Morgunblaðið - 15.11.1970, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.11.1970, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1970 21 Katrín Kjartansdótti Minning Fædd 10. ágúst 1880. Dáin 25. september 1970. Katrín Kjartansdóttir, Njáls- götu 2, andaðist að Elliheimilinu Grund þann 25. sept. s.l. og var til moldar borin frá Dómkirkj- unni þann 5. október. Katrín fæddist að Otgörðum á Stokkseyri 10. ágúst 1880, dótt ir hjónanna Kjartans Einarsson ar og Sigriðar Valdadóttur. En þegar Katrtn var 6 mánaða drukknaði faðir hennar svo að móðir hennar stóð ein uppi með hana og Þóru systur hennar tveggja ára, og það vita allir, hvað erfitt var í þá daga, að standa ein uppi með tvö börn. Móðir Katrínar kom henni í fóstur til valinkunnra sæmdar- hjóna, Önnu Guðnadóttur og Guðmundar Guðnasonar. Þau bjuggu á Gýgjarhólskoti í Bisk- upstungum og reyndust Katrínu eins og beztu foreldrar. Þar ólst hún upp í glöðum systkinahópi til 18 ára aldurs. En þá dró skyndilega ský fyrir sólu. Fósturforeldrar hennar létust, fóstursystir og systir húsfreyj- unnar í sömu vikunni, og voru öll lögð i eina gröf. Þetta var mikið áfall fyrir Katrínu, því að hún elskaði þau eins og þau væru hennar eigin foreldrar. Næstu árin vann hún fyrir sér, ýmist sem kaupa- eða vinnu kona, en 17. maí 1905 giftist hún sveitunga sinum Páli Kr. Jóns- syni frá Kjóastöðum, og taldi hún það sína mestu gæfu. Hann var duglegur heiðursmaður og hjónaband þeirra mjög farsælt i alla staði. Um 1950 missti Páll heilsuna og var að mestu leyti rúmfastur í níu ár. Þá sýndi Katrín hvaða mannkostakona hún var, því að hún hjúkraði honum heima allan tímann, nema síðustu mánuðina. Hann lézt 20. nóvember 1959. Eftir það bjó Katrín ein í litla húsinu sinu, meðan heilsa og kraftar entust. Hún var gestris- in og mjög trygglynd, og þeir sem hún batt vinfengi við, voru vinir hennar til æviloka. Síðustu fjögur árin var hún rúmföst, en hún æðraðist aldrei, svaraði alltaf á sömu leið, ef hún var spurð, hvernig hún hefði það: „Ég hef það gott, og það eru allir góðir við mig.“ Þannig tók hún þessari löngu legu. Og nú vil ég kveðja hana með sömu orðunum, sem hún kvaddi mig ávallt með: „Guð blessi þig og þakka þér fyrir allt.“ Að kveðjustund er komið ég kyssi vanga þinn. Eftir vetur kemur vorið og vermir huga minn. .lónheiður Níelsdóttir. - Reykja- víkurbréf Framliald af bls. 17 Ef litið er til nánustu frænd- þjóða okkar blasir þetta við: 1 Danmörku hafa orðið ýmsar breytingar á stjórnskipun og ný stjórnlög verið sett hvað eftir annað, en stofn stjórnarskrár- innar er enn hinn sami og lög- festur var fyrir rúmum 120 ár- um þ. e. 1848. Ýms meginatriði stjórnlaga Svía eru enn óbreytt frá því, sem þau voru sett snemma á 19. öld. Þeir ráðgera nú almenna endurskoðun þeirra, sem ekki er óeðlilegt, að við kynnum okkur og fylgjumst með eftir því, sem hér kann við að eiga. Og er þó vissulega margt í nútímaháttum Svía, sem við mundum sízt telja okkur væn- legt til fyrirmyndar. 1 Noregi hafa Norðmenn enn að stofni hina sömu stjórnarskrá og sett var 1814, og telja sér aldur hennar ekki síður til ágætis en gert er um stjórnlög Bandaríkja- manna vestan hafs. — Skipulagið Framhald af bls. 12 skilyrði — sameinist skipulags lega og komi sér upp heildar sölu- og útflutningssamtökum. Ég á fastlega von á því, að iðnaðurinn þurfi á sams konar fyrirgreiðslu sveitarfélaganna að halda og sjávarútvegurinn hefur fengið, ef hann á að verða sæmilega stór í þorpum og kaupstöðuim. Þá sýniist mér ekki liklegt, að það yrði til dæmis iðnaði á Blönduósi til framdrá’ttar, ef Blönduós væri hreppsfélag með sveitunum, sem þangað sækja verzlun. Það yrði þá að eiga það undirbænd um í Vatnsdal og Svínadal, hvort hreppurinn mætti taka á sig skuldbindingar vegna upp- byggingar iðnaðar á Blöndu- ósi. — Og skólamálin? — Á barnaskólastiginu er um talsverða samvinnu að ræða milli sveitahreppa og á unglinga- og gagnfræðastiginu einnig milli fámennari þorpa. Oft virðast menn hafa fundið þar heppilegar lausnir á þess- um málum eins og þau eru bú- in í hendur fólki af yfirvöld- um fræðslumála. Hins vegar reynist skólaakst ur víða dýr og hann hefur lit- ið uppeldisgildi. Langvarandi heimavist i stórum skólum er ekki heppileg fyrir mörg börn og hún er mikið álag á kennara lið og auk þess dýr. Hér sýnist mér að þurfi — á líkan hátt og reynt hefur ver- ið í sjávarútvegi og landbún- aði — að finna það skipulag á kennslunni, sem hentar í fá- menni í stað þess að reyna að draga saman nógu mörg börn. svo sem nú er gert, til að hægt sé að halda sem lik- ustu kennslufyrirkomulagi og tíðkast i Reykjavík. Á síðustu árum hafa kennslu fræðingar víða um heim komið fram með nýjar kennsluaðferð- ir, sem gætu komið að góðum notum í fámenninu hér. Þá væri hægt að draga úr þeim árekstr- um, sem víða verða á lands byggðinni um staðarval fyrir skóla. — í stað þess að draga börnin saman á einn stað, mætti kennslan koma til barn- anna. — Eins og málum er nú háttað, mætti ætla, að hér á landi væru engar póstsam- göngur, ekkert útvarp og því síður sjónvarp! Miðstjórnarvaldið er sterkt í skólamálum okkar. Vissulega þurfa skólahéruð landsins sam eiginlega stofnun til að leysa verkefni fyrir sig, en við höf um vanrækt að þróa og koma á framfæri kennsluaðferöum, sem henta skólahéruðum lands byggðarinnar. Skipulag allt, þarf að sveic'ia eftir landsháttum en ekki beygja fólkið eftir skipulag- inu. Þessi fordæmi hagga ekki því, að breyta ber einstökum atrið- um stjórnarskrár okkar svo sem efni standa til. En hófleg íhalds- semi á vissulega hvergi betur við en um megin'atriði stjórn- skipunar. Enda eru það áreiðan lega fá ákvæði hinnar íslenzku stjórnarskrár, sem líklegt er að breytt yrði til verulegra bóta. Og það er okkur sízt til vansa þó að stofn hennar sé ennþá hinn sami og menn fengu frá Danmörku 1874. Því að hvað, sem um skipti okkar og Dana má segja, er það öruggt, að margt gott höfum við af þeim lært og ekkert betra en þær frjálsræð- iskenningar, sem stiórnarskrá okkar mótaðist í upphafi af og hvarvetna hafa orðið til hiiina mestu heilla.“ Lokaorð Og loks segir Bjarni Bene- diktsson i niðurlagi ritgerðar sinnar: „Seint á árinu 196fi hófust hinir miklu erfiðleikar. er komu af utanaðkomandi, okkur óvið- ráðanlegum ástæðum og skön- uðu snögglega meiri umskipti til hins lakara en hér höfðu áður þekkzt frá þvi, að nútíma at- vinnuhættir voru upp teknir. Af þessum sökúm varð að þrengja hag allra stétta um sinn. En stjórnin lagði áherzlu á sam- vinnu allra stétta og forðaðist frekari skerðingu á einkafram- taki og atvinntifrelsi, sem sumir töldu óhjákvæmilega nauðsyn., Jafnframt hafði hún húið í hag- inn með aukinni hagnvtingu auð linda landsins og unphafi stór iðju. Allar þessar ráðstafanir eiga ríkan þátt í því, að nú er aftur komið úr öldudalnum, svo að aldrei hefur hetur þorft. ef þjóðin kann með að fara og heldur réttri stefnu.“ TROMMUSETT TROMMUSETT TROMMUSETT 3ja ára enskt SONOR tommusett til sölu. 2 pákur, 2 cymb- alar, annar handsmíðaður. 22 tommu bassatromma. Stóll fylgir. Settið er í 1. flokks standi og hefur mjög góðan hljóm Upplýsingar i ai.an dag, en síðan fyrir hádegi og eftir kl. 3 á kvöldin í síma 66149. ALLT I LANCÖME og aö auki fegrunaisérfrseöingur frá þeira, sem raun leiðbeina yður um val og notkun á LÁNCÖME *m r ^ ' le parfumetir ae Farts yður aö kostnaöaiiuusu. snyrti- vörum REYKJAVIK Fiskibátar til sölu 38 lesta bátur með góðri vél. Einnig 21 lesta, 16 lesta, 6 lesta nýlegir bátar. TRYGGINGAR & FASTEIGNIR, Austurstræti 10 A, 5. hæð, sími 26560, kvöldsími 13742. FYRSTA LISTRÆNA BÓKIN.SEM REYKVÍKINGAR EIGNAST UM BORG SÍNA. BÓK, SEM REYKVÍKINGAR MUNU GEFA VINUM SÍNUM HVAR SEM ER INNANLANDS OG UTAN. REYKJAVIK Sérútgáfur á fjórum tungurriálum: íslenzku, dönsku, ensku og þýzku. Reykjavík fyrri daga — Reykjavík vorra daga —. Listræn og nýtízkuleg bók, sem teiðir í Ijós ýmis sérkenni Reykjavíkur, sem fáir hafa tekið eftir áður. Lifandi bók, segir því meira, sem menn skoða hana betur. Höfundar: Björn Th. Björnsson: texti. Leifur Þorsteins- son: Ijósmyndir. Gísli B. Björnsson: teiknun. Fæst i öllum bókaverzlunum. Pantanir sendist til Máls og Menningar, Pósthólf 392; Reykjavík. ’.'.v -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.