Morgunblaðið - 15.01.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.01.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1971 5 Eiturlyfj aneyzla í FRÉTTUM sjó'iwarpsÍTits í gær (29. des.) var mjög eftirtektar- vert; viðtal við einn af þeim lög- regki'mönnum, sem sendir voru utan ti'l þess að kynina sér, hvemig baráttunmii gegn eitur- lyfjarueyzlu er hagað. F óru þeir til Englands, Danmerkur, Noregs og Sviþjóðar, og var eiinin lögreglumaður spuirður í hvaða landi, af þessum fjórum ástandið væri verst. Það stóð ekki á svar- imu. Lögreglumaðurinin svaraði hiklaust: í Kaupmamnahöfn. Þeim, sem að ataðaldri lesa Kaupmannahafnarblöð, kom þetta svar ekki á óvart. Kaup- manmahöfn og Danmör'k yfir höfuð er lamg versta eiturlyfja- gróðarstian og þarf ekki lengi að leita að ástæðunni. Damska sjón- varpið dregur taum þeirra, sem reykja hash og lætur listamenn í þjónuistu sinni sýna hverndig eigi að reykja hash. í Berlingske Tidende þ. 24. desember er birt frétt urn að 22 ára fyrrverandi verikfræðinemi hafi verið dæmdur í 2V:> árs fangelsi fyrir að selja hash. í sama blaði er birt grein sem ég hof lauslega þýtt og örlítið stytt og gef ég nú greinarhöfundi orðið: „MOGENS VEMMER ER VOLDUGUR MAÐUR Nú hafa ríkisstjórnin og þjóðþingið aftur veitt margar milljónir til þess að berjast á móti eiturlyfj aneyzlu og svo að segja al'lt þjóðþingið er sammála ríkisstjórninmi uim að ekki me'gi teyfa söliu á hash. Enda hafa hinir lærðustu læknar og há- skólaprófessorar í læknisfræði eindregið varað við neyzlu þess sem mjög skaðlegri. Hvernig geta ráðandi menm átöilulaust liátið Mogens Vemmier vera dagskrárstjóra fyrir deild fyrir börn og unglinga? Hvernig geta metnn l'átið Mog- ens Vemmer sitja og segja, að hásh sé nú hlutur, sem kominn sé til Dammerkur, unglingar þekki hash, og hash sé nú nokkuð sem menn verði að lifa með, þegar daglega eru fangelsaðir menn, sem smygla hashi, og stjórnvöld gera það, sem þau geta til þess að stöðva eitv.rlyfja- smygl? Af hvaða ástæðu verðum við að burðast með hr. Vemmer og hlusta á hvað hann segir um hash, sem hann líkir við tóbak og áfeingi. Getum við ekki, sem yfirvöldin krefja um síaukna skatta til þess að berjast gegn eituriyfjaneyzliu, heimtað að sjónvarp Danmierkur taki ákveðna afstöðu gegn eiturlyfja- neyzlu, einnig hashi. Og við ætt- um að fylgja orðum hinna lærð- ustu lækna um hash, sem þeir fyrr og síðar hafa varað við og afleiðingum þeim sem þeir sem reykja hash, verða fyrir. Á það að vera álit hr. Vemmers um hash, sem danska sjónvarpið sendir ti'l bama og uinglinga Danmerkur? Til hvers höfum við aðalfor- stjóra fyrir útvarp og sjónvarp Danmerkur? Hvers vegna gefur hanm ekki hr. Vemmer fyrir- skipun um að útbúa sjónvarpi og útvarpi þætti, sem vara við hashi og öðruim eituirlyfjum með öl'lum þeim hroðaliegu afl'eiðingum, sem neyzlu þeiirra fylgja? Það er eiins og hr. Sölvhöj (aðal'forstjóri út- varps og sjónvarps Danmerkur) sitji aðgerðarlaus í útvarpi og sjónvarpi. Menn verða ekki varir við að danska útvarpið og sjónvarpið hafi neinn aðalfor- stjóra. Dagskrárstjóramir geira það sem þeim sýnist. Menirutamálaráðherra vor kem- ur í sjónvarpið ásamt hr. Vemm- er og flieiruim og aðspurður hvort hann vilji ekki gefa sjónvarpinu fyrirskipanir, svarar ráðherranin kurteislega, að hanm geti farið þess á leit við sjónvarpið að sýna þar ekki memn, seim eru að reykja hash. Til hvers höfurn við ráð- herra með svo að segja samhljóða fólksþing á bak við sig? Þetta er hneyksli í sögu danskrar ríkis- stjórnar. Til hvers höfum við út- varps- og sjónvarpsráð? Ég er ekki í vafa um, að hr. Vemmer, sem aninast og ber ábyrgð á rmiklum hluta þess efnis, sem sjónvarpað er, er sá maður, sem mest hefur skaðað dönsk ung- memri. ÓSkiljamlegt er, að ríkisstjórn og þjóðþing, sem verja svo milljón- um króna skiptir tiil hjálpar eit- urlyfjaaumingjum, skuli ekki geta gefið danska útvarpinu og sjónvarpimu fyrirskipun um að breyta stefnu. Burt með hr. Vemimer frá útvarpi og sjónvarpi Danmerkur og látið koma í hans stað manm, sem undandráttar- laust getur sagt unglingum að 6 mónaðo tík tapaðist frá Sunnuflöt 35 þann 13. þ.m. Tíkin er Ijósbrún með svörtum hárbroddum, hvíta bringu og hvíta rák á nefi. Er á stærð við fullvaxinn íslenzkan hund. Anzar nafninu Tása. Góður finnandi tilkynni í sima 40882, eða til lögreglunnar í Hafnarfirði í síma 50131. Skrifstofuhúsnæði óskast Félagasamtök óska eftir 25—30 ferm. góðu skrifstofuhúsnæði í gamla Miðbænum. Tilboð óskast sent til Mbl. fyrir 22. þ m. merkt: ,,2980". Harðviður AFROMOSIA BEYKI, danskt, rúmenskt EIK, japönsk IROKO OREGOIM PINE TEAK MAHOGNY Fyrirliggjandi og væntanlegt næstu daga. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121, R. Sími: 10600. hash sé hættulegt, já eitt af þvi stórhættuilegasta. Auðvelt ætti að vera að fá mann í stað hr. Vemmiers, sem gefur upplýsingar um önnuir efni í sjónvarpinu. Anders Damkjær, Bakkegaarden 6630, Rödding". Ljótt er ástandið í Danmörku í þessum efn.um og því miðar höfum vér íslendir.gar ekki farið á mis við það, því frá Danmörku var hún send ísleinzka stúlkan, til þess að smygla hashi til Dan- merkur frá ísrael. Nú hefur þessi íslenzka stúlka verið dæmd í tveggja ára fangelsi í ísrael. En hinir rauniverulegu sakborninigar sitja í fel-um í Danmörku og ráð- gera vafalaust nýjar sendiferðir til að smygla hashi. Þeir sleppa við fangelsi, því enginn þorir að nefna nöfn þeirra. Reykjavík, 30. desember 1970. Magnús Sch. Thorsteinsson, Levi’s kemur ' EINS og skýrt var frá í Mbl. ( nýlega liefir hið þekkta banda I ríska atvinnulið í körfuknatt' | leik Levi’s boðizt til þess að J , leika hérlendis. Á stjórnar-1 fundi hjá KKÍ í gærkvöldij I var ákveðið að taka þessu, (boði, og mun liðið væntan-’ I lega leika tvo leiki hér. Verð' ur annar leikurinn í Reykja- ' vík, en hinn sennilega á Ak- | ureyri og munu þá sennilega j I Einar Bollason og e.t.v. fleiri’ Sunnanmenn leika með Akur I ' eyringum. — g-k. ALLT MEÐ Lausl embætti, er forseti íslands veitir Héraðslæknisembættið í Djúpavogshéraði er laust til um- sóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins og önnur kjör samkvæmt 6. gr. læknaskipunarlaga nr. 43/1965. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar n.k. Embættið veitist frá 1. mai 1971. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 13. janúar 1971. Sendisveinar óskast hálfan eða allan daginn. Þurfa að hafa hjól. — Upplýsingar á afgreiðslunni, sími 10100. Jón Brynj- ólfsson sjötugur JÓN Brynjólfsson bókhaldari í 1 Stykkishólmi er sjötugur í dag. Hann er fæddur að Litla-Dal í Svínavatnshreppi, sonur hjón- anna Guðnýjar Jónsdóttur pró- fasts að Auðkúlu og Brynjólfs Gíslasonar bónda þar og síðar í SkBdiniganesi. Jón ge'kik i Verzl- unarskólann og lauk þaðan prófi. Hann var lengi starfsmað- ur Landsbankans en árið 1939 flutitist hann t!i!l Stykkishólimis og hefur dvalið hér síðan. Hann var um langt skeið verzlunar- maður hjá Sigurði Ágústssyni, en annast nú bókhald og af- greiðisliu Bifreiðastöðvair Stykk- ishólms. Jón er hjálpsamur og vill hvers manns vanda leysa. Hann á því marga vini, sem minnast hans með þakklæti í dag. Ég er einn þeirra. Ámi Helgason. EIMSKIP A næstunni ferma skip vor til Islands, sem hér segir: ANTWERPEN: Skógafoss 27 janúa-r Fjatlfoss 6. febrúar * Skógafoss 17. febrúair ROTTERDAM: Reykjafoss 21. janúar Skógafoss 28. janúar * Dettifoss 4. febrúar Fjatlfoss 5. febrúar Reykjafoss 11. febrúar Skógafoss 18. febrúar FELIXSTOWE Dettifoss 15. janúar Reykjafoss 22. janúar. Skógafoss 29. janúar * Dettifoss 5. febrúar Reykjafoss 12. febrúar Skógafoss 19. febrúar HAMBORG: Dettifoss 19. janúar Reykjafoss 26. janúar Skógafoss 2. febrúar Fjallfoss 3. febrúar * Dettifoss 9. febrúar Reykjafoss 16. febrúar Skógafoss 23. febrúar NORFOLK: Goðafoss 15. janúar Brúarfoss 28. janúar Selfoss 11. febrúar Goðafoss 25. febrúar KAUPMANNAHÖFN: Gullfoss 20. janúar Tungufoss 25. janúar Bakkafoss 1. febrúar * Tungufoss 12. febrúar Lagarfoss 17. fr-brúar Gullifoss 27. febrúar HELSINGBORG: Tungufoss 26. janúar Bakkafoss 2. febrúar * Tungufoss 13. febrúar GAUTABORG: Tungufoss 27. janúar Bakkafoss 3. febrúar * Tungufoss 15. febrúar. KRISTIANSAND: Tungufoss 28. janúar Bakkafoss 4. fcbrúar * Tungufoss 16. febrúar GDYNIA: Lagarfoss 22. janúar Lagarfoss 14. febrúar KOTKA: Laxfoss 16. janúar Lagarfoss 20. janúar Lagarfoss 12. febrúar WESTON POINT: Askja 20. janúar Askja 2. febrúar Askja 16. febrúar Skip, sem ekki eru merkt með stjömu, losa aðeins i Rvík. * Skipið losar í Rvík, Vest- mannaeyjum, Isafirði, Ak- ureyri og Húsavík. sok^abuxur' ÖGIHEYMAiynEGARj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.