Morgunblaðið - 07.10.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.10.1970, Blaðsíða 28
28 MORGUTíBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1970 L ástæðum viljað láta það liggja i þagnargildi. Hún var vel efnum búin, eftir þvi sem um er að gera hjá þessum sumargistihúss- höldurum. Skyldi það vera satt, að hún hafi átt ein sautján þús- und pund? — Er það, sagði Raebum. — Ég vissi, að þú mundir ekki staðfesta það. Sagði það bara til þess að sýna þér, að ég heyri sitt af hverju. — Hefurðu þá nokkurn tíma heyrt nokkuð um ungfrú Und- erwood, sem var einkennilegt eða grunsamlegt? — Nei, ég vildi óska, að ég hefði það. Þá gæti það komið að gagni og þú mundir muna eftir mér. En ég veit ekki neitt. Ég veit, að þið gætuð fyllt bæinn 33. hann var greindarlegur á svip- inn. Hver vissi nema hann gæti orðið að gagni. — Hvað áttirðu við með því, hvort rétt- arhaldið hefði verið uppgerð? Veizt þú eitthvað um fráfall ung frú Underwood? Sé svo, er það skylda þín að segja Werner fuli trúa frá þvi. — Ég veit ekki neitt — og auk þess lítur Werner mig hornauga. Ég er of hnýsinn. Rae burn smábrosti. — En ég veit, að ef þetta fráfall væri allt það, sem það sýnist, værir þú ekki hérna. Mér var að detta í hug, að hún hefði verið flækt í ein- hverja glæpastarfsemi og hefði svo framið sjálfsmorö, þegar böndin tóku að berast að henni og að þú hafir af einhverjum hérna af lögreglumönnum og lát- ið þá hamast í bæjarbúum, en þeir eru bara flestir aðkom- andi og fólk mundi halda hlífi- skildi yfir þeim. En með mig ger ir það ekkert til, þar sem ég er bæjarmaður og fólk er svo vant snuðrinu i mér. Heyrðu, þegar ég kem til London, skal ég skrifa um þín afrek í hverri viku. — Þú ert að minnsta kosti sæmilega framur, sagði Raeburn þurrlega. — Víst svo. Ég kæmist nú heldur ekki langt án þess. Var kerlingin drepin? Þú þarft nú ekki að svara því. En hvar finnst kannski kerling um fimmt ugt, sem ekki er áhyggjufull út af einhverju? Ef ég fyndist Verkstjóri og verkomaður óskast til starfa í vörugeymslu okkar. Upplýsingar í skrifstofunni Mjölnisholti 12 kl 5—7 í dag. Bananasalan. CHLORIDE RAFGEYMAR HINIR VIÐURKENDU RAFGEYMAR ERU FÁANLEGÍR Í ÖLLUM KAUPFELÖGUM OG BÍFREIÐAVÖRUVERZLUNUM. drukknaður á morgun mundi fólk segja, að það hefði verið af áhyggjum út af þvi að komast ekki að við eitthvert blað í London. — Þú talar nokkuð mikið, sagði Raeburn. Warham hætti öl'lu glensi og gerðist alvöruleg- ur á svipinn. — Það mundi ég ekki gera, ef ég hefði nokkra ábyrgðartilfinn ingu. Svei mér þá! Ég er eng- inn blábjáni. Ég vil bara gera þig hrifinn. Lofaðu mér að hjálpa þér ef ég get. En ég get það, mundir þú þá mæla með mér við eitthvert blaðið? Gæt- irðu það? Vitanlega yrði það mest undir sjálfum mér komið. — Gott og vel, sagði Rae- bum. Ég segi þér ekki neitt og viðurkenni ekki neitt. En ég skal gefa þér nafn og símanúm er. Haltu áfram að snuðra um ungfrú Underwood. Ef þú heyr ir eitthvað um hana eða fráfall hennar, sem gagn gæti verið i, þá hringdu í Whitehall 7100 og spurðu um Raeburn. — Hvernig finnurðu þessi dui nefni? sagði Warham. Finn- ur lögreglan þau handa ykkur, eða finnið þið þau sjálfir? — Við fáum alltaf skrá i sokk unum okkar á jólunum. — Það skal ég muna. Heyrðu nú, ef þú ætlaðir að drepa ein- hvern á bílgasi, hvernig feng- irðu þann sama til að kaupa slönguna sjálfur? Eða var hún bendluð við eitthvað, sem var í þann veginn að komast upp og gerði það raunverulega sjálf ? — Þú hefur símanúmerið, sagði Raeburn. — Hvenær sem þú verður einhvers vísari, þá hringdu mig upp. XV. Peter Loder var slituppgefinn og þurfti sýnilega að taka sér frí, en beinlínis veikur var hann ekki lengur. Hann hallaði sér nú aftur á bak í hæginda- stólnum i skrifstofu Mark Rae- burns. — Við skulum byrja á grund- vallaratriðunum, sagði hann, — á því, sem við vitum fyrir víst. 1 fyrsta lagi: Theotoeopoulis myrti Edith Desmond. Hann leit á Raebum, sem stóð úti við gluggann og reyndi að sjá á svipnum á honum, hvort hann væri samþykkur eða ósamþykk- ur en andlitið á Raeburn var álíka svipbrigðalaust og á Indi- ána. Loder yppti öxlum. — Já, andskotinn hafi það — hann hlýtur að hafa gert það. Hann er þannig maður og hann hefur haft svipað á samvizkunni áður. Hann laug að okkur og reyndi að búa sér til fjarverusönnun. Klúturinn hans fannst á staðn- um. Og hann hefur auk heldur játað. Við skulum nú ekki fara að vera alltof klókir. Að mínu viti er enginn vafi á þvi, að hann framdi morðið. En hann var fenginn til þess. Aftur leit — Jlamraa, nú hef ég sýnt bangsa hvemig á að opna ísskáptnn. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Þeir, sem eru leiðitamir hafa það sýnum betra í dag, en þeir, sem halda um stjórnvölinn. Nautið. 20. apríl — 20. maí. Haltu þig heima við, svo að þú farir cinskis á mis. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní. Haltu áfram fast um pyngjuna og reyndu að slétta úr misfeilum. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Það er vandalaust að eiga við vini sína, en samstarfsmenn eru ekki eins þjálir í meðförum. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Fljótt greiðist úr viðskiptaflækjum, en ágreiningur er meðal vina og vinnufélaga. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Þolinmæði er það haldbezta, sem þú átt til I dag. Sparaðu eins og þú frekast mátt. Vogin, 23. september — 22. október. Það gerist lítið í dag, en þér gefst tækifæri á að hressa upp á mannþekkinguna. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Það skiptir höfuðmáli að fara ekki með fleipur, og vera um leið háttvís á hirðmannavísu. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Tillitsleysi kunningjanna veldur smávegis ruglingi. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Alls kyns tilfæringar í sniði og á yfirborði krefjast tíma þíns. Einkamálin reyna á taugarnar og þú færð kannski fréttir, sem gera lítið til að gleðja þig. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Óvænt atvik breyta ýmsu, og þar á meðal leyndustu vonum þín- um. Haltu áfram eins og ekkert hafi í skorizt. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Forðastu allt kák í fjármálum. Þú færð styrk ef þú reynir að bæta ráð þitt. Loder upp, og enn gat hann ekkert fundið í svip Raeburns, hvorki uppörvandi né hið gagn- stæða. Og enn hélt hann áfram: — Allt andrúmsloftið kring- Æsláttapfapgjöld innanlands «k Jlfsláttup fypip tiópa Hópum 10—15 manna og stærri, er veittur 10%—20% afsláttur. Skrifstofur flugfélagsins og umboðsmenn um land allt veita nánari upplýsingar og fyrirgreiðslu. FLUGFÉLAG /SLAJVDS um morðið gefur þetta til kynna. í fyrsta lagi er það of hæpið, að Edith Desmond skyldi hafa verið myrt fyrir hreina til- viljun, rétt eins og einhver stelpugarmur að koma heim úr skrifstofunni sinni. Edith Des- mond var flækt í eitthvað og var þess vegna myrt. Að baki þessu morði liggja mörg og marg vísleg atvik. Þau ráku Evelyn Underwood út í sjálfsmorð. Hún hefur eitthvað verið við þetta rið in. Kannski hafa þær verið í félagi um einhverja fjárplógs starfsemi. En þar með er ekki allt upptalið. Einhver annar hef ur verið með þeim. Einhver, sem sigaði Theotocopoulis á Edith. Hamingjan má vita, hvernig að því hefur verið farið. Hvernig farið þið með kynæðinga? Nú talaði Raeburn I fyrsta sinn á tíu mínútum. — Er enginn vafi á að Theo- tocopoulis sé það? — Enginn mínnsti vafi. Við höfum farið gegnum skýrsl- urnar um hann í smæstu smá- atriðum. Hann kom hingað til lands fyrir sjö árum, og hann var fyrst kærður fyrir fimm ár- um. Hann réðst á stúlku við veð hlaupabrautina í Brighton og fékk þá sex mánuði. Ég hef les ið hraðritaða skýslu um réttar- höldin. Það var sérkennilegt mál. Vottorð báru það með sér, að hann væri vitgrannur og geð veikur. Honum var gefin ávísun á sjúkrahús, en auðvitað fór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.