Morgunblaðið - 24.09.1970, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPT. 1970
• l'T
MÁLMAR
Kaupi aila brotamálma hæsta
verði. Staðgreiðsla.
Arinco, Skúlagötu 55,
síma'r 12806 og 33821.
VIÐTÆKJAVINNUSTOFAN HF.
er nú í Auðbretoku 63. Simi
42244. Var áður að Lauga-
vegi 178.
TIL LEIGU ÓSKAST
2ja herb. íbúð ósikast strax.
Sími 42828.
TRÉSMIÐIR ATHUGIÐ
3ja ára sænsk pressa til sölu.
Stærð 2,80x1,20. Fæst með
góðum tojörum. Sími 93-1469.
2JA HERB. ÍBÚÐ
óskast á leigu strax, helzt í
Austurbænum. Uppl. í síma
81787 eftir kl. 7.
ATVINNA ÓSKAST
19 ára stúíka með gag-nfræða
próf óska-r efti-r atvimn-u. —
Uppl. í síma 12983.
ATVINNUREKENDUR
Stútka óstoa-r efti-r vi-n-n-u hálif-
an da-gimn. Er vön v-e-rzliuna'r-
störfum og f-l. Uppl. g-ef-nar
í síma 83387 og 30024.
TIL SÖLU
200 w. Vox gítarmagna-ri,
Giibson gíta-r og Vox orgel.
Sel-st ódýrt. Uppl. í sí-ma 98-
2006 á dagin-n eða 98-2320
á kvöldin.
BARNAVAGN
Sem nýr og frtið motaðuir
n-orslk'ur ba-mavagn ti-l sölu.
Uppl. t síma 35051.
ÓSKA EFTIR
3ja—4æ hert>. íbóð strax. •
Uppl. í stona 40542.
RAUÐUR HESTUR
með mjóa blesu ta-paðfst úr
Geldtngamesi fyrri hfuta sum-
ars. Hestur'mn er fremur smá
vaxinn, 5 vetra og markaður.
Uppl. í síma 14950.
3JA—4RA HERB. ÍBÚÐ
óska-st t»l leigu strax. Sími
20031
2 STÓR OG 1 LlTIÐ HERBERGI
með eða án h-úsgag-na, ti-l
lekj-u í Vesturb-æn-um, T-i-lto.
rmertot: „Melbagi 2690" sen-d-
í-st afgr. M'bl..
ATVINNUREKENDUR
23 ára st-úl-ka óska-r efti-r at-
vinnu, vön verzliuna'rstörfum.
Uppl. í síma 30748.
KJÖTIÐNAÐARMAÐUR
rmeð langa sta-rfsreyn-slu ósk-
a-r efti-r vii-mmu. Ti-ltb. l-eggist
imn á a-fgr. Mbl. fy-rtr m-ámu-
dag 28. þ. m. merkt: „Kjöt-
>&iaða-rmaður 8072".
Ameríkumaður einn bauð Skota tuttugu pund í h-und, en Skotinn
hafnaði boðinu og seldi Englendingi fyrir sama verð.
Ameríkumaðurinn varð bálvondur, og bað um skýringu á þessu.
„Hægan, hægan, góðurinn", segir Skotinn. „Ég veit að hundur-
inn minn reynir að komast heim aftur. En hann getur ekki synt
yfir Atiantshafið".
Kveðjusamkoma í Fíladelfíu
Kveðjusamkoma verður í Fíladelfíusöfnuðinum í kvöld, fyrir
þau Hinrik Þorsteinsson og Guðnýju Jónasdóttur. Undanfarin ár
hafa þessi ungu hjón starfað mjög til blessunar i simnudagaskóla
Filadeifiusafnaðarins og meðal unga fólksins i söfnuðinum. Nú
eru þau á förum til Stykkishólms, til þess að taka að sér fast
starf þar, þegar Daníel Glad og fjölskylda flytja þaðan. Heill
hugur og bænir Filadelfíusafnaðarins Beykjavík fylgja þessum
ungu vinum þangað vestur. — Kveðjusamkoman byrjar stundvís-
lega kl. 8.30. Allir velkomnir! (Fréttatilk.)
SÁ NÆST BEZTI
DAGBÓK
Andinn (Guðs) segir berlega að á síðari timum mimi sumir
ganga af trúnni, en gefa sig að villuöndum og lærdómum iilra
anda. (1. Tím. 4.1).
I dag er fimmtudagur 24. september og er það 267. dagur árs-
ins 1970. Eftir Iifa 98 dagar. Haustmán. byrjar. 23. vika sumars
byrjar. Árdegisháflæði kl. 1.27 (Úr fslands almanaldnu).
AA samtökin.
Viðtalstími er í Tjarnarj'ötu 3c atla vixka daga frá kl. 6—7 e.h, Sijní
■6373.
Almomnar npplýsingar nm læknlsþjónustu i borglnni eru geínar
súnsvara Læknafélags Reykjavíkur, sima 18888. I-ækningastofur eirn
lokaðar á laugardögum yfir sumarmánuðina. TekiS verður á móti
beiðnum um lyfseðla og þe-ss háttar að Græðastræti 13. sámi 16195,
frá kl. 9-11 á iauga rdagsme rgnum
Tannlæknavaktin
er i Heilsuverndarstöðinni, laugar-
daga og sunnudaga frá kl. 5—6.
Næturlæknir í Keflavík
23.9. Guðjón Klemenzson.
24.9. Kjartan Ólafsson.
25., 26. og 27.9. Arnbjörn Ólafss
28.9 Guðjón Klemenzson.
Ráðgjafaþjónusta
Geðverndarfélagsins
þriðjudaga kl. 4—6 síðdegis að
Veltusundi 3, sími 12139. Þjón-
ustan er ókeypis og öllum heim-
il.
Læknisþjónusta á stofu á Iaugar-
dögum sumarið 1970.
Sumarmáuiuðina (júní-júli-ágúst-
sept.) eru læknastofur í Reykja-
vík lokaðar á la-ugardögum, nema
læknastofan í Garðastræti 14, sem
er opin alla iaugardaga í sumar
kl, 9—11 fyrir hádegi, sími 16195.
Vitjanabe'ðmr hjá læknavaktinni
9imi 21230, fyrir kvöld- nætur- og
helgidagabeiðni-r.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74,
er opið sunnudaga, þriðju-
daga og fimmtudaga frá kl.
1.30—4. Aðgangur ókeypis.
VÍSUKORN
Leikgrímtir
Sorg og gleði, systur tvær,
sínu eðli játa.
Þegar önnur þeirra hlær,
þá fer hin að gráta.
Ö.II.H.
ÁRNAÐ HEILLA
70 ára er í dag Jóhann Guð-
mundsson, umsjónarmaður í
Gamla bíói, Kambsvegi 34.
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína ungfrú Jóhanna Ás-
mundsdóttir verzlunarmær, Reyð
arfirði og Jón Kr. Ólafsson raf-
virkjanemi, Norðfirði.
GAMALT
OG
GOTT
Dansinn dregur '
Elen litla kvað svo hátt
— laufið á þann linda —,
heyrði nykr í vatni lá
— allt er óhægra að leysa en
að binda.
Elen beiddi föður sinn:
„Lofaðu mér til vökunnar inn.“
„Þú skalt þig ei til vökunnar gá,
þig kann margur dárinn sjá.“
„Fari dárinn sem hann kann:
eg skal mig til vökunnar fram."
„Far vel, far vel, dóttir mín,
slíkt gerði aldrei móðir þín.“
„Mamma kenndi mannganginn
- segir Jóhann
Þ. Jónsson,
ritstjóri Skákar
„Tímaritið SKÁK kæmi
ekki út í dag, ef það ætti
ekki hauka i horni, nnga
menn, sem leggja hönd á plóg
inn í útgáfustarfseminni bæði
með efni og styrk", sagði Jó-
hann Þ. Jónsson ritstjóri
skáktímaritsins Skák, þegar
við hittum hann á förnum
vegi í vikunni og tókum hann
tali til að fræðast af honum
um útgáfu skáktimarita hér-
lendis, en eins og kunnngt er,
hafa fslendingar undanfarið
tekið þátt í mörgum erlendum
skákmótum með góðum ár-
angri.
„Hvenær var fyrst gefið út
skáktímarit á Islandi, Jó-
hann ?“
„Það eru 70 ár liðin síðan,
en árin 1900 og 1901 kom
út skáktímaritið „f uppnámi".
Það var Taflfélag Reykjavík-
ur, sem gaf það blað út, mest
fyrir áeggjan Williard Fisk-
es, og mun hann hafa kostað
útgáfuna, en blaðið var prent
að í Flórens á ftalíu, og var
ritstjóri þess Pétur Zóphanias
son. Félagið var stofnað alda
mótaárið, og er þvi 70 ára um
þessar mundir, og einmitt
núna stendur yfir afmælismót
Taflfélags Reykjavíkur. „f
uppnámi" var ákaflega virt
blað, og þýzka skákblaðið
„Deutsche Schakzeitung"
taldi það á sínum tima vera
eitthvert bezta tímarit um
skák, sem þá kom út í Ev-
rópu.
Skáksamband íslands var
stofnað 1925 á Akureyri, og
fslenzkt skákblað kom út i 2
ár eftir stofnun sambandsins.
Árið 1935 hófu svo Akureyr-
ingar útgáfu á Skákblaðinu,
en árið eftir er útgáfa þess
flutt til Reykjavíkur og kom
þar út í 2 ár. Árið 1940 kom
út Nýja skákblaðið, gefið út
af Sturlu Péturssyni og Óla
Valdimarssyni. Það kom einn
ig út í 2 ár. 1947 gáfu Árni
Stefánsson og Gunnar Ólafs-
son út tímaritið Skák, en þá
yfirtók Skáksambandið útgáf
una og hélt henni áfram til
1950. Sveinn Kristinsson og
Þórir Ólafsson gáfu út Skák-
ritið 1950—53, en árið eftir
hefur Skáksambandið enn á
ný útgáfu á Skák, og stóðu að
því aðallega Birgir Sigurðs-
son, Friðrik Ólafsson og Ein-
ar Th. Mathíesen, en 1955 tók
Birgir Sigurðsson einn við því
og rak það fram á mitt ár
1962, en þá tóku við því Guð
mundur G. Þórarinsson, Arin
bjöm Guðmundsson og ég, en
þeir tveir hættu eftir hálft ár,
og síðan hef ég einn gefið rit-
ið út, samhliða verzlun minni
með ýmis skákáhöld og
fleira".
„Hvað kemur Skák oft út
á ári?“
„Hugmyndin er, að það komi
út 12 sinnum á ári, og það
tókst 1968 og 1969, en í ár
hafa tölublöðin verið dregin
saman í 3 blöð, og næsta blað
kemur út i október."
„Hvenær vaknaði þessi mikli
skákáhugi þinn, Guðmund-
ur?“
„Ja, ég lærði að tefla 6 ára
gamall. Mamma kenndi mér
mannganginn, en ég var orð-
inn 17 ára, þegar ég gekk í
Taflfélag Reykjavikur. En
þegar ég lærði fyrst, kom
það til af því, að þá gekk
skákalda yfir Vesturbæinn,
þar sem ég átti heima, og
strákamir, félagar mínir,
voru aUtaf að tefla, og mig
langaði til að vera með, og
bað því móður mína að kenna
mér mannganginn."
„Hvemig er feessum skák-
áhuga þínum tekið á heimil-
inu?“
„Það hefur ríkt skilningur á
þessu á heimili mínu, bæði af
hálfu konu minnar og barna.
Nei, ég kenndi henni ekki að
tefla, hún kunni manngang-
inn fyrir."
„Hefur þú ekki sjálfur tek-
ið þátt í skákmótum?"
„Jú, víst áreiðanlega. Frá
1958—63 tók ég þátt i mótum
og núna tek ég þátt í afmælis
móti félagsins."
„Hvernig gengur svo útgáf
an, Jóhann?"
„Það mættu vera fleiri
áskrifendur, og þeir eru eig-
inlega alltof fáir miðað við
hinn mikla fjölda, sem teflir
skák á Islandi. Annars er
ákaflega erfitt að halda riti,
sem þessu gangandi, og ég
álít það hreint kraftaverk hjá
Birgi Sigurðssyni, hversu
lengi hann entist við útgáfu
þess. En eins og ég sagði í
upphafi, myndi Skák ekki
koma út í dag, ef blaðið ætti
ekki marga velunnara, unga
menn, sem lagt hafa hönd á
plóginn við útgáfu blaðsins,
bæði með efni og annan
styrk," sagði ritstjóri Skák að
lokum, um leið og við kvödd-
um hann, og hann hvarf sjón-
um okkar út í mannhafið i
miðborginni. — Fr. S.
A
förnum
vegi
Jóhann Þ. Jónsson, ritstjóri
tímaritsins Skák.
(Myndina tók Sv. Þorm.)