Morgunblaðið - 07.10.1970, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.10.1970, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1970 11 Ekki þarf að segja, að unga fólkið hugsi ekki stundum og spyrji um trúmál. Hér á eftir fer samtal, sem birt var í amerisku blaði nú í sumar. En þar eru eins og margir vita fjölmargir trú- flokkar og kirkjudeildir fyr- ir utan allan þann fjölda fólks, sem komið er frá ýms- um löndum hins svonefnda ó- kristna heims, og flytur með sér trúarsiði sina og til- það er að segja trú þeirra. Ekkert þeirra var í neinni kirkjudeild né mundi hafa verið talið meðal kristinna manna af þröngsýnum kristn um kirkjumönnum allt fram á þennan dag, heldur heiðingj- ar. Víðsýni og umburðarlyndi í trúmálum er öllum mikil nauðsyn, ekki sízt þeim, sem telja sig vinna og lifa undir merkjum Krists sjálfs kon- Hvað getur kirkjan? beiðslu. Og margir álíta, að sín kirkjudeild, sín trú sé hin eina, sem frelsi, það er veiti kraft til friðar, heilla og ham ingju í hinum ýmsu vandamál um einstaklingsins og tilver- unnar yfirleitt. Samtal þetta er mjög eftir- tektarvert ekki sízt fyrir þá, sem vilja rígskorða alla svo- kallaða sáluhjálp, það er gengi og gœfu þessa heims og annars við sérstakar skoðan ir og kenningakerfi, sérstak- ar játningar og kirkjudeildir, sérstök trúarbrögð, og um leið útiloka alla aðra frá tím- anlegri og eilífri blessun Guðs. Þeim er gott að íhuga, að Kristur hrósaði Samverj- anum, kanversku konunni og rómverskum, heiðnum her- manni fyrir guðssamband, ungs frjálslyndis, kærleika og mildi og umbuðarlyndis. En Iítum þá á samtalið, sem gæti til aukins skilnings bor- ið yfiskriftina: „Rætt við kristinn mann“. „Þurfum við ekki að verða mótmælendur til þess að frels ast?“ „Nei, alls ekki. Ekki mundi ég eyða tíma né kröftum til að snúa þér til mótmælenda- trúar." „Trúir þú þá ekki að ann- að hvort Rómversk-kaþólska eða Grísk-kaþólska kirkjan geti frelsað fólk?“ „Nei, alls ekki." „Ég er nú til dæmis dóm- versk-kaþólskur og þessi vin- ur minn hérna er í grísk- kaþólskum söfnuði og svo seg ir þú, að hvorug þessara kirkna geti frelsað." „Alveg rétt.“ „Og þú, þú ert mótmælandi. Viltu þá ekki að við verðum mótmælendur líka eins og þú?“ „Nei, alls ekki. Ég hef aldrei óskað að snúa neinum kaþólskum, hvorki Grisk- eða Rómversk-kaþólskum tii mót mælendatrúar." „Nú, skil ég þig ekki. Þú hlýtur þó að trúa þvi að mót- mælendakirkjurnar geti frels að, er það ekki?“ „Nei, það geri ég einmitt ekki.“ „Nú, hvað þá? Nú er ég undrandi. Hverju trúirðu eig inlega?" „Kæri vinur, mótmælenda- kirkjur hafa ekki meira vald Kirkja i fögru umhverfi. til að frelsa en kaþólsku kirkjurnar, samkvæmt mínum skilningi.“ „Ja, hver mun þá verða hólpinn? Það eru aðeins þess ar þrjár miklu kirkjudeildir til, er það ekki, og svo sér- trúarflokkarnir? Varla eru þeir endilega hæfari til á- hrifa? Þetta er rétt, en samt end- urtek ég: Ekkert af þessum þrem miklu kirkjudeildum get ur frelsað sálir ykkar á nokkurn hátt, ef .. . „Ef hvað? Hvað þá?“ „Bíðið andartak." „Engin kirkja getur frels- að, en Jesús Kristur getur það.“ „Jesús?" „Já Jesús Kristur, andi hans, kraftur og kenning um miskunnsemi, kærleika og sannleika getur veitt manns- sálinni hið sanna frelsi eða það, sem kallað er frelsun." „Hvernig er hægt að sjá þetta?" „Jú, sjáið tii. MUljónir manna, kristinna þjóða ber- ast á banaspjótum haturs og hefnda og lifa í stöðugum ótta, angist og vansælu, finna hvorki frið né traust, né frelsi." „Skiptir þá engu máii í hvaða kirkjudeild við erum, ef við gefum okkur þessum kærleikskrafti Krists á vald og reynum að lifa eins og hann væri hið innra með okkur og stjórnaði orðum og athöfnum okkar?“ „Alveg rétt, getið þið þetta þá eruð þið frjálsir, kristnir, hólpnir eða hvað þið viljið nefna það, og þá skiptir nafn ið á kirkjudeUd ykkar svo ákaflega litlu máli. Þá finnið þið frið, öryggi og frelsi. Páll postuli lýsir þessu þannig: Sjálfur lifi ég ekki lengur, heldur lifir Kristur í mér.“ Meðeigandi óskast að litlu iðnfyrirtæki. Heppilegt fyrir vaktavinnumann. Aðilar sendi nöfn og símanúmer afgr. Mbl. merkt: „Aukavinna — 4250". Sendisveinn Röskur sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. Bókaverzlun Snæbjarnar Hafnarstræti 4. 6LÁÐB U R ÐA R F 0 LK A OSKAST í eftirlolin hverfi Freyjugötu 1-27 — Laufásveg 2-57 Laufásveg 58-79 — Lindargöfu — Hátún Hvertisgötu 63-725 — Laugaveg 114-171 Hverfisgötu 114-171 — Túngata Kirkjuteigur — Vesturgata 2-45 Skeggjagata TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA í SÍMA 10100 eftirstöðvar á 12 mánuðum. PHILCO þvottavélar, Vi útborgun, eftirstöðvar á 8 mán. PHILIPS sjónvarpstæki, kr. 5.000,00 útborgun, eftirstöðvar á 12 mánuðum. ?9 ?? HEIMSÞEKKT MERKI - HEIMSÞEKKTAR VÖRUR. þvottávélar - kæliskápar - frystikistur - þurrkarar -sjónvarps- tæki - útvarpstæki - segulbandstæki - HI/FI stereotæki - öll heimilistæki - rakvélar - Ijósaperur - flourpipur - hljóðritarar. ^ GLEBI ER AÐ GÓÐUM KAUPUM — EN ÖLUND AÐ ILLUM. ■ f i PHILCO«a» HEIMIUSTÆKI SF. HAFNARSTRÆTI 3 - SÍMI 20455 SÆTÚNI 8 - SÍMI 24000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.