Morgunblaðið - 07.10.1970, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.10.1970, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1970 Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti — Minning Faedd 21.6. 1892. Dáin 29.9. 1970. Kveðja í dag er til moldar borin, frá Dór.ikirkjunni i Reykjavík, Guð rún Jóbémnsdóttir skáldkona frá Brautarholti. Hugljúf kona er horfin af sjónarsviðinu. Fyrstu kynni okkar Guðrún- ar hófust fyrir um það bil 35 árum, þegar ég og Guðrún (Rúna) dóttir hennar hófum nám í Kvennaskólanum i Reykjavík. Siðar, eftir að við Rúna gengum á hönd skátahreyfingunni og undum þar við leiki og störf, átti ég eftir að kynnast þessari mætu konu nánar, og þau kynni leiddu til vináttu, sem siðar náði til manns mins og barna. Ég tel það mikla gæfu að hafa kynnzt Guðrúnu. Hún og maður hennar Bergsveinn Jónsson, um sjónarmaður Sundhallar Reykja víkur, opnuðu heimili sitt fyrir vinum dætra sinna, og þangað var gott að koma, þar sem ís- Eiginmaður minn og faðir oJdkar, Þorsteinn Jónsson, Drápuhlíð 38, lézt 6. þ. m. Kristín Pálsdóttir og böm. Eiginmaður minin, faJir ok.kar og afi, Sigurður Gísli Bjarnason, Svanhól, V estmannaey jum, lézt 5. ofctóber. Þórdís Guðjónsdóttir, böm, tengdabörn og barnaböm. Maðurinn minm, faðir, tengda- faðir og afi, Björgvin Jónsson, Kársnesbraut 80, andaðist í Landakotsspítalam- um 5. október. Sesselja Sigvaldadóttir, börn, tengdaböm og bamabörn. lenzk menning og holl uppeldis- áhrif sátu í fyrirrúmi. Sjálf var þessi milda kona eins og sólar- geisli, sem alla vildi verma og öllum viidi hlynna að, enda ein- læg og sönn trúkona. Guðrún bjó yfir fegurðar- skyni í ríkum mæli og endur- speglaðist það í ljóðunum henn- ar og fallegu hannyrðunum, þar sem hugur og hönd léku saman. Þau hjónin, Guðrún og Berg- sveinn lifðu saman í hamingju- sömu hjónabandi, þar sem ríkti ást og einlægni í rúmlega hálfa öld, eða þar til hann lézt siðast- liðið haust. Eftir fráfall hans bar Guðrún aldrei sitt barr. Guðrún og Bergsveinn eign- uðust þrjár dætur. Elzta dóttir- in, Guðrún, eða Rúna eins og hún var kölluð, lézt í blóma lífs- ins frá eiginmanni sínum, Jóni Halldórssyni trésmíðameistara, og lítilli dóttur Steinunnir. Guð- björg er gift Halldóri Þórhalls- syni trésmíðameistara, og eiga þau þrjá syni. Yngsta dóttirin, Ingibjörg er gift Magnúsi Er- lendssyni fulltrúa og eru þeirra börn þrjú. Lát elztu dótturinnar varð þung raun fyrir þessa fjöl- skyldu, en Guðrún og Berg- sveinn urðu þeirrar gæfu aðnjót andi að fá að ala upp dóttur- dóttur sína, Steinunni. Hún mild Bróðir okkar, Kristjón Jónasson, Leikskálum, er lézt í Lanidspítalainum 30. september, verður jarðsung- imni frá Stóra- V afcnisihoms - kirkju laugardaginin 10. októ- ber kl. 2 e.h. Þeim siem vildu miranast hims látraa er berat á S tóra - V atrasihomski rk j u. Systkin hins látna. Hjartikær eigkumaður miiran, faðir, teragdafaðir, afi, fóstur- sonur og bróðir, Valtýr Kristjánsson frá Melabergi, sem andaíðist að heimili sfnu, Hringlbraut 92C, Keflaivik, verður jarðisunginin frá Kefla- víkur'kirkju föstiudaigiran 9. október kl. 2 e.h. Asta Sigurjónsdóttir, böm og tengdaböm, Ragnheiður Jónsdóttir og systkin. Eiginkona mrn og móðir okkar SIMÆRÚN HALLDÓRSDÓTTIR Grettisgötu 55 B, andaðist á Landsspítalanum sunnudaginn 4. þessa mánaðar. Jarðarförin fer fram frá Neskirkju laugardaginn 10. október kl. 10,30. Hailgrímur Halldórsson, Sigrún Hallgrímsdóttir, _____ ____________ Valgerður Hallgrimsdóttir. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, engdaföður og afa, VALDIMARS HAFLIÐASONAR húsasmiðameistara. Ljósunn Jónasdóttir, Auður H. Valdimarsdóttir, Einar B. Eymundsson, Iris J. Hall, Heiðar S. Valdimarsson, og bamabörn. aði hina þungu sorg afa og ömmu og varð þeim sem bezta dóttir. Steinunn er gift Arilíusi Harðarsyni múrara og eiga þau tvo syni. Guðrún, Bergsveinn og Jón, eiginmaður Rúnu, stofnuðu sjóð til minningar um hana, Minning arsjóð Guðrúnar Bergsveinsdótt ur, og gáfu Kvenskátafélagi Reykjavíkur. Ör þessum sjóði hefur verið varið fé til húsgagna kaupa fyrir flest skátafélögin í Reykjavík, og árlega er fjáröfl unardagur honum til eflingar. Fyrir alla þá velvild, sem Guð rún sýndi skátahreyfingunni fyrr og síðar, senda skátar í Reykjavík kveðjur sínar og þakkir. Ég og fjölskylda mín vottum ástvinum Guðrúnar frá Brautar holti okkar dýpstu samúð. Bless uð sé minning göfugrar konu. Áslaug Friðriksdóttir. Guðrún Jóhannsdóttir fæddist i Sveinatungu i Norðurárdal 21. júní 1892, elzt ellefu systkina og náðu átta þeirra fullorðinsaldri. Þau voru auk Guðrúnar, Guð mundur, Vagn, Eyjólfur, Helga, Sigurður, Lára og Skúli vel þekkt atorkufólk þau f jögur yngstu eru enn á lífi og sömuleiðis frænd inn og fósturbróðirinn Jóhann Jónsson. Foreldrarnir voru hjónin Jóhann Eyjólfsson og Ingibjörg Sigurðardóttir, annál uð fyrir dugnað og gestrisni enda þjóðkunn. Þau unnu það þrekvirki að láta byggja stein steypuhús í Sveinatungu árið 1895, það fyrsta sinnar tegund ar hér á landi. Bærinn stóð í þjóðbraut og því mikill gesta gangur og heimilið mannmargt. Sjálfsagt hefur elzta dóttirin fljótlega farið að hjálpa til við heimilisstörfin en Guðrún var alla tíð iðjusöm og hafði yndi af vinnu og hagleikskona frá bær. Stundum heyrðist mér þó, að hún hefði þegið fleiri tómstund ir frá heimilisstörfunum fyrir hugðarefni sitt, að ljóða vísu og kvæði eða eins og hún kvað sjálf: Þráinn segir; þú mátt skrifa þú mátt til að fá að lifa. En skyldan býður verk að vinna veit mig hafa öðru að sinna. Árið 1919 giftist Guðrún Berg sveini Jónssyni þá kaupmanni en seinna umsjónarmanni við Sundhöll Reykjavikur. Berg sveinn andaðist fyrir tæpu ári eða 18. okt. 1969. Þau hjónin eignuðust þrjár dætur, en misstu elztu dóttur ina Guðrúnu, sem var gift Jóni Halldórssyni, og við andlát hennar tóku þau litlu dóttur dótturina Steinunni að sér og ólu hana upp. Hinar tvær dæt urnar Guðbjörg og Ingibjörg eru giftar og búsettar hér í borg inni, Guðbjörg gift Halldóri Þór hallssyni og Ingibjörg gift Mag núsi Erlendssyni og Steinunn er gift Arilíusi Harðarsyni. Snemma bar á skáldgáfu Guð rúnar en 16—17 ára orkti hún fyrstu samfelldu vísurnar. Þekkt ust varð Guðrún Jóhannsdóttir fyrir þulurnar sínar en þar kem ur glögglega i ljós orðsnilld og rímleikni hennar, einnig flutti hún mörg erindi í útvarpið. Sex bækur voru gefnar út eft ir hana, sú fyrsta árið 1927, tvær þulubækur, tvær ljóðabækur og tvær barnabækur. Lög hafa ver ið samin við ljóð Guðrúnar og líklega er þekktast: Vögguljóð Rúnu litlu eftir Sigurð Þórðar son en ég man hve innilega glöð Guðrún var, þegar hún færði móður minni nótnablað með lagi við: Ég fæddist upp til fjalla. Lagið er eftir S. Heiðar. Guðrún Jóhannsdóttir starf aði mikið fyrir Hallgrimskirkju fyrr á árum en aðalstarfssvið Guðrúnar var heimili hennar. Guðrún var viðlesin og gáfuð kona og gjörði sér glögga grein fyrir þjóðfélagsmálum. Það er bjart yfir fyrstu minn ingum mínum um Guðrúnu frá Brautarholti því þær eru bundn ar heimsóknum móður minnar til Guðrúnar og fengum við syst ur oft að fara með. Alltaf var þar eitthvað fallegt að sjá og skoða, ýmsir hlutir, teppi stór og smá, púðar og sitthvað, sem Guðrún bjó til úr ótrúlegustu efnum, en hagleiki og hug kvæmni mikil. Litir samstilitir og fagrir og birta og gleði yfir öllu saman. Þær Guðrún Jóhannsdóttir og móðir mín voru einlægar vin konur og áttu mörg sameiginleg áhugamál. Þær skrifuðust á, ef eitthvað mikið lá þeim á hjarta og bjuggu þó í sama bæ. Trúmál in voru þeim báðum kær og óþrjótandi umræðuefni svo og þjóðmál og skáldskapur. Þeim var það báðum styrkur að ræð ast við. Eftir andlát móður minnar varð ég vináttu Guðrúnar að njótandi, sem ég er henni þakk lát fyrir, ég gat treyst henni sem væri hún móðir mín. Snemma lærði Guðrún um mátt bænarinnar en í ljóði til móður minnar segir hún: — Þú mér að elska kenndir kærleikann. Þú kenndir mér að trúa á Frelsarann. Þökkium innilaga auosýnda siamúð og viraátibu við andlát og útför eiginmia/raras miins, föður og tengdaföður, Guðmundar Hannessonar, fyrrv. bæjarfógeta. Friðgerður Guðmundsdóttir, Jórunn Guðmundsdóttir, Hannes Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Garðar Guðmundsson, Kristín Bjarnadóttir, Þa/kka ollum viraum og vanda- mönniuim mér sýnda ágfcúð og vináttu í tiiefni af 80 ára af- mæli miniu 26. 9. 1970. Guð blesisd ykkiur öll. Valdimar Guðmundsson.. og til ömmu sinnar: Hún bænirnar lét mig lesa hátt og lofa skaparans dýrð og mátt. 1 mörg ár þjáði Guðrúnu sjúk dómur, sem olli mörgum legudög um á sjúkrahúsum en hún gerði lítið úr og talaði sjaldan um. Að loknu dagsverki er dásam legt að leggjast til hvildar og fela sig og sína góðum Guði. Minningin um göfuga, sannar lega kristna konu lifir og með ljóðlist sinni reisti Guðrún frá Brautarholti sér óbrotgjarnan minnisvarða. Blessuð sé minning hennar. Lyft minni sál í ljósið til þín, Faðir, lofaðu mér við hjarta þitt að dreyma. Gæzka þin ríkir gegnum aldaraðir geislar frá þinni náðarsólu streyma. Bænanna máttur biður oss að krjúpa bljúga að fótskör þinni og höfði drúpa. (Úr Ijóðinu Bæn.) Lára Sigiirbjörnsdóttir. „Vinir berast burt með tímans straumi." Við, sem eftir erum af alda mótakynslóðinni svokölluðu, er um nú óðum að hverfa. Þetta er lögmál lífsins. En hver vinamiss ir er sár og skilur eftir skarð. Nú er það vinkona okkar, Guðrún Jóhannsdóttir, skáld kona frá Brautarholti, sem er komin yfir landamærin, og okk ur finnst skarðið stórt í okkar litla vinahóp. Við vorum fimm konur, sem hittumst oft hin síð ari ár. Það var ekki gömul vin átta. Við mættumst á heilsuhæl inu i Hveragerði fyrir 10 árum. Það var eitt kvöld, að Guðrún var beðin að skemmta hælisgest unum. Guðrún hafði fengið Ininilieigar þakkir til allra ætt- irag'ja ag vkua, aem minntusf mín á áttræðfciafmæliniu mieð sfceytum, gjöfum ag hlýjium hiuig. Þorsteinn Kristleifsson. Iranilegiar þafckir til allra þeirra, siem heiðruðiu mdig mieð skieytum ag gjöfum á 70 ára afrraæli miíniu. Guð blesisi ykfcur öiL Jóhann Jakobsson, Setbergi, Stokkseyri. Inniieigusitiu þafckir aendi ég öllum þeim, siem glöddiu mig rnieð gjöfum ag heillaósfcum á 65 ára afmæli míniu. Elentínus Júlíusson. Innilegar þakkir til ættingja og vina sem héldu samsæti fyrir mig hér í Reykjavík á 50 ára afmæli mínu 28. september. Ólafur Backmann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.