Morgunblaðið - 07.10.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.10.1970, Blaðsíða 14
fc MORGUINBiLAÐIB, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBBR 1970 r 14 Sæbjörn Valdimarsson: Kvikmyndaþáttur Robert Wise í Hollywood Það virðist vera í tízku í Holly wood þessa dagana, að lýsa yfir væntanlegum gjaldþrotum stóru kvikmyndaveranna. Þetta er stað hæfing sem virðist ekki fjarri lagi, ef ástand þeirra er kannað nánar. Þögnin, aðgerðarleysið og tómleikinn er ríkjandi innan hinna víðu veggja upptökusal- anna. Hið fræga villta-vesturs stræti Paramount, er nú notað sem bila stæði, með timburhúsaröðum sin 'Um, krám og fangelsum. Og fjall, gert af mannahöndum, trjónar í baksýn. Metro hefur nú þegar selt á uppboði fræga leikbún- inga og eignir frá gullaldartím- unum. Almannarómur hermir að annað kvikmyndaver, enginn þor ir að geta hvert þeirra, sé nú búið að semja skrá yfir eigur sinar, með sömu áætlanir á prjón unum. í fögru veðri má næstum sjá hræfuglana hringa sig yfir Los Angeles. Á því liggur enginn vafi að á næsta ári eða svo verða miklar sviptingar í kvikmyndaiðnaðin- um. Átök eru hafin meðal for- ráðamannanna og fækkað hefur verið starfsliði eins og mögulegt er. Þá eru margir sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur farnir að fá léð fjármagn frá aðilum utan þessa iðnaðar, en leita þá fyrst til risaveranna er þeir hafa fullgert myndirnar, til þess eins að koma þeim í hið víðtæka dreifingakerfi þeirra. Þá er jafn vel algengara að þessir sjálf- stæðu framleiðendur fái léða pen inga þeirra stóru og forði sér svo eins langt og þeir komast frá Hollywood, líkt og Dennis Hopper er hann gerði „Easy Rider“, og nú síðast „The Last Movie“, sem hann tók i Perú. Þrátt fyrir þennan sannfær- andi vitnisburð til hins verra, þá er þessi stöðugi orðrómur um að risaverin séu að lognast útaf, of hvatvíslegur. Það eru, og gera má ráð fyrir að ætíð verði gerð- ar myndir sem óframkvæmanleg ar yrðu, án bæði hinna tækni- legu möguleika þessara kvik- myndavera og fjármagnsins sem þau eru fær um að útvega. Til þessa hefur sjálfstæðum fram- leiðendum ekki tekizt að fá lagt fram meira fé til myndar, af aðil Robert Wise. um utan kvikmyndaiðnaðarins, en um það bil hálfa milljón dala. Stórmyndir sem kosta fleiri millj ónir dollara þarfnast enn undir- skriftar kvikmyndavers sem get ur tekið á sig talsverða áhættu. Og það sem mikilvægara er, þá eru þessar myndir hvergi gerð- ar nema í risaverunum, vegna hinna stóru sviða, leiktjalda, búninga, og stundum sérstakrar tæknivinnu sem hvergi er fyrir hendi annars staðar. „The Andromeda Strain", sem er að verða fullgerð hjá Univer- sal er ein slíkra mynda. Robert Wise, hinn kæni leikstjóri og framleiðandi hennar, uppgötv- aði bók Michael Crichtons með- an hún var enn óþekkt og ákvað samstundis að taka hana til með- ferðar. Þar sem að síðustu mynd ir hans voru „The Sound Of Music“ og „The Sand Pebbles", auk „Star“, sem þá var enn ó- sýnd, fannst honum vera kominn tími til að forða sér frá þeirri ógæfu að vera stimplaður söng- leikjum og rómantik. The „Andromeda Strain", bauð upp á heiðarlega undan- komuleið, en byrjunarkostnaður var 350,000., fyrir kvikmynda- réttinn einan og 20th Century- Fox, þáverandi heimavöllur Wise, hafði litla trú á fyrirtæk- inu. Það er erfitt að segja til um hvort að Universal hafi bor- ið nokkuð meira traust til bók- ar Crichtons, sem þá var enn óútgefin, (en varð metsölubók), en þeir þörfnuðust Robert Wise. Þetta var áður en „Airport" hressti upp á fjárhag þess, og stjórnendur Universal ályktuðu að minnsta kosti myndi nafn Wise bæta álit manna á kvik- myndaverinu, sem þá hafði ekki gert sæmilega arðbæra mynd nokkur ár. Voru Wise tryggðar sex milljónir dala og boðið að hefja framkvæmdir. Fyrsti maðurinn sem Wise valdi sér til aðstoðar var Nelson Gidding, handritahöfundur sem oft hefur unnið með honum, („I Want To Live“, „Odds Against Tomorrow", „The Haunting"). Leikaraval Wise hefur örugg- lega valdið húsbændum hans þjáningum, því að enginn leik- aranna er úr þeim hópi sem kvik myndaverin sækja yfirleitt í, þeg ar ráðið er i aðalhlutverk stór- myndar á borð við þessa. Að visu eru þetta vanir leikarar af Ieiksviði, en líklegt er að nöfn þeirra hljómi ókunnuglega í eyr um íslendinga, Arthur Hill, David Wayne og Kate Reid. Val Wise stafar af þvi að ætlun hans er að leiksviðin verði aðalstjörn ur myndarinnar. Wise hitti í mark er hann réð Gidding til að semja kvikmynda handritið. Því allir sem málin þekkja segja að hann hafi verið sérs-taklega trúr söguþræði vís- indaskáldsögu Crichtons. Segir hún frá hópi vísindamanna sem starfa í leynilegri efnafræði- stofnun neðanjarðar. Verkefni þeirra er að einangra nýuppgötv aðan sýkil, sem drepur við snert ingu. Var hann fluttur til jarð- ar utan úr geimnum. Nokkur vel þekkt leikaranöfn munu draga úr áhrifum hópvinnu Vísindamannanna, og þar að auki stórskemma heimildarmyndaform ið sem Wise hefur gert myndina „Ég vil að leiksviðin verði stjörnur myndaiinnar", framleiðandinn og leikstjórinn Robert Wise (með gleraugu), við upptöku myndarinnar „The Andromeda Strain“. fræðinga Suður-Californiu, og hafa þeir nú þegar nýtt sér marg ar hugmyndir harus í sínum eigin tilraunastofum. Á meðan að myndatakan stóð sem hæst, lagði Wise undir sig þrjá risastóra upptökusali. Tveir voru undirlagðir hinni hugvits- samlegu neðanjarðar visinda- stöð, (með u.þ.b. þriggja millj. Atriði úr „The Andronieda Strain". i. Til þess að fá svip aðgerða vís indamannanna sem áþekkasta bókinni, fékk Wise annan gaml- an vinnufélaga í lið með sér, teiknarann Boris Leven. Teikn- aði hann öll leiksviðin og eins vísindatækin sem þar voru not- uð. Svo vel tðkst honum upp, að áður en myndatökunni lauk hafði hann hlotið mikið lof flestra þekktustu geimferðasér- dollara virði af raunverulegum vísindatækjum, fengnum að láni frá fyrirtækjum eins og North American Rockwell og Jet Prop- ulsion Labratory). En stærsti upptökusalurinn hjá Universal, Stage 12, geymdi kjarna mynd- arinnar, feikilegt geimfar á hæð við fimm hæða hús. Styrkur gamalreynds risavers sést m.a. i þeim velþjálfaða starfs Fimleikar drengja á Íþróttahátíðinni 1970 FIMM ungir kenmarar sýndu drengj afknkika á Iþróttaihátíðinmi 1970: Gísli Magnússon frá Vest- mannaeyjum, Kári Ánnason frá Akureyri, Bjönn Þór Ólafsson frá Ólafsfirði, Sigurður Dagsson og Þórhallur Runólfsson frá Reykjavík. Reykj a v í kurken n ar- amir, tveir þeir síðast nefndu, höfðu hópsýningu drengja, að mi'g minnir um eitt huindrað að tölu, Þetta, að drenigirnir voru ekki fleiri, eða inærri tíu sinnum færri en í hópsýnimgu telpnanna, segir sína sögu um það, hve mikið örðugra er að halda sam- an stórum hóp dreragja td æf- inga, heldur en telpum, þegar skóla er lokið og komið er langt fram á sumar. Um hópsýnmgu drengjanna er gott eitt að segja. Hún var iniurtðuMtil oig gekik alveg sómia- lamlega. Æfimgamar voru ein- fialdar, smekJklegar og snotrar við hæfi unigra drengja á hóp- sýningu. Þarna voru þó sýndar ,,staðæfingar“, sem alltaf verða taldar skilyrðislaus undirbúning ur fyrir áhaldaleikfimi og yfir- leitt allar íþróttir, hverju nafni, sem nefnast. Þessum æfinigum verður þó að stilla í hóf í hverri kennslu- stund, hvað tímalengd snertir, animars verða þær mjög leiði- gjarnar fyrir þörn og umgliniga. Fjölbreyttar æfingar á ýmsum fimleikatækjum eins og hestum, dýnu, köðlum, hringjum, svif.rá, tvíslá og fleiri tækjum, heilla meira huganm og laða æskuna meira til dáða, heldur en of lang- dregnar staðæfin,ga.r. Flokkarnir frá Vestmanmaeyj- um, Akureyri og Ólafsfi.rði voru fremur fámennir, en geta þeiirra mikil við það, sem þeir sýndu. Og eflaust eru kemnairaimir einn- ig góðir, enda þótt sú ályktun verði varla dregin skilyrðislaust af þessum sýningum. Dagskráin var of einhæf hjá þessum þrem- ur flokkum. Þetta var sami grautur í sömu skál eða einungia æfingar dýnu. Þetta verkaði of einhliða á merkilegri íþróttahá- tíð. Svona vinnubrögð hjá kenn- urum eru næsta undarleg og óskiljanleg. Ég hefi áður tekið það skýrt fram, að við svona tækifæri er erfitt og nærri ómöguiegt að sýna heila stunda- skrá. Það er heldur alls ekki niauðsynlegt og engimn tíimi til þess. En fynr má rota en dauð- rota. Þrír ungir og vaskir íþrótta kennarar sýna allir ekkiert an.n- að en stökk á dýnu. Ef til vill er þetta hrein tilviljun. Otg ég vona, að svo sé. Æfingar á dýmu eru auðvitað góðair út af fyrir sig. en þær eru bara alls ekkert meg inatriði umfram aðra fimleika. En ef lítil góðgimi og sanngirni hefði verið fyrir hemdi, hefðu ókunnugir mátt ætla, að við- komiandi keninarar litu svo á, að æfingar á dýnu væru það eina eftirsóknairverða í fimledkum nútímams, eitthvert „lífs-bal- sam“! Nei, tízkufyrirbærin í veröldinmi hafa aldrei látið á sig Ijúga! Að sjálfsögðu eru venjulega vaidiiir í sýnimgarflokka fremur fáir en efnilegir einstaklingar. Og við þetta tækifæri svikust þrír umræddir kennarar ekki um þetta. Drenigirnir voru fáir og á mjöig ólíkium aldri; nema í flokknum frá Vestma-nmaeyjum voru þeir flewtir, ef ekki allir 12 ára. í hinurn tveimur flokkun- um var samtíningur upplagðra úrvalsdrengja á ýmsum aldri. Ég tel að mjög hefði verið æski- legt, að emnþá fleiri kemnarar hefðu sýnt mun fleiri flok'ka á íþróttahátíðimni en raun varð á. Þar átti að siýnia meimenda- Framhald á bls. 18 krafti sem vinnur I hinum mörgu deildum þess. Leven hefur sagt að aðeins í Englandi og Holly- wood megi fínna nógu hæfa menn til þess að vinna úr hinum erfiðu teikningum hans. Sömu sögu er að segja úr tæknideild- unum, þar er endalaust verið að gera tilraunir með nýjar linsur, véiar og ljós. Þó að Diopter linsan sé ekki alveg ný af nálinni hefur hún aldrei verið jafn mikið notuð og í „The Andromeda Strain". I höf uðatriðum er hún glerplata, sem sett er yfir myndavélarlinsuna, en stækkar ákveðinn hluta myndarinnar og skýrir hann án þess að rangfæra hlutföllin, eyk ur bæði dýptar og fjarlægða- skynjunina. Kvikmyndatökumað ur myndarinnar, Richard Kline, áætlar að eitt af hverjum þrem atriðum sé tekið á þennan hátt. Að gera hvert sjónsvið sem raunverulegast, varð fijótt að á- stríðu. í þeim atriðum sem tekin ei'u innan geimskipsins, með sitt lokaða, yfirgripsmikla sjónvarps kerfi, voru sjónvarpsmyndirnar raunverulegar. Yfirleitt eru myndirnar „falsaðar" inn á skerminn, en mjó hvít eða pur- purarauð lina á milii hans og annarra hluta myndarinnar opin berar þá bragðið. En það sem fram kemur á sjónvarpstækjun um er leikið og sent út á venju- legan hátt á sjónvarpsrás geim- skipsins. Það sem skeður á skerminum er sterkur þáttur i myndinni, þar sést m.a. lífsbar- átta sýkilsins, hættulega, sem til allrar guðslukku þrífst ekki til frambúðar á móður jörð. Það má segja að þessi atriði séu hápunktur myndarinnar, og til að fá þau sem bezt úr garði gerð, sneri Wise sér til Douglas Trumbulls, sem var aöalmaður- inn að baki hinnar áhrifamiklu tækni sem notuð var í „2001: A Spece Oddyssey", Stanley Ku- bricks. Það er einungis á færi risa- vers að safna saman þeim upp- lýsingum, tækni og hugmyndum sem gera ,,The Andromeda Stra- in“ að veruleika. Það er einung- is á færi vinnukrafts risavera að berjast við hin endalausu, ólíku vandamál sem i ljós koma við gerð stórmynda. Það er þvi varla ástæða til að óttast um þau í bráð. Robert Wise hefur trú á fram- tíðinni og þvi fólki sem á að taka við. Hann hefur trú á að það sé staður til fyrir ungu kyn slóðina innan hinna, áður fyrr, ógestrisnu veggja kvikmyndaver anna. Reyndar telur hann að af- koma þeirra sé fólgin í hugrekki þeirra ungu, sem líkt og hann sjálfur, geti skapað sér góða að- stöðu. Því að Hollywood er ekki látin. Ekki enn. Hún bíður að- eins eftir nýrri blóðgjöf frá ann arri Sound of Music, eða kannski Andromeda Strain?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.