Morgunblaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 28
28 MÖRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1970 ^o00o báóum áttum EFTIR FEITHBALDWIN 29 mér eins og allur heimurinn væri að hrynja saman Og ég elsk- aði þig svo heitt, að ég vissi, að þú hlauzt að elska mig líka. Þetta virtist ekki rök- rétt, að minnsta kosti ekki í svip inn. Hún sagði og andvarpaði: — Jæja, það er víst engin ástæða til að vera með nein ólík indalæti og halda þér í vafa . . . þvi að þú tókst mig bókstaflega með trompi. — Ég ætla að reka þennan bölvaða klaufa á morgun, sagði Pat harkalega. — Hvaða klaufa? Nú, hann Garman. Nei, það máttu ekki gera, Pat. Lofuðu mér því. Hann er búinn að vera svo lengi hjá þér. Og það var heldur ekki honum að kenna beldur hinum manninum. — Ég skal sjá um hann lika. Hún sagði: — Farðu nú ekki að sleppa þér. Þetta er allt í lagi. Tryggingin sér um bílinn. Það eina, sem ég hef áhyggjur af eru blöðin. — Þér er óhætt að gleyma þvi. Ég skal sjá um þau. Komi það nokkurs staðar, þá verður það svo litil frétt, að enginn tekur eftir þvi. Og ég skal sjá um, að nafnið þitt komi hvergi fram. — Þú færð öllu framgengt, sem þú vilt, er það ekki, elsk- an? Hann tók fastar utan um hana. — Vitanlega. Ef mað- ur vill eitthvað og kann tökin á því að fá það. Þegar þau komu að húsinu hjá honum, var hún hálfsofnuð, svo að hann varð að lyfta henni út úr bilnum. Hann hjálpaði henni gegn um forsalinn en dyravörðurinn stóð og horfði á, og svo fóru þau inn í lyftuna, sem var mann tóm. Hann talaði eitthvað við drenginn, sem gætti lyftunnar og þau þutu upp og staðnæmd- ust ekki fyrr en á efstu hæð. Þegar þangað kom, gat hún gengið að dyrunum, sem Pat opn aði með lyklinum sínum. Hann hálfstuddi hana inn í forsalinn, sem var allur uppljómaður og hann æpti: Mamma! Frú Bell kom fram og leit skritilega út í víðum flúnels- slopp og með krullupinna i hár- inu. Hún sagði: — Hvað geng- ur á. Þú öskrar eins og verið sé að drepa þig. En þá kom hún auga á Kathleen. — Hvað er að? spurði hún. — Slys, sagði Pat. — En henni er óhætt. Hún fékk höfuðhögg, svo að ég fór með hana heim. — Stattu þá ekki þarna eins og glópur, sagði móðir hans ön- ug, og tók síðan að skipa fyrir. Áður en Kathleen vissi af því, var hún komin í rúm í gestaher- berginu, í náttkjól af Carmelu. Frú Bell og stofustúlka aðstoð- uðu hana. Pat var niðri, í síman um. Allt i einu kom hann og læddist á tánum og horfði nið- ur á hana. Hann sagði: — Ég hringdi í hana Hönnu. Ég skal láta einhvern sækja töskuna þína þangað á morgun. — Hvernig líður henni? sagði Kathleen. Allar tegundir i útvarpstæki, vasaljós og leik- föng alltaf fyrirlíggjandi. Aöcins f heildsölu til verzlana. Fljót afgreiösla. HNITBERG HF. Öldugötu 15. Rvik. — Simi 2 28 12. SETBERG Fyrir nokkrum árum kvað sér hljóðs nýr skáldsagnahöfundur, Gísli Jónsson, fyrrverandi alþingismaður. En áður var hann þó þjóðkunnur af ritstörfum fyrir ferðaþættina í „Frekjunni“, sem kom út 1941, og hina áhrifamiklu og sérstæðu frásögu „Frá foreldrum mínum“, sem kom út haustið 1966. Fyrsta skáldsagan, „Misgjörðir feðranna“, kom frá hendi Gísla árið 1967. Önnur bókin, „Eins og þú sáir“, kom svo ári síðar, en nú hin þriðja þeirra, „Síðasti faktorinn“. - Gísli Jónsson ; lézt í Reykjavík hinn 7. októbef 1970. « Gisli Jónsson TÍZKUVERZLUN VESTURVERI SIMI 17575 NÚ DUGAR EKKERT ElKJUBLAÐ . . . . • . . STAKAR BUXUR, MAXI FRAKKAR, SKYRTUR, BINDI, RÚLLUKRAGA- PEYSUR, BELTI. l ■ m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.