Morgunblaðið - 15.01.1971, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.01.1971, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1971 vildi hún gleyma því þegar hann hafði tekið hana í fang sér, þvi að þá hafði hana langað til að vera þar kyrr, niðurlægja sjálfa sig og gleyma öllu. En þetta var ekki ást. Og vegna þess, að svo var ekki, skammaðist hún sín niður fyrir allar hellur. Inni í stofunni sat Hanna og keðjureykti vindlinga. Hún var að lesa leikrit Pauls, Þegar hún hafði lokið við það, hugsaði hún: Þetta er ofar min- um skilningi, svona finn ég ekki til og svona hugsa ég ekki. En það gerði Paul. Hvernig gat hún vonazt eftir að vera honum nokkurs virði, ef hún gat ekki umgengizt hann sem jafn- ingja? Hún stóð upp og blandaði sér í glas. Ekkert hljóð heyrðist frá Kathleen. Hún hugsaði: Aum- ingja veslingurinn, og svo reyndi hún að botna í öllu mál- inu. En það vildi ekki ganga greitt og málið vildi ekki taka á sig neina mynd. Hún reyndi að hugsa ekki um Kathleen þarna hjá frosna vatninu og furutrjánum og í litia kofanum hjá Paul . . . kannski logaði eld- ur á arni, og fulli maðurinn lá þarna meðvitundarlaus . . . ein hvers staðar. Það þýðir ekkert að vera að hugsa um þetta. Hún elskai hann ekki núna og hefur aldrei gert. Það var alltaf Pat. En gæti það orðið Pat aftur, eftir að hún væri búin að gleyma þessu öllu. Hann hefur svo sem næga fortölugáfu! Hún hugsaði með sér: Mund- irðu hjálpa honum, ef þú gætir? Og hún vissi, að það mundi hún gera. Þú átt ekki neina holiustu til, sagði hún við sjálfa sig og fleygði vindlingnum í eldinn. —. Nema gagnvart Paul og hann kærir sig ekkert um hana. Það skásta, sem þú getur gert, Hanna, er að gleyma honum al- veg .. . aftur. Síminn hringdi og hún svar- aði og leit um leið á litlu gull- klukkuna. Það var orðið áliðið. — Kate? — Nei, það er Hanna, Paul'. — Má ég tala við hana? —- Hún er sofandi, Paul og af skaplega þreytt. — Segðu henni, að þetta gangi ágætlega og við séum á leiðinni. Verðum það sem eftir er næturinnar i Baltimore. Hann verður kominn til Virg- iníu á morgun, og þá skal ég hringja til hennar aftur. — Allt í lagi, sagði Hanna og bætti því næst við: — Ég las leikritið þitt. Kate hafði það með sér. Það er stórkostlegt. — Gleður mig, að þér skuli finnast það, sagði hann. — Skil aðu kveðju minni til hennar og segðu, að það sé allt í lagi með Jim. — Það skal ég segja henni, sagði hún aftur. — Góða nótt, Paul. Hún lagði símann á og sneri sér frá honum. Honum var alveg sama, hvað mér fannst um leikritið, hugsaði hún. Æ, fari það allt til fjandans, hann vissi að henni hafði ekki líkað það, að hún hefði orðið hrædd við það, að það talaði til hennar með framandi vörum ókunnugs manns. XVII. Kathleen gat aldrei gleymt samtali sínu við Molly Bell. Hún fór til hennar einn morg- uninn og sat hjá Molly í stof- unni, sem var yfirfull af dýrum húsgögnum, nýjustu gerðum af útvarpstækjum og flygill, sem enginn snerti við. Alla leiðina hafði hún verið að rifja upp það, sem hún ætlaði sér að segja, en Molly hjálpaði henni yfir örðugasta hjallann. — Hvað er úr lagi hjá ykk- ur Pat? Nei, vertu ekki að setja upp neinn undrunarsvip, telpa mín! Hann hefur verið eins og Stakar buxur Fáum í dag geysilegt úrval af stökum buxum frá Bretlandi Blaðhur&arfóik óskast í effir- talin hverfi: TaliS við afgreiðsluna í síma 10100 Suðurlandsbraut — Laugarásveg Hverfisgötu frá 63-125 — Meðalholt Vesturgötu 1. — Baldursgötu Laufásveg I skógarbjörn með hausverk. Ætl- ar að bíta af mér hausinn, ef ég spyr hann um það. Er úti á kvöldin. Þó ekki með þér — það veit ég. Þú hefur aldrei skil ið eftir varalit á frakkahorn- inu hans, og þú notar ekki ilm efni af þessu tagi. . . Jæja, hvað um það. Og þú ert ekki lengur á skrifstofunni. — Ég fer þangað ekki aftur, Molly. — Nú, svo það er þá í veg- inum. Þið hafið farið að rífast. Jæja, það er nú annars allt í lagi, sagði Molly og bláu aug- un athugðu stúlkuna vand- lega. — Gott hjónaband kostar alltaf dáiitið rifrildi. Kathleen hristi höfuðið. Hún leit illa út, hafði horazt og fölv inn sást greinilega undir and- litsroðanum og augun voru eins og skuggi hvíldi yfir þeim. . . . og hvarmarnir voru rauðir. — Ég er hrædd um ekki, sagði hún. — Þú ert þá búin að segja drengnum upp? Kathleen leit beint í augun á Molly. Þau voru svo lík augum Pats, að henni varð hverft við. — Já, góða min, ég er hrædd um, að. . . En hún komst ekki lengra. Allt i einu var hún farin að gráta. Hún greip höndunum fyr ir andlitið og grét. Molly lofaði henni að gera það í næði. Eftir nokkra stund þreifaði Kathleen fyrir sér í vasa sínum og Molly stakk hreinum vasaklút í hönd hennar. Notaðu þennan, sagði hún. Kathleen greip andann á lofti þerraði augun og snýtti sér. Hún afsakaði sig með vand- ræðabrosi. — Fyrirgefðu. . . ég skammast min svo mikið. . . Frú Bell kinkaði kolli. — Þú þarft að gráta almennilega. Þetta er þitt mál. Kathleen. Pilt urinn er sonur minn, en það er ekkert aðalatriði. En hugsaðu þig bara vel um — ef þetta er hégóminn einber . . . eitthvað sem sýnist stórt en er það ekki. Þú ert afbrýðisöm. Kathleen hristi höfuðið. — Þú hefur verið svo góð við mig. . . og nú hlýturðu að hata mig. — Hvers vegna það? — Er það ekki vaninn? — Nei, sagði Molly, með ákafa. — Ég er persóna og það var ég áður en ég giftist Frank og eignaðist börnin hans. Ég kann vel við þig. Þú ert góð og skynsöm stúlka. Ef þetta er ekki bara smávegis ósamkomulag, bá. . . Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Spámennskan er ekki alltaf eins skcmmtileg og þú heldur, en hún er ekki sem verst núna, hvorki fyrir þig né aðra. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Pú hefur ekki ennþá verið beðinn ásjár, en væri ekki rétt að fara að kíkja f kring um sig, og gæta að, hvort brotnir pottar liggja á lausu einhvers staðar. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Þú ert ennþá jafn stáiheppinn og lífið fer að leggjast vel í þig hvað líður. Reyndu að vera umburðarlyndur. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Óþolinmæðin kemur ekki neinu góðu til leiðar, og það skaltu endilega reyna að muna. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Hvers vegna ekki að reyna eitthvað nýtt, cins og smáferðalag, svona rétt til að lyfta sér upp fyrir framtalið? Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Þú ert ekki alveg viss í þinni sök þessa dagana, cn þér er innan handar að kynna þér mál þau, sem valda þér áhyggjum ofan í kjölinn alvcg fyrirhafnarlaust. Vogin, 23. september — 22. oktéber. Hver segir ciginlega, að þú sért þess ekki megnugur að sjá fleir- um farborða en þér sjálfum? Stigðu á stokk, og stattu þig. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvembev. Annríkið hefur heldur sljóvgað dómgreind þina, og það er eðli- legt, en væri ekki rétt að reyna að flýta sér að rannsaka þau mál- efni, sem hafa kvaliö þig og angrað? líogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Veizluhöldin eru senn á enda, og alvara lífsins tekin við á ný. Eitthvað hefur allt þetta þó skilið eftir sig, hugleiddu það. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Það þýðir ekkert annað en að trcysta á Guð og gæfuna, og bjóða öllu og öllum byrginn. Þú ert ekkert minni maður fyrir það. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Ótrúlega getur snmt fólk verið lengi að átta sig á hlutunum, en oftast fcr þó svo um síðir, að augu fólks opnast. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Stórlega sér á vcrkefnahlaðanum, scm þú varst búinn að safna þér, eftir að þú tókst þig á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.