Morgunblaðið - 18.02.1971, Síða 18

Morgunblaðið - 18.02.1971, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1971 Árni G. Eylands: Árinni kennir illur ræðari Sáðslétta - Tímótei Varla er minnzt svo á kal, grasbrest og aðra óáran í bú- skap bænda, að ekki sé klykkt út með því að kalla á auknar rannsóknir á sviði túnræktar- innar og nauðsyn þess að finna og framleiða stofna af túngrös- um og öðrum fóðurjurtum, sem þola betur harðæri og áföll. Ekki skal úr þessum áköllum dregið, en þó er þar margt með þeim hætti að fleire ber að at- huga í því sambandi. Rannsókn- irnar og framleiðsla harðgerari fóðurjurta er langt léreft að bleikja og þarf raunar ekki um það að efast að allvel er að þessum málum unnið, þótt hægt virðist miða. En hitt er hörmu- legt, þegar óskir og vonir um skjótan ■ árangur eru notaðar sem værðarvoðir til að hvílast við — þangað til úr rætist, og jafnframt því er vanrækt að gera það, sem hægt er að gera og jafnvel auðvelt að gera, til úrbóta gegn kali og töðubresti, og það án allra rannsókna, ef menn aðeins vilja nota sér þá reynsiu og þekkingu sem fyrir hendi er, og fara að lögum við náttúru landsins, en á því vill verða mikill misbrestur að svo sé gert. Yfirleitt gera menn sér langt of litla grein fyrir því, að það er ekki minna um vert, hvernig er að þeim gróðri búið sem upp af góðu og gjaldlegu grasfræi vex, heldur en hitt hvort grasfræið er af ofurlítið meira eða minna hc.rðgerum stofni, sem oft getur verið erfitt að skilgreina. — ★ — Allt frá því fyrst var farið að rækta sáðsléttur eða sáðtún hér á landi hefir val og útveg- un grasfræs verið nokkurt vandamál. Ávallt hefir verið til þess seiizt að kaupa og nota fræ af norrænum uppruna. Á striðsárunum fóru þau inn- kaup auðvitað mjög úr skorðum. Venjulega hafa bændur fengið fræið í hendur biandað sem grasfræblöndur, nokkuð mis- munandi að samsetningu, en sjaldan keypt fræ óblandað, einstakar tegundir. Ef litið er til þess hvernig grasfræblöndur þær sem bænd- um hafa verið seldar hafa ver- ið settar saman kemur í ljós, að tvær tegundir fræs hafa löng- um verið mest áberandi í blöndunum: Vallarfoxgras eða Tímótei eins og það kallast víð- ast um lönd (Phleum pratensis) og Háliðagras (Alopecurus prat ensis). Hið fyrr nefnda er, svo sem kunnugt er, ágætt fóður- gras og ræktað víða um heim. Þannig er það mest ræktaða grasið á sáðtúnum um öll Norðurlönd og miklu víðar. Það er ekki snemmsprottið og þarf nokkuð langan sprettutima til að ná fullum þroska. Fræ af Tímótei er auðfengið, þar eð tegundin er ræktuð til fræs víðs vegar um Norðurlönd, og fræið er fremur ódýrt saman- borið við aðrar tegundir gras- fræs. Háliðagrasið er aftur á móti lítið ræktað á Norðurlöndum, nema helzt í Finnlandi, og Finniand mun vera eina landið hér í álfu þar sem framleitt er fræ af Háliðagrasi. Þó mun sú framleiðsla hafa dregizt saman hin síðari ár. Helzt fæst nú fræ af Háliðagrasi frá Bandaríkjun- um, fjallahéruðum i ríkinu Oregon. Fræið er æði dýrt, og þó í reyndinni enn dýrara en verð bendir til, þar eð gróður- magn fræsins er alia jafna minna en æskilegt væri og fræ- ið oft miður hreint. Háliðagrasið er mjög snemm- sprottið gras og allgóð fóður- jurt, ef það er slegið snemma, en jafnast þó ekki á við Timótei. Þessar tvær tegundir virðast því ekki eiga góða samleið í fræblöndu, önnur tegundin sein vaxin, hin snemmvaxin. En samt er þetta ekki eins fjarstætt og ætla mætti. Timóteið vill hverfa úr sléttunum eftir 5-6 ár jafnvel þótt vel sé að því búið, hvað þá þegar afleitiega er við það gert, eins og algeng- ast er hér á landi, en þá heldur Háliðagrasið áfram að þrífast upp á sitt bezta. Það gerir hins vegar oftast fremur lítið úr sér á fyrsta og öðru ári en sækir sig úr því. Háliðagras þrífst í túnum í áratugi, jafnvel í 40-50 ár, og getur sem gamall gróður verið vaxtarmikið og harðgert. — ★ — Ef við lítum á grasfræblöndur sem mest voru notaðar á árun- um 1920-1940 og jafnvel lengur, voru að jafnaði allt að 40% af Tímóteii í blöndunni og um 20-30% af Háliðagrasi, þótt oft væri þetta nokkuð á reiki. Hinn hái hundraðshluti af Tímóteii mótaðist vitanlega nokkuð af því að Tímóteifræið var ódýr- ast, en gaf góða sprettu fyrstu árin, unz annar gróður tók við í sáðsléttunni, oft að verulegu leyti hinn innlendi gróður. En eitt er tegund fræs annað stofn og uppruni. Tilraunabúin, sem stunda tilraunir i jarðrækt, hafa lengi reynt mismunandi stofna af Tímóteifræi. Reynsla er fyrir löngu fengin af því að fræ frá Norður-Noregi, Norður- Svíþjóð og frá Finnlandi, og af stofnum sem þar eru ræktaðir, gefast bezt, bæði til sprettu og varanleika í túninu. Það voru þvi eigi litil tíðindi, að kalárun- um 1950-1952 afstöðnum, áð fram var kominm í Norður- Noregi nýr stofn af Tímóteii, svokallað Engmó-Tíniótei, er talinn var gefa stórum betri raun heldur en þeir stofnar sem áður voru ræktaðir norður þar. Fræ af Engmó var reynt hér á landi 1953 og framvegis, en um sinn var ekki um verulega fram- leiðslu af þessu fræi að ræða, og Norðmenn ekki aflögufærir. En er til vannst var farið að nota Engmó-Tímótei í grasfræ- blöndur hér á landi. Upp úr 1960 (1963) er svo komið að Engmó er orðið 55% af fræinu í þeirri grasfræblöndu sem kaup- félögin og S.í.í. seldu mest af. Hefir svo verið síðan, unz 1970, að sú merka breyting verður á, að ekki eru nema 35% af Eng- mó-Tímóteii í grasfræbiöndunni, en jafnframt 20% af norskrækt- uðu fræi af íslenzkum stofni, sem nefndur er Korpa. Er þar fram kominn árangur af margra ára tilraunum Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins með rækt- un grasfræs af íslenzkum upp- runa. Ber mjög að fagna því, og jafnframt að vænta þess að fleira fari þar á eftir. Vafa- laust má gera ráð fyrir að Korpa hafi einhverja verulega yfirburði fram yfir Engmó, þótt enn hafi ekki verið gefnar ljós- ar upplýsingar um það, né hvort það hefir nokkra sérstæða eiginleika sem taka ber tiliit til við ræktun þess. — ★ — Jafnframt þessu hafa sem vænta mátti orðið aðrar og fleiri breytingar á ræktunarháttum og að því er kemur til grasfræsins hin síðustu 10-20 árin. Lengi vel var algengasta sáð- magn á ha um 40 kg af fræi þegar sáð var til túns. Sáðmagn- ið hefir verið minnkað smám saman samkvæmt reynslu og til- raunum, niður í 30 kg og jafvel 25 kg á ha. Háliðagrasið er horfið úr þeirri fræblöndu sem mest er seld og notuð. Þetta þrennt: Atikið magn af Tímóteii í fræblöndum upp í 55%, Háliðagrasinu vikið rtr blöndunni sem mest er notnð, og sáðmagnið niinnkað úr 40 kg og niður í 25 kg á ha, allt hefir þetta getað orðið vatn á millu kals og dauða hin siðustu ár, og hefir vafalaust orðið það að nokkru, sérstaklega á árunum 1965-1970. Ég veit ekki hvort bændum er þetta ljóst, en tel fulla ástæðu til að þess að ræða um það og benda á veilumar í því sem nú fer fram, um val og notkun grasfræs, að minnsta kosti að því er tekur til Tímó- teisins og Háliðagrassins. Marg- ur mun spyrja: Hvers vegna er svona að unnið og um breytt, ef þetta greiðir götu kals og dauða og er bændum til ófamaðar? Fyrst er þvi til að svara að tilraunamenn og vísindamenn gera vitanlega það sem þeir telja ráðlegast og réttast, en niður- stöður þeirra eru komnar fram við reynslu og tilraunir á góð- viðrisárunum fyrir 1960. Eng- inn bjóst þá við svo stórversn- andi tíðarfari, sem raun er á orðin hin síðustu ár. Allt hefði þetta farið allvel ef hið góða árferði hefði haldizt. Þá hefði mikil notkun Tímóteis í fræ- blönduna verið réttmætt, og ef til vill mátt verja það að hætta að nota Háliðagras -— það held ég pó ekki. En hér kemur fleira til og hefir komið hin siðustu ár, sem ekki virðist tekið með í reikninginn, þegar bændum er selt grasfræ til notkunar í sáð- sléttur sínar. Vel má skjóta þvi hér inn, að þótt bændur ráði því strangt tekið auðvitað sjálf- ir hvaða grasfræ eða grasfræ- blöndur þeir kaupia -— eða ekki kaupa — þá er það nú svo, að þeirra vilji og þeirra val kemur tiltölulega lítið til greina. Bænd- ur lúta um þetta mest forsjá annarra, án þess að gera sér fulla grein fyrir hvað þeir eru að gera og hvernig það hentar þeim í búskapnum, þeirri grein framkvæmda sem þeir eru að fást við, nýræktinni. Mér er fyllilega ljóst, er ég skrifa um þetta, að ég geri það að nokkru leyti út frá þeim miður góðu forsendum, að það er auðvelt að vera hygginn eft- ir á. En að verulegu leyti hefi ég fastari grunn undir fótum, ég hefi sem sé vikið að þvi sama áður, 1968, í grein minni í Árs- riti Ræktunarfl. Norður.l: Kal- inu boðið heim, og raunar oftar og víðar. Hér er þvi um annað meira en eftir-á-klókindi ein að ræða. Enn er kalinu boðið heim, gata þess greidd á margan hátt, umfram það kal sem ekki verð- ur við ráðið, og eitt í þvi máli er grasfræið, val þess og notk- un, og aðbúnaðurinn við þann gróður sem upp af því vex á túnunum. — ★ — Fyrst nefni ég þá ráðstöfun að stórminnka sáðmagnið þegar sáð er til túna. Það hefir þann rétt á sér, að fræið er dýrt og því freistandi að reyna að kom- ast af með sem minnst af fræi. Samt tel ég þann spamað vafa- saman eins og nú árar, þegar öllu þarf til að tjalda til að komast hjá áföllum í túnrækt- inni. Annað er, að útrýma Háliða- grasinu úr fræblöndunni sem mest er notuð, það tel ég alveg fráleitt. Ég fæ ekki skilið að rétt hafi verið að gera það þeg- ar sáð er i mýrlendi — mýrar- jarðveg — jafnvel þótt allt hefði leikið í lyndi með veðurfarið og túnræktina. Eins og nú hefir gengið um hríð, virðist mér það vera hreinasta fásinna að ganga fram hjá Háliðagrasinu í frje- blöndunum. Sú ráðstöfun hefir áreiðanlega kostað margan bóndann margan kalblettinn i sáðsléttunum, orðið meðvaldur kals í mörgum túnum. Og loks er það Tímóteiið, 55% Tímótei í grasfræblöndunni sem mest er notuð. Ef til vill er þar mest alvara á ferðum, og má þó varla verra vera en að sleppa Háliðagrasinu, eins og nú árar. Það væri allt í lagi, að nota grasfræblöndu með 55% magni af Tímóteii og jafnvel meira en það, ef allt færi vel úr hendi með ræktunina og meðferð túnanna hjá bændum. Ef svo væri, væri mikil notkun Tímóteis blátt áfram æskileg. Leggja verður áherzlu á, að málið horfir þann- ig við þeim góðu og vel settu bændum sem ekki beita nýju túnin sín, og slá þau á réttum tíma, og sem eru yfirleitt snjall- ir ræktunarmenn, óbeygðir af grasbresti og heyleysi. Hér er um það að ræða, að bændumir séu þess umkomnir að rækta Tímóteitún til slægna, án þess að blanda ræktun til beitar of mikið þar inn í, eða túnbeit yfir- leitt. Því miður eru það ekki nema tiltölulega fáir bænd- ur sem eru svo vel á vegi stadd- ir, en vonandi fer þeim brátt íjölgandi, án þess er vá fyrir dyrum. — ★ — Hin síðari ár og samtímis því að grasfræblöndur þær sem not- aðar eru, hafa breytzt svo sem raun er á orðin, hafa túnræktarhættir bænda þokazt meira og meira í þá átt að beita túnin, oft og tíðum æði harka- lega. Yfirleitt hafa bændur ekki ræk*að sérstök beitartún, en í þess stað beitt tún sín öll meira og minna, bæði gömul og ný tún. Hér hefir harðærið ýtt undir óheillaþróun: Of litil hey, töðuskortur, mikil vorbeit á tún, allt frá því túnin taka að grænka. Af því leiðir svo aftur: lítið töðufall, illa leikin tún, oft haustbeit, sem svo end- ar í kali og arfa. Er þá oft fleira kallað kal en raunverulega á það nafn skilið, því fleira getur grandað gróðri á túnum en kal- ið eitt, það er hægt að drepa gróðurinn með illum aðbúnaði, ofbeit og öðru harðræði. Bænd- urnir í kalsveitunum karin- ast við þessi vandræði öll. Þeim bændum sem ekki geta enn rifið sig úr þessum vita- hring, og þeir eru því miður mjög margir, hentar alls ekki að sá til túns fræblöndu sem að meira en hálfu magni er Tímóteifræ. Þeim hentar bet- ur fræblanda með langtum minna Tímóteii, 25-30%, og í þess stað meira magni af fræi af beit- ar-túnjurtum, svo sem Vallar- sveifgrasi (Poa praténsis) og Túnvingli (Festuca rubra), að Háliðagrasinu ógleymdu. Hinum sem geta gert að öllu leyti vel við tún sín og varið þau beit, hentar svo sem fyrr var sagt vel fræblanda með miklu Tímó teifræi. En til þess að svo megi verða þarf þó margt að breytast til hins betra í ræktunarmálun- um. — ★ — Hér skal engum getum að því leitt hvem hlut óheppilegt fræ- val og notkun kann að hafa átt í kali á sáðsléttum undanfarin ár, en það fer ekki hjá því að þar er eitt af því sem hefir greitt götu kalsins og það í ekki litl- um mæli. Það er naumast tilvilj- un ein hvernig fer saman eftir 1963, sífellt kal í sáðsléttum bænda, nýjum og nýlegum, og stóraukinn hlutur Tímóteis, við illa aðbúð, i sléttunum. Hin góða fóðurjurt Tímóteiið, sem þrífst hér með ágætum ef rétt er að henni búið, krefst þess fyrst og fremst að henni sé séð fyrir nægri næringu, svo er raunar um túngrösin öll. Tímó- teiið nýtir mjög vel búfjáráburð og kann vel að meta hann plægðan hæfilega djúpt í jörð niður eða blandaðan moldinni vel á annan hátt. Tímóteitún, eða tún sem að miklum hluta gróðurs er Tímóteitún, þolir alls ekki beit fyrsta og annað ár og helzt ekki þriðja ár heldur. Það þolir heldur ekki að snemma sé slegið. Tímóteigrasið þarf að fá að vaxa til mikils þroska áður en slegið er. Hér er því ekki við góðu að búast: Efnt er til túna þar sem Tímótei er mjög mikill hluti gróðursins, þótt ekki séu það hrein Timóteitún. Þegar á Frnnihald á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.