Morgunblaðið - 07.10.1970, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.10.1970, Blaðsíða 19
MORGUN’BLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBBR 1970 19 Þorsteins þáttur Eyvindssonar Þorsteinn Eyvindsson er fædd ur 1910 á Stokkseyri sonur Ey- vindar Þorsteinssonar Oddsson- ar frá Sandprýði. Hann ólst upp í Hafnarfirði hjá Guðmundi Hólm en til sjós fór hann um tvítugsaldurinn með Þórarni Ol- geirssyni á togarann Venus, sem þá var nýr. Þegar Þórarinn hætti skipstjórn héðan frá Is- landi og tók togarann King Sol frá Grimsby fluttist Þorsteinn út til Grimsby og þar hefur hann verið síðan. Þegar King Sol var tekinn i stríðið, fór Þorsteinn háseti og bátsmaður á ýmsum togurum og að loknu stríðinu tók hann stýri mannspróf og síðan skipstjóra- prófið. Þegar hann hafði orðið skip- stjóraréttindin fékk hann togar ann Northern Duke sem North- Þorsteinn Eyvindsson ern Trawlers Ltd fyrirtækið átti. Með þennan togara var Þor steinn í 5 ár en þá tók hann Northern Prince og var með hann í 10 ár eða til 1965 að hann hætti sjómennsku. Þorsteinn Eyvindsson var afla maður ágætur og farsæll skip- stjórnarmaður en sjóinn stund- aði hann i hartnær 40 ár, en honum féll aldrei sjómennskan. Svo rammt kvað að þessum leiða á sjónum, að siðan hann fór í land er ekki hægt að segja, að hann hafi einu sinni horft til hafs. Tengdasonur hans á lysti- snekkju og er stundum að bjóða tengdaföðurnum með sér og mað ur skyldi nú halda að gamall togarajaxl tæki þvi með gleði að leika sér um borð í lystisnekkju. En það er meira en nóg sjóferð fyrir Þorstein Eyvindsson. Ekki það, að hann hafi nokkru sinni verið sjóhræddur eða sjóveikur nei, hann bara var orðinn svona leiður á sjómennskunni, að hann þolir ekki einu sinni lystisnekkj ur. Hugur hans stóð alla tíð til tréskurðar. Þar er hans líf og yndi. Ekki gafst mér kostur á að sjá tréskurðarverk Þorsteins, en húsið sem hann bjó i vitnaði um handbragð hans almennt við smíðar. Hann reisti það alger- lega einn. Hann þurfti svo sem ekkert að vinna, það sem eftir var ævinn- ar, hvort sem hún yrði löng eða skömm í landi, en hann var enn á góðum aldri 55 ára og tiltölu- lega lítið slitinn eftir sjóvolkið og streðið á togurunum. Hann undi svo ekki aðgerðar- leysinu og fór að byggja eigið hús. Hann átti reyndar hús og það mjög veglegt, en óþarflega stórt fyrir hjónin i ellinni, þeg- ar börnin voru íarin að heim- an, og hann reisti sér annað minna, bungalow — á næstu lóð, og reisti það með eigin höndum. Þar býr hann nú með konu sinni Önnu og tíkinni Sally, sem þau hjón vilja áreiðanlega að sé talin til heimilisins. Sally er nefnilega engin venjuleg tik. Hún er hroðalega stór og feit og hún er nú i megrunarkúr og hefur um hálsinn spjald sem á er letrað -— My good neigh- boiurts, pleaiae don’t feed irue — en nágrannarnir eru einmitt hættulegt fólk fyrir línurnar á Sally. Engum ókunnum manni tjáir að nálgast hús Þorsteins nema þau hjón komi honum til aðstoðar. Eins og áður segir stendur gamla húsið þeirra á næstu lóð. Sally telur það skyldu sina að gæta þess líka og það gerði hún svo rækilega, að þegar nýi eigandinn ætlaði inn i hús sitt í fyrsta skipti og reyndar í mörg fyrstu skiptin, því að Sally trúði því ekki nema mátulega vel að hann væri orð- inn eigandi hússins — komst hann ekki út úr bílnum sinum fyrir Sally. Þau hjón Þorsteinn og Helga urðu að hjálpa honum út úr bílnum meðan Sally var að átta sig á eigendaskiptunum — nú hefur hún gert það en gætir þó beggja húsanna jafnt. Sally vekur húsbónda sinn, Þorstein ævinlega 10 mínútum fyrir kl. 7 á morgnana, nema vitaskuld laugardags- og sunnu dagsmorgna, því að Sally fylg- ist vel með styttingu vinnutím- ans. Sally skilur ensku og það gerði hundur, sem Sigurður Þor steinsson átti líka — yfirleitt virðast Englendingar vera búnir að rækta hunda sína svo vel, að þeir mega sjálfir fyllilega fara að gæta sín, hvað vitsmun- ina snertir, hins vegar er lik- legt að þeir lafi eitthvað á því, að hundar þeirra geta ekki enn talað. Ef þau hjón fara að heiman jafnvel þótt þau séu fjarverandi allt að hálfum mánuði, þá hreyf ir Sally sig ekki af dyraþrep- inu. Hún liggur þar allan tím- ann og nágrannarnir færa henni matarskammtinn. Hann er mjög naumur nú, allt vigtað og mælt ofan í hana, vegna offitunnar. Sally er nú 11 ára og mér skild- ist að þau hjón gerðu sér vonir um, að hún lifði ein 5—6 ár enn. Þó að línurnar hafi brenglazt og liklegt sé að Sally hafi misst allt „sexappeal," þá er hún mjög virðuleg tík. I Hún er mjög hugsandi á svip- inn, þegar hún virðir gesti fyrir sér, og hyggur að öllu vand- lega — og fylgist með þvi, hvernig húsráðendur taka gest- inum — hún er reiðubúin til að skerast i leikinn, ef ekki reyn- ist allt með felldu. Þorsteinn Eyvindsson fór til Englands í miðri Kreppunni og með létta pyngju eftir unglings- árin hér heima. Hann kvæntist um þessar mundir og kona hans kom út til hans. Eftir eitt ár átti hann hús og bíl. — Síðan ég kom til Englands hefur mig aldrei skort neitt, sem Sjómannasíðan í umsjá Ásgeirs Jakobssonar Þessi veltekna mynd af vel- þekktu aldaniótaverkfæri fylgdi grein frá rússneska sendiráðinu. Greinin hét: Vísindalegar aðferð ir við fiskveiðar í Sovétríkjun- um og liófst á svofeildum orð- um: f fiskveiðum Sovétríkjanna á úthöfunum eru véltækni og sjálfvirkni nýtt í miklum mæli. . . . . Greinin er heimspekilegs eðlis og rituð í hinum sérkenni- lega rússneska sölvahelgasonar stíl. . . . dreifing fisksins í tíma og rúmi er að miklu leyti komin undir breytingum á ástandi hafs ins. . . . Það er meginregla í nú- tíma sovézkum fiskveiðum að veiða fisk skynsamlega. . .. til þess að fylgja fram þessari meg- inreglu er óhjákvæmilegt að skapa tilbúnar torfur nytjafisks og kunna að stjórna hegðan ég hef talið mig þurfa," segir hann. Þrátt fyrir þetta er Þorsteinn mjög mikill Islendingur og hrif inn af öllu sem islenzkt er. Hann var lika orðinn það full- orðinn, þegar hann fór frá Is- landi, að hann getur af eigin raun dæmt um þá erfiðleika, sem fylgja þvi að búa í þessu harð- býla landi — og jafnframt um kosti þess. Hann stundaði einn ig sjóinn upp við Island og hef ur aldrei slitnað úr tengslum við það og hefur þvi fylgzt með þeirri þróun, sem hér hefur orð- ið og finnst mikið til um hana. Þorsteinn segist mikið hafa lært í fiskimennskunni af Ágústi Ebenezarsyni, sem hann telur kunnugasta mann, sem hann hafi þekkt við Island á grunnmiðum. Ágúst átti sér „holur" hér og þar við landið til dæmis, eina mjög einkennl- lega út af Melrakkasléttunni. 1 þá holu tjóaði engum að fara nema Ágústi. Lengsta tog í sömu stefnu var 10 mínútna tog. Þegar Ágúst kom. í botninn á holunni, snarsneri hann skipi sinu eða sló því til, þannig að honum tókst einum manna að ná kola, sem hrannazt hafði upp innst í holunni og alveg fast við hraun jaðarinn. Hann gat mokað þarna upp kola, þó að enginn annar næði honum og gerði ekkert ann að en hengilrifa, ef þeir reyndu að fara í slóð Ágústs. Ágúst var einnig sérfræðing- ur í Pétursholunni við Vest- mannaeyjar og víðar átti hann sér holur, sem fyrr segir. Það er dálítið undarlegt, að Ágúst, sem var Vestfirðingur fæddur og uppalinn stundaði alla tíð veiðarnar meira fyrir Norð-aust landinu en fyrir vestan landið. Þau hjón, Helga og Þorsteinn, eiga þrjú böm, tvær telpur, fæddar á Islandi, báðar giftar ytra, og einn son Jón fæddan ytra. Hann er að ljúka prófi í rafmagnsverkfræði í London og skildist mér það vera einhver framhaldsgráða, því að Þor- steinn sagði, að hann fengi fimm stafi á eftir nafninu sínu, þegar hann hefði lokið því — Það er einhvað annað en ég fékk —. Þorsteinn er maður kátur og skemmtilegur og það eru þeir allir þessir kallar i Grimsby — og það eru aldnir sjómenn yfir- leitt hraustir, greindir, hlaðnir þeirri haldkvæmu lífsspeki, sem náttúran kennir þeim, sem um- gangast hana mest og starfa með henni -— og lífsviðhorf þeirra eru jákvæð -—• það er harkan sex sem gildir, segja þeir, en þeir hafa þó aldrei látið það sjónarmið drepa i sér hið mann- lega. Það er reyndar furða hvernig þeir hafa sloppið við að verða ómennskir þessir menn, sem urðu að berjast i framandi landi til vegs í grónum atvinnu vegi og þeim erfiðasta, sem um er að ræða nokkurs staðar. Lífs- baráttan lék oft erlenda togara- skipstjóra þannig, að þeir urðu grimmdarseggir, sem engu eirðu og ekkert virtu nema hörkuna, en íslenzkir togaraskipstjórar urðu aldrei þannig, hvorki þeir, sem til Grimsby fóru né þeir, sem börðust áfram hér heima. Þetta sýnir, hvað „húmanism- inn," er ríkur í Islendingum. Það er ekki hægt að þurrka hann burtu — jafnvel ekki um borð i togara á kreppuárunum. Afgreiðslustarf Röskur maður óskast til afgreiðslu- og útkeyrslu í kjörbúð. Maður vanur kjöti gengur fyrir. Umsóknir sendist Morgunblaðinu merktar: „4446", Slaifsstúlka óskast Starfsstúlku, vana bakstri, vantar í eldhús Kópavogshselís í hálfsdags vinnu. Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 41500. Reykjavík, 5. október 1970. Skrifstofa rikisspítalanna. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.