Morgunblaðið - 15.01.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.01.1971, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1971 /Jf BÍLALEIGAX 'ALURt I IVi: RFISG ÖT U103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VWsvefnvagn VW 9manna-Landrover 7manna TiTin BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sím/14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. biláleigan AKBBATJT car rental scrvice /* 8-23-4T n semlurn Sköfum lítihurðir og utanhússklæðninga. HURÐIR & PÓSTAR Sími 23347. Amerísk fjölskylda óskar efti>r konu til heimikshjálpa í eitt ár. Ferðir greiddar. Mrs. J. B. Tonkel, 26 Newcomb Blvd., New Oriearvs, La, U.S.A. Vélapakkningar Dodge '46—'58, 6 cyl. Dodge Dart '60—'68 Fiat, flestar gerðir Bedford 4-6 cyl., dísil, '57/64 Buick V 6 cyl. Chevrolet 6—8 cyl., '64—'68 Ford Cortina '63—'68 Ford D-800 '65—'67. Ford 6—8 cyl. '52—'68 G.M.C Gaz '69 Hilman Imp. '64—408 Opel '55—'66 Rambler '56—'68 Renairlt, flestar gerðir Rover, bensín, dísil Skoda 1000MB og 1200 Simca '57—'64 Smger Commer '64—'68 Taunus 12 M, 17 M, '63—'68 Trader 4—6 cyl, '57—'65 Volga Vauxhall 4—6 cyl., '63—'65 Willys '46—'68. Þ. Jónsson & Co. Skeifan 17. Simar 84515 og 84516. 0 Ættjarðarljóðin og unga fólkið Jónas Pétursson, alþm. skrif- ar: „Ég hlýddi á útvarpið á ný ársdag. M.a. var sungið ljóðið: „Hver á sér fegra föðurland", eftir Huldu með lagi Emils Thoroddsen. — Hlusta margir á ættjarðarsöngvana þegar út- varpið flytur þá? Mér lýst að það vaeri ráð að gera skoðana- könnun meðal ungs fólks um það efni. Við, sem erum með Islendinginn í blóðinu, frá því að við vorum lítil og æ síðan — e.tv. er það líka erfðakennd — við verðum ætíð, nær dá- leidd við að hlýða á Ijóðið, — og lagið er oftast a.m.k. svo vel fellt að efni, að það eykur á hrifninguna. En eru þetta ekki gamal- dags órar „úreltrar" kynslóðar, sem stendur þveraum í vegi hins nýja tíma? Nýja tímans, sem gerir alheimsborgara úr íslendingnum - og er það ekki í þá áttina sem leið hins nýja íslands liggur? Eða hvað seg- ir „þekkingar“-kynslóðin? Má biðja hana að gera ástarjátn- ingu til ættjarðarinnar, ef samvizka hennar leyfir? — og tjá í einlægni áhrif slíks ljóðs - 51870 - BÍLALEICAN BLIKI HF. Starfsemin hefst í dag 15. janúar 1971. S:mi 51870 skrifstofa, Nýir — 52549 Jón Sveinsson heima, Volkswagenbílar. — 50645 Karl Sveinsson heima. Golfáhugamenn Kvikmyndakvöld í kvöld kl. 8,30 í DOMUS MEDICA við Egilsgötu. Sýnd verður mynd frá U.S. Open 1970. Jóhann Eyjólfsson sýnir myndir frá Eisen- howermótinu á Spáni í sumar o. fl. Allir golfunnendur velkomnir. Félagar fjöhnennið. G. K. Keilir. A Anglia minnir félagsmenn sína á næsta skemmtifund félagsins er haldinn verður í Átthagasal Hótel Sögu föstudaginn 15. þ.m. kl. 20,30 stundvíslega, Fjölbreytt skemmtiatriði. Stjórnin. Laus staða Viljum ráða mann til starfa í verksmiðju okkar, við framleiðslu á kaffibæti og fleiri vörutegundum. Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofum O. Johnson & Kaaber h.f., Sætúni 8, Rvík. Kaffibætisverksmiðja O. JOHNSON & KAABER H.F. á hana sem: „Hver á sér fegra föðurland? eða aninarra slíkra — sem eru mörg! Velvakandi! Má spyrja um ættjarðarkennd- ir unga fólksius í dálkum þín- um? Þær varða meir framtíð ættjaxðar okkar en. svo, að það mál megi liggja sem óráð in gáta. Um það mál á að gera skoðanakönnun. Jónas Pétursson, alþm.“ • Sjónvarp í sjúkrahúsi o. fl. Frá Húsavík skrifar Jón Árnason frá Þverá: „Velvakandi góður! Þegar ég las í Morgunblað- inu í dálkum þínum 15. des- ember umkvörtun sjúklinga í St. Jósepsspítala í Hafnarfirði um lokun sjónvarpstækis þar kl. 10 að kvöldi, og svör Vel- vakanda um að reglum á sjúkrahúsum þurfi að hlýða, — rifjast upp, að þegar ég var St. Jósefsspítala í Hafnarfirði á síðustu mánuðum, var sömu reglu íramfylgt þar, hvað lok- un sjónvarpstækis snertir í kjallara hússins. Þó var tækið þar haft svo afskekkt í hús- inu, að ekki hefði það truflað næturró sjúklinga á sjúkra- stofum, þótt opið hefði verið lengur en til kl. 22. En reglur eru reglur, og í sjúkrahúsum alveg sénstaklega þarf að hafa þær í heiðri vegna þess, að það er reynt að gera þær svo úr garði, að sjúklmgum líði sem bezt til að flýta fyrir bata. En því miður vantaði mikið til að séð væri um á þeirri deild, sem ég var á, að reglunum væri hlýtt, mér a.m.k. til meiri veiklunar, ama og óþæginda en ástæða var til. En það er önnur saga. Annað undrar mig mjög í sambandi við þennan spítala, sem oft er kenndur við Landa- kot, að meðfram þeirri hús- hlið hans, sem gluggar sjúkra- stofanna eru yfirleitt, liggur aðalbraut með tvístefnuakstri og strætisvagnaleið t.d., og það allt til kl. eitt eftir miðnætti að sagt var. Á götunni hvein í bílum meira og minna allan sólarhringinin til röskunar svefnfriði manns, þegar ettt- hvað var sofið með meðölum. Hverjir skipuleggja svona umferðarleið? Mér er sagt að fyrrum hafi götunni verið lokað vegna sjúkrahússiins. Þá var umferð miklu minaii, og ekki fyrr en í seinmi tíð að hinir háværu diesel-bílar komu til sögunnar. Hér viirðist um svo mikið tillitsleysi og afturför að ræða, að undrun sætir. Er ekki hægt að bæta hér úr, svo að hljóð- ara verði kring um þetta sjúkrahús en er? Mætti í því efni meira samræmi vera miðað við önnur sjúkrahús, t.d. Landspítalann og Borgar- sjúkrahúsið. Leyfi ég mér svo að vænta að hlutaðeigandi yfirvöld taki meira tillit til sjúklinga eftir- leiðs en hingað til í þessu efai. Jón Árnason frá Þverá.“ — Umferð mum. einhvem tíma hafa verið bönnuð á kafla Túngötu um nætur, en það bann var fljótlega afnum- ið, enda hvorki fyrr né síðar hægt um vik að loka annarri af tveimur tengiæðum Vestur- bæjarins við Miðbæinn. 0 Hvernig fór leikurinn? „Elsku Velvakandi! Ég skrifa þér þetta bréf, meðan ég er að drekka morg- unkaffið mitt og ætla að beina til þín fyrirspurn. Hvers vegna stendur í bók, sem er nú ný- komin á markaðinn og heitir Knattspyrnuhandbókin, að Val ur hafi tapað fyrir Benfica í Portúgal 1968 með 8 mörkum gegn engu, þegar allir fjöl- miðlar á íslandi sögðu frá því, að Reynir Jónsson hefði skor- að eitt mark og Valur tapað 1-8. Er 7 marka munur ekki nægur munur? Þurfa einhverj- iir amlóðar að taka þetta mark af Valsmönnum, og nú halda allir, að Valur hafi tapað 8-0 og benda á að það standi í Knattspymuhandbókinmi? Hver hefur rétt fyrir sér? Manneskja, sem vill, að rétt sé rétt.“ Svar: úrslit urðu að vísu 8:1, en það var Hermann Gunnara- son, sem skoraði mark Vals. Leiklistarskóli Þórunnar Magnósdóttur tekur aftur til starfa 16. janúar. Nýjum nemendum bætt við. Upplýsingar í síma 84155 eftir kl. 7. Blaðamenn Dablað óskar að ráða tvo blaðamenn til starfa. Efnilegir byrjendur gætu komið til greina. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist afgreiðslu Morgunbl. fyrir þriðjudaginn 19. n.k. merktar: „Blað — 6923“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.