Morgunblaðið - 17.04.1970, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR H7. APRÉL 11970
Manneldism j öl og fóðurmjöl
í skýrslu minni til Rannsókna
ráðs ríkisins þ. 12. oktober 1967
um tilraunir mínar á framleiðslu
manneldismjöis, skýrði ég frá
ferð minni í október 1963 til Trois
Riviers, Quebec í franska Kan-
ada. Var þar fast búsettur frá
1951 til 1954 og var skráður
þar ennþá til heimilis, en vildi
nú flytja alfarinn heim og skrá
mig heimilisfastan á fslandi að
nýju. Datt mér í hug að nota
tækifærið til að ganga úrskugga
um hvað framámönnum í Kan-
ada sýndist um aðferð mína á
framleiðslu á manneldismjöli.
Fór ég fyrst á fund deputy min-
ister Maurice Lessard, minister
of Industry and Commerce, Queu-
bec City, sem hafði með fiski-
mál að gera. Hafði ég meðferðis
fiskimjölsköggla og skýrði hon-
um frá aðferðinni. Leizt honum
vel á þetta og ráðlagði mér að
fara til Ottawa og tala við Mr.
Ray Kinsella, Chief of Fishery
Division í ráðuneytinu þar. Fór
ég þangað nokkru síðar og átti
langar samræður við Mr. Kins-
ella um manneldismjölið, sem
hann áleit að gæti haft mikla
þýðingu. Hann ræddi um þetta
við verkfræðing sem var í hans
þjónustu. Síðan gaf hann mér
utanáskrift nokkurra fiskiðju-
vera, vestan og austan megin
strandar Kanada og sagði, að
ég gæti snúið mér til einhverra
af þeim sem væru staðsett þar
sem mér þætti álitlegast að hefja
framleiðslu. Hann áleit að pen-
ingar myndu vera fáanlegir til
þess. í>að var þó ekki ætlun mín
að byrja á þessu þá í Kan-
ada jafnvel þótt peningar til þess
gætu legið á lausu, en var stað-
ráðinn í að hefja framleiðslu
hér heima og var og er þess full-
viss að það getur orðið íslenzk-
um fiskiðnaði til mikilla hags-
bóta. Á leiðinni heim dvaldist ég
nokkra daga í New York og
kom auga á grein í nýútkomnu
tímariti með yfirskriftinni „Frac
as over Fishflour", deila um
manneldismjöl. Var í greininni
mynd af öldungadeildarþing-
mönnum sem sátu við að borða
morgunverð, sem var blandaður
manneldismjöli, framleiddu eft-
ir hinni svokölluðu Vio Bin að-
ferð, dr. Ezra Levin Monticello.
Öldungadeildarþingmennimir og
flestir gestanna borðuðu með
góðri lyst, en commissioner frá
Matvælaeftirlitinu, sem boðinn
var til að taka þátt í borðhald-
inu, bragðaði ekki á réttunum
því þeir voru blandaðir efni,
manneldismjöli, sem hann hafði
dæmt óhæft til neyzlu. Ég vildi
fræðast meira um þetta og
hringdi frá hótelinu í NewYork
til dr. Ezra Levin, Monticello.
Hann sagði, að hann framleiddi
bæði manneldismjöl og fóður-
mjöl. Fyrir fóðurmjöl fengi
hann 50% hærra verð en það
sem væri á markaðnum af press-
uðu fiskimjöli. Með fóðurtilraun
um á Vio Bin-fiskmjöli hefði kom
ið í ljós að það innihéldi
UGF vaxtarhvata (Unidentified
growth factor) í ríkum mæli eða
hérumbil tvöfalt að verðmæti
miðað við venjulegt pressað
fiskimjöl þar sem soðið væri
ekki hirt. Væri það fyrst og
fremst því að þakka að Vio Bin
fiskimjöl er framleitt við tiltölu
lega lágan hita eða 71° C. og
framkvæmt með azeotropiskri
eimun. (Þennan óþekkta vaxtar-
hvata hefur ekki tekizt að efna-
greina, en álitið er að hluti af
honum sé í öskimni og þá senni-
lega um snefilefni að ræða).
Ezra Levin sendi mér bréf til
hótelsins með yfirliti jrfir Vio
Bin-aðferðina ásamt sýnishorn-
um af framleiðslunni. Hráefnið
er fiskúrgangur og óslægður
ruslfiskur. Um fiskmjöl til mann
eldis segir í yfirlitinu: Á mörg-
um svæðum veraldar, þar sem
þörf er fyrir fiskimjöl til mann-
eldis, er ekki nauðsynlegt að
gera það bragð- og lyktarlaust.
í Austur-Asíu og mörgum svæð-
um Afríku vill fólk heldur
manneldismjöl með bragði og
lykt. Þetta hefur verið staðfest
með tilraunum. Á svæðum, þar
sem lítill hluti af þessu mann-
eldismjöli er blandaður grænmeti
er ekki hægt að finna af því
fiskibragð sé bætt í það magni
sem svarar 1—3%. Á svæðum þar
sem ekki er óskað eftir fisk-
bragði af manneldismjöli eins og
í Mið- og Suður-Ameríku, er
notað við Vio -Bin-framleiðsluna
methyl alkohol sem upplausnar-
efni og má þá blanda allt að
15% af þessu mjöli með grænmeti
án þess að finnist af því bragð
eða lykt.
Með Vio Bin-fiskimjöli hafa
verið framkvæmdar víðtækar
fóðurtilraunir og hafa þærsýnt
mjög jákvæðan árangur þakkaðan
tvöföldu verðmæti UGF vaxtar-
hvata miðað við venjulegt fiski-
mjöL
Kjúklingar. Þegar 10% af Vio
Bin-fiskimjöli var bætt við ann-
að hreint fóður fyrir 4 viku
gamla kjúklinga nam vaxtarauk
inn 27 prósentum.
Verpandi hænur. Tilrauna-
stofnun segir: Eftir 4 ára til-
raunir notum við nú Vio Bin
fiskimjöl sem aðalskammt af pro
teini með komi. Þessi skammtur
styður eggjaframleiðsluna meira
en 70% og hefur gjört það lengur
en um 14 mánaða tímabil.
Svín. Háskólatilraunir sýna,
að þegar Vio Bin-fiskimjöl er
notað handa ungsvínum í staðinn
fyrir þurrmjólk sparar það 50%
af kostnaði. Frá Svíþjóð. Fóður-
fyrirtæki sem ræður yfir miklum
útbúnaði til rannsókna segir: Við
höfum eingöngu gefið Vio Bin
fiskimjöl í staðinn fyrir undan-
rennu-þurrmjólk til að ala stór-
an hóp ungsvína og hefur ekk-
ert drepizt.
Kálfar. 1000 tonn af Vio Bin
fiskimjöli voru notuð síðastliðið
ár (1962) í staðinn fyrir mjólk.
Gaf það 12-15% vaxtarauka sam-
anborið við 3—6% með venjulegu
fiskimjöli.
Minkar. Vio Bin-fiskimjöl
nú meira og meira að koma í
staðinn fyrir ferskfisk sem
minkafóður. Gert er ráð fyrir að
1000 tonn verði notuð af því
1963—1964.
Fiskafóður. Vio Bin-fiskimjöl
hefur reynzt verðmætt sem hluti
af fóðri til silunga. Hefur það
fengið viðurkenningu frá fram-
leiðendum silungafóðurs.
Hunda- og kattafóður. Vio
Bin-fiskimjöl hefur verið gefið
annað hvort eingöngu eða að
nokkru leyti í staðinn fyrir ósoð
inn fisk og hrátt kjöt eða kjöt-
mjöl, sem líffræðilega er ekki
eins verðmætt og er dýrara en
Vio Bin-fiskimj öl.
Þessi samanburður sýnir að
fiskúrgangur frá hérlendum
frystihúsum samsvarar að efna-
Þurrkaður við hægan hita með
loftblæstri eða sólþurrkaður
mun hann vera jafngóður eða
betri en Vio Bin-fiskimjöl því
fiskur veiddur á okkar miðum
er viðurkennd bezta gæðavara.
Hann mun a.m.k. hafa tilsvar-
andi vaxtarhvata og vaxtar-
auka við fóðrun dýra, og gefinn
sem manneldismjöl í fæðu full-
orðinna og barna á þroskaskeiði
stuðla að heilbrigði þeirra. Þá
ætti að vera hægt að fá 50%
hærra verð fyrir hann seldan sem
fóðurmjöl samanborið við venju
legt fiskimjöl. Með hinni svo-
kölluðu beinu þurrkun í hér-
lendum fiskimjölsverksmiðjum
er soðkjarninn nýttur. Hann inni
heldur 20—25% mjölefni og þau
vítamín sem uppleysanleg eru í
vatni, þar á meðal hin líffræði-
lega verðimætu vítamín af B
flokki. Þó að þetita sé mikil fram
för í framleiðsluháttum þar sem
soðkjaminn í flestum verksmiðj
um allt til ársins 1950 var látinn
renna í sjóinn, þá er álitið að
eldþurrkun og í minna mæll
gufukápu þurrkun (Schlotter-
hose) geri protein og óbundnar
aminosýrur tormeltari og skaði
líffræðileg verðmæti fiskimjöls-
ins.
Bæði fyrir og eftir síðustu
heimsstyrjöld voru þorskbein
sólþurrkuð eða þurrkuð með loft
hita þar sem kynt var með kol-
um eða koksi hjá Gísla John-
sen og seinna hjá Astþóri Matt-
híassyni, V estmannaeyj um o.fl.
í febrúarhefti Fishing News
International er skýrt frá, að
ákveðið sé að byggja manneldis
mjölsverksmiðju í Greys Har-
bour á strönd Washington-ríkis,
U.S.A. fyrir 1.9 millj. dollara og
verði fyrirtækið styrkt af rik-
inu. Hráefnið á aðallega aðvera
lýsingur (hake), sem Matvæla-
eftirlitið hefur gefið leyfi til að
notaður sé heill þ.e. ásamt inn-
yflum. Áætlað er að vmnið verði
úr 50 tonnum á dag, en
er það þó að nokkru
háð því hvaða aðferð við vinnsl
una verður tekin af þeim sem
reyndar og rannsakaðar hafa
verið af U.S. Bureau of Commer
cial Fisheries Laboratories. Hið
framleidda manneldismjöl verð-
ur eign U.S.A. ríkis. Fyrir nokkr
um mánuðum var sagt frá í sama
blaði að byggja ætti manneldis-
mjölsverksmiðju I Canso, Kan-
ada, og ætti vinna úr 50 tonnum
af hráefni á dag, en kostnaður
við að koma þessu f fram-
kvæmd mundi nema 5 milljónum
dollara.
í apríl 1968 fór Bragi Eiríks-
son forstjóri Skreiðarsamlagsins
til Nígeríu og tók með sér mann
eldismj ölsköggla sem ég, með
hans hjálp, hafði látið köggla af
malaðri skreið. Einnig nokkra
plastpoka af sama efni sem
Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins loftdró. Um árangur af
þessu skrifaði Bragi Eiríksson
mér þ. 28. sept. 1968 svohljóð-
andi bréf:
Hr. Magnús Andrjesson,
Bjamarstíg 3,
Reykjavík.
Möluð skreið til manneldis
Við höfiun gert nokkrar til-
raunir með sölu á skreið til
Nígeríu sem hefur verið möluð
og pökkuð sem manneldismjöl
samkvæmt yðar patenteruðu
framleiðsluaðferð.
Á ferðalagi mínu til Nígeríu
síðastliðið vor gerði ég nokkrar
tilraunir með sölu á því, lét til-
búa úr því máltíð og bauð til
hennar nokkrum Afríku-mönn-
um. Skreiðarmjölið var leyst
upp í vatni og tilreitt sem steikt
ar fiskibollur. Gestunum þóttu
fiskibollurnar mjög góðar og allt
sem tilreitt var, var borðað.
1962 sendum við nokkur sýnis
hom til Lagos í sambandi við
Iðnaðarsýninguna þar. Okkar
umboðsmenn sögðu þá að það
mundi vera hægt að selja þessa
framleiðslu, sem í því tilviki var
framleidd úr fiskúrgangi. Við er
um þeirrar skoðunar, að nú
skuli alvarlega verða reynt að
selja malaða skreið og fiskúr-
gang samkvæmt yðar aðferð, sér
staklega í Asíu, Afríku og Suð-
ur-Ameríku löndum.
Bragi Eiríksson
forstjóri.
1962 sendi ég sýnishom af
pressuðum fiskimjölskögglum,
nokkmm þeirra blönduðum þurr
mjólk, af manneldismjöli til
fyrirtækis í Englandi sem verzl
aði við franska Cameron. Köggl-
amir vom pressaðir í Rannsókna
stofnun byggingaiðnaðarins. Eft
ir nokkura tíma fékk ég skeyti
frá fyrirtækinu sem óskaði eftir
verðtilboði, en þessu gat ég ekki
sinnt því engar vélar voru fyr-
ir hendi svo hægt væri aðfram
leiða magn sem nokkru næmi.
Þessar tilraunir sýna að það
ætti að vera hægt að fá markað
fyrir manneldismjöl ef réttum að
ferðum er beitt til að kynnaþað,
en til þess að það sé hægt þarf
að vera fyrir hendi tilrauna-
verksmiðja (pilot plant) svo
mögulegt sé að útbúa sýnishorn
og afgreiða pantanir. Verkfræð-
ingarnir Hjalti Einarsson og
Baldur Sveinsson, gerðu í júní
1966 lauslega áætlun um til-
raunaverksmiðju á framleiðslu
manneldismjöls samkvæmt minni
aðferð miðað við kaup á vélum
og tilboðum sem ég hafði fengið.
Komust þeir að þeirri niður-
stöðu að kostnaður við að út-
búa nothæfa tilraunaverksmiðju
mundi nema um 3 millj. króna,
sem er minna en verð á einni
Magnús Andrjesson.
síldamót. Ég fékk einkaleyfi á
aðferðinni I fjórum löndum, Eng
landi, Kanada, Noregi og ís-
landi. Ég hefi ekki ætlað mér
að krefjast leigu (roalty) af eign
arrétti mínum á íslenzka einka-
leyfinu, svo hver sem vill getur
notfært sér það hér heima og
selt það sem framleitt er hér til
útlanda. Aftur á móti var og er
það ætlun mín að semja við fyrir
tæki í þeim öðrum löndum sem
hafa viðurkennt einkalejrfið, en
vildi bíða með það þangað til
framleiðsla væri komin í gang
hér heima. Kostnaður við til-
raunir, umsókn á einkaleyfum
og endurnýjun þeirra árlega,
ferðalög og önnur umsvif gæti
ég reiknað í hundrðum þúsunda
króna.
Mér hefur ekki tekizt hingað
til að fá lán hjá opinberum pen-
ingastofnunum til að hefja fram-
kvæmdir. Ég ákvað því fyrir
nokkru að stofna hlutafélag
þessu verkefni til framdrátt-
ar, og sjávarútvegsmálaráðherra
samþykkti góðfúslega styTkveit-
ingu Fiskimálasjóðs um framlag,
sem var skilyrðisbundið því að
aðrir legðu fram fé sem nægði.
Var þess vænzt að fyrirtæki og
einstaklingar sem áhuga hefðu á
markaðsleit og aukinni sölu á
íslenzkum sjávarafurðum hefðu
áhuga á að leggja til fé svo hægt
væri að hefja framkvæmdir. Að-
eins tveir velþekktir athafna
menn, þeir Gunnar Friðriksson,
forstjóri og dr. Jakob Sigurðsson,
lorstjóri lögðu fram fé en ekki hef
ur tekizt að fá fleiri til þess.
Áður hafði ég leitað til lána
stofnana og Fiskveiðasjóðs og
verið synjað. Ef ekki tekst bet-
ur til en hingað til væri athug-
andi hvort ríkið vildi taka þetta
að sér á sama hátt og með sömu
skilyrðum sem ríki U.S.A. gerir.
Ég hafði hugsað mér að þau fyr
irtæki sem undanfarin ár hafa
fengizt við sölu á okkar sjávaraf-
urðum til Afríku og annarra landa
tækju að sér sölu á framleiðsl-
unni, þar á meðal Samlag skreið
arframleiðenda. Bragi Eiríksson,
forstjóri hefur manna mest og
bezt verið mér hjálplegur við að
koma sýnishornum áleiðis og
kynna þau. Gæti líka verið þeg
ar sannað er að manneldismjöl
framleitt eftir minni aðferð er
ágætisvara, að FAO yrði kaup-
andi að einhverjum hluta, en
FAO hefur milljóna sjóði til
hjálpar þróunarlöndunum.
Ég hefi heyrt að fólk hafi
ekki trú á þessu því Rannsókna
stofnun Fiskiðnaðarins sé því
ekki hlynnt. Þetta er þó mis-
skilningur. í skýrslu Rannsókna
stofnunar fiskiðnaðarins 1968
stendur á fyrstu síðu með yfir-
skrift: Möluð skreið í loftdregn
um plastumbúðum. f samvinnu
við Magnús Andrjesson höfðu
verið gerðar tilraunir með
pökkun og geymslu á malaðri
og pressaðri skreið í loftdregn-
um plastumbúðum, etc. Var bæði
gerð efnagreining og gerlarann
sókn á mjölinu, sú síðari við
mismunandi hitastig og kom í
ljós að gerlum fækkaði mest þar
sem hitinn var mestur eða 37°C.
Auðvitað er sjálfsagt og nauð-
synlegt að hafa samvinnu við
vísindastofnun eins og Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins er,
enda hefi ég gert það frá byrj-
un.
Magnús Andrjesson.
Útboð
Tilboð óskast í að steypa upp 40 ferm. viðbyggingu við húsið
Bergstaðastræti 76.
Útboðsgögn eru afhent á Teiknistofunni, Ármúla 6.
Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 24. apríl.
SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ISLANDS
Fjölskyldutónleikar
sunnudaginn 19. apríl kl. 15. Stjórnandi Bohdan Wodiczko,
einsöngvari og kynnir Guðmundur Jónsson.
Flutt verða verk eftir Britten, Cimarosa og Beethoven
Aðgöngumiðar í barnaskólum, bókabúð Lárusar Blöndal og
f Háskólabíói eftir kl. 13 á sunnudag.
Efnahlutföll í Vio Bin-fiskimjöli,
Proteáin % Asfca % Fita % Trefjar % Vatn %
70—73 18—20 1,5 0,5 8,0
Til samanburðar fara hér á eftir efnahlutföll fisíkúrgangs sam
fcvæimt sfcynslu Gems Annieisiein oig Hjialta Elinarssonair efmiarverifcfræð-
inga frá ráðlsiteifnu uim vinmisilu sjávarafunða.
F iskú rgiagnux fró frytrtiihúsd. Miðað viö 8% vatn.
HaiuBar Fita % Protam % Aska %
66,2 22,5
Hryiggir .. . . 1,5 70,0 18,8
Þuirimildi og hryiggiir . . . . 1,1 81,2 8,1
Ha/usar og hryggár . . . . 1,4 67,8 20,9
Haiuiaax, hrygigir og iþuinmflldi . . 1,3 71,7 17,2
Meðalital 1,3 71,4 17,2
innihaldi Vio Bin-fiskimjöli.