Morgunblaðið - 26.02.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.02.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1971 Sóknaraðgerðir Suður-Víet- nama í Laos hafa sætt vax- andi gagnrýni í Bandaríkjun um eftir þvi sem erfiðleikar sóknarherjanna hafa komið betur í ljós, en í heild hafa þær raunar vakið minni mót- mæli en fyrri stóraðgerðir i striðinu í Indókína. Nú síð- ast er gagnrýnd sú ráðstöfun Nixons forseta vegna erfið- leika sóknarinnar að færa út lofthernaðinn að nýju með árásum á skotmörk í Norður- Víetnam eins og hann hafði áður varað við á blaðamanna fundi. En fyrst og fremst er gagnrýnt, að sóknaraðgerð- irnar geti stofnað í hættu þeirri stefnu Nixons að láta Suður-Víetnama taka auk- inn þátt i stríðsrekstrinum, svokallaðri víetnamíseringu, til þess að flýta fyrir heim- kvaðningu bandaríska herliðs ins frá Suður-Víetnam. Enn verður ekki séð hvort aðgerðirnar bera árangur eða ekki og heldur ekki hvað Bandarískir skriðdrekar skam mt frá landamærum Laos Agreiningurinn um aðgerðirnar í Laos hæft er í þeirri gagnrýni, sem komið hefur fram þess efnis, að andstaðan í Laos hafi verið vanmetin. En vafa lítið er hér um að ræða ein- hverjar þýðingarmestu hern- aðaraðgerðir Indókína-striðs- ins, Jg Nixon forseti hefur sjálfur kallað þær prófstein á stefnu stjórnarinnar í Indó- kína. Sjaldan hefur verið eins mikið í húfi, sjaldan tekin eins mikil áhætta og sjaldan eins óvíst hvort hernaðarað- gerðir beri árangur eða fari út um þúfur. Ef aðgerðirnar bera árangur, verður það mik ilLsigur fyrir Nixon, en fari þær út um þúfur, verður það mikið áfall fyrir stefnu hans um víetnamíseringu og rök- semdirnar fyrir brottflutningi bandaríska herliðsins. MARKMIB AÐGERÐANNA Rök Nixons fyrir aðgerðun um i Laos eru svipuð rök- semdunum fyrir aðgerðunum i Kambódíu í fyrrasumar. Því er haldið fram, að aðgerðirn ar veiti Suður-Víetnömum aukið ráðrúm til þess að vinna að uppbyggingarstarf- semi i landi sínu og Saigon- stjórnin fái tækifæri til þess að treysta pólitisk áhrif sin. Um leið verði komið í veg fyrir, að Norður-Víetnamar myndi bandalag með búdda- trúarmönnum og ýmsum öðr- um óánægðum öflum i Suður Víetnam, er stofnað gæti Sai- gon-stjórninni i hættu. Þar sem birgðaflutningar vaidi Norður-Vietnömum miklum erfiðleikum, muni þeir erfið- leikar aukast ef aðgerðirnar í Laos beri árangur. Um leið verði seinkað til muna hugsan legum stórárásum Norður-Vi- etnama í Kambódíu, Laos eða Suður'-Víetnam. Sagt er, að þótt aðgerðirnar takist ekki, muni Suður-Víetnamar ekki standa verr að vigi en áður. Tilgangurinn sé að reka kommúnista á flótta og rjúfa VANTRÚ A ARANGUR Gagnrýnin á aðgerðirnar í Laos hefur þvi fyrst og fremst komið fram í vantrú á árangur og ugg um, að þær verði til þess að seinka brott flutningi bandaríska herliðs- ins fra Víetnam. Bent er á, að þyrlutjón Bandaríkjamanna sé meira en dæmi er til um i Indókinastríðinu. Að minnsta kosti 50 þyrlum hefur verið grandað, enda eru þær auð- veld skotmörk. Suður-víet- nömsku hermennirnir eru dreifðir á þunnri og veikri víglinu, sem enginn liðsfor- ingi mundi mæla með á óvina svæði. Veður á þessum slóð- um er slaemt um þetta leyti árs og hamlar loftárásum á stórskotastöðvar Norður-Viet nama í fjöllunum, þar sem þær sjást varla. Sókn Suður- Víetnama hefur lítið sem ekk ert miðað áfram, og þeir hafa orðið fyrir miklu mannfalli. Miðað við aðgerðirnar í Kam bódiu i fyrra hefur lítið fund izt af vopnabirgðum. í fyrstu var aðaláhyggju- efnið, að norður-vietnömsku hermennirnir létu ekki sjá sig. Síðan olli hörð andspyrna þeirra áhyggjum, en nú virð ist hafa dregið úr henni aft- ur. Um tíma leit helzt út fyr ir, að Norður-Vietnamar mundu ekkert aðhafast vegna sóknaraðgerða Suður-Víet- nama heldur bíða átekta og velja sjálfir vígvöll við sitt hæfi, er kæmi Suður-Vietnöm um illa. Fyrst í stað gerðu Norður-Víetnamar aðeins skæruárásir og fallbyssuskot %Mu Gia skarð * \N-VÍET Ban Karai SOKNIN iKhe)rS-VÍETNAM aðflutningsleiðir þeirra til þess að koma í veg fyrir stóc árásir meðan á brottflutningi bandaríska herliðsins stendur. Svokölluð stigmögnun er því talin nauðsynleg til þess að greiða fyrir brottflutningi. Andstæðingar Nixorts viður Frá þyrhiaðíferðum Bandarí kjamanna í Laos. Kortið sýnii vígrstöðuna í Laos kenna að þessi rök vegi þungt á metunum þótt þeir séu ekki sannfærðir. Hernað- arlegar röksemdir aðgerðanna hafa yfirleitt ekki verið dregnar í efa. Ekki er dreg- ið í efa, að æskilegt sé að stöðva birgðaflutninga frá Norður-Víetnam, ef það reyn ist unnt á skömmum tíma. Andstæðingar Nixons játa, að hann hafi farið að minnsta kosti eftir bókstaf svokallaðr ar Cooper-Church-breytingat- tillögu, sem samþykkt var á Bandarikjaþingi eftir aðgerð- irnar í Kambódíu í fyrrasum- ar þess efnis að óheimilt sé að senda bandaríska her- menn inn i Laos eða Kamb- ódíu. Þjóðréttarlega er ekki dregið í efa, að heimilt sé að ráðast inn I hlutlaust land í sjálfsvörn, ef stjórn viðkom- andi lands getur ekki haldið I skefjum hættulegum hernað- araðgerðum annars striðs- aðila. Því hefur heldur ekki verið haldið fram, að Banda- ríkjastjórn hafi brotið gegn samningnum frá 1962 um hlut leysi Iæos, þar sem Norður- Víetnamar hafi ekki staðið við ákvæði samningsins um brottflutning alls erlends her liðs frá landinu. hríð á svokallaða leið 9, sem Suður-Víetnamar sækja um, en síðan hafa þeir sótt suður á bóginn og Suður-Víetnamar hafa aðeins notið stuðnings bandariskra flugvéla og stór- skotaliðs á hæðunum um- hverfis Khe Sanh í Suður- Víetnam, töluvert langt í burtu. Nú er spurningin, hvort Suður-Víetnamar bíði ósigur á vígvellinum með af- drifaríkum afleiðingum. ABALLEIÐUM LOKAÐ Ráðunautar Nixons forseta hafa lagt sig í líma við að fullvissa þingleiðtoga um, að aðgerðirnar séu árangursrik- ar. Nú síðast hefur aðalráðu- nautur Nixons í þjóðarörygg- ismálum, Henry Kissinger, haldið því fram, að verið sé að ná þeim megintilgangi að rjúfa aðalflutningsleiðirnar. Að sögn hans hafa þrjár af aðalaðdráttarleiðunum frá Norður-Víetnam í Suður-Laos verið rofnar og auk þess tvær bensínleiðslur er liggja frá Norður-Víetnam til Laos og sjá flutningabifreiðum fyr ir eldsneyti. Hann og aðrir talsmenn bandarísku stjórnar innar hafa neitað því, að sóknaraðgerðirnar hafi stöðv azt, og hann heldur því fram, Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.