Morgunblaðið - 12.02.1971, Síða 16

Morgunblaðið - 12.02.1971, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1971 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Hara'dur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aöstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, slmi 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. I tausasölu 12,00 kr. eintakið. UMBÆTUR f SKATTAMÁLUM FYRIRTÆKJA ¥ fyrradag lagði ríkisstjórnin fram á Alþingi frumvarp um skattamál. Frumvarp þetta er liður í gagngerðri endurskoðun skattakerfisins í heild, sem nú er unnið að, og fjallar fyrst og fremst um þann þátt skattakerfisins sem varðar fyrirtæki og rekstur þeirra, enda þótt drepið sé á nokkur atriði er snerta ein- staklinga. Með frumvarpinu er verið að marka frambúð- arstefnu um skattlagningu fyrirtækja, enda þótt ekki sé með því tekin afstaða til skatta á borð við aðstöðu- gjöld, sem fyrirtæki verða að greiða og mjög eru umdeild, en væntanlega verður afstaða tekin til þeirra við endanlega endurskoðun skattakerfisins. Það, sem fyrst og fremst vefc- ur athygli við það frumvarp, sem nú hefur verið lagt fram, eru gjörbreytingar á fyrninga reglum og skattlegri með- ferð á hagnaði fyrirtækja. I gildandi lögum ber að fyrna jafnmikið frá ári til árs og er hámarksfyrning hverrar tegundar eignar bundin. Hið nýja frumvarp gerir ráð fyrir því, að þetta kerfi verði fellt niður, en að atvinnufyr- irtækjum verði gefinn kostur á að velja sér fasta árlega fyrningu fyrir eignir sínar innan vissra marka. Jafn- framt stefnir frumvarpið að því að gera allan atvinnurekst ur jafnsettan gagnvart fym- ingum, en nú eru í gildi sér- ákvæði varðandi fiskiskip, flutningaskip, flugvélar og fleira. í greinargerð frumvarpsins segir m.a. um fyrninga- ákvæði þess: „Með þessum ákvæðum er forráðamönnum atvinnu- rekstrar sköpuð aðstaða til að marka fyrningastefnuna fyrir fyrirtæki sín. Þeir geta ráðið miklu um, hvort sá hluti af hagnaði fyrirtækis, sem svarar til þessa mismun- ar verður kyrr í fyrirtækinu sem viðbótarfyrning og treystir þannig fj árhagsstöðu þess. Þeir geta einnig valið hæga fyrningu og þá meiri nettóhagnað til arðgreiðslu eða arðjöfnunar milli ára í því skyni að ná í fjármagn inn í fyrirtækið t.d. með út- boði hlutabréfa.“ Önnur meginbreyting, sem frumvarpið gerir ráð fyrir varðar skattlagningu á hagn- aði félaga. í fmmvarpinu er það meginsjónarmið látið ráða að efla áhuga manna á því að leggja fé í hlutafélög, en slíkt er óhugsandi nema arðgreiðslur geti verið veru- legar. Heimild er til þess að leggja fé í arðjöfnunarsjóð hjá hlutafélögum eftir á- kveðnum reglum. Er ætlazt til, að útborgun arðs og fram- lag til arðjöfnunarsjóðs af hagnaði verði ekki takmark- að við 10% af nafnverði hluta fjár, en hins vegar er gert ráð fyrir 15% skattgreiðslu frá fyrirtækinu til ríkissjóðs af fé sem þannig er ráðstaf- að. Þá er lagt til að allt að 30 þúsund króna arður af hluta- fé eða vextir af stofnsjóðs- innistæðu verði tekjuskatts- frjálsir hjá viðtakanda, 60 þúsund fyrir hjón og allt að 15 þúsund fyrir hvert barna. Er með þessum tillögum stig- ið skref í þá átt að gera hluta- fjár- og stofnsjóðseign að nokkru samkeppnishæfari við sparifé og skattfrjáls spariskírteini. Óhætt er að fullyrða, að í meginatriðum stefnir frum- varpið í rétta átt. Um önn- ur atriði verða sjálfsagt deil- ur, svo sem um það ákvæði þess að fella niður sameign- arfélög sem sjálfstæða skatt- aðila og um skattlagningu á söluhagnaði eigna. En hvað sem líður deildum meining- um um þau atríði og önnur er með frumvarpi þessu stig- ið stórt skref í átt til þess að koma skattamálum atvinnu- fyrirtækja á heilbrigðan grundvöll og er það fagnað- arefni. Lax og landbúnaðui Fram til þessa hefir Islendingum þótt sjálfsagt að stutt væri við bakið á ís- lenzkum landbúnaði með því að fram- leiðsluvörur hans fengju að vera ein- ráðar á íslenzkum markaði. Af þeim sökum hefur verið bannað að flytja inn erlendar landbúnaðarafurðir og stjórn- völd hafa löngum séð til þess að land- búnaðarvörur okkar væru á vel sam- keppnisfæru verði með þvi að greiða þær niður. Við verðum að viðhalda þessum skolla leik þótt sjálfsagt dyljist það ekki sæmilega reikningsglöggum, að engir aðrir en við greiðum auðvitað raunveru legt framleiðsluverð váranna. Sumum finnst betra að gera það á óbeinan hátt og láta greiðslu sína ganga gegnum rík- iskassann. Af þessu leiðir að sjálfsögðu, etð ís- lenzkur landbúnaður hefir ekki þurft að spreyta sig hér á landi í samkeppni við erlendar landbúnaðarvörur. Hitt vita svo allir, hvernig okkur hefir geng að að keppa með okkar smjör og kjöt á erlendum markaði. Fyrir það hafa víst oftast fengizt nærfellt álíka margir aurar erlendis og krónur hér heima. Við skyldum því álita að bændur á Islandi væru þakklátir fyrir þá góðu aðstöðu, sem þeir hafa fengið að búa við í þessum efnum og að þeir óskuðu ekki eftir að fara með vöru sina á sam- keppnistorg heimsmarkaðsins. I fullu samræmi við það ætti að gilda hið sama um önnur hlunnindi og aðra þjónustu, sem bændur geta í lé látið. Þetta virðist þó ekki einhlítt, ef lesin er af gaumgæfni grein Sigurðar Sigur- mundssonar hér i blaðinu 22. jan. s.l. um „Glæsilegt vatnasvæði" þar sem hann ræðir um uppár Ámessýslu. Margt er vel sagt í greininni og satt og rétt frá sjónarmiði fiskiræktunarmannanna. En svo kemur að því, hvernig beri að hafa not af þeim hagnaði, sem fiski- ræktin leiðir til. Þá segir greinarhöf- undur: „Eins og áður er getið, er nýt- ing ánna og annarra veiðivatna að verða stórfellt hagsmunamál íslenzkra bænda. Útlendir veiðimenn hafa á sið- ustu árum boðið fram stórfé í leigu, svo að þar fara innlendir aðilar naumast að verða samkeppnisfærir. Heyrzt hafa þær raddir, að svo kunni að fara, að þeir yfirbjóði öll vötn landsins og aðrir komist þar ekki að. Að sjálfsögðu verða veiðieigendur að taka tilboði þess sem hæst býður. (lbr. mín). Já að sjálfsögðu segja íslenzkir bænd ur. 1 þessari grein skal viðhalda fullkom- inni samkeppni. Þarna eru bændur sam- keppnisfærir. Nú væri fróðlegt að spyrja, hve miklu íslenzkir bændur hafa varið til fiskiræktar í ám sínum og vötnum. Hve stórum sjóðum þeir hafa varið til fiskiræktar. Eða kannski það séu einhverjir aðrir en veiðieigend- ur, sem lagt hafa fé í fiskiræktina. Það verður ekki amalegt fyrir þá, brezka auðjöfurinn John Ashley Cooper og söngvarann vinsæla og kvikmynda- stjörnuna Bing Crosby og félaga þeirra að taka við seiðum þeim, sem ísienzkir áhugamenn um fiskirækt hafa sleppt i árnar á undanförnum árum og hala þau á land sem fullvaxna laxa. Og að sjálfsögðu munu Islendingar ekki haaf tök á því að keppa við fremstu auðjöfra heimsins um veiði- árnar okkar. En um leið og við gefum auðjöfrum frjálsan aðgang að veiðiánum og tök- um tilboði þess sem hæst býður, þá mun um við að sjálfsögðu veita frjálsan inn- flutning á landbúnaðarvörum frá lönd- um auðjöfranna. Við Islendingar, sem ekki fáum lengur tækifæri til að draga lax I landi okkar, hljótum að mega kaupa landbúnaðarvörur hjá þeim sem lægst býður. Við hættum að sjálfsögðu á sama tíma að láta ríkið greiða niður íslenzkar land- búnaðarvörur, sem þá verða á kostn- aðarverði i verzlunum landsmanna. Vit- anlega er ekki hægt að láta lögmál sam- keppninnar aðeins gilda á sumum svið um en ekki öðrum. Ég held að víða þurfi þá að losa um höftin í þjóðfélagi voru, t.d. mætti þá gefa húsaleigu frjálsa og leigja íbúðir hverjum sem er og þeim, sem hæst býður. Svo þurfa bændur auðvitað að koma sér upp samvinnufélagi til að annast umboðsverzlun fyrir þá með veiðileyfi, því annars er ekki víst, að þeir hljóti að fullu þá greiðslu, sem auðjöframir borga fyrir veiðidagana. Umboðsmenn gætu haft áhuga á að taka eitthvað af gróðanum í sinn vasa. Væri ekki tilvalið að fá Mjólkursam- söluna í Reykjavík til að annast þessa umboðsverzlun? Þar mun vera fyrir hendi talsverð þekking á þessu sviði. Svo er ekki heldur víst að starfskraft ar Mjólkursamsölunnar yrðu fullnýttir, þegar við fengjum mjólk frá útlöndum í fjórum mismunandi fitusamsetningum og rjóma af þrem gerðum fitumagns og allar þessar tegundir í umbúðum, sem við óskum eftir. Þá fengjum við auðvit- að kjúklinga undir fiskverði og svína- flesk á súpukjötsverði. Já, við eitthvað verðum við að gleðja okkur, sem ekki komumst í laxinn. Eitt er rétt, að veiðieigendur athugi. Væri ekki rétt fyrir þá, að fara nú fyrir alvöru að athuga að draga eitthvað úr netaveiðinni ? Það er ekki víst að er- lendu auðjöfrunum þyki það „sportman- like“, að moka laxi upp í net á sama tíma og þeim eru seld veiðileyfin á átta þúsund krónur á dag. Að öllu gamni slepptu er hér um að ræða mál, sem þarf að athuga af fyllstu gát. Hætt er við að þeir bændur, sem ekki eiga neina laxána, eigi óhægt um vik í samkeppni við þá bændur, sem kunna að raka saman milljónum á er- lendum auðmönnum. 1 annan stað ber svo að geta þess, að tii eru þeir bændur meðal eigenda veiði réttinda, sem hafa lagt talsvert í fiski- rækt og unnið vel að því að halda lax- ám sínum í góðri rækt. Þetta ber að þakka og virða um leið og hins verður því miður að geta, að víða er gengið um góðar veiðiár og vatnasvæði með fullkomnu virðingarleysi og með vafa- samt ágóðasjónarmið eitt fyrir augum. Rannsóknir á auðæfum landgrunnsins TVTú hefur verið ákveðið að veita erlendu fyrirtæki, Shell International, leyfi til vísindalegra rannsókna á land grunninu næsta sumar. Hér er hvorki um að ræða vinnslu leyfi né fyrirheit um einka- rétt og leyfið er veitt með því skilyrði, að íslenzkum stjómarvöldum verði látnar í té upplýsingar um niðurstöð- ur slíkra rannsókna og að ís- lenzkur vísindamaður verðí um borð í leitarskipinu og fylgist með rannsóknunum. Á undanförnum misserum héfur vaknað mikill áhugi á því að kannað verði, hvort auðlindir sé að finna í land- grunminu hér við lamd. Nokk- ur erlemd fyrirtæki hafa lýst áhuga á að kanna þessi mál og hugmyndir hafa verið uppi um, að jafnvel kunni að leynast olía í landgrunninu, sérstaklega út af Vestfjörð- um. Frændur okkar Norð- menn hafa verulega reynslu á þessu sviði og hefur iðnað- arráðuneytið kynnt sér þær reglur, sem gilda í Noregi um leyfisveitingar til athugana á lamdgrumminu og haft samráð við norska aðila að öðru leyti og notið góðra ráða. Það er ánægjuefni, að nú er nokkur skriður að komast á könmun á auðæfum land- grunnsins með leyfi því, sem Shell hefur verið veitt, og er þess að vænta, að í kjölfar þeirrar ramnsóknar fylgi víð- tækari athuganir á þes&u sviði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.