Morgunblaðið - 26.02.1971, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 26.02.1971, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1971 Ása Guðmundsdóttir Wright Nokkur minningarorð LAUGARDAGINN 6. febrúar sl. lézt í Trinidad í Vestur-Indíum Ása Guðmundsdóttir Wright. Hún hafði dvalizt lengi fjarvist- um frá ættjörð sinni íslandi, fyrst í Engiandi og síðan í Trinidad, en hin síðari ár var nafn hennar oft nefnt hér heima, einkum í sambandi við hinar höfðinglegu gjafir, sem hún eftirlét Þjóðminjasafni ís- iands, svo og Vísindafélagi ís- lendinga. Ása Guðmundsdóttir var fædd í Laugardælum 12. apríl 1892. Foreldrar hennar voru hjónin Amdís Jónsdóttir, há- yfiTdómara Péturssonar, og Guðmundur Guðmundsson hér- aðslæknir, sem lengst af þjón- aði Laugardæla- og Stykkis- hólmshéruðum, nafnkenndur maður á sinni tíð. Systkini átti Ása nokkur, en þau létust öll löngu á undan henni. Mér er í rauninni fátt kunn- ugt um æviatriði Ásu, fyrr en þá hin sáðustu ár, en hún fór snemma utan og lá leið hennar t Eiginmaður mimn, Gunnar Gunnarsson, Kóngsbakka 10, Jézt af sSysiförum 24. febrúar. Hansína Þórarinstíóttir. t Móðir okkar, Halldóra Kristín Jonsdóttir, Bárugötu 14, lézt 25. þ.m. Aiiður, Ásdís og Friða Sveinsdætur. til Englands. Þar gekk hún að eiga mann sinn, Henry New- come Wright lögfræðing, og stofnuðu þau heimili sitt þar í landi. í lok síðari heimsstyrjald- arinnar fluttust þau vestur um haf og settust að á eynni Trini- dad skammt undan strönd Venezuela. Mun það hafa verið af heilsufarsástæðum manns hennar sem þau brugðu á þetta ráð, en þarna áttu þau heimili upp frá því. Eignuðust þau þar allvíðlendar plantekrur, sem renndu stoðum undir traustan efnahag þeirra, og er líklegt, að þar hafi hagsýni Ásu ráðið miklu um. Föður sinn tók Ása til sín þangað vestur, aldurhniginn og hruman, og þar lézt hann árið 1946. Árið 1955 lézt svo eigin- maður hennar og stóð hún þá ein uppi, en þau hjón voru barnlaus. Hélt hún enn um langt skeið uppi hinum um- fangsmikla búrekstri, en er hún fann að halla tók undir fæti tók hún að hugleiða, á hvern hátt hún gæti ráðstafað eignum sín- um og fundið þeim öruggan samastað, þar sem þær kæmu að nokkrum notum og varð- veittu um leið minningu ætt- menna hennar og skylduliðs. Hún þóttist sjá íram á, að lítið kynni að verða úr hinum veg- lega húsbúnaði sínum og öðrum persónulegum munum þar vestra eftir að hún væri fallin frá, heldur mundi það að lík- indum tvístrast og verða sumt eyðileggingunni að bráð. Árið 1959 tókust bréfaskipti milli hennar og fyrrverandi Þjóðminjavarðar, dr. Kristjáns t Maðurinn minn, Jón Þorleifur Jóhannsson, fyrrum bóndi að Kjalveg, andaðisit í sjúkrahúsinu í Stykki.shólmi 24. fébrúar. Jarðairförin ákveðin siðar. Fyrir hönd bama minna og annarra vandaananna, Kristín Pétursdóttir. Bræðurnir t THEODÓR SIGURBERGSSON, stýrimaður, Hofi Garði, ! 'Jf og HJALTI SIGURBERGSSON, vélstjóri, Meistaravöllum 7, létust 24. febrúar af slysförum. Marita Hansen og böm, Kristín Þóroddsdóttir og sonur, Ingveldur Guðmundsdóttir, Sigurbergur Hjaltason. Otför t ÞORGEIRS SVEINBJARNARSONAR Sundhallarforstjóra, verður gerð frá Fossvogskirkju laugardaginn 27. þ.m. kl. 10,30 árdegis. Böm og tengdaböm. Eldjárns, en Ása hafði látið að þvd liggja, að hún vildi senda Þjóðminjasafninu sitthvað merkra hluta úr eigu forfeðra sinna. Smám saman hóf hún að senda ýmsa listmuni heim, fyrst fáa í einu, en síðar urðu send- ingar hennar æ stærri og kom þar að lokum, að hún hafði sent hingað meginhluta búslóðar sinnar, það er dýrmætast mátti kallast. f upphafi þessa árs kom frá henni stór sending, og um það bil sem lát hennarfrétt- ist kom tilkynning um enn eina sendingu, sem að líkindum er því hin siðasta til safnsins. Þessir hlutir, sem hún sendi Þjóðminjasafninu á þennan hátt, eru allt úrvalsgripir. Bæði eru þar ættargripir hennar og manns hennar, svo og vandaður og dýrmætur húsbúnaður þeirra hjóna. Sýna þeir, að þau hjónin hafa haft glöggt auga fyrir vönduðum og fögrum hlutum og kunnað að meta þá, þótt reyndar hafi loftslagið á Trini- dad verið nokkuð óhollt sumu af innbúi þeirra. Nokkrir hinir smærri þessara gripa hafa vertið til sýnis í safninu síðastliðin ár, en ástæð- ur hafa ekki verið til að hafa nema lítinn hluta af gjöfum Ásu til sýnis. Verður að vona, að í framtíðinni skapist mögu- leikar til að bæta þar um, er hægist um sýningarhúsnæði safnsins. Ekki lét Ása þar við sitja að senda safninu framangreindar gjafir, heldur átti hún eftir að verða enn stórgjöfulli. Á árinu 1968 var tilkynnt um mikla fé- gjöf hennar til safnsins, er mynda skyldi minningarsjóð, Alúðarþakkir fyrir samúð og vinarþel við andlát og útför Oddnýjar Elínar Vigfúsdóttur, Snæhvammi, Breiðdal. Eíginmaðiir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við amdlát og útför t Hugheilar þakkir þeim mörgu, sem sýndu fjölskyldum okkur samúð við fráfall og útför ÞORBJARGAR GUTTORMSDÓTTUR Öldugötu 51. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á deild A-4 Borgarsjúkrahúsinu. Halldóra Haraldsdóttir, Hörður Stefánsson, Guðmundína Guttormsdóttir, Helgi Sigurðsson, og fjölskyldur. GuÓfinnu Helgu Guðmundsdóttur, Austurbrún 6. Helga G. Zoéga, Ernst Ziebert, Anna G. Ólafsdóttir, Páll Valdimarsson, Helga G. Ólafsdóttir, Halldór Pálsson, Erna Ó. Ólafsdóttir, Michael Rothe og barnabarnabörn. sem bæri mafn hennar og hefði það markmið að bjóða heim hingað einum erlendum fræði- manni árlega til að flytja fyrir- lestur á vegum safnáns um þætti úr norrænni menningu, sem snertu Island að einhverju leyti. Skyldi sjóðurinm bera nafn hennar og vera til minn- ingar um eiginmann hennar og nokkur náin skyldmenni. Með þessu rættist gamall óskadraum- ur safnmanna og er það von okkar, að sjóðurinn muni gegna sínu hlutverki um langa hríð og halda á lofti minningunni um höfðingslund þessarar mætu konu. Verðlaunasjóð af svip- uðu tagi stofnaði hún við Vís- indafélag íslendinga um sama leyti. Allar þessar gjafir Ásu til safnsins eru einn mesti heiðurs- vottur, sem því hefur nokkru sinni veitzt. Þær sýna svo ekki verður um villzt, að þrátt fyrir að hún væri áratugum saman fjarvistum frá ættjörð sinni og kæmi hingað sjaldan, víst aldrei síðustu 27 árin, hafði hún þó sterkar taugar til gamla lands- ins. Þótt örlögin höguðu því svo, að hún ætti heimili ytra alla tíð og hefði aðeins bein sam- skipti við örfáa íslendinga, var henni landið kært og hún unni því heitt. Sá ég glöggt á bréí- um henmar, að bún mat mikils forfeður sína og ættmenni, og það voru í upphafi ekki sízt hlutir þeir, sem frá þeim voru komnir, sem hún lagði kapp á að koma í heila höfn. Ég kynmtist Ásu ekkert nema af bréfaskiptum síðustu árin. Ég sá hana aldrei, en af frá- sögnum kunnugra svo og bréf- um hennar var greinilegt, að hún var heilsteypt og stjóm- söm, ákveðin í skoðunum og lét ekki sinn hlut fyrtr neinum. Tekið er til þess, hve glæsileg hún hafi verið á yngri árum, og reisn sinni og virðingu hélt hún til dauðadags. Síðustu árin voru henni að ýmsu leyti erfið, sem von var eftir að heilsan var tekin að bila og hún þurfti eim að ráða fram úr margs kyns vandamál- um. Henni tókst þó nokkrum árum fyrir andlát sitt að selja hinar miklu landareignir sínar til náttúruverndarsamtaka, og þá rættist stór draumur hennar, því að hin síðari ár bar hún náttúruverndarmál mjög fyrir brjósti. Ása G. Wright var jarðsett hinn 13. þ.m. við hlið eigin- manns síns og föður í Port of Spain í Trinidad. Þór Magnússon. Ingibjörg Nielsen — Minningarorð Fædd 26. nóv. 1892 Dáin 21. febr. 1971 í DAG fer fram kveðjuathöfn frá Fossvogskirkju um Ingi- björgu Nielsen, sem andaðist 21. þ.m. Duft hennar verður sent til Kaupmannahafnar, þar sem jarðneskar leifar eiginmanns hennar og sonar eru varðveittar. Foreldrar Ingibjargar voru þau hjónin Guðrún Þorsteins- dóttir og Jón Jónsson bóndi í Neðri-hreppi í Skorradal. Þar fæddist Ingibjörg 26. nóv. 1892 og var hún næst yngsta bamið í hópi átta systkina. Nú eru þrjú systkinin á lífi: Jón fyrr- uim bóndi í Neðra-hreppi, og systurnar Elka og Ingigerður, báðar búsettar í ReykjaVík. Ingibjörg ólst upp á gestrisnu reglu- og rausnarheimili. Þótt ekki væri um ríkidæmi að ræða voru foreldrar Ingibjargar frem ur veitendur en þiggjendur, og gestrisni þeirra var viðbrugðið. Tæplega tvítug að aldri flyzt Ingibjörg að heiman og heldur til Reykjavíkur, ekki til náms, sem hún hafði þó góða hæfi- leika til, heldur í atvinnuleit. En slík var saga flestra ung- menina á fyrstu áratugum þess- arar altjar. f nokkur ár vann Ingibjörg við afgreiðslustörf í verzlun. Þau störf sín leysti hún af hendi með prýði, eins og allt sem henni var trúað fyrir. Á þessum árum kynntist Ingibjörg ungum dönskum sjó- manni, Kristjáni Nielsen. Hann var glæsimenni og bar í fasi sínu töfra hins ókunna og fjar- læga. fslenzka afdalastúlkan og sveinninn frá sólgylltri strönd Eyrarsunds felldu hugi saman og bundust tryggðaböndum. Nokkru síðar fór Ingibjörg til Kaupmannhafnar og þar giftust þau Kristján og hófu búskap árið 1921. Allan sinn búskap bjuggu þau Ingibjörg og Kristján síðan í Kaupmannahöfn eða þar til hann andaðist árið 1962. Lengst áttu þau heimili sitt í einbýlis- húsi, litlu en snotru úti á Am- ager. Staðurinn var fallegur og kyrrlátur, og sérstakt yndi höfðu þau Ingibjörg og Kristján af, að rækta blóm, ávexti og annan gróður í garðinum í kring um húsið. Þessi margbreytilegi og litriki reitur bar skipulags- hæfileikum hjónanna, natni og umönnun fagurt vitni. Rikur þáttur í eðli Ingibjarg- ar og sama mátti segja um Kristján, var framúrskarandi gestrisni. Það var ekki einungis að skyldmenni og venzlafólk sæktu þau hjónin heim, og gistu hjá þeim lengri og skemmri tíma, heldur stóð hús þeirra öllum opið. Ótaldir munu þeir íslendingar sem nutu fyrirgreiðslu þeirra á einn eða annan veg. Þau Ingibjörg og Kristján reyndu að leysa hvers manns vanda eftir beztu getu og tóku öllum opnum örmum. Húsbónd- inn var glaðvær og skemmtileg- ur, en húsfreyjan hlédrægari og hlý í viðmóti. Hún var ein hinna mörgu kvenna, sem kjósa helzt að vinna störf sín í kyrr- þey, og hugsa meira um aðra en sjálfa sig. Ingibjörg var mjög sýnt um alla matargerð og einkar smekklega fram- reiðslu. Þó hafði hún stundum ekki of mikið á milli handanna, en hún hafði lag á að láta end- ana ná saman. Á fyrstu hjúskaparárum sín- um hætti Kristján sjómennsk- unni, enn fékk starf í sykurverk smiðju, og þar starfaði hann til dauðadags. Launin voru ekki há, en nægðu þó til að fram- fleyta fjölskyldunni. Heimili þeirra Kristjáns og Ingiþjargar vár sérstaklega smekklegt og snyrtilegt. Híbýla- prýðin var að miklu leyti verk íslemku húsfreyjunnar. Það ef ekki ofmælt að Ingibjörg var snillingur í höndunum. Frí- stundir sínar notaði hún til að sauma út, hekla og knipla. Hún vann svo fíingerða og lystilega vel gerða hluti, að telja má

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.