Morgunblaðið - 07.10.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.10.1970, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBKR 1970 ,Tek á mig ábyrgðina’ Hussein konungur Aðeins um eitt var að ræða, segir hann í viðtali við brezkan blaðamann „Ég gaf skipunina. Ég valdi nýjiu stjómina. Ég tiek alla ábyrgðina á mig.“ Þetta sagði Hussein Jórdaniukon- ungur í einkaviðtali er blaða maður brezka blaðsins Sun- day Times, Murray Sayle, átti við hann þegar borgara- stríðið í Jórdaníu stóð sem hæst. Hann ræddi við kon- unginn í rúma klukkustund í sumarhöll hans í Homar, um 12 km frá Amman. Konungur inn, sem er 34 ára, var þreytu legur og virtist hafa elzt um tíu ár. Hussein hélt áfram: „Þeir gáfu mér engan annan kost. Ég hef gert það sem ég varð að gera. Svo var komið, að þegnar mínir, sem lifa undir erlendu hernámi í Jerúsalem, bjuggu við tíu sinnum meira öryggi á heimilum sínum en fólk, sem býr í Amman, höfuð borg okkar. Israelsmenn á samyrkjubúum hafa aðeins þurft að reyna agnarögn af þeim vandræðum, sem við höf um orðið að glíma við núna. Við gátum ekki haldið svona áfram. Ég vann eið að því að halda uppi lögum landsins. Ég ætla að sjá um að þeim sé framfylgt." Konungurinn fór ekki í launkofa með mannfallið í bardögunum. „Tala fallinna gæti orðið allt að 2.000 — við vituim það ekiki nákvæimleiga ennþá. Tjónið, sem orðið hef- ur í borginni, er býsna um- fangsmikið. Það nemur að minnsta kosti 5 milljónum punda, kannski miklu meiru. Herinn hafði skipun um að hlífa borgurum og valda eins litlu tjóni og mögulegt var, en mótspyrnan var miklu meiri en við gerðum ráð fyrir. Hún dróst á langinn vegna utanaðkomandi afskipta.“ Hussein hélt áfram: „Það er erfitt að biðja hermenn að vinna orrustu án þess að valda nokkru tjóni á víg- vellinum. Nokkur brögð hafa orðið að rupli og ránum, en ekki mikil. Við tökum mjög hart á öllu slíku þar sem yfir því hefur verið kvartað. — Þegar fólk sér það magn vopna og skotfæra, sem skæruliðar höfðu í Amman, og gerir sér grein fyrir undir búningnum, sem þeir höfðu unnið að fyrir bardagana, hlýtur það að spyrja, hvers vegna létum við viðgangast að ástandið kæmist á þetta stig. Ég get aðeins svarað því til, að eftir júnístríðið — júníáfallið — var ég svo upp tekinn við að byggja upp her inn, og einbeitti mér að end- urheimt glötuðu svæðanna . . — Ég vildi frá byrjun, að ef til andspyrnu kæmi, þá ætti hún að vera undir eftir- liti, hún átti að vera skipu- lögð. Það er réttur allra þjóða að berjast gegn her- námi. Ég styð enn heiðarlega andspymumenn, hinn heiðar- laga „f'edaya“ (sfeæruliðla). Ég lit enn á mig sem fedaya. — Öllfuim mótBietndiniguim, sem eru til staðar I Araba- heiminum, var ýtt inn í land okkar, og við erum að reyna að láta landið halda áfram á þeirri braut, sem hún var á. Stjórnmálamennirnir, sem við höfðum völ á hér, voru af þeirri manngerð, sem er ekki nógu sterk. — Þeir töluðu um and- spymu gegn Israel, en ísrael kom þessu máli ekki við. Það sem um var að ræða, var að völdin yrðu hrifsuð burtu. Mér var það alltaf ráðgáta, hvað þeir áttu við með „pales tínsku byltingunni." Ég gat vel skilið palestinska and- spyrnu, en ekki palestínska byltingu. — Við gátum ekki skilið sundur þá sem voru sannir fedayar og þá sem voru á- hangendur stjómmálahreyf- inga í Arabaheiminum. Við voru reiðubúnir að styðja alla lögmæta andspyrnu, en ekki þá sem voru að reyna að tortíma landinu, sem hafði skotið skjólshúsi yfir þá. -— Það sem var að gerast var alveg út í hött. Hér var andspyma, eða eitthvað sem átti að kallast andspyma, og allt var gert sem í mannlegu valdi stóð til þess að útrýma virðingu og stuðningi okkar eigin þjóðar. Ef einum tíunda hluta þeirrar orku, sem skæruliðar beittu I Amman, hefði verið beitt á herteknu svæðunum, byggju Israels- menn ef til vill við minna ör- yggi en þeir gera núna. — Ég skipaði ríkisstjórn, sem þeir völdu svo til alveg sjálfir (stjórn Rafais, sem konungurinn vék frá dag- inn eftir að bardagamir hóf- ust), og herráðsforseta (Mas- hur Hadithi hershöfðingja), sem stóð í einhverju sam- bandi við þá. Þetta var loka- tilraun mín til þess að færa ástamdið í skynsamlegt horf. En vandamál okkar færðust í aukana. Daoud fráfarandi frá farandi forsætisráðherra ját- aði hreinskilnislega fyrir mér að hann hefði ekki gert nokk urn skapaðan hlut til að leysa innanlandsvandamálin af því að allur hans tími hefði farið í viðræður við þessa menn. — Á laugardaginn (20 sept ember) átti að efna til alls- herjarvericfialls, sem senini- lega átti að leiða til bylting- ar. Á hinn bóginn hafði hver einasta deild landhersins og fiughersins orðið fyrir að- kasti og ögrunum, fjölskyld- um hermanna hafði verið mis þyrmt og ráðizt var inn á heimili þeirra. Ég átti fullt i fangi með að hafa taumhald á þeim. Deildir voru ekki leng ur deildir í hernum heldur Skæruliðaforinginn Arafat og Hussein konungur. reiðir einstaklingar, sem hót- uðu að taka lögin í sínar hend ur.“ Hussein talaði af stolti um frammistöðu hermanna sinna, bæði gegn skæruliðum og Sýr lendingum. „Eins og þú veizt er herinn bæði mannaður Pal estmumönnum og Jórdaníu- mönnum,“ sagði hann, „en ekki er eitt einasta dæmi þess að deildir eða herflokkar hafi neitað að gera skyldu sínia. -— Þetta hafa verið hörmu- legir dagar, en kannski er það huggun, að ástandið get- ur aldrei orðið eins og það var. Við höfum tækifæri til þess að byrja upp á nýtt, til þess að byggja upp landið. Gömlu sitjiórramiáliaimieininiimiir fá aldreii aftur tækifæri til þesis að ota sínum tota eins og þeir gerðu. Við fáum aftur borg- aralega stjórnmálamenn, en ekki í bráð. Ég vil, að þjóð- in fái sómasamlega fulltrúa til þess að hún geti aftur sam einazt eins og herinn hefur staðið sameinaður síðustu dag ana. — Það eru enigir Sýrlend- ingar lengur í Jórdaníu, og við ætlum að ræða við Iraks- menn um framtíð þeirra hér. Margir Iraksmenn fundust meðal skæruliða á götum Amman, og enda þótt her þeirra væri hlutlaus í bardög unum, bárust mörg vopn frá- svæði þeirra. Við ætlum að tala við þá.“ Konungurinn kvaðst ætla að leggja til að „heiðarlegir fedayar" yrðu náðaðir, en hin ir, sem reyndust standa í sam bandi við „utanaðkomandi“ öfl, yrðu settir bak við lás og slá. Þótt skæruliðar hleyptu af fyrsta skotinu með sprengjuárás á útvarpsstöð- ina í Amman og losuðu kon- unginn við „síðustu þung- bæru ákvörðunina", taldi hann, að skæruliðarnir ætl- uðu að taka völdin í Jórdan- íiu í síniar hieodiuir eftir að- eins nokkra daga eða vikur. Hann sagði, að skotgrafir þær sem skæruliðar hefðu grafið og byrgi er þeir hefðu reist til þess að draga átök- in á langinn, bæru með sér, að þeir hefðu fengið hemað- arlegar leiðbeiningar og þjálf un erlendis frá. „Það getur jafnvel verið, að við höfum kínverskan fanga,“ sagði hann. Konungurinn sagði, að heil mörg skjöl hefðu náðst af skæruliðum og „aragrúi vopna og skotfæra" og að stjórnin hefði heilmikið lært um fyrirætlanir skæruliða. „Við höfum orðið furðu lostn ir yfir því, hve undirbúning- ur þeirra var langt kominn," sagði hann. „Ég komst að þvi, að liðþjálfinn, sem ók böm- um mínum, og matreiðsilumað- urinn hérna í höllinni, voru báðir félagar i neðanjarðar- samtökum skæmliða. Þeir voru báðir teknir höndum í Swailsh, þorpi nokkru í fjög- urra kílómetra fjarlægð, og þar hafði verið safnað saman miklum birgðum af vopnum, skotfærum og eldflaugum. Þeir ætluðu bemsýniliega að gera beina árás á höllina, ná henni á sitt vald og mér senni lega um leið.“ Aðspurður, hvort hann teldi að hættan á þvi að hann yrði ráðinn af dögum hefði aukizt, sagði Hussein: „Langafi minn liggur grafinn í Aksa-bænahúsinu í Jerúsal em af þvi hann neitaði að gera hrossakaup um réttindi þjóðar sinnar, og ég hef alltaf reynt að ganga sömu braut. Ég flý ekki undan byssukúl- um. Auk þess held ég að ég sé ekki nógu fljótur að hlaupa.“ Frá viðræðum Daouds fyrrverandi forsætisráðherra og skæruliðaforingjans Arafat er Hussein minnist á í viðtalinu. Með þeim á myndinni er Mona, dóttir Daouds, og eigin- maður hennar, sem er Palest ínumaður. Lnghentir menn ósknst og maður til að aka sendiferðabíl. Trésmiðjan Víðir, íbúð ósknsl tíl leign 3ja—4ra herb. íbúð óskast nú þegar. Upplýsingar í Fíat-umboðinu, sími 38888. nucivsincnR #^»22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.