Morgunblaðið - 24.09.1970, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 24.09.1970, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPT. 1970 — Hr. Rick á von á yður. Hann bað mig að vísa yður á herbergið yðar og bað yður svo að hitta sig úti. Maðurinn brosti, framkoma hans var lotningar- full, en um leið vingjarnleg, eins og honum vœri það persónulegt áhugamál að láta Raeburn finna sig vera þarna velkominn. — Hr. Rick bað mig afsaka, að hann skuli ekki koma sjálfur, en hann hefur verið veikur. Læknirinn hefur fyrirskipað honum að liggja fyrir nokkra klukkutima daglega. — Ég vona, að hann hafi gott af þvi, sagði Raeburn. — Já, en þetta er erfiður sjúk dómur, og það er vont að fá hr. Rick til að fara sér varlega. En 23. Fyrsta merki þess var fallegt járnhlið í nokkurri fjarlægð frá veginum, og lítill dyravarðabú- staður hjá. Fyrir innan hliðið var stöðuvatn og fyrir handan var það sjálft Churtons Ward. Reabum hafði nú lítið vit á húsagerðarlist, enda þótt hann kynni vel við rauðan múrstein, en hinsvegar kannaðist hann við auðæfi í sjón, og Churton Ward bar þau með sér — þar hringlaði allt af peningum, líkast ógleym- anlegri tónlist. Nýlega málningin á húsinu, slétt malarbrautin, þar sem ekki vottaði fyrir iligresi, og svo slétt og rólegt húsið, bar vott um hið sama. Þegar hann stöðvaði bílinn fyrir framan dyrn ar með súlunum, datt honum í hug, að þó aldrei nema Guest og kunningjar hans í Wimbledon væru í góðum efnum, þá væru þeir þó ekkert í samanburði við manninn, sem gæti leigt svona bústað. Þegar hann hringdi opn aði maður i hvítum jakka dyrn ar. — Er hr. Rick heima ? — Já. Er það hr. Raeburn? — Já. við vonum nú, að hann sé að hressast. — Hafið þér verið lengi hjá honum? — Nei, bara síðan hann kom til Englands og tók þetta hús á leigu, fyrir svo sem fjórum mán- uðum. Þetta var einkennilegt, þvi að maðurinn hafði talað um Rick eins og gamall fjölskyidu- þjónn. Þeir gengu nú yfir þykk ar gólfábreiður og maðurinn opn aði herbergi. — Þetta er her- bergið yðar, herra minn. Ég vona að þér segið mér til, ef þér þarfn izt einhvers. Enn virtist maður- inn hafa sérstakan áhuga á, að allt væri í lagi. Síðan lokaði hann dyrunum og fór út. Her- bergið var stórt, með kínverskri gólfábreiðu, sem glitraði í sól- skininu, sem streymdi inn um háu gluggana. Loftið var þungt af rósailmi, og stór skál með rós um í stóð á borðinu. Gegnum rósailminn mátti greina ofuriít- inn þef af húsgagnagljáa. Rae- burn tók upp vasaklútinn sinn og strauk honum yfir skrauthill- una ofan á fataskápnum. Klútur inn var jafnhreinn eftir sem áð- ur. Það leyndi sér ekki, að þjóna liðið hjá Rick var vandvirkt ekki síður en viðkunnanlegt. Hann leit á annað borð, þar sem stóð krystalsflaska og kanna. Hann opnaði flöskuna og þefaði úr henni. Viskí og vatn. Við hlið ina stóð lokuð fata með is. Þetta var líka einkennilegt. í Englandi var venjulega sódavatn með vískí inu, en sem sannur Skoti, þá drakk Raeburn víski annaðhvort óblandað eða með vatni. Það hafði hann gert í samkvæminu hjá Guest. Hafði Rick tekið eftir þvi? Það var varla hugsanlegt. En þarna var nú samt kalt vatn. Hann opnaði dyr og þar var fyrir baðherbergi. Þar var bað- ker á gólfinu, en skrautleg steypa í horninu, en stór skáp- ur með gati á að ofan, reyndist vera gufubað, en í öðrum skáp voru alls konra snyrtimeðöl, allt frá Chanel-baðsalti til nudd- hanzka. Rick hlaut að vera fyrir mynd að „manninum, sem átti allt“. Raeburn stóð og virti fyrir sér brosandi alla þessa viðhöfn, sem kringum hann var, en þá varð hann þess var, að einhver var kominn inn í svefnherberg- ið að baki honum. Enda þótt hann heyrði ekkert hljóð, fann hann alveg á sér, að þarna var einhver á ferð, og hann gekk snöggt fram í herbergið. Maður- inn í hvíta jakkanum var að taka upp úr töskunni hans. Task an virtist heldur litil og lúin og hafði ekki annað inni að halda en það, sem hann þurfti til einn- ar nætur. Maðurinn lagði nátt- fötin á rúmið. — Þakka yður fyrir. Nú vildi ég gjarna tala við hr. Rick. — Sjálfsagt. Viljið þér koma hérna. Raeburn kinkaði kolli — Hvað heitið þér? — Barker, herra. — Allt í lagi, Barker. Viljið þér fara á undan. Hann elti svo manninn, fullur áhuga. Rick var á garðhjallanum að húsabaki. Skammt fyrir neðan garðinn rann áin Avon. Og þar vissi Raeburn, að var einhver bezta silungsveiði á öllu land- inu. Rick lá aftur á bak í garð- stól, með fæturna hátt uppi. Við brikina á stólnum var festur ein hver slynglegur útbúnaður, sem Raeburn þekkti, að var áhald til að halda veiðiflugum. í þetta á- hald var fest ein fluga, sem Rick hafði verið að laga til. Rick veifaði hendi brosandi. — Halló, hr. Raeburn. Gaman að sjá yður. Afsakið ef ég stend ekki upp. — Vitanlega. Þeir tókust í hendur. Rick hafði þennan NAUÐSYNLEG BOK TILVALIN .. TÆKIFÆRISGJOF Hrúturinn, 21. marz — 19. april. Fer ekkl betur á þvi að þú dragir inn seglin um hrið og gerist samvizkusamur. Nautið. 20. apríl — 20. mai. Ef þú átt einskis annars úrkostar, skaltu verzla I kvöld, annars ekki fyrr en í fyrramálið. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Hver sem er getur leikið á þig þessa dagana. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Fjármálin hvíla þungt á þér, of þungt. Reyndu að vera dálítið léttúðugri. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Reyndu að fara út úr bænum, ef þú nennir. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Hugur þinn hefur ætíð staðið til náttúruverndar, ef himintunglin segja rétt fyrir. Haltu áfram á þeirri braut. Vog^n, 23. september — 22. október. Það er ekki allra að fara í fötin þín. Láttu engan standa þér á sporði. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Ef enginn réttir þér hjálparhönd, er réttara að þú kippir líka að þér hendinni, er óskyldir leita á náðir þínar. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Hvernig litist þér á að rcka erindi annarra um hríð, og fara að græða? Nú er tækifærið. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Það er arðvænlegt í kringum þig. Hvaðan þetta fé kemur er ekki glöggt, en það er engu líkara, en það sópist að þér. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Eitthvað kemur þér ákaflega á óvart. Einhverjar stórgleði-fréttir eru í aðsigi. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Hver, sem segir þér, að þú eigir ekki að vinna þetta verk eða liitt, ekki að aðhafast þetta eða hitt, hlýtur að eiga einhverra hagsmuna að gæta. Það átt þú líka. Treystu eingöngu á sjálfan þig. dræma kanadíska málróm, sem Raeburn mundi eftir, og nú virt- ist hann betur hvildur en verið hafði í samkvæminu, en auðséð var samt, að hann hafði verið — og var kannski enn — mjög sjúk ur maður. Andlitið var hrukkótt og virtist innfallið, og undir sói- brunanum var yfirliturinn ekki hraustlegur. En bros hans var eðlilegt og hlýtt. Hann kinkaði kolli að garðstól og Raeburn sett ist. — Eruð þér veiðimaður, hr. Raeburn? — Ekki gæti ég haldið því fram. Þó hef ég borið það við í Skotlandi. Silung og lax. Venju- lega í óleyfi. — Væri ég hraustur, skyldi ég fara til laxveiða í Skotlandi. Eða jafnvel í Noregi. Ég kann ekki við þetta siðmenningarvatn. Að mínu áliti ættu veiðiár að vera handa hverjum, sem kærir sig um. Hann leit niður á Avon. — Jú, ég borga fyrir hálfrar mílu veiðirétt hér. Að veiða smá silung á silungastöng getur ver- ið gaman, að minnsta kosti fyrir fariama mann. Hann brosti, en það var ofurlítil beizkja í rödd- inni. Raeburn var fullur samúð- ar. Rick hafði talað alveg út frá hans eigin hjarta um „siðmenn- ingarvatnið". En lengst norður í Skotlandi var veiðiþjófnaður ekki reiknaður til syndar frem- ur en smygl. — Hvaðan eruð. þér úr Skot- landi, hr. Raeburn? Hvar var það, sem þér veidduð? Mark fór að skýra frá þvi og Rick að koma með spurningar, og eftir tíu mínútur talaði Raeburn ekki um annað en tiltektir sínar á unglingsárunum, og viðureign veiðiþjófa og veiðivarða. —- Þér ættuð að hitta veiði- vörðinn minn. Sniðugur maður og hefði sjálfsagt getað staðið í yður. Kannski gætuð þér líka gefið honum einhverjar bending ar. Rick hló. Hann lét sem hann hefði haft mjög gaman af þessu samtali, sem hafði komið honum burt frá elli, veikindum og pen ingum ásamt ábyrgð, og til æsku áranna áhyggjulausu. Raeburn varð hálfilla við, er hann upp- götvaði, að þetta var af ásettu ráði gert hjá Rick. Hann hafði verið að reyna að fá hann burt frá efninu og að öðru, sem hann hefði gaman af að tala um. Og þetta tal hans áður um „siðmenn Varahlutir í Rambler Classic '63-'65 Höfum fengið mikið magn af varahlutum í Rambler Classic (svo sem boddýhluti og vélahluti). Upplýsingar í síma 81387. SPEGLAR TÆKIFÆRISGJAFIR Komið og veljið gjöfina. Fjölbreytt úrval. Verð og gæði við allra hæfi. LUDVIG STORR SPEGLABÚÐIN. Laugavegi 15. Símar: 1-96-35.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.