Morgunblaðið - 15.11.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.11.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVBMBER 1970 17 Þættir Bjarna Benediktssonar Eins og kunnugt er, hefur SUS, Samband ungra Sjálfstœðis- manna, gefið út Þadti úr f jörutíu ára stjórnmálasögu eftir Bjarna Benediktsson og hefur ritið að vonum vakið mikla athygli. Ástæða er til að sem flestir kynni sér efni þess og því er ekki úr vegi að birta nokkra kafla úr því hér í Reykjavíkur- bréfi, sem síðustu árin var einn helzti vettvangur hins látna for- sætisráðherra. Atlantshafs- bandalagið Bjarni Benediktsson segir m.a.: „Á meðal ráðandi manna varð mun minni andstaða gegn aðild Islands að Atlantshafsbandalag- inu á árinu 1949 og enn minni gegn gerð varnarsamningsins við Bandarikin sumarið 1951. Atlants'hafsbandalagið var stofn að vegna vaxandi ágengni Sovét manna I Evrópu og reið valda- taka kommúnista í Tékkó- slóvakíu í skjóli rússneskra her- sveita á árinu 1948 baggamun. 1 fyrstu gerðu menn sér vonir um, að hér þyrfti ekki að hafa varn- arlið á friðartímum, en árás kommúnista á Kóreu 1950 breytti viðhorfi manna í þessum efnum, enda höfðu skipaferðir Sovétmanna á Norðurhöfum þá mjög farið vaxandi undanfarin misseri. Sú skipan, sem þá var ákveðin, hefur síðan haldizt I megin efnum. Á árinu 1956 sam- einuðust þó Framsókn og Al- þýðuflokkur kommúnistum í því að heimta brottför varnarliðsins. Allir guggnuðu þeir á þeirri kröfu um sinn eftir kúgun Sovét manna á Ungverjum haustið 1956. Þá liðu meira að segja margir mánuðir svo, að komm- únistar eða sósíalistar, Samein- ingarflokksmenn alþýðu, Al- þýðubandalagsmenn eða hvað þeir kölluðu sig á því skeiði, töldu sjálfum sér ráðlegast að hafa kyrrt um brottrekstrarkröf ur sínar. Þeir hafa þó jafnharð- an orðið háværari á ný ef frið- vænlegar hefur virzt í álfunni um stund, en látið minna I sér heyra þegar er harðnað hefur á dalnum, svo sem við innrás Sovétmanna i Tékkóslóvakíu haustið 1968. Þrátt fyrir, og þó öllu fremur vegna þess, hversu vel hefur tekizt með að halda friði í þess- um heimshluta frá þvi, að At- lantshafsbandalagið var stofnað, þá er um þessar mundir gerð hörð hrið að bandalaginu. Þeir sem hafa hug á aukinni ásælni og vilja ryðja „sósíaliskri bylt- ingu“ braut, leggja sig fram um upplausn eða a. m. k. lömun bandalagsins. Þessir menn hyggj ast skapa skilyrði í Vestur-Evr- ópu fyrir sams konar atburðum og urðu með valdatöku kommún- ista í Tékkóslóvakíu á árinu 1948 og aftur með innrás þeirra 1968. Á meðan þessi hugsunar- háttur er jafn magnaður og hann nú er, þá væri það óðs manns æði fyrir Islendinga að hverfa úr Atlantshafsbandalag- inu, eða slaka á vörnum Islands. Ekkert bendir til þess, að á síðari árum hafi dregið úr þýð- ingu varna á Islandi fyrir ná- granna okkar. Þvert á móti hef- ur stóraukin sókn Sovétmanna á úthöfin aukið þýðingu Islands frá því, sem áður var. Fyrir Is- land sjálft hafa varnir hér auð- vitað úrslitaþýðingu. Eða hví skyldi ísland eitt allra þjóð- landa geta legið övarið og opið fyrir öllum þeim, er það vilja hremma? Ef menn vilja halda sjálfstæði, verða þeir nokkuð til þess að vinna. Óþægindi þau, sem af vörnunum leiða, eru og smáræði miðað við þær hættur, sem vamarleysi mundu samfara Allt annað mál er það, að all- Bjarni Benediktsson ir góðir Islendingar hljóta að vona og vinna að því, að svo dragi úr spennu í heiminum, að hér sé óhætt að vera varnar- laus. En geta Islands til sliks er sáralítil. Öðru hvoru heyrist raunar, að Islendingar eigi að láta meira að sér kveða á al- þjóðavettvangi. Þeir, sem svo tala, þekkja litt til ástands þar. Úrslitaráðin eru I höndum stór- velda og virðing smáþjóða stendur yfirleitt í öfugu hlut- falli við mælgi þeirra á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna. Menn verða þar, ekki siður en annars staðar, að hafa eitthvað raunverulegt til málanna að leggja. Enda er með eðlilegum hætti frekar hlustað á þá, sem mikið leggja af mörkum til að halda uppi friði í heiminum, en hina, sem ekki skeyta um slíkt eða eru þess ekki megnugir. Þá er það og alger misskiln- ingur, að vegna varnarsamnings- ins við Bandaríkin hafi þau sér- stök áhrif á utanríkisstefnu ís- lendinga. I þvi sambandi hefur einkum verið vitnað til tvenns: Annars vegar afstöðunnar til grísku herforingjastjórnarinnar og hins vegar til viðurkenning- ar á kommúnistastjórninni í Kína. Um fyrra atriðið er það að segja, að Bandarikjastjórn hef- ur aldrei látið uppi neinar ósk- ir við íslenzku stjórnina um af- stöðu hennar i þvi máli. Þegar af þeirri ástæðu er allt tal um áhrif Bandarikjamanna á Islend inga í þvi efni algerlega út í hött. Sannleikurinn er og sá, að Island hefur verið fylgjandi öll um skynsamlegum aðgerðum gegn grísku herforingjastjórn- inni. Island hefur hins vegar ekki reynt að hrifsa þar til sín neina forystu, þegar af þvi, að okkur vantar mannafla og tæki til undirbúnings mála, svo að slíku verði við komið. Annars er það um þetta Grikklandsmál að segja, að sumir þeir, sem harð- hinna Norðurlandanna. Þó að stöðugt samráð sé haft á milli þessara fimm landa, um ýmis mál, hefur það stundum af hálfu hinna gleymzt gagnvart Islandi, og að því, er Svía varðar, raun- ar einnig gagnvart þeirra allra næstu nágrönnum. Við Islendingar höfum heils- hugar reynt að taka þátt í sam- starfi Norðurlandaþjóðanna og þá ekki sízt innan Norðurlanda- ráðs. En vegna ólíkra aðstæðna, þá höfum við í ýmsum efnum orðið að fara okkar eigin leiðir. Við höfum þannig lengst af eng- lögsagan eingöngu bundin við þrjár sjómílur og stuttar grunn- línur, svo að sumir meiriháttar firðir, svo að ekki sé talað um flóa, voru opnir fyrir ágangi er- lendra fiskiskipa. Á öðrum fjórðungi aldarinnar var oft um það rætt að gera yrði ráðstafanir til þess að fá stærri fiskveiðilögsögu. En þrátt fyrir það, að Islendingar gátu eftir fullveldisviðurkenninguna 1918 sagt upp samningnum við Eng- lendinga, þá varð aldrei úr þvi fyrr en eftir að Ólafur Thors lét taka málið upp til gagngerðs að losa um tengsl okkar við önn ur Atlantshafsbandalagslönd. Sumir forystumenn þeirra fóru m. a. s. alls ekki dult með þá fyrirætlan. Með þessu móti var málinu stefnt í hið mesta óefni. Bretar og fleiri neituðu að viðurkenna hina nýju reglugerð, svo að „þorskastríðið" svokallaða hófst við strendur Islands. Vinstri stjórnin hrökklaðist frá völdum í árslok 1958. Seint á árinu 1959 var viðreisnarstjórnin mynduð undir forystu Ólafs Thors. Þeg- ar mistekizt hafði að ná sam- komulagi um málið á seinni Gen- farráðstefnunni vorið 1960, sneri stjórriin sér að því að draga úr viðsjám við Breta og leysa málið með samkomulagi. Tókst það snemma á árinu 1961 með því móti, að Bretar féllust á 12 milna mörkin og nýjar, okkur miklu hagstæðari grunnlínur en áður höfðu verið settar, gegn því að fá að nokkru þriggja ára um- þóttunartíma. Jafnframt áskildi íslenzka ríkisstjórnin sér rétt til þess að halda áfram að vinna að útfærslu fiskveiðilögsögu við Island með þeim hætti að Island fengi allt landgrunnið áð- ur en yfir lyki. — Þá varð sam- komulag um það, að ef ágrein- ingur kæmi upp um þessi efni, skyldi honum skotið til alþjóða- dómstólsins í Haag. Það fær með engu móti staöizt, að með þessu hafi Islendingar af- salað sér einhverjum rétti. Þvert á móti, þá kemur það fram, að þeir vilja eftir sem áður byggja allar ráðstafanir sínar á alþjóða lögum. Og með hverjum hætti öðrum getur lítil þjóð fremur komið hagsmunum sínum fram? Þeir, sem þessu eru andsnúnir, leiðast til þess að skipa Islandi i hóp ofbeldisþjóða, og er það þvi f jarstæðara sem Island hef- ur ekki yfir neinu slíku valdi að ráða, að það geti gert sér vonir um, að ofbeldi þess fái ráð ið. Þess vegna fer ekki á milli mála, að samningurinn 1961 er einhver stærsti stjórnmálasigur sem Islendingar hafa fyrr og siðar unnið.“ Stjórnarskrár- málið Reykjavíkurbréf -----Laugardagur 14. nóv. -— ast fordæma núverandi stjórnar- far, hafa sjálfir áður verið virk- ir stuðningsmenn svipaðs stjórn- arfars þar i landi og borið í bætifláka fyrir forvera nú- verandi einvaldsherra. Enda eru allar aðstæður í Grikklandi svo gerólíkar því, sem við eig- um að venjast, að erfitt er fyr- ir okkur um að dæma í einstök- um atriðum, þó að allir lýðræð- isunnendur eigi vissulega að greiða fyrir því, að lýðræði verði sem fyrst endurreist í þessum fornu heimkynnum sín- um. Um Kína er það svo, að ísland hefur þar gerólíka aðstöðu en önnur Norðurlönd. Við höfum engin viðskipti við Kína og enga aðstöðu til þess að fylgjast þar með málum af eigin raun. Þess vegna hefur það aldrei haft raunhæfa þýðingu, hvort við ættum að viðurkenna kinversku stjórnina — enda hún látið sér það í léttu rúmi liggja eftir því, sem forráðamenn þar í landi hafa sagt við þann eina íslenzka ráðherra, er þangað hefur kom- ið. Varðandi Sameinuðu þjóðirn-1 ar hefur ísland unnið að því, að báðar, Pekingstjórnin og For- mósustjórnin, fengju fulltrúa á þingi Sameinuðu þjóðanna. Þetta er gagnstætt því, sem Bandarikin hafa lagt til, enda hafa íslendingar, þvert ofan í tillögur Bandarikjamanna, árum j saman setið hjá við afgreiðslu meginmálsins. Því fer þannig fjarri, að lotið hafi verið forsögn Bandaríkja- stjórnar í þessum efnum, eins og f stöðugt er hamrað á. Hitt höfum við talið okkur jafnóskylt að hlíta í einu og öllu fordæmi an þátt tekið í tilraunum til auk ins efnahagssamstarfs þeirra i milli. Þær tilraunir voru hafnar skömmu eftir seinni stríðslokin, en báru lítinn árangur fyrr en með aðild hinna landanna fjög- urra að EFTA-samstarfinu. Frá því að það hófst og fór að hafa veruleg áhrif, hefur margt mátt læra á Norðurlandaráðsfundum um nytsemd þess fyrir þátttak- endur. Sú fræðsla hefur ekki sízt stuðlað að þvi, að Islend- ingar hafa nú gerzt þar aðilar. Efnahagsörðugleikar undanfar- inna ára áttu þar ríkan hlut að til hvatningar, enda sýndu hin löndin skilning sinn á sérstöðu og þörfum íslendinga með stofn- un hins norræna iðnþróunar- sjóðs. Engum óblindum manni getur lengur dulizt, að Islandi er það höfuðnauðsyn að efla sem flestar atvinnugreinar í landinu og skjóta þar með fleiri stoðum undir efnahag sinn og velgengni. I því sambandi eru miklar vonir bundnar við EFTA.“ Landhelgismálið Um landhelgismálið segir Bjarni Benediktsson: „Því fer fjarri, að með þessu sé lítið gert úr þýðingu íslenzks sjávarútvegs. En ef hann á að geta vaxið og blómgazt, má ekki leggja á hann þyngri byrðar en hann geti undir staðið. Þýðing- armesta ráðstöfun, sem gerð hef- ur verið til eflingar sjávarút- veginum, var útfærsla íslenzkr- ar fiskveiðilögsögu. Samkvæmt samningum, sem dönsk stjórnar- völd höfðu á sínum tíma gert við Englendinga, þá var fiskveiði- undirbúnings á siðustu dögum nýsköpunarstjórnarinnar. 1 framhaldi þeirrar ákvörðunar voru fyrir atbeina Sjálfstæðis- manna á árinu 1948 sett lög um vísindalega verndun landgrunns ins. Á næstu árum höfðum við siðan forystu um framkvæmdir í málinu, þ. á m. uppsögn á samn- ingnum við Breta. Endanleg ákvörðun um 4ra mílna landhelgi og nýjar grunnlínur tók gildi á árinu 1952. Á þessum árum beittu Islend- ingar sér einnig fyrir því, að á þingi Sameinuðu þjóðanna var þjóðréttarnefnd þeirra ekki ein ungis falið að gera athugun og tillögur um réttarreglur þær, er gilda skyldu á úthafinu, heldur einnig að athuga og gera tillög- ur um reglur um landhelgina. Bretar snerust eindregið gegn þeirri tillögugerð og mótmæltu harðlega fiskveiðilögsögu okkar frá 1952. I framhaldi af starfi þjóðréttarnefndarinnar voru síð an haldnar tvær ráðstefnur um landhelgismálin, önnur 1958 og hin 1960. Þá gerðist það, að vinstri stjórnin gaf út nýja reglugerð á árinu 1958, þar sem fiskveiðilög- sagan var færð í 12 milur. Út af fyrir sig voru allir Islendingar þeirri ákvörðun sammála. Hitt duldist ekki, að hún var gerð með þeim hætti að skapa sem mes'ta örðugleika á sambúð okk- ar við löndin í vestanverðri Evrópu, sem flest eða öll höfðu aðrar skoðanir á þessum málum en við. Islenzkir kommúnistar, sem í þessu höfðu forystu, vildu auðvitað 12 milna fiskveiðilög- sögu eins og aðrir, en þeir vildu jafnframt nota tækifærið til þess Um stjórnarskrármálið segir Bjarni Benediktsson: „Hitt tel ég miklu minna máli skipta, þó að ekki hafi náðst samkomulag um endurskoðun stjórnarskrárinnar í heild. Al- veg gagnstætt því, sem ýmsir góðir menn hafa oft á orði, þá held ég, að tiðar breytingar á stjórnarskránni, aðrar en þær, sem óhjákvæmilegar eru til þess að viðhalda og tryggja jafnrétti borgaranna, séu sízt heppilegar. Það er áreiðanlega engin tilvilj- un, að haldizt hefur mestur stöð- ugleiki í stjórnarfari og almenn ar framfarir orðið hraðastar i þeim löndum, þar sem menn hafa látið sér hægt um formlegar stj órnarskrárbrey tingar, heldur látið stjórnskipunina þróast smám saman i framkvæmd æðstu handhafa ríkisvaldsins, þ. e. einkum þjóðhöfðingja, ríkis- stjórnar, þings og dómstóla. Fleiri hafa leitað fordæmis um góða stjórnarhætti til Bret- lands en nokkurs annars lands. Þar hafa þó aldrei verið tii skrifuð stjórnlög, varin með þeim hætti, sem okkar stjórnar- skrá er. Eðlileg þróun og þroski landsfólksins hefur þar orðið bezta tryggingin fyrir lögum og rétti, er veitt hafa heiilarikum framförum alþjóð til góðs nauð- synlegt skjól. Svipuð hefur reynslan orðið i Bandarikjunum. Þar hafa sárafáar breytingar verið gerðar á stjórnskipun frá því, að Bandarík j amenn náðu frelsi seint á 18. öld. Aldur stjórnarskrár hennar er og með- al hins helzta, sem Bandaríkja- þjóðin telur sér til ágætis. Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.