Morgunblaðið - 15.01.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.01.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1971 17 Prestafélag íslands — mótmælir kjarasamningum MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt eftirfarandi greinargerð frá stjóm Prestafélags íslands vegna nýgerðra kjarasamninga rikis- starfsmanna. Það skal tekið fram, þar sem greinargerðin er dagsett 22. des. sl., að blaðinu barst hún í hendur 13. janúar. Greinargerðin er svohljóðandi: Prestafélag Islands mótmælir samningum þeim, er nú hafa gerðir verið um kjör prestastétt arininar. Prestafélag fslands ásakar samninganefnd ríkisins og B.S.R.B. um vanþekkingu á kjör um prestastéttarinnar og lítils- virðingu í hennar garð, þar eð samninganefnd ríkisins og B.S.R.B. hafa verzlað með kjör hennar og skipað prestum í launaflokk, sem með engu móti hæfir menntun og starfi þeirra, ef miðað er við starfsmat það, er þessir aðilar létu gera. Sam kvæmt þessu svonefnda starfs- mati ber sóknarprestum staða í hærri launaflokki. Munu þessir aðilar ekki treystast til að bera brigður á það. Auk þessa var starfsmat þetta svo úr garði gert, að erfitt var að fella það að prestsstarfinu almennt, þótt menntunaratriði fari ekki milli mála. Telur Prestafélag íslands, að vanþekking þessara aðila á preststarfinu, sem margoft hefir sýnt sig í orðum og gjöirðum, hafi ráðið miklu um þessa nið- urstöðu. Starfslýsing var þeim í hendur fengin, en samninga- nefndir virðast ekki hafa kunn að að lesa úr henni sakir van- þekkingar og annarlega sjónar- miða. í orði kveðnu er svo látið heita, að prestastéttin hafi ver- ið færð niður vegna aukatekna. Þetta atriði sýnir mjög greini- lega vanþekkingu samningsaðila eða skort á réttsýni. Ráðuneytum þeim, sem fjalla um málefni prestastéttarinnar, er svo vel kunnugt um þau atr- iði, sem að aukatekjum lúta, af viðtölum og skýringum forsvars manna prestastéttarinnar um árabil, að það er hrein ósvífni að nefna þær i sambandi við k j arasamninga. Ráðuneytum þessum er vel kunnugt um það, að allur þorri prestastéttarinnar hefir vart annað en kostnað við svonefnd aukaverk. Þetta veit almenning- ur einnig, sem nýtur þjónustu presta. Undantekningar á þessu eru prestar í þéttbýli. Árstekj- ur þeirra eru þó vart meiri en mánaðartekjur héraðslæknis af aukaverkum sinum. Héraðslækn ar eru 3 flokkum (26. flokkur) hænri í embættislaunum og vita allir fyrir hvað þau eru greidd. Með þessum orðum er engri rýrð kastað á héraðslækna, — þeir eru vel að sínum embættis- launum komnir —, heldur er sýnt með þessgri ábendingu, að ekki er litið með sanngirni á starf og starfsaðstöðu sóknar- prestanna. Prestastéttin var svipt embætt isbústöðum í þéttbýli með lög- um frá Alþingi árið 1968, en í reynd voru þeir sviptir þeim fyir. Meðal raka fyrir kjara- skerðingu þessari voru auka- tekjur. Þær virðast koma ærið oft við sögu, þegar prestar eiga í hlut. Auk þessa má geta þess, að samin var reglugerð um húsa leigu presta í embættisbústöð- um, og átti hún að taka gildi 1. apríl 1970. Hún hefði náð til þeirra presta, er tekið hefðu við embætti, skipt um prestaköll eða embættisbústaði eftir þann tíma. Við samningu reglugerðar- imnar tókst ekki betur til en svo, að nokkrum prestum, einkum þeim, sem hlotnazt hefði að búa í mannsæmandi húsnæði, var gert að greiða meir en helming mánaðarlauna í húsaleigu á mánuði. Undir þessa smíð setti fjármálaráðherra nafn sitt. Þessi reglugerð kom þó ekki til fram kvæmda vegna þess að fyrrv. kirkjumálaráðherra og fjármála ráðherra var bent á þessa óhæfu af stjórn Prestafélags íslands og stúdentum í Guðfræðideild. Þetta var freklegt tilræði við prestastéttina. Þá var ný reglu- gerð samin um húsaleigu, og leigukjör lækkuð um nær helm- ing, þar sem hæst hafði verið. Þessi vinnubrögð á fyrri reglu gerð sýna ekki lit'la líitilsvirð- ingu og vanþekkingu á kjörum sóknarpresta auk skorts á rétt- sýni og heiðarlegum vinnu- brögðum. Starfsmenn ríkisins, sem hafa ferðalög að kvöð, hafa fengið greiddan ferðakostnað úr ríkis- sjóði kr. 7,25 á ekinn km, eða eftir reikningi. Sóknarprestar hafa ferðalög í embættisþágu að kvöð. Þeir hafa ekki fengið slík- ar greiðslur á sama hátt og aðr- ir ríkisstarfsmenn til þessa dags, þótt þeim beri þær og hafi ver- ið heitið þeim fyrir meir en ári síðan, en daufheyrzt hefir verið við beiðni um þessar greiðslur um árabil, heldur hafa prestum verið greiddar kr. 600.00 — sex bundruð — á mánuði. Loforð um réttmætar greiðsilur hefir ekki verið efnt og ofan á það bætist, að sannanlegan kostnað við ferðalög í embættisþágu hafa prestar ekki fengið frá- dreginn til skatts. Sóknarprestar hafa þannig rekið embætti sitt af embættislaunum sínum að verulegu leyti auk risnu, sem þeir hafa látið í té um gjörvallt landið og allur þonri manna kannast við. Sóknarprestar reka þessi við- skipti að gefnu tilefni. Þeir óska ekki eftir ívilnun í kjöirum um- íram aðra og kasta ekki rýrð á aðrar stéttir, þótt þeir bendi á misræmi og misrétti. Þeir krefj- ast þess, að þeir séu látnir njóta réttsýni í kjörum. Prestastéttin mun ekki láta sitja við orðin ein í þessu efni, ef þau duga ekki til þess að heiðarleg vinnu- brögð og réttsýni verði viðhöfð í gerð kjarasamninga. Hún átel- ur þá skipun mála, að hún hefir ekki tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér á vettvangi kjarasamninga og lýsir fyllsta stuðningi við sjónarmið BHM og gagnrýni á gerð núverandi samninga. Prestafélag íslands telur, að vart taki því, að tala um hlut B.S.R.B. í kjörum sóknarpresta. Traust prestastéttarinnar á B.S.R.B. er þorrið og hefir hún sýnt það með því að segja skilið við þau samtök. Prestafélag íslands tekur af heilum hug undir kröfu BHM um aðild að kjaragerð og fullan samningsrétt og telur vansæmd að því fyrir ríkisvaldið og B.S.R.B., að hafa ekki tekið til- lit til réttmætra sjónarmiða BHM við nýgerða kjarasamn- inga. Reykjavík, 22. des. 1970 Stjórn Prestafélags fslands. Til sölu Til sölu miðsvæðis í Kópavogi einbýlishús, húsið er á tveim hæðum Á 1. hæð eru 3 herbergi, eidhús og bað, á 2. hæð eru 3 svefnherbergi. Þá fylgir einnig rúmgóður bilskúr með mjög góðu geymslurými. Ræktuð og girt lóð. Mjög hagstætt verð og greiðsluskiimálar ef samið er strax. Til greina kæmi að taka 3—4 herbergja íbúð uppí. Allar nánari upplýsingar í síma 18138. Mótatimbur Óskum eftir að kaupa notað mótatimbur 1"x6 (um 15000 fet) 1"x4" og 1|"x4" (um 4000 fet). Upplýsingar í síma 21438 eftir kl. 14.00 laugardag og surinu- dag. Aðra daga eftir kl. 19.00. F ramtíðarstarf Kaupfélag á Suðurlandi óskar eftir vönum bókhaldsmanni til starfa nú þegar. Upplýsingar gefur STARFSMANNAHALD S.Í.S. hálfan daginn. Sendisveinn ósknst SAMVINNUBANKINN Bankastræti 7, sími 20700. Nýja símanúmerið okkar er 8-55-22 VWEYFILL Lóð — Kópavogur Óska eftir að kaupa lóð undir einbýiishús í Kópavogi. Einnig kæmi til greina að kaupa einbýiishús á öllum gyggingarstigum. Upplýsingar í síma 41303 í dag og næstu daga. Málmar OPNUM Á NÝ LAUGARDAG eftir langvarandi veikindi og kaupum allan málm nema járn, allra hæsta verði. Um leið óskum við öllum viðskiptavinum vorum gleðilegs nýárs með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum. ARINCO Skúlagötu 55, símar 2806 og 33821. NECCHI Hin heimsþekkta saumavél VERÐ AÐEINS 11.230 KR. Saumar m.a. skrautsaum, fangamörk, útsaum, hnappagöt, festir á hnappa og stoppar í göt. Algerlega sjálfvirk. Þusundir nnægðra notendn um ullt lund snnnu kosti NECCHl suumuvélu. 35 úrn reynslu hér ú lnndi FÁLKINN HF. Suðurlandsbraut 8 Sími: 8 46 70.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.