Morgunblaðið - 21.10.1970, Page 18
18
MORGUNBLAÐIB, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1970
Ceausescu:
Hemaðarbandalög
verði afnumin
New York, 19. okt., AP.
FJÖLDI þjóðaleiðtoga er nú sam
an kominn í New York til að
sitja Allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna, en þar verður þess
minnzt á laugardag að 25 ár eru
liðin frá stofnun samtakanna.
Ýnasir leiðtogann'a bafa ávarp-
að Allsherj arþrnigið, og meðai
ræðuTnaninia í dag var Nicoiae
Ceausescu, forseti Rúmeníu. í
í ræðu sinini hvatti forsetinn til
fr iðsamleg rar samrviinimi aQQra
ríkjia, og sa-gði að nýgerður samin
iniguir stjórua Vestur-Þýzkal ands
og Sovétríkj anna væri merkur
áfangi á þeirri leið.
Ceausescu sagði að aukinin
skilniiinigur rikja í milli væri niauð
ajmílegUT til að bæta samvinmuna.
Þess vegina væri stöðugt umnið að
því á opiniberum vettvangi í
Rúmeníu að treysta böndin við
öniniur ríki á Balkauskaga, án til-
lits til ríkjandi þjóðskipulaigs
þeinra. Markmiðið væri að
tryggja að þar ríkti friður og
sanMvinnia, og að þar væru kjarn-
orkuivopn útlæg.
Forsetinn minmtist hvorki á
Sovétríkin né Biandaríkin þegar
hann skomaði á aillar þjóðir að
forðast afskiptd atf málefnum amm
arra ríkja. Hann sagði að stað-
reynidimar hefðu sýnt að tími
umdirokuniar og kúgunar væri
liðinm, og að ekki væri lenigur
ummt að halda þjóðum í ámauð
með valdbeitÍTiigu.
„Eina leiðim er samvimna
frjálara og óháðra þjóða til að
tryggja efmaihags- og þjóðfélags-
lega þróun hvers ríkis og þannig
stuðla að alfþjóðatfriði og öryggi,“
sagði Ceau'sescu.
I>á sagði hann að Rúmenar
væru andvígir hemaðarbanda-
löguna, hverju natfni seim þau
mietfndust, og taldi að afmám
þeinra gæti mjög stutt málstað
friðarins.
— Áratog
Framhald af bls. 10
íslenzk vetrarveðrátta er viS-
sjál, hann og vanur víkingu og
veiðimennskan lífsháttum hans
samræmari en heyannir og fjár-
gæzla. Höfundur notar svo sögu
Flóka til að draga upp mynd af
gróður- og dýralífi i Breiðafirði,
þá er þar var fyrst numið land,
og kemur þar strax að því, að
veiðiskapur og nytjun hlunninda
hafi ávallt hlotið að vera snar-
asti þátturinn í lifsbjargarvið-
leitni meginþorra Breiðfirðinga.
Fyrsti kafli bókarinnar fjall
ar um skip og skipasmiði, og á
það vel við, þvi að bátar voru
ekki í eyjunum einungis notað-
ir til fiskveiða, heldur voru þeir
þar sannnefndur þarfasti þjónn
inn. Á bátum var farið til hey-
skapar í úteyjum, og jafnvel
fóru konur sums staðar sjóveg
til mjalta á sumrin. Á þeim var
og fé flutt til beitar i grösugar
úteyjar, og á vorin fluttu
bændur fé sitt til beitar til meg-
inlandsins og svo auðvitað aftur
heim að haustinu. Farið var á
skjögtbátum í eggver, selalátur
og selalagnir, og ekki varð á
annan veg skroppið í heimsókn
til góðra granna en sjóleiðis. á
voru auðvitað allar kaupstaðar-
ferðir farnar á bátum og á þeim
sóttur læknir og ljósmóðir. Svo
var þá ærið mikið undir því kom
ið, að vandað væri til efnis i
báta og skip, á þeim væri hag-
kvæmt lag og allt smíði vand-
að. Gerir höfundur glögga grein
fyrir gerð breiðfirzkra farkosta,
kostum þeirra og göllum og bún
& BÍLAR
Úrval af
notuðum bílum
Hagstœð kjör
Dodge Coronet 1966
Rambler American 1965—'67
Playmouth Valiant 1967
Chevrolet Impala 1964
Renault R 10 1969
Rambler Classíc 1966
Ford Taunus 17 M 1966
Símca Ariane 1963
Chevrolet Cevelle 1965
Moskwitch 1968
Playmouth Belvedere 1966
Zhephyr 4 1965
fövi ÍÍKULLHF
Chrysler- Hringbraut 121
umboðið sími 106 00
Ráðstefna um þök
Byggingaþjónusta Arkitektafélags Islands efnir til ráðstefnu
dagana 29—31. þ.m.
Væntanlegir þátttakendur tilkynni þátttöku sína sem allra
fyrst eða í siðasta lagi 26. október til skrifstofu Byggingar-
þjónustunnar Laugavegi 26. Símar 14555 og 22133.
BYGGINGAÞJÓNUSTA
ARKITEKT AFÉLAGS ISLANDS.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 35., 36. og 37. tbl. Lögbirtingablaðs 1970
á hluta í Hjaltabakka 22, talinni eign Steingrims Guðbrands-
sonar, fer fram eftir kröfu Jóns E. Jakobssonar hdl., á eign-
inni sjálfri, mánudaginn 26. október n.k. kl. 16.00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu skiptaréttar Reykjavíkur verða neðangreindar vörur,
vélar og áhöld tilheyrandi þrb. Kjötbúrsins h.f. seldar á opin-
beru uppboði eins og hér greinir:
1. Laugardaginn 24. október kl. 13.30 að Ármúla 44 (áður
nr. 26) verða seldar nýlenduvörur (matvörur, hreinlætis-
vörur, reiknivélar, útvarpstæki o. fl.).
2. Miðvikudaginn 28. október n.k. kl. 13,30 að Sólheimum 23,
verða seldar vélar og áhöld, svo sem 4 kæliborð, Rafha og
Levin, ölkærir, kjötsög Hobart, búðarvog Toledo, áleggs-
hnífur, búðarvogir, lokunarvél f. plastpoka, innpökkunarvél,
hillueyja 5 m. veggborð með rennihurðum, afgreiðsluborð,
búðarhillur, stálborð með þvottaskál, Rafha ©Idavél, steikara-
panna og suðupottur, Kings hrærivél, pylsupressa, stálhillur,
stálpottar og bakkar, frystiklefi Hill 2,5 x 2,5 x 2,0, kælir með
mótor, hakkavél, farsvél og margt fleira.
Greiðsla við hamarshögg.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
NÝTT - NÝTT
Hollenzkar midikápur úr ull
Vatffóðraðir jakkar og midikápur
úr vönduðu krumplakki
Bernharð Laxdal, Kjörgarði
aði öllum, enda má segja, að eyja
búar, jafnt konur sem karlar,
hafi þegar í æsku vanizt árinni
og lært að haga seglum og stýri,
og vist er um það, að oft kom
það fyrir í eyjum, þá er báts-
tapar urðu, að þar voru konur
í hópi þeirra, sem lífi týndu.
Rækilega er skýrt frá land-
búnaði eyjamanna í öðrum kafla
bókarinnar, og eru færð gild
rök að þvi, að hann var all-
miklum erfiðleikum bundinn.
Eyjarnar voru seinunnar til hey
skapar og bændur urðu að heyja
í einni eða fleiri úteyjum. Fjár-
rækt var bundin ærnum erfið-
leikum, eins og þegar hefur ver
ið vikið að, og því var það, að
nautgripir voru á búum eyja-
bænda hlutfallslega fleiri en
sauðfé, samanborið við það, sem
tíðast var á meginlandinu. Garð-
rækt var snemma með allmikl-
um blóma, enda var hún í eyj-
unum allárviss. Eru lýsingar höf
undar á þeim vinnubrögðum og
verkshætti, sem fylgdu hinum
sérstöku staðháttum, svo glögg-
ar, að lesandanum verður fylli-
lega ljóst, að ef vel átti að tak-
ast við landbúnaðinn, þurftu
húsbændur og hjú að vera ærið
samhuga, eljusöm, árvökur og að
gætin.
Næsti kaflinn fjallar um
hlunnindin, æðarvarp, fugla-
tekju og selveiði. Allt þetta
var gildur þáttur í afkomu eyja-
búa, en sannarlega var ekki lít-
ið fyrir haft þeirri björg, sem
hann veitti. Er frásögn höfund-
ar ýtarleg af nýtingu hlunnind
anna, en þar voru allir starfs-
hættir mótaðir og bættir smátt
og smátt í Ijósi reynslu kynslóð-
anna allt frá því að eyjarnar
byggðust — kannski enn frek-
ar en á nokkru öðru sviði at-
vinnulífsins, enda er kaflinn um
hlunnindin sá lengsti í bókinni
allri.
Þá er komi® að fislkveiðuniuim,
en án þeirra hefðu eyjabúar
ekki verið svo mjög aflögufær-
ir sem þeir reyndust í harðær-
um hinum hungruðu vesalingum,
er sættu hverju tækifæri, sem
gafst, til að komast út í eyjar.
En sjósókn eyjamanna var sann-
arlega mjög áhættusöm, enda hjá
mörgum ærið langsótt veiðin á
vetrar- og vorvertíð. Á heima-
miðum var oft gnægð hrognkelsa
og heilagfiskis, og þá var ekki
síður mikil björg, sem barst á
land í hinum nálægustu verstöðv
um, Oddbjargarskeri, Bjarneyj-
um og Höskuldsey. En dugmikl-
ir eigendur sexæringa, áttær
inga og teinæringa létu sér ekki
nægja sjósókn frá þessum stöðv
um. Þeir gerðu út skip sín frá
Hellissandi — eða jafnvel úr
Dritvík, sean er siunniam ömdverð-
arness, — á vetrarvertíð — og
á vorvertíð úr Víkunum norðan
Látrabjargs. Var þessi sjósókn
hættusöm og kostaði mörg
mannslíf. Þá voru og fiskaferð-
irnar, það er heimflutningur
vetraraflans — ekki síður
áhættusamar. Háfermi var á
skipunum og leiðin frá 40 og
upp í 60 sjómílur fyrir opnu
hafi, og þó að mönnum hlekktist
ekki á í fiskaferðum, gátu þær
tekið ærinn tíma, því að ógern-
ingur var að berja á stór-
um skipum með háfermi gegn
stormi og sjóum — eða slaga með
slíkan farm í storm- og straum-
ýfðum sævi. Er óhætt að segja,
að þarna hafi þjálfað þrek, þor
og seigla, samfara frábærri sjó-
mennsku, sem æfð var allt frá
bernsku, verið í hámarki mann*
legrar hæfni.
Hákarlaveiði stunduðu eyja*
menn minna en Strandamenn og
sumir annarra Vestfirðinga,
og þó að þar kæmi fram hin
sama atorka og við aðra veiði,
urðu þær aldrei almennur þátt-
ur í bjargræði eyjamanna.
Höfundur skrifar um upp-
haf og endi þilskipaútgerðar frá
Flatey, það er útgerð Guðmund-
ar Schevings á árunum
1915—’37, síðan Bjöms Sigurðs-
sonar, um síðustu aldamót og
loks Guðmundar Bergsteinsson
ar á árunum frá 1908—’20. Höf-
undur segir svo, þá er hann
hefur drepið á útgerðartilraun-
ir nokkurra fleiri manna úr
Flatey:
„Það er alveg ijóst af þvl, sem
drepið hefur verið á hér að fram
an, að útgerð og fiskveiðar hafa
verið ein styrkasta stoð Flat-
eyjarhrepps frá upphafi. Fisks-
ins nutu allir. En Flatey, kaup-
túninu þar, voru fiskveiðarnar
meira. Kauptúnið byggðist' ein-
göngu á þilskipaútgerð frá eyj-
unni, verzlun og samgöngum,
sem henhi fylgdu. Og öllum eyj-
unum var það hin mesta nauð-
syn, að Flatey, hið foma höfuð-
ból og miðstöð menningar og at-
hafnalífs í héraðinu, héldi stöðu
sinni. En á þann skilning mun
löngum hafa skort, og eyjamenn
aldrei metið kauptún sitt sem
skyldi og þýðingu þess fyrir
byggðina á firðinum."
Þannig lýkur svo höfund-
ur kaflanum:
„Þegar rómantík fomaldarinn
ar er svipt burt, kemur í ljós,
að tímabilið frá komu Guðmund-
ar Schevings til Flateyjar og
þangað til Guðmundur Berg-
steinsson heflar seglin á sinni
útgerð — rúm 100 ár — skútu-
öldin í eyjunni — er blómatím-
inn 1 sögu Flateyjar. Og ekki
einungis Flateyjar, heldur allra
Breiðafjarðareyja. Þræðirnir
liggja nokkuð djúpt í álum og
eyjasundum, en þá mun hægt að
rekja.“
Ef til vill hefði mátt takast að
rétta að einhverju leyti við það
merkilega samfélag, sem þróazt
hafði í Vestureyjum, ef fljótt og
skynsamlega hefði verið við
brugðið um viðreisn atvinnuiífs
í Flatey, en allt, sem gert var,
var af vanefnum og reyndist að-
eins gagnslítið — eða jafn-
vel gagnslaust kák.
Seinasti kafli bókarinnar heit
ir Fiskimið, og er þar gerð grein
fyrir Flateyjarmiðum, Bjameyja-
miðum, Oddbjamarskersmiðum,
Sauðeyja- og Hergilseyjamiðum,
Rúfeyjarmiðum, Fagureyjarmið-
um, Elliðaeyjarmiðum og loks
Höskuldseyjarmiðum. Hefur höf
undur áreiðanlega haft mikið
fyrir þvi að afla þess fróðleiks,
sem er í þessum kafla, og þó að
hann muni nú fyrst og fremst
talinn hafa sögulegt gildi, kann
framtíðin að leiða í Ijós, að hann
geti orðið að raunhæfu gagni.
Loks er skrá yfir mannanöfn.
Áratog eru yfirleitt rituð á
góðu og látlausu máli og öll fram
setning skýr, og frá hendi út-
gefandans er bókin vönduð. 1
henni eru margar ljósmyndir, en
auk þess hefur Bjarni Jónsson
listmálari myndskreytt hana,
teiknað upphafsstaf Inngangsins
og myndir í textann og ofan við
hvern aðalkafla.
Guðmundur Gíslason Hagalín.
N auðungaruppboð
sem auglýst var í 73., 74. og 76. tbl. Lögbirtingablaðs 1969
á hluta í Hjaltabakka 18, talinni eign Arndísar Markúsdóttur,
fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans og Gjaldheimt-
unnar á eigninni sjálfri .mánudaginn 26. október n.k. kl. 15,30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
ft/IURXV VEGGFOÐUR /* Þ°rlákss°n & Norömann hf.