Morgunblaðið - 12.02.1971, Side 19

Morgunblaðið - 12.02.1971, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1971 19 Guðmundur Hafliðason — Kveðja MARGIR Reykvíkingar hafa heyrt talað um Gunnar í ísafold eða Pétur í ísafold, og það hefði sannarlega verið réttnefni að kalla Guðmund Hafliðason, Guð mund í ísafold. Hann starfaði þar raunar ekki nema í 33 ár. Við í ísafold eigum því að venj ast að eignast þar góða og gamla starfsmenn. Gísli Guðmundsson, bókbandsmeistari, starfaði hjá okkur í nærfelt 70 ár, og eins starfaði Þórður Magnússon, einn ig bókbandsmeistari, í meir en 60 ár. Eins var með „Fríðu á bókbandinu“, en hún lagði ekki niður vinnu fyrr en hún hafði starfað í nærfelt 60 ár. Guðmundur Hafliðason byrj- aði starfsferil sinn sem hrein- ræktaður Vesturbæingur, átti góða verzlun á Vesturgötunni og var maður vinsæll. En á miðj- um starfsferli lagðist lífið á hann með nokkrum þunga og Guðmundur bognaði. En hann brast ekki. Hann tók Mfið fang brögðum á nýjan leik og vann frægan sigur. Hann eignaðist heimili, konu og yndislega og þróttmikla dóttur. Og á göngu- ferðum sínum um Reykjavík eignaðist hann marga vini, ótal marga góða vini. Hann sást oft á tali við menn í Austurstræti, háa sem lága. En í Austurstræti var miðstöðin hans, ísafold. Hann gerðist aldrei meir en inn heimtumaður hjá ísafold, en við sem störfuðum með honum litum aldrei á hann sem „að- eins“ innheimtumann. Hann var þáttur, sterkur þáttur í rekstri ísafoldarprentsmiðjunnar. Og mér er óhætt að segja, að fáir muni hafa borið hag fyrirtækis ins sem hann starfaði fyrir, meir Hjá borgarstjórn Reykjavíkur liggur nú fyrir tillaga um breyt ingu á 11. gr. byggingarsam- þykktar Reykjavikurborgar, er samþykkt var á fundi bygging- arnefndar þann 14. janúar 1971. 1 núverandi 11. gr. byggingar samþykktar segir meðal annars svo: „Uppdrættir samkvæmt 8. og 10. gr. (Teikningar af hús- um og mannvirkjum) skulu gerð ar af húsameisturum (þ.e.a.s. arkitektum), byggingarverkfræð ingum, byggingatæknifræð- ingum, eða þeim sem hlotið hafa viðurkenningu bygginganefndar. Breytingartillagan að nýrri 11. gr. hljóðar meðal annars svo orðrétt: Þeir einir hafa rétt til að gera uppdrætti, skv. 8. og 10. gr., er hlotið hafa löggildingu bygging- arnefndar. Byggingarnefnd veitir slíka löggildingu eftirtöldum aðilum: Arkitektum og byggingarverk- fræðingum, hvorum á sínu sviði. Rísi ágreiningur um verksvið, sker nefndin úr. Heimilt er nefndinni að ákveða í löggild- ingu hverju sinni, hve víðtækt verksvið aðila megi vera. Til lög gildingar þarf a.m.k. eins árs starfsreynslu, er byggingar- nefnd telur fullnægjandi. Heim- ilt er að taka gilda að nokkru leyti starfsreynslu erlendis. Þá getur byggingarnefnd veitt eftirtöldum aðilum löggild- ingu: Byggingartæknifræðing- um, byggingarfræðingum og mönnum, er hafa svipaða mennt- un að dómi byggingamefndar, hverjum á sínu sviði. Rísi ágrein ingur um verksvið, sker nefnd- in úr. Til löggildingar samkvæmt þessari málsgrein þarf 2)4—5 ára starfsreynslu, sem nefndin telur fullnægjandi. Heimilt er að taka gilda að nokkru leyti starfs- reynslu erlendis. Tæknifræðingafélag Islands mótmælir harðlega: fyrir brjósti en Guðmundur Haf- liðason. Hann átti það til að fá sér kaffi í Hressingarskálanum og lesa blöðin kl. 8 að morgni. En kl. 9 var hann lagður af stað með töskuna sína úr Austur- stræti 8 og í skipulagða ferð um bæinn. Guðmundur var samvizkusam ur maður og stundum kannski nokkuð harður, en þó fyrst og fremst góður maður. Ég átti vin áttu hans í meira en þrjátíu ár, svo ég veit hvað ég er að segja. Ég veit ekki hvað Guðmundi varð að aldurtila, en það getur varla hafa verið hjartað, því að það var gott. Og þegar ég fór að heiman fyrir ekki alllöngu, þá var hann hress og kátur og — ofangreindri tillögu og þeim skerðingum, sem í henni felast, á réttindum tæknifræð- inga, verkfræðinga eða ann- arra sambærilegra sérfræð- inga. — þeirri hugmynd að leita beri umsagna eða meðmæla hjá félagssamtökum á hæfileikum einstaklinga úr öðrum félags- samtökum. — þeim greinilega ásetningi að skapa takmörkuðum hópi manna sérréttindi. — að byggingamefnd sé nær eingöngu skipuð arkitektum og verkfræðingum. Tæknifræðingafélag Islands vill benda á: — að aðaieinkenni tæknifræð- inga er verkleg kunnátta sam- fara tæknifræðilegri þekk- ingu. — að framkvæmdaaðilar telja sér hag í að nota kunnáttu tæknifræðinga við hönnun og áætlunagerð, er varða bygg- ingar og byggingaraðferðir. — að tæknifræðingar hafa undanfarin ár gert uppdrætti og haft umsjón með fram- kvæmdum á húsum og mann- virkjum, í Reykjavík og ná- grenni og annars staðar á landinu. — að samstarf um verka- skipulagningu milli arkitekta, verkfræðinga og tæknifræð- inga um undirbúning og fram- kvæmdir verka er eðlileg þró- un eftir eðli verks og vilja verkkaupans. Tæknifræðingafélag íslands vonast eftir góðri samvinnu milli þeirra aðila, sem hafa með hönd um undirbúning og skipulagn- ingu verka, til mikilla hagsbóta fyrir einstaklinga og þjóðfélag- ið í heild. Stjórn Tæknifræðingafélags Islands. virtist hreinlega vera að yngj ast. Afmælisdagur hans var 11. marz, en ekki man ég hvort hann var um það bil að verða 84 eða 85 ára gamall. Guðmundur var greindur mað ur og gamansamur. Honum var alla tíð annt um að gleðja aðra. Og margir höfðu ánægju af því að gleðja hann. Einu sinni mætt ust þeir i Austurstræti Kjarval og Guðmundur. Kjarval bað Guðmund um að ganga með sér upp á vinnustofu sína og velja sér málverk. Guðmundur var tregur til, en nokkrum dögum síðar hékk eitt af hinum stóm verkum meistarans á _ vegg heima hjá Guðmundi. Ég veit að góður kunningsskapur var á milli Guðmundar og Bjarna heit ins Benediktssonar. Og nú er Guðmundur farinn, og eftir er aðeins að veita fjöl- skyldu hans samúð og segja: Farðu vel, og þökk fyrir sam- fylgdina. Kaupmannahöfn, 7. febrúar. Pétur Ólafsson. — Nei, Gunnar Bjarnason... Framh. af bls. 14 að koma upp fyrirtæki, sem við höfum kallað Tækjamið- stöðina. Auk Vélskólans standa að henni Verkfræðideild Há- skóla Islands, Tækniskól- inn, Stýrimannaskólinn og Loft skeytaskólinn. í þessari stofn- un verða saman komin tæki, sem allir þessir skólar hafa not fyrir. Vélskólinn á t.d. þegar mikið og gott safn tækja, sem kemur til með að nýtast i þess ari Tækjamiðstöð. Enginn skól anna getur án þessa verið og með- sameiginlegu átaki sparast bæði fé og fyrirhöfn og betri nýting fæst úr tækjunum. Þessi tilhögun, þar sem allir nemendur þessara skóla hittast og vinna að sameiginlegum vandamálum ætti að geta aukið og bætt gagnkvæman skilning á störfum hver annars. Þetta eru líka mennimir, sem eiga að starfa saman í atvinnulífinu, svo að mikils er um vert að eyða tortryggni. Þessi miðstöð verður dýr í uppsetningu, kost ar hundruð milljóna, en hún er brýn nauðsyn. Þar ættu að geta farið fram rannsóknir í þágu atvinnuveganna, og rekstrarfjármagn slíkrar stofn- unar yrði eflaust um 10 til 15 milljónir árlega, því að nauð- syn verður á ákveðinni endur- nýjun vélakosts. En hag- kvæmni slíkrar samvinnu er ótvíræð borið saman við að hver skóli væri að pukra með slíkt út af fyrir sig. Gunnar Bjarnason er ánægð ur með lífið. Árið 1932 kvænt ist hann konu sinni, Önnu Jóns dóttur Árnasonar prests frá Bíldudal og eiga þau 2 böm, Önnu gifta Atla Steinarssyni og Jón Pál, kvæntan Emu Har- aldsdóttur. „Ef ég ætti að byrja lífið upp á nýtt,“ segir Gunnar að lokum, „myndi ég engu breyta. Ég vildi aðeins óska mér, að ég væri 20 árum yngri, þá gæti ég komið draumnum í framkvæmd — Tækjamiðstöð- inni margumtöluðu." Og loks er aðeins að geta þess að Gunnar langar til þess að hitta alla vini sína og kunningja í dag í Oddfellowhúsinu milli kl. 16 og 19. mf. 1YNDAMÓT HFj AÐALSTRÆTI 6 — REYKJAVIK M .PRENTMYNDAGERÐ SlMI 17152^ ^AUGLÝSINGATEIKNISTOFA^^ SIMI 25810 Greinargerð frá Tæknifræðingafélagi íslands Brennheitar kartöflur og ískalt smjör 1. BAKAÐAR KARTÖFLUR Stórar kartöflur eru þvegnar vel og lagðar f ofnskúffuna ofan á þykkt lag af grófu saltl. BakaSár ca. 1 klst. vlS 200”-220“ C. Þegar kartöflurnar eru bakaSar er skorlnn kross f þær og þrýst undlr þær, svo þær opnist. Kartöflurnar eru fylltar meS köldu smjöri og' bornar fram strax. ÞaS má borða þær svona serrl aðalrétt, eða bera þær fram ásamt 'kjöti eða flski. 2. BAKAÐAR KARTÖFLUR MEÐ KÚMENI Áður en kartöflqrnar eru settar f ofninn er skorið f þær, kúmenl stráð I sárlð og smurt vel með smjörl. Borið fram með óbræddu smjöri. 3. BAKAÐAR KARTÖFLUR MEÐ KAVIAR OG SÚRUM RJÓMA Farið eins að og í uppskrift 1. (saltinu má sleppa ef vill). Þegar kartöflurnar eru born- ar fram, er sett smjör, súr rjóml og ein skeið af kavíar í hverja kartöflu. Þessi rétt- ur hentar vel sem forréttur. Súr rjóml. 6 hlutar rjómí / 1 hluti súrmjólk. — Látið standa á heitum stað til næsta dags. Þeytt upp fyrir notkun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.