Morgunblaðið - 24.09.1970, Síða 14

Morgunblaðið - 24.09.1970, Síða 14
 á í 14 MORG-UNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SBPT. 1970 Prófkjöriö i Reykjaneskjördæmi: Frambj óðendur kynntir UM næstu helgi, laugardaginn 26. september og sunnudaginn 27. september fer fram í Beykjaneskjördæmi prófkjör Sjálfstæðis- flokksins til ákvörðunar á framboðslista flokksins við næstu Alþingiskosningar. í framboði við prófkjörið eru 18 rnanns. Hefur Morgunblaðið ákveðið að kynna frambjóðendurna til glöggvunar fyrir þátttakendur í prófkjörinu. Fyrir frambjóðendumar var lögð eftirfarandi spurning: Hvert er viðhorf þitt til þjóðmálanna og starfa Alþingis? Fara hér á eftir svör 9 þeirra, en svör hinna 9 munu birtast í blaðinu á morgun. Axel Jónsson fulltrúi, 47 ára, Kópavogi. Maki: Guðrún Gísladóttir. Halda ber áfram þeirri stefnu, sem viðreisnarstjórnin markaði 1959. Vert er að rifja upp í fáum orðum hvernig umhorfs var þeg- ar vinstri stjórnin hrökklaðist frá í árslok 1958, því nú heyr- ast raddir um nauðsyn á vinstri stjórn að afloknum kosningum. í árslok 1958 blasti við algjört öngþveiti í efnahagslífi lands- manna, þrátt fyrir að það ár var eitt mesta aflaár fram að þeim tíma. Efnahagslíf okkar naut ekki trausts hvorki innan lands né utan. Margþætt höft og bönn drápu í dróma sjálfsbjarg- arviðleitni landsmanna. Vinstri stjórnin stefndi að þvi að rjúfa samstarf okkar við vestrænar þjóðir um varnir landsins. Land helgisdeilan bakaði þjóðinni margþætta erfiðleika. Viðreisnarstjórnin tókst á við þann vanda, sem við var að etja. Alhliða uppbygging atvinnuveg- anna hófst, sem leitt hefur til að fyrsta stórvirkjunin er risin og samhliða hafin stóriðja, stórfelld uppbygging atvinnutækja til lands og sjávar hefur átt sér stað. Efnahagslíf okkar nýtur trausts og viðurkenningar. Lausn landhelgisdeilunnar með vinsamlegum milliríkjasamning- um firrti þjóðina bráðum voða og tryggir henni rétt til fiski- miða sinna. Aðild okkar að Efta opnar islenzkum fram- leiðsluvörum greiðari leið að markaði milljónaþjóða. Undir forustu Sjálfstæðismanna hefur meirihluti Alþingis reynzt þess megnugur að takast á við einn mesta vanda, sem að íslenzku efnahagslifi hefur steðjað vegna aflabrests og verðfalls á afurð- um okkar á árunum 1967 og 1968. 1 stað þess að hlaupa frá vandanum eins og vinstri stjórn in gerði, snterist mieiiriihluti Al- þlngis gegn erfiðleikunum og forðaði þjóðinni frá áföllum. Áfram ber að halda við alhliða juppbyggingu atvinnuveganna og jgera þá fjölbreyttari, á þann hátt verðum við betur búnir að næta tímabundnum erfiðleikum, sem öðru hvoru munu að okkur steðja. Mestú varðar að unga fólkið hafi óbilandi kjark og trú á landið og framtíð þess. Skapa ber æskunni sem bezt skilyrði til undirbúnings þess að takast á við vandamál framtíðarinnar. Benedikt Sveinsson hæstaréttarlögmaður, 32 ára, Garðahreppi. Maki: Guðríðnr Jónsdóttir. 1 sjálfstæðismálum þjóðarinnar er ég eindregið fylgjandi nor- rænni og vestrænni samvinnu. Okkur Islendingum ber að minn ast þess, að það er engu síður mikils vert að gæta fengins sjálf stæðis en afla þess. Þvi ber okk- ur að rækja frændsemi við frændþjóðir okkar og efla vin- áttuböndin við vinaþjóðir okk- ar. í heimi vaxandi tækni og fram fara verða Islendingar að gæta þess að dragast hvergi aftur úr, heldur beizla tækni og þekk- ingu til aukins velfarnaðar. Undirstaðan verður að vera traust menntakerfi þar sem auk- in áherzla verður lögð á tækni og vísindagreinar. 1 atvinnumálum ber að efla hina hefðbundnu atvinnuvegi, á grundvelli frjáls framtaks. Þá ber að halda áfram sókn þeirri sem hafin er með virkjunum vatnsfalla og nýtingu annarra auðlinda landsins. Auka þarf fjölbreytni atvinnuveganna, heil brigt atvinnulíf er grundvöllur þess að þjóðinni allri farnist vel. Mörg stór verkefni bíða ís- lenzku þjóðarinnar, eitt af þeim er barátta til viðurkenningar á rétti okkar til landgrunnsins. Höfuðáherzlu ber að leggja á velfarnað einstaklingsins. Treysta þarf stöðu hans í þjóð- félaginu en jafnframt að sjá svo um að hann hafi stuðning af þjóðfélaginu, þegar á bjátar, og hafa að leiðarljósi, að ríkið er til vegna þegnanna, en ekki öf- ugt. Það er og verður hlutverk Al- þingis að móta stefnuna í þjóð- málum. Því er mikilsvert að þang að veljist til starfa menn og kon ur er starfi í þeim anda er fram kemur i Islandsljóðum Einars Benediktssonar: Trúðu á sjálfs þíns hönd, en undur eigi. Upp með plóginn. Hér er þúfa í vegi. Bókadraumnum, böguglaumnum breyt í vöku og starf. Eggert Steinsen rafmagnsverkfræðingur, 45 ára, Kópavogl. Maki: Steinunn Steinsen. Á sviði þjóðmála koma mörg verkefni til úrlausnar, sumt dæg urmál, sem þarfnast skjótrar úr- lausnar, en önnur verkefni sem miða að varanlegum endurbótum í þjóðlífinu, þarfnast oft mikils undirbúnings. Eitt höfuðviðfangsefni þjóðar- innar á komandi árum hlýtur að verða að tryggja svo fjárhags- lega afkomu sina að sveiflur i aflabrögðum hafi ekki slík áhrif á þjóðarbúskapinn, sem þær hafa haft til þessa. Þetta verð- ur að mínum dómi bezt gert með þvi að efla svo iðnaðarfram- leiðslu landsmanna að hún geti orðið verulegur liður i útflutn- ingnum. Til þess að svo megi verða þurfum við að nýta þær auðlind- ir landsins, sem nú eru ekki nýtt ar nema að takmörkuðu leyti, svo sem orku fallvatnanna, jarð- hitann og kanna til hlítar hvort ekki gætu verið hér málmar eða önnur verðmæt efni, sem vinna mætti úr jörðu. Skref í rétta átt eru rannsóknir þær sem nú fara fram varðandi möguleika á því að reisa sjóefnaverksmiðju á Reykjanesi. Þessi mál munu koma mikið til kasta Alþingis á komandi árum og er það þýðingarmikið að þar séu menn, sem aflað hafa sér þekkingar á þessum sviðum. Það er mjög mikilvægt að þing menn geti sjálfir myndað sér skoðanir á þeim málum sem þeir eiga að fjalla um en þurfi ekki í því efni að vera eingöngu háð- ir utanaðkomandi sérfræðingum, en þeirra álit getur mótazt af öðrum skoðunum á þjóðmálum en þingmaðurinn hefur án þess að hann geti dæmt þar um. Ég tel þvi nauðsynlegt að á Alþingi sitji menn af sem flestum sviðum þjóðlífsins og með sem flestar tegundir menntunar. Einar Halldórsson bóndi, 60 ára. Setbergi, Garðahreppi. Maki: Elísabet Reykdal. Afstaða mín til þjóðmála markast af þeirrii skoðun minni að mesta vandamál okkar þjóð- félags isé að nýta nútíirruatæfeni í iðnaði og igeta nýtt o<kkar afla úr sjó og á landi, því ek'kert þjóð- félag getur orðið efnahagslega vel stætt á hráefnisfpamleiðslu. Varðandi viðhorf mitt til Al- þingis er því að svara að ég tel að starf þingmiannisinis sé að vinna fyrir sitt kjördæmi og þjóðfélagið í heild, fylgjaist vel með öll-u athafnalífi og vanda- málum sveitar- og bæjarfélag- anna. Elín Jósefsdóttir húsmóðir, 55 ára, Hafnarfirði. Maki: Óskar Illugason. Viðhorf mitt til þjóðmálanna og starfa Alþingis er þetta: Ég tel höfuðnauðsyn á því, að stjórnmálaflokkarnir reyni að ná samstöðu um lausn þeirra mála er varða þjóðarheildina. Svo sem: Auknar framfarir í atvinnu- málum. Að setja hömlur á dýrtíðina í landinu. Vemdun landsins og öryggi. Þá met ég mikils að unnið sé að lausn vandamála af festu og forsjá, en minni tíma eitt í það að troða skóinn niður af póli- tískum andstæðingi. Ingvar Jóhannsson framkvæmdastjóri, 39 ára, Ytri-Njarðvík. Maki: Halla Einarsdóttir. Lausn undanfarinna efnahags örðugleika og baráttan við verð- bólguna, eru þeir þættir þjóð- málanna, sem eru nú efst á þaugi. Á árunum 1966—68 kom þörf okkar fyrir sterka og sam- henta forystu á sviði stjórnmála, betur í Ijós en nokkru sinni fyrr. Þar sýndi Sjálfstæðisflokk urinn í forystuhlutverki að hann er eina aflið í íslenzkum stjórnmálum, sem hefur áunnið sér traust þjóðarinnar og var þeim vanda vaxinn að gera þjóð- inni kleift að komast yfir geig- vænlega efnahagsörðugleika og hefja nýja sókn til bættra lífs- kjara. Lausn verðbólguvandans hef- ur jafnan strandað á ábyrgðar- leysi stjórnarandstöðunnar og pólitískri misnotkun vinstri afl- airunia é verkialý'ðlsihiiieyfiinigiu-nini oig seinlæti atvinnurekenda á að viðurkenna réttmætar kaup- hækkanir. Þetta ástand hefur leitt til langvarandi vinnustöðv- ana og síðan til óraunhæfra kauphækkana sem ekki hafa reynzt vera þær kjarabætur, sem vænzt var. Þetta ástand get- ur aldrei lagazt nema línurnar skýrist í íslenzkum stjórnmálum. Sú staðreynd að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur aldrei haft meirihluta vald á Alþingi, en er Samt sem áður það afl sem næst kemst því, leiðir af sér að hann getur ekki að fullu komið fram stefnuskrá sinni. Vinstri flokkarnir sem eru nú að minnsta kosti fjórir, hafa vegna innbyrðis sundrungar og valdabaráttu aldrei getað unnið saman af heilindum og dreng- skap. En margt bendir til þess að sameining vinstri flokkanna myndi leiða til þess að línurn- ar skýrðust og einfölduðust í ís- lenzkum stjórnmálum. Þar sem tveggja flokka kerfi er, leikur enginn vafi á því hver ber ábyrgðina, á því sem gert er eða ógert látið, og fær því sá eini ábyrgi aðili dóm af verkum sín- um. Sumum kann að finnast ein- kennilegt að sjálfstæðismaður skuli halda fram þessari skoð- un, vegna þess að því er oft haldið á loft að sundrung vinstri aflanna tryggi valdaað- stöðu Sjálfstæðisflokksins. En í mínum huga myndi megin þorri hins almenna borgara fagna einföldun kerfisins og ábyrgari og sterkari forustu eins flokks og um leið einum ábyrg- um stjórnarandstöðuflokki. Tveggjaflokka kerfið mun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.