Morgunblaðið - 07.10.1970, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.10.1970, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBBR 1970 23 skáldagáfuna í vöggugjöf. Hún segir það sjálf svona: Ljóðþráin ljúfa lagði um mig arm, lyfft mér um ljósan heim, léttd mínum harm. Það var unun að heyra hana flytja kvæði og þulur bæði eftir sjálfa sig og aðra. Hún stóð þar svo yfirlætislaus, róleg og ör ugg, meðan orðin streymdu frá vörum hennar blaðalaust. Rödd in hennar var hrein og mjúk. Þá tókst vinátta með okkur og ánægjustundir urðu margar. Við vissum öll, að heimurinn hefur breytzt og við eigum bágt með að skilja margt í nútíma félagi, en við vitum líka, að hug sjón okkar um mannkææleika og góðvild í daglega lífinu, er ekki gamaldags en sigild, ef mað urinn á að vera hamingjusam ur. Þannig voru okkar samfund ir. Núna erum við aðeins þrjár eftir. Guðbjörg Kristjánsdóttir, sem var ein okkar, lézt fyrir hér um bil tveim árum þá 95 ára að aldri en full af lífsvilja, bein í baki, fín og falleg, mild og góð. Við söknuðum Guðbjarg ar mikið úr okkar litla hópi. Það var eitthvað sérstaklega hreint yfir Guðrúnu. Hárið var orðið snjóhvítt. Hörundið var ljóst og fínt, hendur mjúkar og hvítar eins og á ungling til síð ustu stundar. Hún var svip hrein, heilsteypt og góð. Guð rún var skáld. Hún sá, heyrði og hana dreymdi fyrir óorðnum hlutum. Það var oft eins og hún væri i öðrum heimi, eins og stendur í þulunum hennar: Líðum við um loftin blá lífið verður heilög þrá allt um kring má svæðið sjá sólargeislum vafið. Þrátt fyrir það vann hún öll sin skyldustörf og var sérstak lega verklagin. Hún minntist oft á bernsku heimili sitt í Sveinatungu og foreldra sína. Þar hafði hún dvalið alla sína tíð, nema þann stutta tíma, sem hún var í hús mæðraskólanum á Blönduósi, þangað til hún giftist Berg sveini Jónssyni, síðar verzlun armanni. Þau reistu bú í Reykja vík og eignuðust þrjár dætur. Eftirstríðsárin voru erfið, en með sameiginlegum dugnaði tókst þeim að skapa sér ágætt heim ili. Að heimilisandinn hefur ver ið góður vitum við, sem þekkt um Guðrúnu og Bergsvein. Þau höfðu verið sammála um frá fyrsta degi hjónabandsins, að enda daginn aldrei ósátt — og þau efndu það. Þau urðu fyrir þeirri sorg, að elzta dóttir þeirra dó af barnsförum og nýfædda barnið líka, en unga konan bað móður sína að annast eldra barn ið, sem var á öðru ári. Guðrún var elskuð, ekki að eins af manni, börnum og barna börnum. Tengdasynirnir vildu líka allt fyrir hana gera. Það var eins og hún seiddi til sín fólk, sem átti bágt. Seinustu ár in, þegar hún var orðin veik, fann hún sárt til, að tíminn ent ist ekki til að sinna öllum þeim, sem hún vildi hjálpa, og henni fannst það líka sárt að hafa ekki tima og næði til að yrkja. Svo gerðist það, að Bergsveinn veikt ist og lá lengi á spítala. Alltaf heimsótti Guðrún hann tvisvar á dag, hann óskaði þess. Þegar hann kom heim, var hún orðin mikið veik, en til hinztu stund ar vildu þau vera saman, hjálp uðust við nauðsynleg heimilis verk á meðan kraftar entust. Það er nú liðið eitt ár, síðan Bergsveinn lézt. Okkur fannst þá, að Guðrún væri líka öll. Hún var alltaf mild og góð, en veikindin ágerðust. Hún var hjá dætrum sínum á meðan mögulegt var, en lengst af var hún á spítala, síðast á „Grund", þar sem allir voru henni góðir. Nú er hún horfin okkur, og við söknum hennar sárt. Við vilj um ljúka máli okkar með henn ar eigin orðum úr einni þulu hennar: Og það er einmitt þessi stund, þegar ég er að bíða eftir dauðans einkafund, að ég veg mitt lífsins pund. Löndin hverfa, lokast sund lægir angri og kviða. Allir skuggar út í geiminn líða. Huganum birtist helgisýn herrans náð og miskunn skín, hann borgaði fyrir brotin mín, úr benjum sé ég drjúpa, við krossinn vil ég krjúpa. Hér er enduð ævin min, ekki er þörf að kvarta. Ég sé nú inn á sólarlandið bjarta. Vinkonur. Fi'ú Guðrún Jóhannsdóttir, skáldkona, andaðist snemma morguns þann 29. september s.l. Ungur kynntist ég Guðrúnu, vegna tengsla hennar við fjöl skyldu mína og var hún mér strax kær og góður vinur. Ég var heimagangur á heimili henn ar og Bergsveins eiginmanns hennar og naut þar i ríkum mæli þeirrar gestrisni og hlýju, sem jafnvel barnssálin ein finnur bezt og sáði Guðrún þar mörgum frækornum, sem ég mun seint gleyma. Skilningur hennar á börnum og heimilislífi var einstakur enda var Guðrún trúuð kona. Mér fannst hún gefa svo mikið. Kærleikur og hjartahlýja voru þar í öndvegi. Maður varð ósjálf rátt betur þenkjandi eftir hverja samverustund með henni. Hún var starfsöm kona, sem féll aldrei verk úr hendi, enda kunni hún bezt við sig við skriftir eða hannyrðir að dagsverki loknu og liggur þar margt fagurt lista verk eftir hana. Hún sendi m.a. frá sér fimm ljóðabækur og er þar að finna mörg gullkorn úr penna Guðrún ar. Móður minni og systkinum var Guðrún einkar kær og eigum við margar minningar um ánægjuleg ar samverustundir liðinna ára. Fyrir allt það vil ég nú þakka af heilum huga og það er hugg un harmi gegn dætrum hennar, tengdasonum og barnabörnum, hugljúfar minningar um góða móður og ömmu, sem að vissu leyti var sérstök sakir mann kosta sinna og hæfileika. Frú Guðrún Jóhannsdóttir var fædd 21. júní 1892 í Sveinatvngu. Foreldrar hennar voru sæmdar hjónin Ingibjörg Sigurðardóttir og Jóhann Eyjólfsson, sem síðar bjuggu að Brautarholti á Kjal arnesi, en við Brautarholt var Guðrún lengst af kennd þó að hún flyttist þangað ekki fyrr en 1915 og væri alla tíð sannur Borgfirðingur. Hún var elzt átta systkina og þurfti því snemma að taka til hendinni, því mannmargt var löngum á hennar heimili. Eftir lifa nú aðeitns fjögur systk ina hennar. Þau Helga, Lára, Vagn og Skúli og fósturbróðir Jóhann. Hún giftist Bergsveini Jóns syni, 7. júní 1919. Þar tengdust tvær sálir svo sterkum böndum, að ég tel fátítt. Er Bergsveinn andaðist fyrir tæpu ári síðan má segja, að Guðrúnu hafi þá fund izt jarðvist sinni lokið, svo mjög unni hún honum, að söknuður inn bar hana ofurliði. Þau áttu saman 3 dætur, sem allar hafa borið foreldrum sínum og bernskuheimili fagurt vitni. Guðrún var þeirra elzt. Hún dó á bezta aldri og var öllum, sem til þekktu, mikill harmdauði. Hún var þá nýlega gift Jóni Hall dórssyni og áttu þau eina dótt ur, Steinunni, sem þá var tveggja ára. Steinunn ólst síð an upp á heimili ömmu og afa og er nú gift Árelíusi Harðarsyni. Hinar tvær dæturnar eru Guð björg, gift Halldóri Þórhalls syni og Ingibjörg, gift Magnúsi Erlendssyni. Góð kona er gengin, en minn ingin mun lifa um góðan sam ferðamann. Er hinzti svefninn hjarta stöðvar mitt, herra, sál mín þráir ríkið þitt. í arma þína andinn glaður flýr, um eilífð sæll í návist þinni býr. Þannig lýkur Guðrún einu kvæða sinna. Blessuð sé hennar minning. Hermann Bagnar Stefánsson. Skrifstofumaður Vanur áhugasamur skrifstofumaður óskast á stóra skrifstofu í Reykjavík. Hér er um að ræða vellaunað framtíðarstarf fyrir góðan starfsmann. Upplýsingar er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir 10. október merktar: „Skrifstofumaður — 3692", Aðalfundur Aðalfundur Stjómunarfélags Norðurlands verður haldinn að Hótel K.E.A., Akureyri, sunnudaginn 11. október kl. 14. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf .lagabreytingar o. fl. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. STJÓRNIN. Stjórnunarfélag IVorðurlands Greiðsluáætlanir, Dagana 9., 10. og 11. október 1970 verður haldið námskeið í greiðsluáætlunum fyrir stjórnendur fyrirtækja og fulltrúa þeirra. Staður Hótel K.E.A., Akureyri. Tími: Föstudagur 9. októ- ber kl. 14. Eftirfarandi atriði verða tekin fyrir: Hvers vegna gerum við áætlun? Hver er grundvöllur greiðsluáætlunar? Ennfremur rekstursreikninga, rekstraráætlanir. Efnahagsreikningar, fjármagnsstreymi o. fl. Leiðbeinandi Benedikt Antonsson, viðskiptafræðingur. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í slma (96 ) 2-15-20 eða (96) 2-16-11. — Komið — kynnizt — fræðizt. — Sendisveinar óskast hálfan eða allan daginn. Talið við afgreiðsluna, sími 10100. Mjólkin er bezt MEÐ ROYAL búöing Reynið ROYAL „Milk-shake" Leiðbeiningar aftan ú pökkunum mi 1:19 ■ Vestfirðingar! Vestfirðingar! Aðalfundir Klúbbanna ÖRUGGUR AKSTUR á Vestfjörðum verða að for- fallalausu sem hér segir: I. Á Patreksfirði — Hótel Sólberg — föstud. 9 okt. kl. 21.00. II. Á Flateyri — Samkomuhúsinu — laugard. 10. okt. kl. 16.00. III. Á Isafirði — Mánakaffi — sunnud. 11. okt. kl. 15.00. Dagskrá: 1. Ávarp formanna klúbbanna: Jóhannesar Halldórssonar, Páls Pálssonar og Guðmundar Sveinssonar. 2. Afhending viðurkenningar- og verðlaunamerkja SAM- VINNUTRYGGINGA 1969 fyrir 5 og 10 ára öruggan akstur. 3. Stutt erindi og umræður — framsögumenn Stefán Jasonar- son frá Vorsabæ — formaður LKL ÖRUGGUR AKSTUR — og Baldvin Þ. Kristjánsson. 4. Aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum. 5. Kaffiveitingar í boði klúbbanna. 6. Umferðarkvikmynd: „VETRARAKSTUR". Klúbbfélagar eldri sem yngri, fjölmennum! Allt áhugafólk velkomið! Stjómir Klúbbanna ÖRUGGUR AKSTUR á Vestfjörðum. SAUMAVÉL. Þetta nýja model hefur nú verið á markaðinum í 4 ár og líkað mjög vel. Miklar endurbætur hafa verið gerðar t. d. fleiri útsaumsmöguleikar, rennilásafóður, ein mynzturskífa í stað 20 áður. Sjálfvirk Z.ig Zag, sjálfvirk hnappagatastilling, ný og falleg taska. Ýmsar nýjungar — eins árs ábyrgð — íslenzkur leiðar- vísir — kennsla innifalin í verði. Viðgerða- og varahlutaþjón- usta. Verð aðeins ................................... kr. 9985,00 .nNnmniHimimim'immmhmiiiimiitiitmiMiitio aup imiliiumHiHtNHIHNHIHMtlHHIIlimmimmm inmitt««. mntitttittf. ittmmmtttf. miimmtmt* tittmtmttiHi iintmtttmtm itmmttitmm timmitmmi imttimmtti* btmtHtiitti* [tmtmm*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.