160 nemendur gangast undir próf í vor. Sagði ráðlherra að beðið hefði verið með setningu reglugerðar, þar til að Alþingi væri búið að afgreiða frumvarpið sem lög. Það hefði verið gert í fyrradag MEIRI hluti allsherjarnefndar Sameinaðs Alþingis hefur skilað áliti um tillögu til þingsályktunar um verknáms- og þjónustu- skyldu ungmenna, en tillögu þessa flytur Jónas Pétursson. Mæliir mieini hHiufd mefndiariinin- ar með því að tiUaigain verðii sam þyiklkt mieð niokkuim breytiimgu. Er íiaigt tii að tilllliöguigineiiniin hiltjóði svo: Allþiimgi áílykbair að kjósia 5 miamma miilllliþi'niganiefmd til a/ð aillii'Uiga, 'hvont rótt og haigfe'lHit sé TÍU ÞINGiMENN Fnaimsótomair- flototosdims hafa tagt fyriiir Alþimgi tiiffiiögu till þiinigsállytotuin'ar um lagnúmgu vairadiaðinair hniiragbraiuitiar um landið. Er ti'llöguigrei'nán svo- hljóiðaindi: Allþiimgii álytotiar a@ lýaa yfáir þeim viiátjia sáraum, a@ tetoiin verðii DAGANA 22.-27. júní n.k. verð- ur efnt til fjórða norræna æskn- lýðsmótsins. í þetta skipti á Ál- andseyjum. Fyrri mót voru hald in á tslandi 1967, í Danmörku 1968 og Færeyjum 1969. Æsku- lýðsmót þessi eru stærstu sum- arsamkomur, sem æskulýðs- nefndir Norrænu félaganna efna til. Á Álandseyjum hefur ný- lega verið stofnað sjálfstætt Norrænt félag og því talið vel til fallið að fela því umsjá þessa móts. Álandseyjar eru mjög mikils metnar af ferðamönnum, svo að valið var ekki erfltt. Engin æstoulýðsnefnd er enn á Álandseyjuim, en útlit er fyrir að 'hún verði stofnuð af æsku- lýðssamtökunum þar, jafnvel áð- ur en mótið verður haldið. KYNNING Á ÁLANDSEYJUM. TiLgangurinn með æskulýðs- og lögin þá staðfest og reglugerð in gefin út. Væri í henni að finna ákvæði um rétt nemenda et stundað hefðu þetta nám til inngöngu í aðra skóla. Veitir námið m.a. rétt til inngöngu í menntasfcóla að uppfylltum viss um skilyrðum, til inngömgu í Tæknislkóla íslands, einnig að uppfylltum stoilyrðum og styttir nám í Iðnskóla um 4-8 mánuði. Þá gefur próf úr skólanum einn- ig rétt til inngöngu í Vélskólann, framhaldsdeild Bændaskólans á Hvanneyri, Garðyrkjuskóla rík- isins og Hj útorunarskóla ís- lands. Hins vegar sagði ráðherra að enn væri ektoi áfcveðin staða skólans gagnvart námi í Kenn- araskóla íslands, og hefði etoki verið Ihægt að ákveða hana, þar sem lögin um fcennaranáim væru nú í endursfcoðun. að komia á veirtomámis- ag þjón- uigíiuSkyWlu uiragrmemma og þá mieið hvaða fraimtovæimd'ahættii. Séir- staitolieiga verðli atlhuigað viðifairags- efmi í þágu þjóðairlhieiffiidar fyriiir rílki og siveitamfélög, góSlgerðiar- og manimúðiairfóllög. Nieflradiiin sítoillá áiWiihi tiill Alþimigiis, og koimiislt húin aið þeiriri rtiðiuir- atöðu, að lögtfestiinig á vertoraáims- og þjóimustuakylldiu uimgmienima sé æsikitag, þá skili 'hún um vitð- faimgsiefniiið frusnivanpi að löguim, sieim l'aigt verðd fyiriir AlJjimgi. rífcistlán, imnlliand og enliemd, tffl aið Ijútoa á tiiteknium tímia og sivo fljó'tt sem 'hienltiuigt þykiiir 'liagm- imgu vamidaðirar hriragbnauibair uim Jaindið, er liiggi sivo sem uininit eir, um byggðiir og sé viið það m'iðiuð að vera fær aillit árið. mótinu er m.a. að kynna hinar sjálfstæðu Álandseyjar, stjóm- un þeirra, sögu, náttúru og menn ingu. Utan Finnlands og Svíþjóð ar er þekkingin á eyjunum ekki milkil, og vonar miótsstjórnin að geta unnið bug á þeirri vamþekk ingu að einhverju leyti. Annars hefur mótsstjórnin reynt að setja saman dagskrá, sem er blanda af sikemmti- og fræðslu- efni. Landslag Álandseyja, sérein- kenni þess og stjórnmálaástand eyjanna verður vel kynnt þessa daga. Heilum degi verður fyrst varið til að stooða landslagið, náttúru þess og söguleg kenni- leiti undir leiðsögn vanra leið- sögumanna. Eyjarnar eru þekkt- ar fyrir að vera einn sólríkasti staðurinn á öllum Norðurlönd- um. DJASSGUÐSÞJÓNUSTA. KNATTSPYRNUKEPPNI, POPHÁTÍÐ. Sr. Lars Ake Lundberg frá Svílþjóð muin stjórna tovölddjaisis- guðþjónustu á mótinu. Finnska útvarpið hefur m.a. sýnt áhuga á þessum dagstorárlið. Efnt verður til knattspyrnu- keppni við nágrannafélög. Einn ig verður efnt til frjálsíþrótta- og sundkeppna, ef til vill verður einnig efnt til siglingakeppni, en þessir liðir verða undir stjórn íþróttaforystu eyjanna. Við komuna til Mariehamn miánudaginn 22. júní munu gest- irnir boðnir velkomnir af norstoxi drengjalhljómsveit. Mi'kil pop- hátíð heyrir einnig til dagskrár- innar með aknennri þátttöku. Meðal þátttakenda verða þekkt- ar hljómsveitir, bæði frá Finn- landi og Svíþjóð. Búizt er við um 300 þátttak- endum á æslkulýðsmótið, auk Álendingana. Mótið er á bezta ferðamannatímanuim, svo bóka varð einka- og hótelrúm með íhálfs árs fyrirvara. Til mótsins er boðið öllum æSkulýð á Norðurlönduiin á aldrinum 17-30 ára. Þátttöfcugjald er kr. 3.200.—. Allar nánari upplýsingar eru gefnar hjá Norræna félaginu og Æstoulýðssambandi íslands. Um- sóknarfrestur er til 5. maí. Reglugerð um rétt- indi framhaldsnema gagnfræðadeildanna - fá m.a. inngöngu í menntaskóla með ákveðnum skilyrðum Hringbraut um landið Ráffhúsið á Álandseyjum. Norrænt æskulýðs- mót á Álandseyjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.