Morgunblaðið - 15.01.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.01.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1971 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöin Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kiistinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræli 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22-4-80. Askriftargjald 195,00 kr. á mánuði ínnanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. RÉTTLÆTISMÁL k síðustu tveimur árum eða svo hefur nokkuð þok- azt í framfaraátt í mennta- málum, en um árabil hafði ríkt stöðnun í þeim efnum og skólakerfi landsmanna ekki verið lagað að breyttum tímum og auknum kröfum. Það fer t.d. ekki á milli mála, að myndarlegt átak hefur verið gert í málefnum Há- skóla íslands. Þar er nú unn- ið ötullega að margvíslegum breytingum í kennslu og innra starfi og námsleiðum hefur verið fjölgað, en jafn- framt eru nú að hefjast mikl- ar byggingaframkvæmdir á vegum háskólans, sem munu gjörbreyta allri námsaðstöðu á næstu árum. Þetta er mikið fagnaðarefni, því að eins og allir vita hafði lengi engin breyting orðið í Háskóla ís- lands og því ekki seinna vænna að hefjast handa um að undirbúa komu stóraukins nemendafj ölda. Auk breytinga á háskóla- stiginu, hefur þörfin fyrir framfarir og umbætur lík- lega verið mest á framhalds- skólastigi að skyldunámi loknu. Hefur bæði verið skortur á aukinni fjölbreytni í námsleiðum svo og hafa menntaskólamir verið mjög illa undir það búnir að taka við hinum stóraukna fjölda nemenda. Þar sem yfirvöld menntamála höfðu ekki í tíma gert viðhlítandi ráðstaf- anir til þess að taka við hin- um aukna námsmannafjölda á menntaskólastiginu varð að grípa til bráðabirgðaráðstaf- ana. Þannig var hinn gamli Miðbæjarskóli í Reykjavík tekinn undir menntaskóla- hald og hafin starfræksla menntaskóla á ísafirði í tak- mörkuðu húsnæði. Allt stend- ur það þó til bóta. En rétt er að vekja athygli á, að aðsókn- in að menntaskólunum verð- ur væntanlega svo mikil á næstu árum, að óhjákvæmi- legt verður að fjölga mennta- skólum og efla byggingar- starfsemi í þeirra þágu mjög alveg á næstunni. Enda er það athyglisvert, að á sama tíma og barna- og gagnfræða- skólar hafa risið í öllum hverfum höfuðborgarinnar, hefur aðeins verið byggður einn nýr menntaskóli. Jafnframt því, að stórt átak verður að gera í bygg- ingarmálum menntaskóla- stigsins á næstunni svo og að fjölga námsleiðum á fram- haldsskólastiginu eins og þeg- ar er byrjað á, er þýðingar- mesta verkefni í menntamál- um okkar vafalaust það að jafna menntunaraðstöðuna, þannig, að námsfólk hafi jafna aðstöðu til menntunar, hvar sem það er búsett á landinu. Því miður hefur mjög skort á, að svo hafi verið um langt árabil. Það er augljóst, að það kostar verulega fjármuni að taka sig upp og flytjast að heiman til framhaldsnáms, hvort sem er í menntaskóla, háskóla eða aðra framhalds- skóla. Margir foreldrar úti á landsbyggðinni hafa tekið þann kostinn að flytjast bú- ferlum til höfuðborgarinnar, þegar böm þeirra hafa verið komin á þann aldur, að þau vom að hefja menntaskóla- nám. Þessi staðreynd á vafa- laust meiri þátt í fólksflutn- ingum frá hinum dreifðari byggðum en margan grunar. Á fjárlögum ársins 1970 var í fyrsta sinn tekin upp fjár- veiting til þess að jafna þenn- an aðstöðumun. Sú fjárveit- ing nam 10 milljónum króna, en í ár verður varið í sama skyni 15 milljónum króna. Þetta er talsvert fé, en vafa- laust þarf að gera enn betur, ef vel á að vera. Jöfnun á aðstöðumun til menntunar verður framkvæmd með ýms- um hætti. Þeim jöfnuði er hægt að ná með styrkveiting- um til námsfólks utan af lands byggðinni. Það er einnig hægt að ná þessu sama marki með því að fjölga framhalds- skólum úti um land, koma þar upp heimavistum og tryggja nemendum þannig húsnæði og mat með viðun- andi hætti. En hvemig sem það er gert er augljóst, að hér er á ferðinni réttlætismál, sem þjóðin verður að veita fyllstu athygli á næstu árum. Skátar og Nonna-bækur í banni að er aldeilis ótrúlegt, hvað kommúnistar eru hrædd- ir við. Jafnvel þótt harðsnú- inn andstæðingur kommún- ista hefði verið beðinn að nefna nokkur þau fyrirbæri, sem hann gæti látið sér detta í hug, að kommúnistar ótt- uðust, er ótrúlegt að hann hefði nefnt skátahreyfinguna og Nonna-bækur. Engu að síður er það stað- reynd, að stjórnarvöldin í Tékkóslóvakíu hafa bannað skátahreyfinguna þar í landi. Þau hafa bersýnilega komizt & A UTAN ÚR HEIMI FBI er Hoover Hinn 76 ára yfirmaður FBI er ekki lengur vinsæll og margir vilja sjá honum á bak — eftir þjónustu við 8 forseta og 17 dóms- málaráðherra Yfirmaður bandarísku Al- ríkislögregrlunnar, Federal Bureau of Investigation (FBI), John Edgar Hoover, ekur stundum í hinni skot- heldu Cadillac-bifreið sinni til snæðings hjá þeim undirmanni sínum, sem næstur geng- ur honum að völdum. Þegar hann var ungur (fyrir einni öld eða þar um bil!) skrifaði hann bréf til giftrar konu og skrifaði undir „með ástar- kveðju.“ Af og til veðjar hann á hesta. Þessar merku upplýsingar eru allt og sumt, sem blaða- maður einn í Bandaríkjunum gat um áramótin fengið upp- lýst í tilraun, þar sem hann beitti svipuðum aðferðum og FBI gegn sjálfum J. Edgar Hoover. Maðurinn Hoover virðist vera jafn flekklaus, kaldrifjaður og áhrifamikill og stofnun sú, sem hann stjórnar. Þegar farið er að kanna einkalíf hans, virðast menn komnir að tómarúmi. MESTI SKÁLKASKELFIR HEIMS En frá og með s.l. nýárs- degi er J. Edgar Hoover 76 ára gamall og í maí í vor eru 47 ár liðin síðan hann gekk í þjónustu FBI. Næst- ráðandinh, sem hann borðar stundum með, og virðist vera eini vinur hans, sem hann getur treyst, er ungur maður, aðeins sjötugur! Það er m.a. á grundvelli þessara stað- reynda að undangengnar vik- ur hefur þrálátur orðrómur verið á sveimi um að yfirmað- ur Alríkislögreglunnar hafi í hyggju að draga sig í hlé, og láta stjórnartaumana og lykl- ana að hinum miklu skjala- söfnum í hendur öðrum manni — helzt ungum manni. Allar götur frá því að Al- ríkislögreglan var stofnuð sem sérstök lögregla dóms- málaráðuneytisins á veltitím- um bannáranna i Bandaríkj- unum hafa FBI og Hoover verið nánast eitt og hið sama. Hann hefur fylgzt með allt frá þeim tíma er tillagan um að fá þessari sérstöku lög- regliu, sem er óháð liögreglu- valdi hinna einstöku ríkja og borga, vopn í hendur, vakti allsherjar deildur innan Bandaríkjanna til dagsins í dag, er hann nú er yfir- maður stofnunar, sem hefur á að skipa 16,000 manna starfs- lifði og er harðsnúnasta lög- regluvald Bandaríkjanna og mestur skelfir skálka þar. Síðustu deilurnar, sem upp komu um Hoover, urðu er hann sagði álit sitt á Ramsey ið þeirri niðurstöðu, að hún ræri hættuleg öryggi lands- ns og andlegri velferð þjóð- irinnar. Og eins og Morgun- jlaðið skýrði frá í gær eru Clark, dómsmálaráðherra Johnsons forseta. Clark hafði gefið út bók, „Afbrot í Bandaríkjunum," þar sem hann setur fram fullyrðingar um á hvern hátt afbrot og félagsleg neyð manna séu samtvinnuð. Jobn Edgar Hoover. 1 einu af þeim örfáu til- vikum, þegar Hoover hefur talað opinberlega um dagana, kallaði hann Clark „versta dómsmálaráðherrann í 45 ár“ og sagði að hann hefði verið „ennþá verri en Robert F. Kennedy." Þeirri umsögn Clarks, að FBI hefði meira að gera við að skapa dýrðar- Ijóma umhverfis Hoover en að takmarka afbrot, svaraði Hoover þannig, að „maður vissi aldrei hvenær Ramsey Clark vildi tapa einhverju málinu í gólfið." Aldrei hefur verið litið á Hoover sem sérlega frjáls- lyndan mann. 1 bók sinni „Svikameistararnir" hefur hann greint Bandaríkjamönn- um frá skoðunum sínum á kommúnismanum. Er hann varð sjötugur 1964, hélt hann upp á daginn með því að veit Nonna-bækurnar orðin bann- vara í A-Þýzkalandi, að þvi er virðist. A.m.k. er ekki leyfilegt að senda slíkar bók- menntir til fólks í A-Þýzka- ast að dómurum Hæstaréttar Bandaríkjanna fyrir að vera veikgeðja og kalla Martin Luther King, sem þá hafði nýlega fengið friðarverðlaun Nóbels „mesta lygara lands- ins.“ Árásirnar á Hoover, sem nú stafa fyrst og fremst af aldri hans, bera þess glögg merki að virðing sú, sem bor- in hefur verið fyrir hon- um og stofnun hans, og hafið hvort tveggja yfir pólitiskar deilur, fer nú minnkandi. Fyrstu merkin um „guðlast" sáust 1968, er Eugene McCarthy, sem þá var að reyna að komast í framboð til forsetaembættis, sakaði Hoover um að smeygja sér framhjá eftirliti af öllu tagi. ÞEKKTASTI LÖGREGLU- MAÐUR HEIMS Hver svo sem leikslok kunna að verða, hvort held- ur Hoover segir af sér eða ekki, mun hann láta eftir sig orðstír sem þekktasti lög- reglumaður heims. Það var hans, sem byggði FBI upp, og stofnunin hefur nú á að skipa 7,000 „sérstökum lög- reglumönnum“ og 9,000 manna starfsliði þar að auki. Sérhver löggæzlumaður hef- ur háskólamenntun, flestir í lögfræði. Nýliðar fá sem svar ar liðlega einni milljón ísl. kr. í laun á ári. Frá 58 skrif- stofum um gjörvöll Banda- ríkin hafa svæðisstjórarnir beint samband við Hoover. Við New York skrifstofuna eina starfa meira en 500 lög- gæzlumenn. Hver lögreglu- maður getur haft allt að 25 mál í gangi í einu, og hann verður að gefa skriflega skýrslu daglega til Washing- ton um framvindu hvers máls. Það kostar nálega 180 millj- arða ísl. króna á ári að reka FBI. Ástæðan til þess hversu stofnuninni hefur orðið ágengt í baráttunni gegn af- brotamönnum er raunar hin sama, og hún er nú gagnrýnd fyrir: FBI er Hoover. Hann rekur löggæzlulið sitt áfram með járnaga. Fái hann ekki leyfi til þess að reka hvem einasta nagla í vegginn, sér hann til þess að sá eini, sem hann rekur, verði sá, sem eft- ir er tekið. Það er þetta, sem hefur gert honum kleift að starfa í þjónustu átta for- seta og 17 dórnsmálaráðherra. Spurningin nú er hvort ald- ur hans og lífsviðhorf eigi við árið 1971. landi. Þesisi tvö tilvik segja gleggri sögu um þjóðfélags- ástandið í þessum löndum en flest annað, sem um það hef- ur verið sagt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.