Morgunblaðið - 21.10.1970, Síða 14

Morgunblaðið - 21.10.1970, Síða 14
t- MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1970 Afkoma ríkissjóðs á árinu 1969 er hins vegar svo mikill, að nauð synlegt er að forðast slíkar breyt jngar, nema um brýna nauðsyn sé að ræða. Sum sendiráðin virð- ast í rekstri sínum alls ekki bafa tekið tillit til fjárlagaheimilda. Ströng gát hefur ekki verið höfð héðan að heiman á fjárreiðum sendiráðanna jafnóðum, þar eð þau annast iðulega alls konar greiðsilur fyrir ríkið, aðrar en eigin rekstrargjöld. Nú hefur hins vegar verið komið á nauð- synlegu eftirliti með þessum greiðaLum. Greiðsluheimildir atvinnumála ráðuneytisins að meðtöldum þeim þreytingum, sem sérstök lög leiða af sér, námu sem næst 891 millj. kr. Bókfærð rekstrar- gjöld urðu 991 millj. kr. en út- borganir á árinu námu 1.020 millj. kr. Umframgjaldfærslan kemur fram í framlögum tál land búnaðar, vegna uppbóta á út- fluttar landbúnaðarafurðir skv. lögum 29 millj. kr., til fram- ræslu og j arðræktarstyrkja 25 midlj. kr. og til skóla 10 millj. kr. f»á var í sambandi við lausn kjaradeilu sjómanna fallizt á það, að greiða á árinu úr ríkis- sjóði framlag til áhafnadeildar aflatryggingasjóðs 15 midlj. kr., sem ekki var gert ráð fyrir í fj árlögum, Heildarútgjaldaheimildir dóms- og kirkjumálaráðuneytisins námu 631 millj. kr. Bókfærð gjöld á árinu urðu 640 millj., út- gjöld vegna heilbrigðismála urðu 4 millj. kr. hærri en fjárlög ráðgerðu. Kostnaður við dóm- gæzlu og lögreglumál hefur fall- ið tid á árinu, sem nemur 16 millj. kr. umfram fjárveitingar. Stafar rúmur helmingur þeirrar fj árhæðar af rekstrarkostinaði umfraim áætlun hjá ýmsum em- bættum á vegum ráðuneytisins svo sem ýmsum fógetaembætt- um, lögreglustöð, landhelgia- gæzlu og umferðarmálum. Hms vegar urðu gjöld lægri en fjár- lög ráðgerðu á ýmsum öðrum liðum, t.d. löggæzlu, ýmsum dómsmálakostnaði og fleiru. Fjárlagaheimildir félagsméla- ráðuneytisins með þeim leiðrétt ingum, sem hér hafa verið gerð- ar, námu 2.491 millj. kr. oig gjald- færislur á árinu svo til sama fjár- hæð. Fjárlagaheimildir fjármála- ráðuneytisins náimu á árinu 1969 401 millj. kr. Sú fjárhæð er þó of há að því ieyti að þar er með- talin fjárveiting til að greiða framlag ríkissjóðs á móti lífeyris iðgjaldi allra starfsmanna rík- isins. Þetta mótframlag hefur verið gjaldfært hjá hverri stofn- un sem hluti af hennar launa- kostnaði, þannig að ofangreind- ar heimiMir eru oftaldar, sem nemur 46 millj. kr. og raun- verulegar útgjaldaheimildir því 355 millj. kr. Gjöld á vegum ráðuneytisins urðu hins. vegar 446 millj. kr. skv. rekstrarreikn- ingi eða 91 millj. kr. hærri en fjárlög ráðgerðu. Meginslkýring þess er fólgin í mun hærri vaxta útgjöldum en fjárlög gerðu ráð fyrir vegna hinnar óbagstæðu greið'slustöðu ríkissjóðs við Seðlabankann á árinu. Auka- framlag til Ríkisábyrgðasjóðs var 6 millj. kr., sem felur í sér mun betri afkomu sjóðsins en á árinu 1968. Útgjöld vegna ríkis- ábyrgða höfðu farið minnkandi ár frá ári frá því að lögin um Ríkisábyrgðasjóð voru sett þar tU á árinu 1968, er gerbreyting varð til hins verra. Urðu útborg- anir ’ úr sjóðnum umfram inn- borganir á því ári rúmar 155 millj. kr. og framlag ríkissjóðs til að stamda straum af þeim halla var 150 millj. Árið 1969 voru útborganir umfram innborg ánir 98 millj. kr. og framlag úr ríkissjóði 91 millj. kr„ en að auki kemur ábyrgðargjaldið 7 midlj. kr. 1969, sem telst meðal tekjuliða ríkissjóðs og sem við- bótarframlag til sjóðssins. Út- greiðslur sjóðsins á árinu 1969 urðu því 55 millj. kr. lægri en 1968, sem sýnir mjög batnandi laffcomu ýmissa ábyngðaraðila. Samtals námu útistandandi kröf- ur Ríkisábyrgðarisjóðs vegna van Skila í árslok 1969 577 millj. kr. Meginhluti útgjalda sjóðsins á árinu vegna ábyrgðarskulda var vegna síldarverksmiðj® eða 68 midlj. kr. Er orðin brýn nauð- syn að taka málefni Síldarverk- smiðja ríkisins og reyndar síld- arverksmiðja almermt til heildar endurskoðunar og gera sér grein fyriir því, hvort hægt er að hafa einhver not af þessum verk- smiðjum á næstu árum, því ekki sýnast horfur á, að brædd verði síld í náinni framtíð, og er þá aðeins um loðnuvinnslu að ræða. VanskEaskuldir Orkusjóðs juk- ust um 16 millj. kr. og nokkur hækkun varð á vanskilum vegna togaralána, en horfur eru á, að á næstu árum fáist endurgreidd ar þær rúmar 40 millj. kr„ sem lagðar hafa verið út vegraa tog- arams Narfa, þar eð önnur lán, sem á togaranum hvíla eru að mestu greidd upp og togarinn er nú í ágætu lagi. Engar nýjar greiðslux féllu á Ríkisábyrgðar- sjóð á árinu vegna Flugfélags ís- lands og eldri skuldir hafa verið greiddar að fullu á þessu ári. Útgjaldahe'imildir samgöngu- og iðnaðarráðuneytisins að með- töldum heimildum sériaga, námu rúmum 1000 millj. kr. en bók- færð gjöld urðu nær 1047 millj. Umframgreiðslur eru einkum fólgnar í rneiri árgjöldum af lánum til land'Shafna en áætlað hafði verið og 7 millj. kr. um- framútgjöldum flugmála. Útgj'aldaheimildir viðskipta- ráðuneytisáns samkvæmt fjár- lögum voru rúmlega 584 millj. kr. en bókfærðar eru á árinu 501 millj. kr. NiðurgreiðslUr á vörðuverði urðu 84 millj. kr. undix áætlun, aðallega vegna minnkaðrar neyzlu. Meginástæðurnar fyrir rekstr- arútgjöldum umfram heimildir fjárlaga 1969 og aðrar sérheim- ildií, eru þannig að mestu óvið- ráðanlegar, eins og vaxtagjöld af yfirdráttarlánum ríkissjóðs eða launhækkanir samkvæmt samningum eða lögbundin út- gjöld, svo sem skólakostnaður, framræsia og jarðræktarstyrkir eða útflutningsuppbætur. Heild- arumframgreiðslurnar nema þó ekki nema um 4%. Heildarmyndin af rekstrar- reikningi rikissjóðs árið 1969 er þessi: Rekstrartekj ur reyndust 7.455 millj. kr. en rekstrargjöld 7.590 miílj. kr. Rekstrarhalli varð því 135 millj. kr. Lánahreyf ingar inn umflram lánahreyfing- ar út fyrir ríkissjóð og A-hluta stofnanir var 655 miillj. kr. þar af vegna endurmats 31 millj. kr. gengismunar o.fl. Greiðslujöfn- uður ar jákvæður, sem nemur 459 millj. kr. og bætt viðskipta- staða á bankareikningum og sjóði varð 291 millj. kr. Til skýr ingar á þessum tölum er þó þess að gæta, að í árslok 1969 samdi fjármálaráðuneytið við Seðla- banka íslands um að breyta 500 millj. kr. af yfirdráttarskuld á aðalreikningi ríkissjóðis við Seðlr bankann í fast lán tií 5 ára. Þessi ráðstöfun hefur þau áhrif á töl umar, sem nefndar voru, að lána jöfnuður versnar, sem því nem- ur, en greiðslujöfnuður batnar að samia skapi. Sömuleiðis batn ar viðskiptastaða á bankareikn- ingum, Afkoma ríkissjóðs 1970 Mun ég nú í stórum dráttum gera grein fyrir horfum varð- andi afkomu ríkissjóðs á árinu 1970 eftir því sem bezt verður vitað, en þar sem margt getur enn gerzt síðustu 3 mánuði árs- ins, verður að taka allar slíkar á gizkanir með miklum fyrirvara. Fjárlöig ársins 1970 voru af- greidd með einungis 25 millj. kr. greiðsluafgangi og er það lítil- fjörlegur afgangur miðað við 9 milljarða króna fjárlög. I fjár- hagsáætlunum var byggt á for- senduim, ®em kunnar voru í des ember 1969, þegar fjárlagafrum varpið var endanlega afgreitt hér á Alþingi. Hins vegar var ekki gert ráð fyrir breytingum útgjalda, sem vænta mátti á ár- inu, t.d. vegna kjarasamninga ríkisstarfsmanna. Nú liggja fyrir tölur um rekst ur ríkissjóðs í þrengri merkingu fyrir 3 ársfjórðunga 1970 og greiðslutölur til dagsins í gær. Af þessum tölum og öðrum gögn um, sem fyrir liggja má fara nokkuð nærri uim afkomu ríkis sjóðs til ársloka ef ekkert óvænt gerist. Er þá miðað við greiðslu afkomu. Rekstrarafkoma getur orðið lítið eitt öðruvísi vegna reg'lna um tímasetningu á færsl- um tekna og gjalda. í gjaldahl'ið eru fyrirsjáanleg ar verulegar greiðslur umfram fjárlög. IVlestu munar um launa- hæ'kkanir, sem þegar eru ákveðn ar og verða varla minna en 200 millj. kr. Koma þar bæði til vísi töluhækkanir og svo 15% alls- herjar grunnkaupshækkun á laun opinberra starfsmanna, sem samið var um í sambandi við kjarasamningana í sumar. Þá hefur eininig vegna mikils kostn aðarauka sjúkrahúsa af völdum launiahækkana og annars tilkostn aðar orðið óumflýjanlegt að end urskoða daggjöld sjúkrahúsanna og er áætlað, að sjúkratrygginga útgjöld ríkissjóðs af þessum sök um hækki um 69 millj. kr. frá fjárlögum, og hækkun ellilífeyr is o. fl. bóta almanniatrygginga veldur 44 m. kr. umframgreiðslu. í fjárlögum hafði verið ákveðin 5,2% hækkun bóta almanniatrygg iruga, annarra en fjölskyldubóta, en fjölsikyldubætur voru hækkað ar um 27% með öllum börnum öðrum en fyrsta barni. Þótti mönnum almennt mjög lág þessi hækkun lífeyrisbótanna, em ekki var a'uð'ið að hækka þær meira miðað við afkomu ríkissjóðs þá, nema með nýnri tekjuöflun, Eft ir hinar almennu launiahækkanir í sumar ákvað ríkisstjómin að nota heimild gildandi laga og hækka lífeyrisbætur og aðrar skyldar bætur almannatrygging anna um 20% til viðbótar. Hafa ýmsir að vonum varpað fram þeirri spurningu, hvernig auðið hafi verið að hækka þessar bæt- ur á miðju ári svo mikið úr því það var ekki auðið í ársbyrjuin. Er því einfaldlega til að svara, að annars vegar var auðvitað með engu móti stætt á því að hækka öll aknenn laun i landinu nema laun ellilífeyrisþega, sem efnahagslega eru verst settir, og hins vegar er það staðreynd, að launaihækkanirnar sjálfar og stór aukin velta í þjóðfélaginu af þeirra völdum hefur bætt svo mjög afkomuhorfur ríkiissjóðs, að auðið er að standa straum af útgjöldum, sem tekjuhorfur í árs byrjun bentu til, að ógerlegt væri að standa undir. Vegna hærra verðs á landbún aðarvörum en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun má gera ráð fyr ir 50 m. kr. aukagreiðslu yegna lögbundinna útflutningsuppbóta á þessu ári. Þá er vitað um ýmis- ar smærri umframgreiðslur, sem verða varla innan við 40 m. kr. Vega j arðræktarstyrkir þar þyngst, en eininig munu verða töluverð umframútgjöld við fast eignamatið, svo að auðið verði að ljúfca því á þessu ári, óvænt útgjöld vegna skaðabóta og ýmis legt annað. Loks má gera ráð fyrir, að vaxtaútgjöld ríkissjóðs ai briáiðaibirigðaislbuld.um s'éu van- áætluð, varla irunan við 30 m. kr. Lofcs leiða umframtekjur af mörkuðuim tekjustofnum sjálf- krafa til umframgreiðSlu. Má bar nefna 30 m. kr. hækkun á launaskatti vegna húsnæðismála og 13 m. kr. framleiðslugj aldi af áli umfram áætlun, en þessir lið ir hafa ekki áhrif á afkomu rík- issjóðs í þrengri merkingu. Samtals má því gera ráð fyrir, að gjöldin verði um 475 m. kr. umfiram fjárlög. Þá hafa verulega breyttar for sendur síðari hluta ársins aukið tekjuíhorfuir ríkissjóðs frá því sem ráðgert vajr í desember 1969. í stað 8.397 m. kr. tekna í fjárlögum er nú gert ráð fyrir, að tekjur verði 9,1—9,15 milljarð ar króna eða 700—750 m. kr. hærri en fjárlög ráðgerðu. Mun ar hér mestu um 300—350 m. kr. hækkun 'akneninra aðflutn- ingsgjalda, 96 m. kr. hækkun tekjuskatta umfram fjárlagaáætl un, 128 m. kr. hækkun söluskatts 47 m. kr. hækkun á bagnaði Áfengis- og tóbaksverzlunar rík isins, 30 m. kr. hækkun launa- skatts, 28 m. kr. hækkun á stimp ilgjaldi og 13 m. kr. hækkun á álgjaldi umfram fjárlagaáætlun, auk smærri - liða, sem samtals nema töluverðum fjárhæðum. í öilum þessum tilfeEum er um að ræða þiróun, sem með engu móti var séð fyrir við afgreiðslu fjárlaga ársins. Eina verulega óvissuatriðið, sem getur haft á'hrif á þessar á ætlanir eru laiunabreytingar, sem verða kunna í samningum eða niðuæstöðu Kjaradómis um laun ríkisstarfsmanna nú fyrir næstu áriamót, en skv. samning- um rí'kisins og Bandalags starfs- mainina ríkte og bæjia eóga siíkiar launabreytingar að verka aftur fyrir sig frá 1. júlí 1970. Verður síðar vikið að því vandamáli. Staða ríkissjóðs á aðalreikn- ingi í Seðlabankanum um hádegi í dag var skv. uppgjöri ríkisfé- hirðis 199 m. kr. skuld og er það 178 m. kr. betri staða en sama dag í fyrra, ef frá eru dregnar þær 600 m. kr„ sem skuldin í fyrra var lækkuð með föstu láni Seðlabankans og greiðslu úr Jöfnunarsjóði, þannig að um sam bærilegar tölur sé að ræða. Sýn- ist vera ástæða til að ætia, að staðan á aðalreikningi verði já- kvæð um næstu áramót og er það í fynstia sinn síðan í árslok 1966. Fjárlagafrv. 1971 Fjárlagafrumvarpið fyrir ánð 1971 mótast mjög af þeim miklu efnjahagssveiflum, sem orðið hafa á árinu 1970. Hefur sú þróun að sjálfsögðu mjög veruleg áhrif á fjáirhagsaf'komu ríkissjóðs, bæði tekna- og gialdamegin og sé ein göngu litið á stöðu ríkissjóðs má segja, að áhrifin séu jákvæð, þótt útgjeddaaiukning verði að sjálf- sögðu mjög mikil, en vitanlega má ekki skoða vandamálim frá svo þröngu sjónarhorni, heldur verður að hafa efnahagskerfið í heild í huga og þá fyrst og fremst getu atvinnuveganna til þess að standa und’ir þeirri geysi legu útgjaldaaukningu, sem á þá hefnr verið lögð á þessiu ári og mun enn fara vaxandi í lok þessa árs og á næsta ári verði ekkert að gert. Mun ég nánar ræða þann vanda síðar. Svo sem venja hefur verið, var endanlega gengið frá fjáx- lagafrumvarpiinu í lok ágústmán að'ar og eru því áætlanir um tekj ur og gjöld rí’kissjóðfl í frumvarp inu við það miðaðar, að engar sérstakar ráðstafianir yrðu gerð ar í kaupgjalds- og verðlagsmál um, en ekki þyrfti að koma til sérstök opinber aðstoð við at- vinmuvegina, þótt athuganir á efnahagsþróuninni væru þá þeg ar það langt komnar, að augljóst væri, að grípa yrði til einhverra aðferða i efnahagsmálum, ef tryggja ætti atvinnuvegunum við unandi starfsskilyrði. Þá var úr lausn þess vaindamáls rétt að komast á umræðustig og þess því enginn kostur að undirbúa fjár lagafrumvarpið með hliðsjón af hu'gsanlegum úrræðum í þeim efnum, sem enginn þá vissi, hver yrðu. Hygg ég naumast, að geti orðið um það ágreinimgur að þess var því enginn annar kost- ur en að draga upp myndina af horfunum á áriinu 1971, svo sem gert er í frumvarpinu. Vegna hinna nýju laga um Stjórnarráð íslands og nýrrar reglugerðar í sarmræmi við þau lög um skiptingu viðfanigsefina milli stjórraardeilda þá verður all miikil breyting á uppsetningu fjárlaga nú, miðað við fjárlög árs ins 1970. Kemur þar bæði til, að ráðuneytum fjölgar og einstakar stofnanir og málefnaflokkar flytj ast því á milli ráðuneyta. Heildarútgjöld á rekstrarreikn ingi ríkissjóðs eru áætlaðar kr. 10.039.916.000,- en voru 8.187.384. 000,- kr. í fjárlögum ársins 1970. Heildarhækkunin nemur því kr. 1.852.532.000,- eða 22,6%, en þar af er hækkun sératakra tekju- stofna, sem ráðstafað er til vissra aðiia eða verkefna með sér- lögum 244.092,- kr. eða 14,1%. Hækkun eiginlegra rekstrarút- gjalda ríkissjóðs nemur því kr. 1.608.440.000,- eða 24,9% hækkun frá fjárlögum 1970. Er hér vissu lega um mjög stórfellda hækkun útgjalda að ræða, en meginhluti henmar stafar af hinum mi’klu kauphækkunum og þar af leið- andi kostnaðaTaukni'ngu, sem til hefur komið á þessu ári og enn mun fara vaxandi á næsta ári að öllu óbreyttu. Ekki er gert ráð fyrir neinni nýrri starfsemi á vegum ríkiisins nema sem bein- línis er fyrir mælt í lögum. Veru leg aukniing er að vísu á fjárveit ingum til verklegra fram- kvæmda, en leitazt hefur verið við á sama hátt og áður að hafa fullt aðbald varðandi rekstrar- fjárveitingar til ríkisstofniana, og annarrar istarfsemi á vegum rík isins. Því er ekki að leyna, að í fj á'rlagati'llögum stofnana og ein stakra ráðuneyta varð þess all- víða vart, að rnenn teldu líkur tiil, að fjárráð ríkiissjóðis yrðiu góð á árinu 1971 og því væri óhætt að vera nokkuð frjálslegur í fjár beiðnum, en í meðförum fjár- málaráðuneytisins voru fjárlaga tillögur stofnana og ráðuneyta skornar niður um nær 600 millj. kr. Var hér vitanlega um marg vísleg nytjanaá'l að ræða, en sem urðu að vikja fyrir þeirri höfuð nauðsyn, svo sem nú er ástatt, að auðið reynist að afgreiða greiðslu ha'Halaus fjáblög án þess að til komi nýj'ar skattaálögur. Þegar reynt er að meta, hvort ríkisút- gjöld eða hækkun ríkisútgjalda sé óhæfileg eða ekki tjóar að sjálfsögðu ekki að horfa ein- göngu á niðu'rstöðutölur fjárlaga, heldur verður að hafa hliðsjón af heildartekjum þjóðarbúsins. Þegar borið er saman við önnur lönd, sem veita borgurum sínum sízt betri þjónustu en íslenzka ríkið gerir, þá er augljóst, að skattaálögur hér á landi eru ekki óhæfilegar. Og þótt ríikisútgjöld .hækki verulega ár frá ári er einnig Ijóist, að hlutdeild ríkisút gjalda í þjóðartekjum fer ekki hækkandi. Árið 1968 nam þjóð- arframleiðslan 27,3 milljörðum og voru ríkisútgjöld þá 22,5% af bjóðarframleiðslunni. Árið 1969 nam bjóðarframleiðslan 33,7 milljöirðum og ríkisútgjöld 20,8% af þjóðarframleiðslu. Ekki er enn hægt að gera sér endanlega grein fyrir árinu 1970, en gera má þó ráð fyrir, að prósentan af þjóðar framleiðslu verði eitthvað lægri og 1971 gera þjóðhagsáætlanir Efnahagsstofnu'narinniar ráð fyr ir, að þj óðarframleiðslan muni verða 48,8 milljarðar og verða þá ríkisútgjöldin 20,6% af þjóðar- framl'eiðsluinni þrátt fyrir hina miklu hækkun þeirra. Launahækkanir Lanigstærsti liðuriinin í útgj alda aiulkiniiinigu ríkissj'ólðs á niæsita ári eru iaiiuiiaihæiklkianir, siem áætlað 'er, iaið memi 580 mollj. kr. eða miedina en þriðjia bluta of allxi •h'&kkiuin ríkisiútgjail'diaininia. Þótt hér sé mieð tali'n öll áfallin vísi- töliulhækfaun., áætluð vísiltölu- hiæfktoun 1. deisieimibier oig nokfaur viðtoótarlhæfalkun vísitölu á árirau 1071 þiá eriu saimt efaki öll kurl til griatfar kömin. Viðiræiðiur uim nýjia kjiairaisiamindiniga starada nú yfir við stiartfsimenn ríkisiins oig á 'þeim að verða lofcið fyrir raæstu áriaimót, en ekki er í fruimvarp- iniu áætlað nieditt fé til að meeta hæfatounium útgjafda vagna þeiirra Framhald á blaðsíðu 19

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.