Morgunblaðið - 15.01.1971, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.01.1971, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1971 3 íþróttakennari, hárgreiðslu- nemi og ballettdansmær — urðu hlutskarpastar í þreföldu fegurðarsamkeppninui ELLEFU stulkur tóku þátt í fegTirðarsamkeppninni, sem Snyrti- og tízkuskólinn og Tízkuverzlunin Karnabær efndu til í fyrrakvöld á Hótel Sögu. Keppt var um þrjá titla: Módel ársins 1971, Full- trúa ungu kynslóðarinnar 1971 og fulltrúa fslands í Miss International-keppninni, sem haldin verður á Long Beach í Bandaríkjunum í maí næstkomandi. Stúlkurnar, sem hlutskarpastar urðu í keppn- inni, voru þessar: Sem Módel ársins var kosin Maria Harð- ardóttir frá Reykjavík, sem Fulltrúi ungu kynslóðarinnar Helga Eldon frá Kópavogi og sem íulltrúi íslands i Miss Intemational-keppnina Matt- hildur Guðmundsdóttir frá Reykjavík. — AIls voru 450 manns í Hótel Sögu þegar keppnin fór fram. Tillhöguin þe'ssarar keppmi var með nok'knu öðru móti en tíðkazt hefiux hér. Sem dæmi má nefn,a að nöfmum keppenda var haldið leyndum þar til sama kvöidið og 'keppnin fór fram. Skeimmtu'niin hófst með borðhaildi, þá komu stúlkum- ar fram í stuttium og síðum kjólum, eininág voru ýmis skemmtiatriði og skömimu eft ir miðnætti þegar krýndng fór fram, var gestum skeinlkit freyðivin og skáluðu alllir fyr- ir stúlkunum. Stúlkumar 11, sem tóku þátt í keppninni, eru þessar: Þorbjörg Garðarsdóttir, Margrét Haiigrímisson, Hainna María Pétursdóttir, María Harðardóttir, Valgerður Hjartardóttir, Dagbjörf Bragadóttir, SigiunMna Hreinsdóttir, Svanilau'g Jónsdóttir, Bjöng Benieditotsdóttir. Helga Eldon, Matthildur Guðmundsdóttir og fllana llaroarnóttir, sem urðu hlutskarpastar í feg>tirðarsamkeppninni á Hótel Sögu í fyrrakvöld. (Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.), Matthildur Guðmiur.d-sdóttir og Helga Eldon, Dómnefindm var skipuð 6 möninium og formaður Guð- rún Bjamadóttir, alheimsfeg- urðardrottmng og tázkusýn- ingaxtstúlka. í dóminiefndimni ábti einnig sæti Chaíríes See, umboðsmaðuir Japan Beauity Congresis, en það fyrintæki stendur að baki Miss Intier- nationál-keppninini og keppn- inni Mode/1 of Models Inter- national, sem María Harðar- dóttiir, Módel ársins 1971, mun taka þátt í á þeasu ári. MÓDEL ÁRSINS 1971 Módel ársins 1971, María Haxðardóttir, er 18 ára Reyk- víkinguir Foreltírar hernar eiru Inga Maríusdó'tilir frá Griuranavík og Hörður Sig- mundsson frá Vestmannaeyj- um. María hefur verið í Módol samtökuraum hátt á annað ár og komið oft fram sem módel, en annars er hún að læra hár- greiðslu í HárgreiðslluiStofuinini Kaprí og hefur hún lokið einu og hálfiu ári af námistímanum. María lauk gagnifræðaprófi úr vei-zliunardeild Hagaskólans áð uir en hún hóf nlám í hár- greiðslu. — Aðspurð sagðist María hafa mikinin áhuga á leitolist og iangaði til að reyna hæfni sína á því sviði. Módel ársins 1971 fer síðar á árinu í (kieppniina Model of ModeHis Inibemiational, sem vænitanlieiga verður haldin í Tókíó og er það í fyrsta skipti sem íslanzfcur fulitrúi bekur þátt í þeirri toeppni. Rúna Brynjólfsdóttir krýndi Marlíu. FULLTRÚI UNGU KYNSLÓÐARINNAR 1971 Fulllltrúi ungu kyn'slóðarinn- ar var að þessu sirunii kjörin 17 ára stúlka frá Kópavogi, Heiga Eldon. Foreldrar Helgu em Lilja Jónsdóbtir og Jón Framhald á bls. 19. HERRADEILD t.d. Föt með og án vesti Stakir jakkar 100% silkibindi Skyrtur — peysur DÖMUDEILD t.d. Kjólar — pils Peysur — blússur Leðurpils Leðurbuxur Ullarsokkabuxur HLJÓMPLÖTUR t.d Deep purple Steppenwolf 7 Shocking blue Stephen stills Hair Led Zepp. I, PIONEER- HLJÓMTÆKI STAKSTEI!\IAR „Réttsýnn og ábyrgur44 Það er segin saga, að þegar Ólafur Jóhannesson stendur höll um fæti í flokki sínum, Fram- sóknarflokknum, byrjar Tíminn að hlaða á hann oflofi. Er þess skemmst að minnast að allt sl. sumar stundaði Tíminn þessa iðju af miklu kappi og hefur nú byrjað á henni aftur. Ástæðan er sú, , að Framsóknarflokkur- inn logar stafnanna á milli og gagnrýni á forystuleysi Ólafs Jóhannessonar fer vaxandi dag frá degi. Tíminn sagði t.d. í gær, að Ólafur Jóliannesson væri „sá leiðtogi íhaldsandstæðinga, er nýtur mests og vaxandi trausts . . . . mikill drengskaparmaður, réttsýnn og ábyrgur og fylgir því einu fram, sem hann telur satt og rétt. Hann hefur sem formaður Framsóknarflokksins kynnt sig á fjölmörgum funð- um, á Alþingi, og í hljóðvarpi og sjónvarpi, sem frjálslyndan og víðsýnan framfaramann. Ól- afur Jóhannesson hefur þannig til að bera þá kosti og skoðanir, að frjálslynt og umbótasinnað fólk treystir honum sem örugg- um og farsælum forystumanni." Það er sannarlega ekki ónýtt að fá slíkt oflof (eða á það að vera háð?) í flokksblaði sínu. En hvers eiga þau Sigríður Thorlacíus og Ólafur Ragnar að gjalda? Eru þau ekki „frjáls- lynt og umbótasinnað fólk“, þótt þau hafi ekki treyst hinum „örugga og farsæla forystu- manni“ í blaðstjórn Tímans? „Réttar kenningar“ Sjálfsagt eru fáir menn svo uppþembdir af sjálfsáliti og trú á eigin ágæti, að þeir telji sig hafa höndlað hinn eina og rétta sannleika um lífið og tilverima. Slíkir menn eru þó tii. Einn þeirra ritaði eftirfarandi klausu í Þjóðviljann fyrir nokkrum dögum. Hann sagði: „Það er al- veg rétt hjá Gylfa Þ. Gíslasyni, að ég aðhyllist enn mína „bama- trú“. Sú bamatrú heitir sósíal- ismi. Þátttaka mín í stjómmál- um hefur helgazt af þeim áhuga, jafnt þegar ég gekk í Félag ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði um fermingu, og þegar ég gekk næst í stjórnmála samtök, í Sósialistafiokkinn árið 1946. Hér valda þó engar trúar- ástæður, heldur það viðhorf hugsandi manna sdn nefnt hef ur verið lifsskoðun. Þau félags- legu viðhorf, sem eiga rætur í kenningum Marx eru i samræmi við siðgæðishugmyndir mínar og hafa orðið mér lykill að þjóðfé- lagsátökunum, leiðsögukenning, sem hefur reynzt mér rétt. Rétt ar kenningar um þjóðfélagsmál breytast engu frekar með aðstæð um en rétt lögmál i eðlisfærði eða efnafræði." Höf. þessarar klausu er auðvitað Magnús Kjartansson, það má sjá af því einu, hversu oft höfundurinn tal ar um sjálfan sig í fyrstu per- sónu. Ego sumra manna er orð- ið býsna stórt og verður ekki annað sagt, en að nokkur of- vöxtur hafi hlaupið i það. En athyglisvert er þó, að höfxmd- urinn talar um „réttar kenn- ingar um þjóðfélagsmál“, sem hreytist ekkert frekar en „rétt lögmál í eðlisfræði og efna- fræði.“ Þessi eina setning gefur fróðlega innsýn mn í hugskot manns, sem virðist líta á með- bræður sína sem sálarlaus til- raunadýr, sem hægt sé að rann- saka í rannsóknarstofnunum, þar til uppgötvast hafi rétt lög- mál um, hvernig eigi að stjórna þeim! *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.