Morgunblaðið - 12.02.1971, Side 6

Morgunblaðið - 12.02.1971, Side 6
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBKÚAR 1971 HÚSMÆÐUR Stórkostleg fa&kkun á stykkja þvotti 30 stk. á 300 kr. Þvott ur sem kemur í dag, til'búinn á morgun. Þvottahúsið Eimir, Síðumúla 12, sími 31460, SVEFNSÓFAR eins og tveggja manna, svefn bekkir, svefnstólar. Drval áklæða, Greiðsluskilmálar. Nýja bólsturgerðin, Laugavegi 134, sími 16541, ÓDÝRT gliitgarn 48 kr. Handavinnu- efnii á lækkuðu verði. HOF, Þingholtsstræti 1. NÝKOMIN efni í rýjateppi. Falleg mynst ur, HOF, Þingholtsstræti 1. MÁLMAR Kaupi alla brotamálma, nema járn, allra hæsta verði. Stað- greitt. ARINCO, Skúlagötu 55. Símar 12806 og 33821. SKIPSTJÓRAR — ÚTGERÐAR- MENN Vanur matsveinn óskar eftir plássi á loðnubát. Reglumað- ur. Uppl. í síma 26994. FYRIR SYKURSJÚKA Niðursoðnir ávextir, marmil- aði, hrökkbrauð, sykur, saft- ir og súkkulaði. Verzl. Þöll, Veltusundi 3. (Gengt Hótel Island bifreiðastæðinu), sími 10775. KERRUR Nýjar hrossaflutningakerrur og jeppakerrur til sýnis og söíu að Fagradal við Soga- veg. Uppl. f síma 34824. ©NAÐARMLÁSS ÓSKAST við Nóatún, Brautarholt, Skiphoft, Höfðatún, Borgar- tún eða annars staðar I Aust urbæ. Sími 25891. ÓSKUM EFTIR 2JA HERB. iBÚÐ sem fyrst, helzt nálægt Hjúkrunarskólanum. Reglu- semi og skilvísri greiðslu heitið. Uppl. í slma 14369 eftir kl. 6. PEDIGREE BARNAVAGN nýlegur, í góðu ásigkomulagi, til sölu. Uppl. í síma 82980 eftir kl. 7. LÚXUS EINBYLISHÚS á Flötunum til leigu strax. Titb. merkt: „Lúxus 6595" sendist Mbl. fyrir mánudag. SAUMANÁMSKEIÐ fer að byrja. Ebba, sími 16304. Friðgeröur, sími 34390. MÓTORHJÓL ÓSKAST Má þarfnast víðgerðar. Trtb. sendist Mbl. merkt: „4869" fyrir 25. þessa mánaðar. SKIPSTJÓRAR Vanur matsveinn óskar eftir að komast á gott síidveiði- skip. Uppi. í síma 82927. Dægradvöl Frá landnámstíð og fram til loka 14. aldar var mikil og fögur byggð norðan við Keldur á Rangárvöllum og: allt upp undir Heklu. Þetta landsvæði var þá allt skógi vaxið og hefir skógurinn sums staðar verið hár og núk ill, ef dæma má eftir bæjar- nafninu Tröllaskógur, sem kemur fyriu í Njálssögu. Tal ið er, að í þessari sveit hafi verið 18 bæir að minnsta kosti, en nú er þarna auðn- in ein, því að Hekla sendi glóandi hraunstraum yfir hið gróðursæla land og nú er er hún á þessa leið: — 1 fyrndinni var fögur sveit, þar sem nú er hraun við rætur Heklu. Þar bjó !bóndi á bæ, og er ekki get- ið um hvað hann hét né bær hans. Hann var góður bóndi, þjóðhagasmiður, söngmaður mikill og maður guðrækinn. Húsaskipan var sú á bæn- uum, að innangengt var úr bæjarhúsum 1 skemmu og þaðan í smiðju. Það var eitt kvöld, að bóndi sat i smiðju sinni og var eitthvað að vinna þar að smíðum. Þá stóð yfir Heklu- svo vel og storkna, að fært yrSi yfir það. Loft barst nægi lega vel inn i húsin, með þvi að sprungur komu brátt í hraunið og loftsmugur. En daufleg þótti honum vistin, sem vonlegt var, og eiga þar á ofan ölium sínum nánustu vandamönnum á bak að sjá. Hann hafði um hríð sér til dægrastyttingar, að smíða hitt og þetta, er honum hug- kvæmdist og gagn var í, úr smíðaefni þvi, er hann átti þar inni. En er það var á þrotum og hann sá eigi ann- að fyrir, en að hann yrði að halda að sér höndum eða leggjast fyrir, hugkvæmdist honum að reyna að búa til leikfang handa sér, er hon- Dægradvölin, sem smiðimnn undir Hekluhrauni fann upp fyrir 580 árum. (Ljösm. tók Sveinn Þormóðssson). margra metra þykkt hraun, þar sem höfuðbýli sveitarinn ar stóðu, kirkjustaðurinn Eystra-Skarð og Tjaldstað- ir. Þessar náttúruhamfarir gerðust er Hekla gaus í sjö- unda sinn frá því er land byggðist og var það árið 1389—1390. Segja annálar svo frá þvi gosi: Eldsuppkoma I Heklufjalli með svo miklum undrum, að dunur og bresti heyrði um allt land. Tók af tvo bæi, Skarð og Tjalda- staði. Færði sig rásin elds- uppkomunnar úr sjálfu fjall inu og í skógana, litlu fyrir ofan Skarð, og kom þar upp með svo miklum býsnum, að þar urðu eftir tvö fjöll og gjá i millL — Þessi fjöll heita nú Rauðu bjallar. Um gos þetta er til ein- kennileg munnmælasaga og gos eitt og var nýlega byrj- að. Heyrir bóndi þá drunur miklar og dynki, nær bæn- um miklu en áður, og veit eigi fyrr til, en hraunflóð kemur yfir bæinn og brýtur hann allan nema skemmuna og smiðjuna; þau tvö hús voru óbrotin, þótt flóðið gengi yfir þau líka, með því að þau lentu i hraunjaðrin um, þar sem það var grynnst. Lézt þar hvert mannsbarn, er á bænum var, nema bóndi. Matföng voru geymd í skemmunni, eldiviður og ljós meti. Hafði hann því nægar vistir fyrir sig að ieggja og þurfti eigi að vera í myrkri. Það þóttist hann vita þegar, að langt mundi þess að bíða, að sér yrði auðið undankomu, ef þess yrði kostur nokkum tima. Hraunið þurfti að kólna um gæti orðið dægradvöl að. Hann settist við og leitaði fyr ir sér á marga vegu, unz hann fékk upphugsað leik fang það, er síðar nefndist Dægradvöl og algengt var hér á landi til skamms tíma, þótt í fárra manna höndum sé nú orðið. Svo er sagt, að bóndi hafði þann sið í einverunni, að hann söng sálm kvöld og morgun, eftir því sem hann ímyndaði sér dægraskipti, þvi að aldrei sá glætu af degi, og fór hann mest eftir því hvernig svefni Iians háttaði. Það var á áliðnu sumri, er eldflóðið kom á bæinn og var bóndi þama í þessari dý flissu vetrarlangt og fram á næsta sumar. Þá bar það til einhverju sinni, er hraunið var kólnað fyrir löngu og storknað til hlítar, að smala manni úr næsta byggðarlagi varð gengið upp á hraunjað arinn til að skyggnast það- an eftir kindum. Heyrir hann þá einhvem hljóm I jörðu niðri undir fótum sér og þekkir að það var manns- rödd, er hann hugði betur að. Hann hleður vörðu til merkis þar sem hann heyrði hljóð- ið, hraðar sér heimleiðis og segir tíðindin. Var þegar brugðið við og rofið hraunið og húsin. Fannst bóndi þar heill á húfi og lofaði guð fyr ir lífgjöf sína. Sá, sem þessa sögu skráði, hefir hvorki vitað nafnið á bænum né hvenær þessi at- burður gerðist. En munnmæi in styðjast við sanna atburði, eins og flestar munnmælasög ur. Lýsingin á eyðing byggð arinnar á við Heklugosið 1389—90, eins og annálar segja frá því, að gosið hafi færzt úr sjálfu fjallinu í skógana skammt fyrir ofan Skarð og komið þar upp með býsnum. En munnmælin hafa það fram yfir, að bóndi hafi verið að smíða í smiðju sinni og tekið eftir því allt í einu, að gosdrunumar höfðu færzt miklu nær og rétt á eftir kom hraunflóðið á bæinn. Það hef ir því ekki runnið langt, áð- ur en það skall á bæinn, Sennilega er það einnig rétt, að gosið hafi verið um haust. Og bærinn, sem bóndi bjó á, hefir ekki verið langt frá Skarði, en eldgosið hefir kom ið upp um 5 km. fyrir ofan Skarð. Hér getur því varla verið um annan bæ að ræða en Tjaldastaði, sem voru ör- skammt frá Skarði. Dægradvölin, sem bóndi á að hafa fundið upp, er hin hugvitsamlegasta smíð. Það er löng .lykkja á skafti og upp á hana á að koma mörg um samföstum hringum, og er það enginn hægðarleikur fyr- ir viðvaninga. Það er líka sannkölluð dægradvöl, þvi að lengi er verið að koma hring unum upp á lykkjuna og taka þá ofan af henni aftur, og lengist sá tími um helm- ing við hvern hring, sem við kann að vera bætt, en hring arnir geta verið eins margir og menn óska. Og þeir þurfa ekki að vera ýkja margir til þess að dagsverk sé að leysa þrautina þótt æfður maður f jalli þar um. Frá horfnum tíma Múmínálfarnir eignast herragarð Eftir Lars Janson Múmínpabbinn: Svona áfram með þig, hott, liott. Múmínsnáðinn: Ég heí reynt mitt bezta, en skepnan er þrælstöð. Múmínpabbinn: Eitthvað líta þessi aktygi út öðru- vísi, en maður er vanur að sjá þau á myndum. Ætli þau snúi ekki öf- ugt? Múmínpabbinn: Nei, svei mér þá, það er eitthvað vitlaust við aktygin enn- þá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.